Þjóðviljinn - 05.09.1971, Side 12

Þjóðviljinn - 05.09.1971, Side 12
HAUSTÚTSALA Á SKÓFATNAÐI HELDUR ÁFRAM Seljum kvenskó í miklu úrvali MEÐ 20 70% AFSLÆTTI. Barnaskór, aðallega fyrir telpur ALLT AÐ HÁLF VIRÐI. Margar gerðir af karlmanna- skóm MEÐ 20 — 40% AFSLÆTTI. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. □ Myndin er tekin fyrir framan Þjóðleikhúsið þann L sept. s.l. þegar leikár Þjóðleikhússins hófst og er Árni Tryggvason að koma á æfingu. Hann fer með aðalhlut- verkið í fyrsta leikriti Þjóðleikhússins á þessu leikári, en það er Höfuðsmaðurinn frá Köpenick eftir þýzka skáldið Carl Zuckmayer. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Þetta er stærsta hlutverk, sem Árni hefur leikið hjá Þjóðleikhús- inu. Hann er á leiksviðinu frá byrjun leiks t'il loka hans. Um 50 leikarar og aukaleikarar taka þátt í þessari viða- miklu sýningu. — Á sumrin dvelst Árni aðiafnaði í sumar- fríinu á æskustöðvum sínum norður í Hrísey. Þar var hann í sumar og réri til fiskjar. Ýmsar breytingar á kennsluháttum teknar upp í vetur Fyrsti skóladagurinn í Reykjavík á morgun Á morgun, mánudag, mæta 7-12 ára gamlir Reykvíkingar í skóla í fyrsta sinn á þessu hausti. Þann dag taka allir barnaskólar til starfa nema Fossvogsskóli, en framkvæmd- um þar er enn ekki lokið. og þau börn, sem eiga að sækja hann í vetur fá frí eitthvað fram eftir haustinu. Þau eru á aldrinum 6-8 ára, en eldri bekkir barnaskól- anna byrja ekki fyrr en 18. þ.m., en væntanlegir kennar- Framangreindar upplýsingar eru komnar frá' Ragnari Ge- orgssyni skólafulltrúa. en Þjóðviljinn hafði samband við hann fyrir helgina í til- efni af setningu bamaskól- anna. Sagði hann, að í vetur yrðu 9.500 börn á aldrinum 7-12 ára í 17 barnaskólum. þar af 3 sérskólum, Landakots- skóla. Æfingadeild kennara- skólans og Skóla Isaks Jóns- sonar. Þetta er stærsti hóp- urinn sem barnaskólar í bætzt við aif börnum frá því í fyrra. enda er Breiðholt III farið að byggjast. Þröngt verður á þingi í skólanum í vetur, en ekki er gert ráð fyrir, að ófremdar- ástand skapist. I Breiðholti III er gert ráð fyrir tveimur barnaskólum, og verða fram- kvæmdir við þann fyrri Fella- skóla boðnar út á næstunni. Stefnt verður að því. að 1. áfangi hans verði fullbúinn næsta haust enda hefur þá Að kaupa skólavörurnar ar þelrra bekkja eru á nám- skeiði. Nokkru minni eftir- spurn hcfur verið eftir skóla- vist fyrir 6 ára börn cn í fyrra. en það er talið stafa af því að umsóknir séu eitt- hvað seinna á ferðinni cn þá þegar kcnnsla 6 ára barna þótti forvitnislegt nýmæli. Búizt er við, að yfir 90% 6 ára Rcykvíkinga sæki skóla í vetur. Gagnfræðaskólarnir hcfja kennslu um 20. september. Ekki liggur nákvæmlega fyr- ir, hvemig skiptingin vcrður milli deilda. þar sem umsókn- ir verða ckki staðfestar fyrr en 9. þm. títlit er fyrir, að fleiri nemcndur sæki lands- prófsdeildir en verið hcfur, en umsóknir um skólavist i framhaldsdeildum virðast vera álika margar og í fyrra. Reykjavík hafa tekið á móti til þessa, en 6 ára þörn eru ekki meðtalin, enda ekki tal- in skólaskyld. Svo sem að framan greinir getur hinn nýji Fossvogsskóli ekki tekið til starfa fyrr en síðar í haust, þegar gerð 1. áfanga hans verður lokið. Elíki þótti ráðlagt að skipa börnunum í Fossvogshverfi niður á aðra skóla fram til þess, og kapp hefur verið lagt á að ljúka framkvæmdum sem fyrst. Þrísetning verður í Breið- holtsskóla í vetur og er þar gert ráð fyrir 1150 börnum á barnaskólastigi og 220 böm- um í 1. og 2. bekk gagn- fræðastigs. 3. og síðasti á- fangi skólans verður nú tekin í gagnið, en talsvert hefur bömum í hiverfinu væntan- lega fjölgað að muin. I öðrum skólum verður að sögn Ragnars ekki um þrí- setningu að raeða, neima hvað ef til vill miuin votta fyrir henni í Álftamýrarskóla. I öllum öðrum barnaskólum verður tvísetning, þrátt fyrir mikla grisjun í eldri borgar- hverfum er hvergi unnt að koma við einsetningu. Breytilegar bekkjastærðir. Kennsla 6 ára barna verður í svipuðu formi og í fyrra, og re.ynt er að láta hana þrengja sem minnst að öðru starfi í skólanum. Meðal ann- ars verður hún sums staðar ekki látin fara fram í venju- legum kennslustofum, heldur í stærri sölum eða skálum, og er þeim þá skipt með vegg- spjöldum eða skápum. Fellur þessi tilhögun vel inn í til- raunir. sem kennarar hafa verið að gera með breytilegar belrkjarstærðir hjá þessum aldursflokki. — Að sögn Ragnars verða ef til vill víð- ar gerðar tilraunir með breytilegar bekkjarstærðir, enda gefa nýir skólar mögu- leika til þess. En 5700 nemendur munu stunda nám á gagnfræðastigi í Reykjavík í vetur í 15 skól- um alls. 8 gagnfræðastigs- Skólar eru jafnframt barna- skólar. en 7 einungis gagn- fræðaskólar, Svo sem fyrr segir verður deildaskipting hlubfallslega svipað þvf, sem var í fyrra nema hvað fleiri en áður hafa hug á að þreyta landspróf. Á 3. hundrað nem- enda hafa sótt um skólavist í framhaldsdeildum gagn- fræðaskólanna, en kennsla í þeim fer öll fram í Lindar- götuskólanum. Svo sem kunn- ugt er opnast upp úr fram- haldsdeildunum leiðir imn í ýmsa framihaldsskóla, svo sem menntaskólana, I 1-2 gagn- íræðaskólum er hægt að koma við einsetningu. Áliugaverðar nýtingar. I sumar hefur verið mikið um kennaranámskeið, sem hafa verið óvenjuvel sótt. Má fast- lega búast við því, að ýmsar nýungar, sem þar hafa verið kymntar. verði teknar upp í skólastarfið í haust og vetur, einkum breytt vinnubrögð við tungumálanám og stærð- , fræði, en í þeim greinum hefur verið mikil hreyfing að undanförnu. Ennfremur er ný- lokið mjög nýstárlegu nám- skeiði. sem haldið var fyrir handíða- og myndlistakenn- ara og voru þar kynntar ýmsar breytingar, sem átt helfa sér stað í kennsluháttum þeirra greina að undanfömu. Væntanlega verða þessar ný- ungar innleiddar í kennsluna að einhverju leyti, eða eftir því sem aðstæður leyfa. Þessa dagana keppist smá- fólkið við að búa sig undir skólann af miklum áhuga, og vonandi verða breytingar á stöðnuðum kennsluiháttum til þess að halda þessum áhuga við í stað þess að hann hverfi smám saman. eins og alltof mikil brögð hafa verið að. gþe Sunnudagur 5. septemibeir 1971 — 36. árgangur — 200. tölublað. Handbók húsbyggjenda er nú komin / bókaverzlanir ■ Þessa daga er að koma á markaðinn Handbók húsbyggj- enda, sem gefin er út af Við- skiptaþjónustunni hf. Bók þessi kom út árið 1965 og er nú löngu uppscld. ■ I bókinni eru 22 greinar, skrifaðar af sérfróðum mönn- um. Er það talsvert fleiri greinar en birtust í fyrstu út- gáfu. B I fcrmála fyrir bóltinni segir svo: ,,Til íbúðabygginga einna saman renna ár hvert um 2 miljarðar króna. Á næsta ára- tug er gert ráð fyrir að sú upphæð aultist um 25%. Er ekki vanþörf á safnverki eða uppsláttarbók á sviði bygg- ingariðnaðar". B Ekki færri en 22 greinar cru í bóltinni cg fara hér á eftir kaflaheiti og höfundarnöfn, ef það mætti spara mönnum spor- in í bókaverzlanir til þess að huga að þessari þörfu bók. Fyrsti þátturinn fjallar um könnun byggingarkostnaðar, eft- ir Skúla H. Nordahl. arkitekt, kaup og sala íbúða, eftir Vagn Jónsson. Rb/'sfb flokkunarkerfið, eftir Gunnlaug Pálsson. arkitekt, arkitektinn og húsbyggjandinn, tekið saman á vegum stjómar Arkitektafélags Islands. iðnaðar- menn og húsbyggjandinn, eftir Ottó Schopka, flatarmál og rúm- mál bygginga, eftir Hörð Jóns- son. verkfræðing, um hitaveitu, tekið saman á vegum Hitaveitu Reykjavíkur. lög um sameign fjölbýlishúsa, varmaeinangrun, eftir Guðmund Halldórsson, verkfræðing, eldvarnir, eftir Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi- liðsstjóra, steinsteypa. eftir Gunn- ar Sigurðsson, verkfræðing, dyra- símar og loftnetskerfi. eiftir Sverri Norland, verkfræðing. frá- gangur og snyrting lóða eftir Jón H. Bjömsson, garðarkitekt, um sement, eftir Stefán Ölafs- son. verkfræðing, hleðsla bygg- ingasteins. tekið saman á veg- um Jóns Loftssonar hf., loift- klæðningar og gólfefni. eftir Snorra Hauksson, innanhúsarki- tekt. stöðlun glugga teikið saman á vegum Iðnaðarmálastofnunar Islands, málning, lökk og húsa- málun, eftir Gísla Þorkelsson, vtrkfræðing, hitun og loftræst- ing, eftir Rafn Jensson, verk- fræðing. við byggjum hús, kafl- ar úr byggingasamþykkt Reykja- víkur Byggingaþjónuste Arki- tektafélags Islands, tengimót, upplýsingar fengnar hjá Gunnari Breiðfjörð og svo vöru- og þjón- ustuskrá fyrir byggingariðnað- inn. Bókin kostar 650 kr. og fæst í bókaverzlunum. Árni leikur höfuðsmanninn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.