Þjóðviljinn - 31.10.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1971, Blaðsíða 7
Sunnudagur 31. októbar 1971 — I>JÓÐVILJINJM — SlÐA y líkamsrækt Það kerruur fram í viðtölum við það fólk sem vinnur við heilsugæzlu á þeim heilsuraelkt- arstöðvum er við fórum á til að kynna okikur málin, Heilsu- lindinni og Heilsuræktarstofu Evu, að karlmenn eru átouga- lausari við að halda líkama sín- um hraustum og heilbrigðum, en konur. Það lítur helzt út fyrir að karlmenn séu feimn- ari þegar að þesisu atriði kem- ur en konur. og einnig jafnvel kærulausari. Þó er áikveðinn hópur manna, sem stundar þessar heilsuræktarstöövar og eru það þá ekki endilega þeir sem feitir eru og taka sér megrunarkúra, heldur og þeir sem hugisa vel um líkama sinn og vilja halda honum hraustum og heilbrigðum. Starfefólki heilsurætotarstöðvanna her sam- ain um að þeir sem einu sinni koma og kynnast ágæti þess að stunda líkamsrækt,. komi uppúr því reglulega. Aftur á tijóti ber.. á. því, að fólk sé tregt til að byrja. Konur upp til hópa eru mjög áhugasamar um að halda líkama sínum hraustum og fögrum og koma þær undir eins ef vigtin sýnir aukaldló. Þá kemur einnig í ljós að mjög vaxandi áhugi er fyrir líkamsrækt hjá almenningi á Islandi og áhugimm vex hjá báð- um kynjum. Hans Gunnar Gundersen ei.gandi Heilsurækt- arstöðvar Evu við Nóatún í Reykjavík ér NorðmaðuT og sagði hann, að áhuigi almenn- ings í Noregi fyrir líkamsrækt væri meiri en hjá okkur Is- lendingum. Hann sagði að eftir að trimm-herferðin fór í gang í Noregi að íúllum krafti. hafi áhugi almennings aukizt að miklum mun fyrir líkamsrækt. Þar í landi hefði þessari her- ferð ekki li^tfn síðan hún hófst og væri mjög vaxandi áhugi Heilsugæzla og líkamsrækt munu vera eitt af því sem við íslendingar ástundum minna en æskilegt er. Þegar rætt er um þessa hluti við fólk virðaist allir á einu máli um að nauðsynlegt sé að huga vel að þessum málum, en þegar til framkvæmdanna kemur verður minna úr en ætla mætti. Þá er það saimdóma álit allra er þekkingu hafa á þessum málum að við Íslendingar hreyfum okkur of lítið, borðum of mikið og lifum ekki heilsusamlegu lífi. — Hvað segja svo þeir er að heilsurækt og heilsugæzlu almennings starfa? y ■ ■ ■' \ : i'iWW fyrir almenninigsíþróttum i Noregi rnú. Inga Badhmann eig- andi Heilsulindarinnar við Hveriisgötu sagði, að fyrst eftir að trimm-herferðin hófst hér á landi hefði aðsökn að stofunnj aukizt til mikilla muna, en þeg- ar frá leið og áróðurinn fyrir trimminu minnkaði, hefði að- sóknin stöðvazt, þannig að þeir sem einu sinni voru búnir að koma héldu því áfram en fáir nýir bættust í hópinn. Prgónakonur illa farnar Þá kom það fram í samtal- inu við Ingu Bachmann að margar konur kæmu í Heilsu- lindina með alls konar atvinnu- sjúkdóma. Bæri mest á stífum vöðvum í baki, öxlum og hálsi. Væri sérlega áberandi hve illa þær konur væra farnar sem stunda peysuprjón í heimahús- um fyrir minjagripaverzlanim- ar. Þær konur kærnu mjög mikið, og með nuddi og með því að láta þær fara í hina svo kölluðu hitakassa fengju þær nokkra bót meina sinna ein meðan þær stonda þennan prjónaskap verða þær að koma aftor og aftur. Eins bæri mikið á því að fölk, er vinnur við skriftir eða vélriton kærni með stífa axlarvöðva. Þá baeri nokk- uð á þesisum sjúkdómi hjá bif- reiðástjófúmi Eirts virðist bera mikið á hiinni svo kölluðu streito hjá fólki og faari hún vaxandi. Fólk kemur því mikið í þessar stöðvar sér til afslöpp- unar, bœði í ’hitaldissunum og eins í gufuiböðin. Andleg afslöppun Þær hjá Heilsulindinni töldu niauðsyn á að fólk stondaði lík- amsræfct, en áður en fóflfc getor haft fufll miot af þeám lítoams- æfingum er það vill stunda við uppbyggingu líkama síns, verð- ur það að né því að slappa af. Losna við þessa miklu streito er hrjáir alltof marga. Með því að stonda hitakassainia eða gufuböð og síðan nudd, mætti •ráða bót á þessu hjá all-flest- um. 1 þessu milda samkeppnis- og neyzluþjóðfélagi sem við lif- um í, veikjast aillir sem taka þátt í dansinuim kringum gull- kálfinin af streito. þessum sjúk- dómi er varð til með borgar- menningunni. Vignir Andrésson segir í viðtali annars staðar hér í helgaraukannm, að með réttri öndun megi ladkna streitu til fulls. Nudd og böð séu aðeins til að halda þessu niðri en lælcni þetta eikki til fulls. Það eitt geti rétt öndum gert. Hans Gunnar Gundersen sagði, að með þv£ að reyna á líkamann, stonda þær æfingar sam boðið er uppá í heilsurækt- arstofu hans, sem er sú eina hér á landi er býður uppá full- komiin æfingatæki til líkams- uppbyggingar, mætti losa mdk- ið um þessa streitu sem hann segist verða mikið var við hjá okkur Islendingum. Þá mælir hann mikið með gufubaöinu, (Saunabaði) og nuddi. Hreyfingarleysi Það er samdóma álit allra þeirra er rætt var við, að við íslendingar hreyfum okkur of lítið og borðum of mikið. Hans Fxaxnhald á lð. síðu. Hlauptu fyrír heilsuna Hér fara á eftir leiðbeining- ar er dr. Ingimar Jónsson hefur tekið saman fyrir Þjóð- viljann um hvemig menn eiga að bera sig að ef þeir hafa hug á að stunda almennlngs- íþróttir. Hvað ógnar heilsu þinni? ★ skx>rtur á hreyfingu ★ rangt mataræði ★ of mikilí líkamsiþungi ★ ónógur svefn •Ar misnotkun nautnaefna Hver eru einkennin? ★ taugaóstyrkur ★ almennur slappleiiki ★ blóðrásartruflanir ★ órólegur svefn Hlaupáætlun. Hlaupto eftir áætlun, t. d. þessari sem hér fer á eftir: 2svar í viku í 12 vikur. En farðu í lælknisskoðun fyrst. í hvert sinn 1.—2. viika: 10—15 mín. 3.—1. vika: 15—20 mín. 5.—6. vifca: 20—25 mín. 7.—8. vitoa: 20—30 mím. Minnstu þess að gott er að gera nokkrar líkamsæfingar ((t.d. teygju- og mýktaræfing- ar fyrir bol- og fótvöðva) áð- ur en hlaupið er af sitað. 9.—10. vika: 25—35 mín. 11.—-12. vika: 30—40 mín. Hlauptu fyrir heilsuna. Áður en þú byrjiar að hlaupa, skaltu: ★ fara í læknissfcoðun hjá heimilisílækni ★ fá þér hentogain fatnað (sikó, peysu og buxur) finna þér heppilegan stað (garð tún eða göto) Hvernig á að byrja? ★ byrjaðu á því að hiaupa (skolkka) rólega og með jöfnum hraða í sömu átt í einar 5 mínútur. Snúðu svo við og hiauptu til baka. EÆ þú getur dkfld hlaupið leiðina til baka, var byrjunarhraðinn. oí mikill. ★ hlauptu 2svar eða 3svar í viku, helzt daglega! ★ ef þú getor hlaupið í 10 mínútur, bættu þá 5 mínútum við vifcuflega! ★ ef þú getur hlaupið í 30 mlmútur, skaltu auka hraðann! Hafðu þetta í huga þegar þú hleypur: ★ þú átt að hafa ánægju af því að hlaupa, en það þýðir: — hlauptu, en ofreyndu þig eflcílú — ★ hafðu hemil á metnaði þínum kepptu ekki við þann sem hleypur með þér ★ það fer eftir getu þinni hversu lan.gt og hratt þú hleypur ★ hlaupto mjúkflega ★ gafcktu líka ef þú þarf að hvíla þig ★ athugaðu púlsinn: eftir hlaupið ættu 170 slög á mánúto að vera hið mesta, en 135 slög á mínútu hið minnsta Sjá áætlun á bls. 10- v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.