Þjóðviljinn - 16.05.1972, Qupperneq 6
9
g SlÐA ~ ÞJÓÐVILJI'NN — Þriðjudagur 16. mai 1972.
Ll
Eitt mesta heyksii í íslenzkri knattspymu:
Skagamenn settir útúr landsliðinu
Gátu ekki mætt á síðustu æfinguna og voru þá allirsettir útúr liðinu
Eitt mesta hneyksli í íslenzkri knattspyrnu-
sögai gerðis á sunnudaginn var, þegar allir Ak-
umesingarnir 5, sem valdir höfðu verið í lands-
liðið, sem fer í dag utan til Belgíu, voru settir
útúr því fyrirvaralaust. Boðað hafði verið til
síðustu æfingar landsliðsins á sunnudaginn, en
ÍA var þá að leika æfingaleik á sama tíma og
leikmennirnir gátu því ekki mætt á þessa
landsliðsæfingu og voru þá allir settir út úr
Iiðinu. Þarna gerist það enn einu sinni að ver-
ið er að hengja bakara fyrir smið.
Að sjálfsögöu átti Knatc-
spymuráð ÍA ckki að setja
æfingaleik á þann dag, sem
síðasta landsliðsæfing átti að
fara fram, þar eð 5 Skaga-
menn eru i landsliðinu. Hitt
er svo annað mál að KSÍ á
ckki að hegna ieikmönnunum
sjálfum fyrir misgerðir knatt-
spyrnuráðsins á Akranesi.
Leikmennirnir verða að
hlýða sínu knattspyrnuráði,
það veit stjórn KSl fullvel.
An Ieyfis Knattspyrnuráðs
Akraness geta leikmenn ÍA
ekkert gert. Það er því i
hæsta máta ódrengilegt af
stjórn KSl að hegna leik-
mönnunum sjálfum með því
að sctja þá útúr landsliðinu,
Teitur Þórðarson
Albert Guðmundssort:
Gátum ekkert
annað gert"
Við hittum Albert Guð-
mundsson formann KSl að
máli i leikhléi á leik Morton
og KR á sunnudagskvöldið og
báðum hann um nánari skýr-
ingar á því athæfi stjórnar
KSÍ að setja Skagamennina
útúr landsliðinu.
— Við gátum ekkert annað
gert, sagði Albert. Þetta vair
síðasta æfing liðsins fjrrir
bessa fexö og þar sem Skaga-
mennimir mættu ekkl, gátum
við ekkj vitað hvort þeir
myndu fara með okkur út.
Þar sem ekki var nema einn
dagur til stefnu þorðum við
eltki að treysta á það hvort
þeir færu, og því var ekiki um
neitt annað að gera en að
velja menn i þeirra stað.
Okkur þykir þetta aíar
leiðinlegt og áttum sízt von á
þessu frá Akumesingunum, —
enda hefur samvinna við þá
verið mjög gióð undanfarin
ár. Ég hafðd samband viðfor-
mann Knattspymuráðs lA á
sunnudaginn og hann sagði
mér eð leikmennimiir væru <
banni að æfa með landsliðinu
og kom það mér algerlega á
óvart. Því miður var ekkd
uim neitt annað að gera og er
þetta afar leiðinlegt mál.
— S.dór.
— Við náðum í gær-
dag sambandi við Rík-
harð Jónsson þjálfara
ÍA-liðsins og formann
íþrótabandalags Akra-
ness og spurðúni hann
álits á því að 5 ÍA-leik-
menn voru settir útúr
landsliðinu. Ríkharður
sagði að þeir hjá ÍA
litu þetta mál mjög al-
varlegum augum, en
vildi ekki frekar tjá
sig um málið, en sagði
að von væri á yfirlýs-
ingu frá ÍA um málið.
fyrir misgcrðir knattspymu
ráðsins. Þessir Icikmenn cru:
Teitur Þórðarson, Matthías
Hallgrímsson, Eyleifur Haf-
steinsson, Þröstur Stefánsson
og Haraldur Sturlaugsson.
Nú hefði maður haldið, að
valdir yrðu menn í stað
þeirra, sem æft hafa með
landsliðinu í vetur, cins cg
Skagamennirnir hafa gert að
Matthíasi undanskildum, Nei,
þvi var nú ekki að heilsa.
Matthías Hallgrímsson
I stað Skagamannanna voru
valdir menn, scm ekki hafa
æft með landsliðinu og einn
t.a.m. sem eklsi hcfur æft í
cinn og hálfan mánuð vegna
prófa og hcfur sá ekki kom-
izt í sitt fclagslið. Einn vara-
maður ÍBK er valinn til far-
arinnar og annað eftir því.
Þröstur Stefánsson
fyrirllði íA sagði í gær
þegar við höfðum sam-
band við hann: Það er
alger samstaða milli
okkar strákanna og ÍA
í þessu máli en ég vil
ekkert frekar segja
um það. Allt sem máli
skiptir kemur fram í
yfirlýsingu sem vænt-
anleg er frá ÍA.
Hér er á ferðinni hneyksii,
scm KSl á sök á og þaöbitn-
ar á saklausum leikmönnun).
KSl var í lófa lagið að hegna
Knattspyrnuráði Abraness
w/mm
Þröstur Stefánsson.
Haraldur Sturiaugsson.
eins og því sýndist, en þessi
aðferð er bæði tckin í fljót-
ræði cíns og svo margar á
kvarðanir KSl stjórnarinnar,
og er ein sú ódrengilegasta
sem maður hefur nokkru sinni
orðið vitní að. Afsakanir Al-
berts Guðmundssonar fyrir
Eyleifur Hafstcinsson.
þessu máli, sem birtar eru
annars staðar hér á síðunni,
eru út f hött og sýna aðeins
að hann er að hegna röngum
aðila í fljótfæmi sinni.
— S.dór.
.......
Þessir koma
IOtili.JJ-.lA AA**ii.
inn fyrir
Skagamennina
Þessir leikmenn koma inn
íyrir Skagamennina sem sett-
ir vom út úr landsliðimi á
suenudaginn:
Ólaíur Júlíusson ÍBK
Inigi Bjöm Albertsson Val
Tómas Pálsson IBV
Steinar Jóhannsson IBK
Helgi Björgvinsson Val.
Þeir sem eftir voru í lið-
inu eru:
Sigurður Dagsson Val
Þorbergur Atlason Fram
Ólafur Sigurvimsson IBV
Guðni Kjartansson IBK
Einar Gunnarsson ÍBK
Marteinn Geirsson Fram
Ásgeir Elíasson Fram
Guðgeir Leifsson Víking
Óskar Valtýsson IBV
Hermann Gunnarsson Val
Einar Geirsson Fram
Morton hefur hug á
3 ísl. leikmönnum
Framkvæmdastjóri skozka
liðsins Morton hefur boðið 3
íslenzkum leikmönnum, þeim
Ólafi Júlíussyni ÍBK og
bræðrunum Ásgeiri og ólafi
Sigurvinssyni IBV, að koma
til Skotlands til æfinga og þá
væntanlega atvinnumanna-
samninga, ef þeír standast
raunina.
Enn er ekkert ákveðið *
þcssu máli. ÍFramkvæmda
stjórinn sá þessa menn Ieika í
meistarakeppni KSl á sunnu-
daginn og hafði raunar súð
ólafana báða Ieika með
landslíðinu og ÍBK á dögun-
um- Honum leizt svo vel á
þessa Ieikmenn að hann hef-
ur boðið þeim utan.
Hvort þeir þremenningarnir
taka þessu boði er enn ekki
vitað. Sennilega fara þeir þá
ekki fyrr en í haust, því að
ótrúlegt er að félög þeirra
slepypi þeim fyrr, en án
þeirra samþykkis geta þeir
ekki farið á miðju keppnis-
tímabili. En sem sagt þetta
stendur þeim til boða.
, Atli Héðissson var broti of seinn og missti af boltanum í þessu tilviki sem myndin sýnir.
i
t
j