Þjóðviljinn - 21.06.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1972, Blaðsíða 3
Miövikudagur 21. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA'3. Elliða- árnar opnaðar í gœr í gærmorgun voru Elliðaárnar opnaðar til iaxveiða. Fyrir hádegi komu upp 6 laxar, sá stærsti 14 pund og fékk borgarstjóri hann. A myndinni hér til hliðar eru þeir Karl Ómar verkfræðingur og Aðalsteinn Guðjohnsen rafveitu- stjóri með stöng saman. Það er Aðalsteinn, sem er með lax á,og má sjá hann stökkva við bakkana laxinn vigtaði 10 pund og var sá næst stærsti sem kom á land fyrir hádcgi i gær. Hirtu fyrstu töðuna 16. þessa mánaðar 1 Mjóanesi á Völlum á Fljóts- dalshéraði var fyrsta taðan hirt i hlöðu þann 16. þ.m. og mun það vera fyrsta taðan, sem hirt er á Héraði á þessu sumri. Óvenjuhagstæð sprettutið hefur verið á Héraði það sem af er sumri, sagði Sigurður Blöndal skógarvörður á Hahormsstað, er tiðindamaður blaðsins hitti hann að máli fyrir austan um siðustu helgi. Þetta má fyrst og fremst þakka þvi hve vorið hefur verið vætusamt. Það hafa skipzt á skin og skúrir i orðsins fyllstu merkingu. Svona tiðarfar að vori er sjaldgæft á Héraði. Það er ein- mitt mjög algengt að þurrkar i maí og júnimánuði tefji fyrir öllum gróðri. Það hve allur gróður tók fljótt við sér, má auð- vitað ekki sizt þakka eindæma mildum vetri. Sláttur var yfirleitt ekki hafinn á Héraði, en telja má fullvist að hann hefjist almennt fyrir mánaðamót. Félagsblað verksmiðju- fólks A skrifstofu rafvirkja I gær aö Freyjugötu 27 hér I borg. (Ljósm. Þjóðviljinn G.M.) Yerkfall rafvirkja Enginn fundur Blaðinu hefur borizt Félagsblað verksmiðjufólks,l. tbl. þessa árs, en það er gefið út af Iðju, félagi verksmiðjufólks i Reykjavik. Rit- nefnd blaðsins skipa: Bjarni Jakobsson, Gisli Svanbergsson, Guðmundur Guðni Guðmundsson og Guðmundur Þ. Jónsson,sem jafnframt er ábyrgðarmaður þess. Af efni blaösins má nefna starfsskýrslu formanns félagsins fyrir árið 1971, frásögn af siðustu ferð félagsins og leiðarlysingu fyrir væntanlega ferð félagsins i Landmannalaugar á þessu sumri, sem Jón Böðvarsson mennta- skólakennari hefur tekið saman. Þá er i blaðinu gerð grein fyrir þeim breytingum, sem urðu á samningum félagsins 4. des s.l., grein er um iðnfræðslu i Alasundi i Noregi og um starfsemi Iðn- þróunarsjóðs. Gisli Svanbergsson skrifar „Riss”, þar sem hann vikur m.a. að siðustu kjara- samningum „sultarlaunaflokk- anna” og aðbúnaðarmálum á vinnustöðum. Guðfinnur Magnús- son getur samninga Iðju um timamælda ákvæðisvinnu, og ennfremur eru i blaðinu viðtöl við iðnverkafólk. Biðröð dansunnenda Mikil biöröð myndaöist viö Þjóöleikhúsiö áöur en fariö var aö sclja miöa á ballettsýningar Margot Fonteyn I gær. Verkfall rafvirkja og rafvéla- virkja hcfur staöið yfir siöan á miðnætti 17. júni. Hefur enginn sáttafundur veriö boðaður. Ein krafa rafvirkja er að greitt verði samkvæmt ákvæðisvinnu- verðskrá eins og hjá öðrum iðnaðarmönnum I byggingar- iðnaði. Svo sem hjá múrurum, trésmiöum og pipulagningar- mönnum. Eins og nú er háttað vinna raf- virkjar samkvæmt ákvæðis- vinnutaxta i nýbyggingum, þegar verk eru boðin út á þeim grunni. En dæmin eru miklu fleiri, þar sem rafvirkjar vinna þá sam- kvæmt ákvæðisvinnutaxta. Verkfallið nær aðeins til raf- virkja og rafvélavirkja hér á höfuðborgarsvæöinu. Mikil harka er komin i alla samningsgerð. Virðist ekki vera útlit fyrir sátta- fund i bráð. g.m. ANCONA 20/6. Sjö land- skjálftakippir urðu i italska bænum Ancona á þriöjudags- morgun og er ástandið orðið mjög alvarlegt hjá ibúunum sem yfir- gáfu bæinn eftir landskjálftana fyrir sex dögum. Skjálftarnir mældust 4 gráður á Mecelly- kvarða. Um 70% húsanna i bænum eru meira eða minna skemmd og er tjónið metiö á 6,8 miljónir dollara. Neyðarástand á grálúðumiðum Hálfgert neyðarástand er nú á grálúðumiðunum hér út af. Samkvæmt fréttum þaðan um kl. tuttugu eru nú um og yfir 20 erlendir togarar þar. Bæði enskir og þýzkir - mest þó enskir. Þeir ensku svifast eiriskis, og það þýðir ekkert að gefa þeim bendingar eða vara þá við veiðafærunum. Þeir þýzku eru mikið betri. Veiöar- færatjón hefur verið gifurlegt siðasta sólarhring hjá fjöld báta. T.d. er Kristján Guðmundsson, sem fór út 13. 6., langt kominn meö sinar 312 lóðir sem hann fór með út. Hann þurfti nú i kvöld að fá lánaðar lóðir hjá Trausta sem fór út i gær. Verð á lööum mun nú vera um 1000 kr. stykkið - án uppi- halda. Nauðsynlegt væri að hafa þarna varðskip til eftirlits. Gisli. Súm sýningin opin fram á sunnudag Hin alþjóölega listsýning sem Súm félagar opnuöu á listahátíö i Galleri Súm og i Asmundarsal stendur enn og allt fram á sunnu- dagskvöld hinn 25. þ.m. Bókin Súm á listahátið ,i Reykjavik er til sölu á báðum stöðum og einnig i bókabúð Máls og Menningar og hjá Snæbirni. Þessi alþjóöasýning er raunar aðeins fyrrihluti sýningar og hefst seinnihlutinn i Galleri Súm hinn 1. júli. Verk verður fyrir utan Asmundarsal eftir kalifornicka málarann Barry McCallion hinn 1. júli og veröa fleirí verk i tengsl- um við sýninguna flutt utanhúss i júli. Norrænar barnabækur Fjölmenni var viö opnun sýningarinnar „Norrænar barnabækur 1972” i Norræna húsinu i gær, alls á fjóröa hundraö gestir. Bókasýningin er haldin i tiiefni norræns þings barna- og unglingabókahöfunda, sem hefst næstkomandi föstudag. Forstjóri Norræna hússins, Elsa Mia Sigurðsson,bauð gesti velkomna, en borgarstjórinn Geir Hallgrimsson opnaði sýninguna meö ræðu. Gat hann þess i ræðu sinni, að nú á þessu ári kæmi til framkvæmda sam- þykkt Fræðsluráðs Reykjavikur, aö veitt skylduverðlaun, i fyrsta lagi fyrir isl. barnabók og i öðru lagi beztu þýddu bókina. Var þessari frétt fagnað. Barnabókasýningin i Norræna húsinu stendur til mánaðamóta, og er opin frá kl. 2—7. Aðgangur er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.