Þjóðviljinn - 20.07.1971, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILiJINiN — Þriðjudagur 20. júlí 1971,
— Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb).
Fréttastjóri: Sfgurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500
(5 linur). — Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Dæma eftir verkunum
JJíkisstjómir ber að daema af verkum þeiira og
það gerðu íslenzkir kjósendur á mjög eftir-
minnilegan hátt í síðustu alþingiskosningum þar
sem stjórnarflokkamir töpuðu einum áttunda
hluta þingsæta sinna og þar með meirihluta á
alþingi og . stjórnarandstaðan fyrrverandi hlaut
hreinan meirihluta og hefur nú myndað ríkis-
stjóm. Hin nýja ríkisstjóm hefur nú aðeins setið
við stjóm í fáeina daga, en samkvæmt málefna-
samningi stjórnarflokkanna hlaut það að verða
eit't af fyrstu verkum hennar að gera ráðstafanir
til þess að bæta úr því ófremdaróstandi sem ríkt
hefur í málefnum ellilífeyrisþega og öryrkja og
annarra lífeyrisþega tryggingakerfisins. Og ríkis-
stjómin hafði snör handtök. Strax á fundi á föstu-
dag — en stjórnin kom til valda á miðvikudag —
var samþykkt fmmvarp til bráðabirgðalaga um
hækkun lífeyrisbóta trygginganna. í gær var svo
frumvarpið staðfest og getið út af forseta íslands
cg uyggingamálaráðherra, Magnúsi Kjartanssyni.
Me3 bráðabirgðalögunum verða lífeyrisbæ’tur
trygginganna almennt hækkaðar um 20%.
Jafnframt er tekið í lög ákvæði um tekjutrygg-
ingu þannig að tryggingunum ber að tryggja að
enginn tryggingaþegi hafi lægri lífeyri en 84.000
krónur á ári. Þetta er að sjálfsögðu ekki mikil
upphæð miðað við allan framfærslukostnað, en
þetta er há upphæð miðað við fyrri tryggingabæt-
ur sem náðu ekki 59 þúsund krónum á ári. Hækk-
un í þessum tilvikum — þar sem um engar aðrar
ít'ekjur er að ræða — er því 2.100 krónur á mánuði
og tekur þetta gildi strax 1. ágúst. Samkvæmt
þessum reglum geta hjón sem engar tekjur hafa
fengið í lífeyri 151.200 krónur á ári. Auk elli- og
örorkulífeyris hækka aðrar tryggingagreiðslur,
þannig að til dæmis hækkar barnalífeyrir um 40%.
^uðvitað verður núverandi ríkisstjóm enn að
gera átak til þess að bæta kjör þeirra sem lægs’t
hafa launin, en með bráðabirgðalögum þeim sem
tryggingamálaráðherra gaf út í gær er stigið um-
talsvert skref til þess að bæta kjör þeirra sem lak-
asta afkomu hafa, gamla fólksins og annarra líf-
eyrisþega. Með þessum bráðabirgðalögum sýnir
ríkisstjórnin nýja að þar eru höfð snör handtök
til þess að efna málefnasamninginn og verður von-
andi svo á öllum sviðum. En setning bráðabirgða-
laganna í gær er líka a’thyglisverð fyrir þá sök að
fyrri ríkisstjórnir hafa yfirleitt sett bráðabirgða-
lög sem hafa gengið í þveröfuga átt og oftar en
hitt verið andstæð hagsmunum launafólks. Þjóð-
viljinn hvetur til þess að landsmenn veiti því at-
hygli hvemig hin nýja stjórn tekur á málun-
um og dæmi hana eftir verkunum, jafnt fyrsta
verki hennar og þeim sem á eftir koma. — sv.
( \
Ferðaskapið og
„ökumaðurínn "
/ aftursætinu
£>eir spáðu leiðindia veðri
en nú er hann skollinn á með
sólskin og helgarferðin er á-
kveðin í skyndi Það er heid-
ur handagangur í öskjunni.
Vindsængin og íjálctið. sem
lánað var um daiginn er leit-
að uppi, nestið útbúið, henzt
um allt til aO fá fyliingu á
prímusinn og reynt að hafa
aJlt tilbúið_ á sem slkemmst-
um tíma. í öllum þessum ó-
sköpum viU bifreiðin oft
verða útundan, þó að henni
sé ekki ætlað veigaminna
hlutverk en að koma ferða-
fólkinu á ákvörðunarstað. Það
er því ekki nóg að haía tek;ð
allan farangurinn til, ef far-
kosturinn gefst síðan upp er
verst gegnir. Með ótrúlega
lítilli fyrirhöfn má ganga úr
skugga um, hvort bifreiðin er
ferðafær eða ekki áður en
lagt er af stað. Það er sið-
ferðileg skylda hvers öku-
manns að athuga bólinn vel
fyrir hverja ferð. Sérstaklega
þarf að líta á hernla stýri,
ljós og rúðusprautu. Auk
þessa er heppilegt að tafca
með sér viftureim, kveikju-
iok, kveikjuhamiar og platín-
ur. Þessir smáhlutir geta
sparað ótrúlega mikið amst-
ur.
☆ ☆ ☆
Þegar lagt hefur verið af
stað og öryggisbeltin komin
á sinn stað, fer að reyna á
ferðaskapið Oft á tíðum er
það ekki of gott. þeigar mikill
asi er á fólki. í ljós kemur,
að hitt og þetta befur gleymzt
bömin eru óróleg og ökurnað-
urinn verður argur og leið-
ur. Það bætir ekki úr skák.
ef hann hefur ráðríkan „hjálp-
armann“ við hlið 9ér eða í
aftursætinu sem vili ráða
ferðinni, Gerir þetta yfirleitt
meira að trufla en að bæta
aksturinn. Er stundum verið
að j agast nær alla leiðina og
þá yfirleitt af gömlum oe V-ið
inlegum vana. Það er geys’
mikið undir ferðahraðanum
komið. hvemig ferðalaffið
gengur. Hraðinn hlýtur auð-
vitað alltaf að miðast við að-
stæður hrverju sinni. Höfuðat-
riðið er að engum stafi hætta
eða óþægindi af honum.
☆ ☆ ☆
Það kemur auðvitað að því,
að einhvers staðar er stanzað.
Bifreiðinni er þá lagt út að
vegarbrúninni og ferðafólkið
reynir að finna einhvem grös-
ugan og skemmtilegan blett í
nágrenninu. Þegar þannig er
stanzað kemur það oft fyrir
að börnin eru á stjái í kring-
um bifreiðina og fram með
veginum Af þessu stafar ó-
þarfa hætta og áhyggjur. Ekki
er sama, hvemig skilið er við
bifreiðina. Hún má engan
veginn standia þannig að af
henni stafi hætta eða truflun.
Oft hefur það sézt úti á þjóð-
'vegum að bílstjórar hiafa
stöðvað bifreiðar snnar á
hæðum til þess að njóta út-
sýnisins eða annarra hiuta
vegna. Sjálfir komia þeir ekki
auga á hættuna sem þessu
fylgir. Þeir sjá veginn til
beggja handa og finnst því
allt vera tryggt og öruggt.
En aðrir, sem koma akandi
að hæðinni sjá ekki annað en
blindhæð og bifreið sem
stendur á veginum. Þess vegna
ættu ökumenn að meta all-
ar aðstæður sem bezt áður
en þeir stöðva bíla sína. Yfir-
leitt má finna einhver útskot
eða fáfama afleggjara. Ferða-
menn ættu einnig að hafa í
huga að ekki em alltaf beztu
staðimir fast við veginn. Þeir
sem kunna vel að meta kýrrð
og næði þurfa yfirleitt ekki
að fara langt frá þjóðvegin-
um til að finna sér hentuga
staði
Það eru fjögur höfuðatriði
sem ökumenn þurfa að hafa
í huga, þegar ekið er á þjóð-
vegum. Umferðarliraðinn fer
alltaf eftir aðstæðum öryee-
hbeltln eiva að vera snennt
bnrnfn sitia í aftursætinu oe
Wðaskanið er stærri þáttu’-
margur heldur
SKUG6SJÁ
Haldreipið
Það er fróðlegt að fylgjast
með því hvemig Morgunblað-
ið á Xslandi notar Rússa. Þeir
eru hjálparhellan þegar allt
annað bregzt. Þannig fagn.aði
MorgunblaðiS því í rauninni
að Sovétríkin og fylgiríki
þeirra bundu endi á þá til-
raun sem unnið var að til
þess að koma á lýðræðisleg-
um sósialisma í Tékkóslóvak-
íu. Þegar umræður stóðu sem
hæst fyrir kosningamar um
útfærslu landhelginnar vildi
Morgunblaðinu og talsmönn-
um stjómarflokkanna þáver-
andi til happs að Rússar mót-
mæltu því að stjómarvöld í
smáríkinu Gabon ætluðu að
færa út landhelgi sína. Tals-
menn stjómarflokkanna not-
uðu þetta á kosningafundum
úti á landi og Morgunblaðið
birti um málið stóra frétt á
forsíðu.
En það er ekki bara að
þessu leyti sem Sovétríkin
hafa orðið Morgunblaðinu
hiálpleg. Þannig var klifað á
þvi dagana fyrir kosningam-
ar. að nú væri „stóraukin á-
sókn rússneskra kafbáta og
hervéla við ísliand", méð fjór-
dálka fyrirsögn 4. júní ásamt
4 dálka mynd af kafbáti á að-
alfréttasíðu blaðsins. Dagana
fyrir kosningar var svo hert
sérstaklega á. Á síðunum við
hlið leiðarans var birt grein
um rússneskar vígvéliar í
kringum fsland ásamt fjór-
um stórum myndum. Þessi
myndagrein birtist daginn
fyrir kjördag. Á sjálfan kjör-
daginn var þvi svo lýst yfir
i Reykj avíkurbréfi að komm-
únistar vildu leyna úlfseyrun-
um en gengi það illa
Öll voru þessi skrif fyrir
kosningar gerð til þess að
veikja aðstöðu Alþýðubanda-
iaigsins og reyna að láta kjós-
endur trúa því að Alþýðu-
bandalaigið væri ólýðræðis-
legt afl og því hættulegt. En
þassum ásö'kunum Morgun-
blaðsins svöruðu kjósendur
hins vegar eftirminnilega. Al-
þýðubandialagið stórjók fylgi
sitt, og á nitjánda þúsund fs-
lendinga kau-s Alþýðubanda-
lagið í kosningunum 13. júní
en Sjálfstæðisflokkurinn fékk
aftur á móti sitt lakasta hlut-
fall af heildarfylgi sem hann
hefur fengið í 40 ár! Það bom
semsé í ljós í kosningunum
að fslendingar taka ekki mark
á ofstækisskrifum Morgun-
blaðsins og mátti nú ætla að
af þessu mættu miðlungsmeinn
Morgunblaðsins hafa lært
eitthvað.
Fróðlegt
En annað kom í Ijós. Þegar
útlit var fyrir að þeir þrir
flokkar siem nú fara með
landsstjómina hæfu viðræð-<ý
ur um stjómarmyndun var
enn gripið til siðasta hald-
reipisinis — Rússa. Á bjóðhá-
tiðardaginn notaði Morgun-
blaðið tækifærið til þess að
halda því fram að Rússar
„seildust til aukinna áhrífa“
hér á landi og 20. júni sagði
í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins að hér væri „her
njósnara á veeum Rússa“.
Þannig var haldið áfram lát-
laust þangað til nýia ríkis-
st.iómin var mynduð Al-
býðubandalagið er einn aðil-
inn að þessiari ríkisstjóm —■
það dugði heldur ekki í þetta
skiptið að ráðast að Alþýðu-
bandalaginu með álygum.
Morgunblaðið varð enn ein-
angrað og lét sér efckert a®
kenningu verða heldur hélt
rakleiðis áfram í einangrun
sinni. Ofstækið náði hápunkti
í skrifum Morgunblaðsins 16.
júiií þar sem birtar voru ó-
tal klausur um Rússia og
mannvonzku ísienzku ríkis-
stjómarinnar. „Moskva faign-
ar‘‘ stefnu ríkisstjórnarinnar
var hápunkturinn á þessu
öliu saman í fyrradag, Og
birtar voru samvi zkusamlega
fregnir um afstöðu þá sem
komið hefði fram í Tass um
íslenzku ríkisstjómina. Auð-
vitað er ekki verið a® finna
að þvi hér að birtar séu frétt-
ir um frammistöðu Sovétríkj-
anna og afstöðu til íslenzbu
ríkisstjórnarinnar, en þvi
hefur þetta mál verið vakið
hér að það varpar skýru ljósi
á það hverjar eru hjálparhell-
ur Morgunblaðsins þegar ailt
um þrýtur. Hins vegar væri
fróðlegt ,að vita hvort skeyti
Tass sem fagnar þvi a® her-
inn verði látinn fara frá fs-
landi hefur verið birt í Sov-
étrikjunum. Það væri nefni-
lega nýmæli ef Sovétríkin
fögnuðu þvi að smáríki væru
ekki hemumin. væri raunar
gaman fyrir Tékka og Sló-
vaka að fá fregnir af þessari
aflstöðu Taiss-fréttastofunruar.
Það hefur komið skýrt í
ljós að islenzkur almenning-
ur tefcur þrátt fyrir allt ekk-
ert mark á glórulausu of-
stæki Morgunblaðsins. Það er
einangrað í afstöðu sinni inn-
anlands, enda þótt sambönd
þeirra Morgunblaðsmanna við
samherja þeirra í Sovétríkj-
unum virðist harla góð.
Misskilningur
Það er til marks um fram-
komu og einangrun Morgun-
blaðsins til hersins á fslandi
og brottflutning bans að þeg-
ar fregnir berast af r.rólegum
og íhugandi viðbrogðúm frá
talsmianni Bandaríkj'astjóm-
ar er reynt að fela slika fregn
sem brýtur gjörsamlega" "í"
baga við afbtöðu Morgun-
blaðsins En af viðbrögðum
B'andiaríkjiastjómar er ljóst að
Bandaríkjamenn ætla ekki að
ver®a við þeirn tilmælum að-
aisérfræðings Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálum að
neita að flytja herinn úr
landi ef íslendingar óska
þess. Og af þessiu tilefni skal
það að lokum tekið fram að
hafi verið Iátið að því liggja
að Morgunblaðið sé skrifa®
af bandarískum starfsmönn-
um „upplýsingaþjónustunnar*1
og bandariska sendiráðsins,
er það á ^:»=kilningi byggt.
Morgunblaðið er skrifað af
Morgunblaðímönnum sem
aldrei kunna að meta nýja
hluti í nýju Ijósi og hafa ver-
ið heilaþvegnir svo rækilega
að þar kernst ekki að nein
ljósglæta. Þegar Bandaríkja-
menn skóluðu lærisveina á
Morgunblaðinu á sínum tíma
hefur greiriilega ekki verið
huigsað fyrir endurmati.
Fjalar.
A V
JSF
Lofum
þeim að lifa
Kaupum hreinar léreftstuskur
PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS