Þjóðviljinn - 04.01.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJININ — Þriðjudaiguir 4. Jamúar 1972. — Málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfuféiag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. SamtmburBur við áramót | apríl 1969 sömdu verkalýðsfélögin um lífeyris- sjóð verkalýðsfélaga þeirra, sem þá höfðu enn enga lífeyrissjóði. Greiðslur til lífeyrissjóða verka- lýðsfélaganna áttu að koma til fraimkvæmda í áföngum — síðasti áfanginn um næstu áramót, 1. janúar 1973, en næstsíðasti áfanginn við þessi áramót 1972. Þegar þessi samningur var gerður um lífeyrissjóðina töldu félagsmenn verkalýðsfé- laganna það mikinn ávinning réttinda, sem ekki yrðu aftur tekin. Á þessum tíma var verkafólk sí- fellt í varnarbaráttu gegn fjandsamlegu ríkisvaldi og samningurinn um lífeyrissjóði fékkst því aðeins að slegið yrði af kauphækkunarkröfum. Guðmund- ur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, taldi samningsniðurstöðuna í marz 1969 aðeins leggja grundvöll að frekari baráttu, en um leið fagnaði hann lífeyrissjóðnum í áföngum. Samn- ingurinn 1969 náðist eftir langvarandi samninga- þóf og verkföll í mikilli óvissu, sem kostuðu þjóð- arbúið og verkalýðinn stórfelld fjárútlát og fórnir. E" þegar nýr áfangi lífeyrissjóðsgreiðslna al- mennu verkalýðsfélaganna kemur til fram- kvæimda um þessi áramót, er um leið vert að minnast annars atburðar sem einnig kemur til framkvæmda um þessi áramót, þ.e. að nú styttist vinnuvika þeirra sem unnið hafa 44 stundir á viku, í 40 stundir á viku. Þannig hækkar tíma- kaup um 10% og sömuleiðis eftir- og næ’turvinnu- kaiup. Þessi vinnutímastytting náðist í einum á- fanga og hún náðist án þess að til verkfalla kæmi vegna hennar sem slíkrar. Ástæðan til þess var ekki sízt sú, að nú situr við stjómvölinn í þessu landi ríkisstjóm sem ætlar sér að vera í verki ríkisstjóm vinnandi manna á íslandi. Með þess- um tveimur dæmum — frá 1969 og frá í samning- unum í fyrra, 1971, — sést glöggt hver er mis- munur stjómvalda nú og þá, og um leið sés’t hver er mismunur á aðstöðu verkalýðshreyfing- arinnar nú og var fyrir kosningarnar síðastliðið sumar. Þennan saimanburð þarf launafólk að hafa í huga þegar það nú um áramótin fær styttri vinnuviku og færist nær fullum lífeyrissjóðsrétt- indum. jgn um leið og þetta tvennt er haft í huga óskar launafólk á íslandi eftir því að vinningur kjara- samninganna frá í síðasta mánuði haldist óskert- ur — og það er einnig til marks um breytta stjóm- arhætti um áramótin nú, að í þetta sinn á verka- fólk að geta treyst því, að ekki verði ráðizt að kjörum þess — gagnstætt því sem áður var. — sv. MINNING Fríðjón Bjarnason PRENTARI Fæddur 8. marz 1912, látinn 27. desember 1971 Friöjón Bjarnason prentari lézt hinn 27. desember sd.. Við sem vorum honum samíerða langan spöl eða sSkamman á lífsveginum, eigum um hann ó- venju staðfastar og ljósar minningar. En þótt hans sé safanað úr hópnum, er hann fellur frá fyrir aldur fram, er þó sárastur missir konu hans, Gyðu Jónsdóttur. sem allir vinir Friðjóns senda sam- úðarkveðjur í dag. Friðjón var borinn og bam- fæddur Reykvíkingur, og hann var tengdur borginni sterkari taugum en flestir aðrir. Hann hafði vaxið úr grasi og tekið út þroska sinn um leið og þessi borg, sem aðeins hýsti um 12 þúsumd hræður, 'þegar hann fæddist. Fyxir aðskotamann í borginni sýnist það furðulegt, að hann virtist þekkja eöa kannast við hvern einasta mann í Reykjavík. Og eE hann þekkti ekki alla unglingana í dag, þá þekkti hann áreiðan- lega foreldrana og senniiega afana og ömmurnar líka. Og ekki nóg með það. FjöJbreyti- lega ævisagna. og minninga- þætti hafði hann á hraðbergi, stundum af baksviðum borgar- lífsins og af ednkennilegum örlögum, og kunni vel frá slíku að herma. Manni dvaldist stundum við að skoða þær mósaikmyndir mannlífsins, sem honum var svo lagið að bregða upp og sýna manni. Aldrei lá honum illa orð til nokkurs manns, en ekki varð dul á það dregin að faíls og sýndar- mennska var það sem féll hon- um verst Líf hans, svo öbrotið sem það var, bar vott um fágæta fágun tdl orðs og æðis. Hann var kurteisi og yfirlætislaus í við- móti, en þó jafnan hressilegur og glettnin ávallt á næsta leiti. Á vinnustað prentara hættir auðvitað oft við óhreinindum blýs og prentsvertu en að því er tekur til hreinlætis var Frið- jón ævinlega líkari hárskera en „svartlistarmannd“. Að lokinni vakt eða meðan hann beiðeftir leiðréttingum fór hann hrein- lætishöndum um setjaravélina með klút og fægilög, þannig að vélarrokkurinn hans reds ætíð eins og gljáfægt heimilistæki í blýmekki oig bleksorta prent- smiðjunnar. Það leiðir af Hikum að maður sem gengur þannig um á vinnuistað sínum, leggur einnig alúð við heimili sitt. En þar var Friðjón ekki einn um hituna, því Gyða kona hans er gasdd hinni sömu fíngerðu smekkvísi, sem setti sérstæðan svip á heimili þeirra. Sérhver hlutur bar þar vott um fais- lausa umhyggju og listræna fágun. Þau hjón voru mjög samhent og ferðuðust mdkið sam- an. Friðjón var einu af þeim mönnum sem aldrei láta sér nægja að skoða landslag og mannvirki eða listaverk. í hverri utanferð kynntist hann margvísleigu fóllki úr ólíkustu stéttum og af ýmsu þjóðemi. og úr þessu fólki hafði hann ralkdð garnimar um lífsikjör og lífehætti. 1 ferðalýsingum hans voru því gjaman allt önnur sjónarhorn en hjá venjutegum túriisibum. Viðræður við Friðjón gátu aldrei orðið daufar eða leiðin- legar, andlegt f jör hans sá fyrir því. Yfirsýn hans og skilningur á mannlegum vandamálum og jákvætt lífsviðhorf hans léði honum líka það jafnvægi hug- ans að það var viðfelldin hvíld að ræða við hann og að skemmta sér í félagsskap hans. Hann var blessunariega laus við að taka lífið of hátíðlega eða láta það þrúga sig. Hann var vandaður verkmaður í iðn sinni og starfsmaður, en eigi að sdður var hann frábitinn lífs- gæðakapphlaupinu. Því sem skatturinn sikildi eftir af laun- um hans, safnaði hann ekki í maurasjóð né reisti hann sér fyrir það musteri úr grjóti og gileri, heldur eyddi hann því á jörðu hér — og varði því vel. Eysteinn Þorvaldsson. * 1 dag fer fram útför Friöjóns Bjamasonar prentara frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Gamall samstarfsmaður í Prentsmiðju Þjóðviljans er kvaddur en hann hóf þar störf siiömmu eftir að prentsmiðjan var sett á stofn á árinu 1945. Faðir hans Bjarni J. Jó- hannesson hafðd unnið viö setn- ingu Þjóðviljans í Víkings- prenti. Sonur tók við af föður og vamm líka að setningu blaðsins þar til hann varð að hætta vorið 1969 vegna snerts af heilablóðfalli. Dvaldi Frið- jón löngum síðan að Reykja- lundi tíl endunhæfingar þar til hann lézt 27. desember síðast- liðinn á heimili sínu. Friðjón hóf nám í ísafoldar- prentsmiðju, árið 1929 og vanm um árabil í þeirri prentsmiðju. Þá vann hann í Alþýðuprent- smiðjunni á seinni heimsistyrj- aldarárunum þar til hann hóf stört í Prentsmiðju Þjóðvilj- ans. Friðjón var góður félagi og hafði létta og góða lund er yljaði oft samstarfsmönnum hans á vinnustað. Hann var einstakur húmoristi og naut liísins umfram aðra memm. Slíkir menn eiga stundum erfitt með að draga sig í hlé frá lífinu. Var það hetjuleg bar- átta er Friðjón háði síðustu ár ævi sinnar að öðlast heils- una og vinnuþrekið á ný. Bjó þó ætíð feigðargrumiur í brjósti. Er mikil eftirsjá að þessum góða dreng úr lífl oikkiar. Friðjón var fæddur hér í Reykjavíik 8. marz 1912 og hefði orðið sextugur á þesisu ári. Ó1 hann allan aldur sinn hér í bonginni oig átti mikimn fjölda af frændum og vinum. Þekkti hann vel til gömlu Reykjaivík- ur frá því í fyrxi heimsstyrj- öld. Foreldrar hans komiu hins vegar utan af landi. Var móðir hans Sigurbjörg Ámundad. ætt- uð frá Bjólu í Holtum í Rang- árvallas. Faðir hans varættaður frá Djúpalæk í Bakkaifirðd norður og hét Bjarni J. Jó- hannesson eins og áður er frá greint. Lá leið hans til Seyð- isfjarðar og nam þar prent- verk og síðan flhxttlst hann til Reykjavíteur. Starfaði hann um skedð í Isafloldarprentsmiðju eins og sonurinn. Hafa fleiri nánir ættmenn Friðjóns lært prentverk. Frið'jón var ailla tíð verka- lýðssinni og stéttvís og góður féiagi í Hinu íslenzka prent- arafélagi. Var hann búinn að vera þar félagi síðan 1934. Friðjón kvæntist ágætri konu Gyðu Jónsdóttur snemma á ár- inu 1951 og reyndust þau hjón samrýmd og góðir félagar. Vilj- um við staxfsfélagar hans hér á blaðinu votta henni samúð ve'gna fráfalls manns hennar svo og öðrum ættmenn.um hans. g.m. ¥ í dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útflör Priðjóns Bjamiasonar, prentará. Andlát Friðjóns bar að 27. desembed si., en hiann hiafði á undianföm- um árum. átt við mikl.a van- heilsu að stríða og hafði á þriðja ár dvailið að Reykja- lundi. Friðjón var fæddur í Reykja- vík 8. marz 1912 og voru for- eldrar bans hjónin Bjami J. Jóhiannsson prentari’ og Sigur- björg Ámundadóttir. Friðjón hóf prentnám 1929 í ísafoldarprentsmiðju og vann þar fyrstu starfsár sán, síðar vann hann nokkur ár í Al- þýðuprentsmiðjunni en síðustu starfsár sán vann hann í Prent- smiðju Þjó'ðviljans 27. janúar 1951 kvæmtást Frið- jón eftirlifiandi konu sinni, Gyðu Jónsdóttur. Friðjón Bjiamason er öllum sem honum kynntust sérstæð- ur og minnisverður persónu- leiki. Ég átti því láni að faigna að veria samstarfsmiaður Friðjóns heitins í rúman áratug og er hann tvímælalaust einn bezti roaður sem ég hiefl átt siamstarf við. Öll frtamkoma hans var slík, bæði á vinnustað og utan hans að rnaður sótti eftir að vena í návist hans. Hann bar djúpa vdrðingu fyrir sitarfi síniu og rnættu margir taikia hann sér til fyxirmyndar í allri umgengni og þá ekki hvað sízt í snyrtimennsku. Þótt Frið- jón ætti hægt með að samlag- ast fóíki með ólókiar Sxoðanir svo og að aðJagia sig breytileg- um aðstæðum, þá er mér óhætt aö flullyrða, að það sem við í daglegu tali köllum hraða, en er í mörgum tilfellum ekki annað en fum og fát, hafi aldrei verið að hans sbapi. Hreyfing hans var hæglát og vinnubrögð futmliaus eins og bann þyrfti aldrei að flýta sér. Ég rnundi seigja að orðtakið: flýttu þér hsegt, hafi falMð vel að öllum starfsháttum Fri’ð- jóns Það var vissulega eftir- tektarvert hve verkdrjúgur vél- setjari Friðjón var, þrátt fyr- ir það að aldrei sá maður hann vena í fflýtisham. Það kom fram í seinna verkinu, sem vel var vandað í því fyrra; það var yf- irleitt lítið sem þurfti að leið- rétta af því sem Friðjón bafði seft, — sJík var vandvirkni hans. Friðjón átti þann skemmti- lega eiginleika að geta saigt frá mönnum og atbur’ðum á þann hátt að unun var á að hiýða. Það var oft skemmtilegt að vera með Friðjóni í góðna vina hóp þan sem s'kipzt var á sboðunuim um miargvísJeg efni. f samræðum fór hann ekki duit með skoðanir sínar og hafði yndi af að blanda geði við menn. f samræðum við aðra var hann eJcki fyrst og fremst jábróðir og gætti því af hans hálfu oft glettni og kímni í viðræðum. Ummæli hans voru græskulawe. og aldret illkvittin, enda kunni hann vel að temja skap sitt. Það var t.d. eftirtektarvert. ’-hve Frið-, jóni fór vel að ræða við bönn og unglinga, enda gaf hann sér tíma til að hlusta á og ræða við þessia aldursflokka um á- hugamá] þeirra. Eins og áður segir var Frið- jón kvæntur Gyðu Jónsdóttur, vonu þau hjónin mjög sam- Jynd og samtaka um flesta hluti og ber heimili þeima ljós- an vortt um það. Þar var yndis- legt að koma oS á ég mangar ánægjulegar minningar frá þeim samverustimdum. Bæði höfðu þau hjónin yndi af fögrum listum. einkum tón- list, myndlist og leikjjit og var Friðjón vel að sér ! þessum greinium. Um leið og ég þaktoa Frið- jóni vináttu hans við mig og fjölskyldu mína á liðnum án- um votta ég Gyðu inniiega samúð. Sig. Guðgeirsson. jHIIMiR Vinsælt og skemmtilegt tungumálanám. ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Síðdegistímar fyrir húsmæður. Hjálpardeildir fyrir unglinga. Enskuskóli barnanna. Málaskólinn Mímir sími 1000 4 (kl. 1-7 e.h.). Brautarholti 4. » i <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.