Þjóðviljinn - 05.09.1971, Qupperneq 1
SunnudaguT 5. september 1971' — 36. árgangur — 200. tölublað.
Rök fyrir útfærslu:
Ýsuaflinn 1969 innan vi5
helmingur þess er bezt var
□ Það kemur meðal annars fram í nýútkomnu upp-
lýsingariti ríkisstjómarinnar um fiskveiðar við ísiand. að
ýsuaflinn hefur minnkað mjög á síðustu árum. Árið 1962
veiddust nær 120 þúsund tonn af ýsu við ísland, en 1969
var ýsuaflinn kominn niður í 46 þúsund tonn.
129.408,- kr. arhr
Vegria fréttar í Stakstelnum
Morg:unblaðsins. fimmtudaginn 2.
sept. þess efnis að ríkisstjórn-
in hafi ákveðið, að þingmenn
þeir, sem sækja fund Alþjóða-
þingrmannasambandsins í Paris
fái greiddan úr ríkissjóði ferða-
Dauðadéms kræf-
izt í Kairo
KAIRO 4/9 — Ákærandinn í
rfettáffiéldunuin gegn þeim níu-
tíu mönnum, sem áikaerðir eru
fyrir að haifa reynt að steypa
fóráóta Bgyptalands, Anwar
Sadat, af stóli í maí í vor,
krafðist í dag dauðadóms yfir
níu af hinum ákærðu, þar ó
meðal Ali Sabry fyrrverandi
varaforseta landsins.
Aðeins tóilf hiinna ákærðu
komu fyrir rétt í dag, og hef-
ur verið tilkynnt að Mohameð
Fawsey hersihöfðingi, fyrrver-
andi hemaðarháðherra, verði
leiddur fyrir herrétt, en mál
hinna verði tekið fyrir seinna.
Þegar réttai'höldiin hófust fyr-
ir viku hélt verjandi Sabrys því
fram að rétturinn kærni í hóga
við stjómarskrá landsins. I>á
var réttarhöldunum frestað, en
þegar þau hófust að nýju, lýsti
forseti réttarins því yfir að
fullyrðing hains hefði vcrið
rannsöikuð og ekki teikin gild.
kostnað fyrir frúrnar, — leitaði
Þjóðviljinn sér staðfestingar á
því hvað rétt væri í málinu, því
vissulega er hér um að ræða
bruðl á almannafé. Staðfestist að
fréttin var rétt. Greitt verður
far fyrir sex frúr, fimm frúr al-
þingismanna og eina frú ritara
nefndarinnar. Flugfar til Parísar
og heim aftur með Flugfélagi
fslands kostar 21.568,00 krónur.
Margfaldað með 6 gerir það
129.408,00 kr.
Ein meginskissa slæddist inn í
frétt Morgunblaðsins Hún var
sú að ákvörðun um þessar
kvörðun í málinu var tekin of
nýjum valdhöfum. Þetta er ekki
rétt og kom fáunr á óvart. Á-
kvörðun í málinu var tekin af
forsetum Alþingis, en eins og
vitað er hefur nýkjörið Alþingi
ekki enn komið saman og for-
setar þeir sem kosnir voru á
síðasta þingi gegna störfum og
taka ákvarðanir um útgjöld Al-
þingis þar til kjörnir hafa ver-
:ð aðrir forsetar. Kostna’ðurinn
er sem sé greiddur af Alþingi.
Það sakar ekki að geta þess
í lokin að forsetar Alþingis eru:
Forseti Sameinaðs Alþingis er
Birgir Finnsson (Alþýðuflokkn-
um). Forseti Neðri-deildar Al-
þdngis er Matfhías Á.
(Sjálfstæðisflokknum). Forseti
Efri-deildar Alþingis er Jónas
Rafnar (Sjálfstæðisflokknum).
Þannig er hér um arf að ræða
frá liðinni tí?S, en ekki nýja
siði núverandi ríkisstjómar né
Alþingis.
Blaðdreifing
Þjóðviljann vantar blaðbera víðsvegar um
borgina, m.a. í þessi hverfi:
ÁLFHEIMA
STÓRHOLT
HVASSALEITI
BÓLSTAÐARIiLÍÐ
HVERFISGÖTU.
Þennan mánuð verða mjög miklar breyt-
ingar á starfsliði blactsins við dreifingu,
vegna skólanna. — Þessvegna viljum við
biðja velunnara blaðsins að vera okkur inn-
an handar með ábendingar, ef þeir vita um
fólk, sem gæti tekið að sér blaðburð.
ÞJÓÐVILJINN, sími 17-500.
Á árunum eftir síðari heims-
styrjöldina fór ýsuaflinn við ís-
land mjög vaxandi; úr 33.145
tonnum í 75.951 tonn árið 1949.
Síðan fer ýsuafli við landið mjög
minnkandi fram að landhelgis-
útfærslunni 1952. en hún hef-
ur strax greinileg áhrif til bóta.
Þannig eykst ýsuaflinn við land-
ið stöðuigt og kemst í 76 þús-
und tonn 1957. Næstu tvö ár er
samdráttur í aflanum, en sú
þróun breytist svo aftur 1959
og nær hámarki 1962. Síðan
hefur þróunin verið á hraðri
leið í hina áttina — ýsuaflinn
hefur minnkað frá ári til árs
til 1969, eins og fyrr er nefnt.
Hins vegar eru ekki tölur í
upplýsingariti ríkisistjórnarinnar
um ýsiuveiðina 1970.
Útlendingar veiddu
meira en helming
Framan af þessiu tímiaibili —
frá 1946 - 1969 — veiða íslend-
ingar tæpan þriðjung upp í
helming ýsuaflans við ísland.
lir 1964 breytist hlutfallið ís- I
lendingum í vil _og þeir veiða 3/4
ýsuaflans við ísland ári’ð 1969.
Það eru Bretar sem veiða
mest erlendra þjóða af ýsunni, |
þá koma Belgar. Aðrar þjóðir
sem koma við sögu eru Færey-
ingar, Frakkar, Hollendingar,
Danir og Svíar.
Skóli unga fólksins byrjar á morgun, — Sjá 12. síðu
Hlaut fyrstu
verðlaun
Hin unga og efnilega ís-
lenzka söngkona, Sigrídur
Magnúsdóttir hlaut þá
sæmd, að fá fyrstu verð-
Iaun á alþjóðlegri tónlist-
arhátíð sem haldin var í
Belgíu og lauk sl. sunnu-
dag.
Tónlistarhátíð þessi fer
fram árlega í tengslum við
listahátíðina „Festival van
Vlaanderen“, sem að þessu
sinini fór fram í Genf. Vek-
ur hátíðin að jafnaði mikla
athygli og er útvarpað og
sjónvarpað. — Verðlaunin
sem Sigríður hiýtur eru
þau, að fá að halda sjálf-
stæða tónleika á listahá-
tiðinni næsta ár.
Sigríður mun dvelja hér-
lendis fram í októbermián-
uð, en fram að þeim tíma
mun hún m.a. haldia sjiálf-
stæða tónleika og taika þar
að auki þátt í norrænu
söngvarakeppninni sem
fram fer hér á landi á
næstunni. Það er full á-
stæða til að óskia hinni
ungu listakonu til ham-
ingju með hinn glæsilega
árangur og frama.
Þessi glæsilega flík er í sýningarbás fyrirtækisins Grávara h.f.
á sýningunni íslenzkur fatnaður sem nú stendur yfir í íþróttaliús-
inu á Seltjarnarnesi, en þeirri kaupstefnu lýkur í kyöld.
Stúdentarái íagnar
úrsögn úr stjórn LÍN
□ Blaðinu hefur boriz't ályktun Stúdentaráðs
sem samþykkt var með 15 atkvæðum gegn 9 þar
sem fagnað er þeim tíðindum að þeir menn sem
Gylfi Þ. Gíslason skipaði í stjórn LÍN hafi sagt
af sér störfum í stjórninni. Er ályktun stúdenta-
ráðs birt í heild hér á eftir.
„Stúdentaráð fagnar þeim tíð-
indum, að Páll Sæmundsson og
Erling Garðar Jónasson, sem
skipaðir voru af fyrrverandi
menntamálaráðherra í stjórn 1.
Í.N., skuli að beiðni stjórna
S.H.Í. og S.I.N.E. hafa sagt af
sér og þar með látið í Ijós álit
sitt á óheilum vinnuþrögðum
fyrrverandi ráðherra við skip-
un í stjórnina.
Jafnframt fagnar Stúdentaró’ð
þeirri fyrirætlun núverandi
menntamálaráðherra að verða
við óskurn stjóma S.H.Í og S.í.
N.E. um að skipa í þessi störf
fulltrúa, tilnefnda af námsmönn-
um, sem ekki eru í háskólanámi.
Stúdentaráð lýsir því yfir, að
það mun fyllilega sætta sig við
þá skipan mála. sem orðin er.
Ráðið lítur svo á, að seta Gunn-
ars Vagnssonar í, stjórninni sé
skv. óskum núverandi mennta-
málaráðherra, þar eð hann hef-
ur ekki farið þess á leit við
Gunnar Vagnsson, að hann segi
af sér enda hefur ekki komið
fram nein opinber gagnrýni á
störf hans við sjóðinn. Væntir
Stúdentaráð því góðs starfs af
Gunnari Vagnssyni í framtið-
inni —, seim áður.
Fulltrúar Stúdentaráðs í stjóm
sjóðsins munu því taka fullan
þátt íl störfum sjóðsins, sem
hingað til“.
Ofanritug ályktun var sam-
þykkt i Stúdentaráði með 15
atkvæðnjim gegn 9.
ISÖ .
’L v.:vl.
I : V
íÉF
Rætt við Jón Ingimarsson —
12 mílur — 50 mílur — Skugg-
sjá — Bæjarpóstur — Tupac
Amaru — hjúkrunarskortur —
Haustsýning FÍM — Barnaskól-
arnir byrja.
HÆKKUN AFNOTAGJALDA
ÚTVARPS OG SJÓNVARPS
Ekki er cnn allur arfur frá
tíiuum fráfarandi stjórnar kom-
inn fram í dagsljósið. Má þar
ncfna, að hækkun afnotagjalda
liljóðvarps og sjónvarps, setn
koma til framkvæmda fyrst í
sept. var ákveðin þegar verið
var að semja verðstöðvunarlög-
in. Á þeim tíma lagði inn-
hcimtudeild Rikisútvarpsins fram
áætlanir um hvaða brcytingar
þyrftu að verða á afnotagjöldum
í næstu framtíð. Var því sett
heimild innan verðstöðvunarlag-
anna um hækkun, sem næmi alit
að 0,1 vísitölustigi. Við samn-
ingu síðustu fjárlaga var svo
gert ráð fyrir tekjum varðandi
þessar hækkanir.
Nú hefiur hæklkuniin verið tál-
kynnt og á hún að koma iil
fromkvæmda fyrsta. septembar,
en það er nýr gjalddagi, sam-
þýkktur af núverandi mennta-
málaráðherra. Síðari gjalddagi
ársins hefur verið fýrsti október.
Hækkunin fyrir allt árið 1971
nemur 200 krónum af hljóðvarpi
og 200 kr. a)£ sjónvarpi.
Þessi hækkun kemur vissiulega
nokkuð spanskt fyrir sjiónir, sér-
staklega þar sem blöðin hafa átt
beiðni um hælklkun ákniftangjalda
jafnlangan tíma og Ríkisútvarp-
ið, en heyrzt hefur að þeirri
beiðni hafi verið synjað. Telja
verður vítavert að hygla svorík-
isfyrirtækjum, sem eiga í harðri
samkeppni við blöðin um fjöl-
miðlun.
Þetta er
engin frétt
Ekið var á nýrri Cortinu á
Ijóskerastaur í Garðaihreppi i
fyrrinótt og skemmdist bíllinn
mikið. ökumaður slapp ó-
meiddur, en grunur leikiur á
ölvun hjá honum. .
Þetta kallast nú ekki frétt
hér sagði Hafnarfjarðarlög-
reglan í gær er Þjóðviljinn
innti hana frétta af þessum
árekstri. Daglega eru 2 til 3
árekstrar í okkar umdæmi.
Mikið var um ölvun í fyrri-
nótt í Reykjavík og var 29
mönnum stungið inn í Hverf-
istein vegna ölvunar tfirá því
kl, 8 um kvöldið til 6 um
morguninn.