Þjóðviljinn - 16.05.1972, Page 7
Þriðjudagur 16. mai 1972 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ’J
u
u
u
u
KR-vörnin opnaðist eins og
flóðgátt hvað eftir annað
Og Morton vann stórsigur 6:1
Hefði KR-vömin aðeins leikið af þeirri getu
sem maður veit hún getur, hefði Morton ekki unn-
ið neinn stórsigur yfir KR á sunnudagskvöldið.
Framlína KR-inga stóð sig mjög vel og átti skilið
að skora imun fleiri mörk en raun varð á. En vöm
liðsins opnaðist hvað eftir annað eins og flóðgátt,
svo mörkin hlóðust upp og urðu alls 6 gegn aðeins
einu marki KR.
Þrátt fyrir hve slöpp KR-
vömin var í leiknum, var þetta
einn skemmtilegasti leikurinn
á að horfa í Morton-heimsókn-
inni. KR-ingar gáfust aidred
upp og framdínan og tengilid-
irnir börðnst vel og áttu hvað
eftir annað gullin marktæki-
faeri sem eikki nýttust og oft
var heppni yfir Skotunum.
Það var strax á 5. mínútu,
sem KR-ingar áttu sitt fyrsta
marktasikifæri er boltitnn rann
fyrir opnu marki Skotanna en
Atli Héðinsson, sem kom þar
aðvífandi hitti ekki boHtanm.
En aðeins mínútu síðar skor-
uðu Skotamir sitt fyrsta mark.
Snillingurinn Chalmers skaut
að marki af nokkuð löngu færi.
KR-vömin stóð frositn og bolt-
inn hafnaði hjá Gillies óvöld-
uðum og hann renndi boltanum
í netið, 1:0.
Á 21. mínútu björguðu Síkot-
arnir á línu skaUabolta frá
Atla Héðitnssyni og á 26. mín-
útu bjargaði Hadldór Bjöms-
son á línu skoti frá Ghadmers.
Svo á 30. míniútu skoraði
Chalmers annað mark Skot-
anna eftir að Haiddóri Bjöms-
syni hafði mistekizt að hreinsa
frá marki, Halldór hltti ekifci
boltann. Þetta var ljótt Idaufa-
mark, 2:0.
Gunnar Gunnansson kamst
einn inmfyrir Mortonvömina á
35. mínútu og síðarn inn fyrir
markvörðinn, en hitti ekki
markið þegar hann loiks skaut.
Þama fór bezta tækifæri KR
í leiknum forgörðum. Staðan í
leikihiéi var því 2:0.
Á 52. mínútu skoraði Ólafiur
Ólafsson sjálfsmark, er hann
reyndi að hreinsa frá marki.
Skotið að mafki var mjög fast
og Ólafur hugðist spyrna frá
en hitti boltamn idla og hann
hafnaði í blá-homii KR-marks-
ins.
Á 58. míniútu átti Sigurður
Indriðason ágætt skot að marki.
sem Skotamir náðu að bjarga
naumlega í horn.
Á 60. mínútu skoraði svo
Ohalmers 4. mark Morton með
skalla og boltinn hafnaðd efet
í markhomdnu.
Þá átti Atli Héðinsson gott
skot sem smaug við stöng á
73 mímútu. en svo loks á 74.
mínútu kom mark KR. Það var
Bjöm Pétursson sem skoraði
það með glæsilegu skotj af
nokfcuð löngu færi 4:1.
Morton-menn brunuðu upp
og það leiö ekki mínúta þar
til boltimn hafnaði í 5ta sinn
Framhald á 2. síðu.
Gunnar Gunnarsson í baráttu við einn skozkan leikmann, félasi hans Arni Steinsson fylgist með
fyrir aftan.
KEFLVÍKINGAR UNNU
MEISTARAKEPPNINA
I ága&lu veðri tryggðu
Keflvífcingar sér sigur
í meistarafceppni K.S.f.
suður í Keflavík á laug-
ardaginn í lélegum vor-
leik, með því að gera
jafntefli við Vest-
mannaeyinga; hvort
liðið skoraði 2 mörk.
Keflvíkingar fengu
því 6 stig af 8 möguleg-
um, Vestmannaeyingar
fengu 5 og Víkingur 1
stisr.
Leiikáð var á grasveddinum í
Keflavík, en það er fyrsti leik-
urinn sem þar fer fram í sum-
ar. Völlurinm er mjög góður;
fagurgrænn og án kaibletta.
Nokkur goda var, um það
bil fjögiur vindstig, og stóð
næstum þvert á völliin/n og
gerði það að verkum að liðs-
memn áttu í erfiðleikum stund-
um með að halda boltanum
við jörðina.
Þessi godukaldi hefði þó ekki
þuift að setja mark sitt á leik-
inn, hefði verið um að ræða
lið í góðri þjádfun, en kom
hins vegar upp um hvoru-
tveggju liði'n; þjálfun beggja
er mjög ábótavamit.
Vestmannaeyingar sóttu meira
framan af fyrri hálfleili, en
aðeins tvisvar örlaði fyrir sam-
leik hjá liðinu þann tíma; anm-
að af sólcnarleik þeirra byggð-
ist á hraða. enn þá meiri ó-
nákvæmni en hjá Keflvíking-
um, og heppni.
Það var til að myada heppnd,
að Vestmannaeyingar fengu
náð forystu þegar Karl Her-
mannsson renndi boltanum ör-
ugglega í eigið mark.
Stuttu seinna jöifniuðu KeQ-
víkingar. Var Kard þar enn
að verki. Ólöfur Júlíusson gaf
listagóðan bolta fyrir mark
Eyjamanna og Karl kom hilaup-
andi inn í sendinguna ogskadl-
aði örugglega í mark. Þetta var.
nánast eini ljósi punkturinn í
lei'k liðanina.
Síðari helming fyrri hádf-
leiksins sóttu Keflvíkingar öllu
meir og eins lengst framan af
seinni hálfleik og komust yfir
með heldur ódýru marki. eftir
annars ágæta fyrirgjöf ötuds
framherja, Alberts.
Seinasta markið var ómerki-
legt, en mark engu að síður,
Vestmannaeyingar voru nokk-
uð ákveðnir framan af, en
skortd sýnilega úiihald og er
fiátt um liðið að segja nema þá,
að skapiilsika leikmaimna var
full-mikil.
Keflvíkinigar áttu hieddur
ekki góðan dag. Þó sýmdiu þeir
Karl Hermannsson og Ólafur
Júlíusson góð tilþrif; einnig ný-
liðinn Hilmar Hjádimiairsson og
Albert framherji.
Annairs virtist máttleysi, eöa
kunnóttuleysi í spyrnum, ein-
kennd á leik sumra liðsmamma.
Til dæmis þeirra bræðranma
Harðar og Friðriiks Ragmars-
sonar; en Friðrik reds ékki umid-
ir þvi að taka hormspymu umd-
an þessum fjórum vindstigum.
Verði ekki breyting á leik
beggja liðamma fyrir upphaf
Islamdsmótsins, má búast við,
að þau leild til úrslita um
anmað en meistaratitil að
hausti. — <íh-
ÚTB0Ð
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu loftræsti-
kerfis í stöðvarhús Laxá III við Laxá í Þingeyjar-
sýslu. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu
Siguirðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, R., og á skrif-
stofu Laxárvirkjunar, Akurevri, gegn 1000,00 kr.
skilatryggingu. Tilboðum skal skila fyrir 5- júní.
Frá barnaskólum Kópavogs.
Innritun nýrra nemenda
Næsta vetur verður eins og áður kennsla fyrir 6
ára böm í skóluruum í Kópavogi.
Sú kennsia er utan við skólaskyldu, en heimil
öllum börnum, sem fædd eru árið 1966.
Innritun þeirra fer fram FÖSTUDAG 26. MAÍ
N.K. KL. 13 — 25 í barnaskólum kaupstaðarins.
Á sama tíma fer einnig fram innritun þeirra barna,
sem fædd eru 1965, og ekki voru 1 6 ára deilduniuim
í vetur.
Eldri börn, sem verið hafa i öðrum skólum, en
ætla að hefja skólagöngu í Kópavogi að hausti, eru
einnig beðin að innrita sig á sama tíma.
Fræðslustjóri.
Lóðir í Arnarnesi
Byggingarlóðir, (einbýþshúsa) til sölu í Amamesi,
Garðahreppi. Upplýsingar á skrifstofu minni, Iðn-
aðarbankahúsinu, Lækjargötu, símar 24635 og
16307.
Vilhjálmur Árnason hrl.
Hef opnað
LÆKNINGASTOFU
að Síðumúla 34. Tekið á onóti viðtalsbeiðn-
um í síma 8-6200.
ólafur Stephensen, læknir
Sérgrein: Bamalækningar.
t