Þjóðviljinn - 21.06.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.06.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. júni 1972. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 13. ekki að undra, þótt Waldemar þætti hjónabandið eins konar víti. t dagbókinni var tekið fram að B. væri suðrænn i útliti og með dökk augu. Hann var sennilega laglegur. Hann var á skrá hjá lög- reglunni og fótbrotnaði i febrúar eða janúar 1967. Þá var hann lagður inn á deildina hjá systur Katrinu. Úr þessu varð ástasam- band, og nokkrum mánuðum eftir fyrstu kynni fóru þau á Ham- borgar Börs. Það var þá sem þau komu sér saman um eitthvað, sem virtist eftir öllum sólarmerkjum að dæma vera glæpsamlegt. B. átti hugmyndina og Katrin beit á, meðal annars vegna þess að það gaf fyrirheit um talsverða pen- inga handa henni. Þau frömdu einskonar afbrot, þar sem Katrin sá um fyrri hlutann og B. hinn siðari nokkrum mánuðum seinna. B. var hræddur um að hægt væri að setja þau i samband hvort við annað og koma upp um allt sam- an. Frumraun Katrinar var i mai- byrjun 1967. Fórnarlambið virtist vera „kerling” sem var sæl og ánægð með allt saman. B. full- komnaði afrekið um miðjan júli, meira en tveim mánuðum seinna. Þar nældu þau sér i tvö þúsund krónur hvort. Allt virtist hafa gengið eins og smurt þar til i september 1970. Þá danglaði B. i konu sem dó. Þó ekki af danglinu heldur af áfalli. Einhver, ef til vill lögregla, var tortrygginn i garð hjónaleysanna og þau urðu logandi hrædd við að upp um þau kæmist. Og i hræðsl- unni fóru þau smám saman að kenna hvortöðru um. B. vildi ekki að þau hittust, en Katrin var ástsjúk og rellaði um stefnumót á NK. Þar kom einhver að þeim, trúlega lögreglan sem var á slóð þeirra og eftir það hitt- ust þau ekki. Siðasta innfærsla Katrinar f jallaði um þetta og enn- fremur það,að B. væri afundinn. Dagbókin kom vel heim við frá- sögn Waldemars af Katrinu. Iiann hafði tekið eftir þvi að hún hafði haft meiri peninga handa á milli en hún hefði getað unnið sér inn i starfi, og hann hafði einnig haft hugboð um að hún hefði lent i einhverjum leiðindum haustið 1970. Einhverju sem gerði hana taugaveiklaða. Samtimis minnk- uðu fjárráð hennar. Frá þvi i september og þar til hún lézt i marzmánuði angraði hún hann linnulaust. Waldemar hafði sem sé sagt sannleikann svo langt sem það náði. En var þar með sagt að hann hefði ekki orðið henni að bana? örlögin eru stundum hláleg og nú var ég komin að Pálssundi með útsýn yfir að Langhólma. Þar yrði morðinginn ef til vill lok- aður inni ef ég leysti það verkefni sem ég hafði tekið mér fyrir hendur. Með hvaða rétti dæmum við og refsum eiginlega meðbræðrum okkar? Sýnin var mér ekki að skapi og ég sneri mér undan. Innan skamms var ég komin inn á óra- langa Wollmar Yxkullsgötuna og fór að rölta heimleiðis flýtislaust. Alla leiðina velti ég fyrir mér hvers konar afbrot það væru sem Katrin og B. hefðu hagnazt á. Waldemar hafði gizkað á að Katrin hefði selt sig. Mér þótti það ekki sennilegt. Þá hefði það staðið i einhverju sambandi við fjárkúgun. Ef B. hefði tekið myndir af viðskiptavinum henn- ar, þá gat svo sem verið að þeir hefðu seinna meira verið til- leiðanlegir að greiða nokkra þúsundkalla fyrir myndirnar. Þetta gat svo sem verið, en samt var sá galli á gjöf Njarðar að fyrsta fórnarlambið hafði verið kona, að þvi er mér skildist. Eiturlyf féllu ekki inn i mynstrið samkvæmt dagbókinni. Njósnir virtust ekki koma til greina heldur. Hershöfðingjar i gipsi eru ekki einu sinni vanir þvi i kvikmyndum að segja hjúkrun- arkonum frá leynilegum her- stöðvum né heldur að gefa þeim hernaðarlega mikilvæg kort i þakklætisskyni fyrir góða hjúkrun. Höfðu Katrin og B. uppgötvað spánnýja aðferð til að afla sér fjár, aðferð sem engum hafði dottið i hug fyrr? Niðurdregin yfir takmarkaðri glöggskyggni minni en um leið hress eftir haustgönguna, beygði l |úffcnpir rciiir oi' jirúyumjn^ur I r.»mrc*»tí fr.t kl 1MD ÍSOO oj kl is 23 W BnrAp.infamr hjá \firframrci<Vlumanni Sími 11322 VEITINGAHUSID OÐALi VIÐ AUSTURVOLL ég inn að Wollmar Yxkullsgötu 3, gekk rösklega upp gráar tröpp- urnar og stanzaði á flisalögðum pallinum fyrir framan dyrnar hjá Evu. Hún var glöð i bragði og endur- nærð þegar hún opnaði fyrir mér. Fyrirferð hennar var mikil þar sem hún stóð i dyrunum og mag- inn hefði sómt sér vel á hvaða ýstrubelg sem var. — Ég hef verið að hugsa um þetta með blokkina, sagði hún. — Ég held að þessi matarlisti komi málinu ekkert við. En simanúm- erið sem er skrifað innan á hlifðarblaðið gæti verið mikil- vægt. Hringdu þangað og athug- aðu hvar það er. — Auðvitaðerhægtaðhringja i númeraskrána, sagði ég, — En það er kannski eins gott að ganga hreint til verks. Sennilega er þetta þó númerið i matvörubúð- inni. Hún hefur látið senda sér vörurnar heirn. — Það getur vel verið, sagði Eva. — En það getur lika verið simanúmerið hjá morðingjanum. Gagntekin dálitlu ofvæni gekk ég að simanum og tók upp tólið. Eva rétti mér blokkina, en ég gat ekki hringt i númerið sem þar stóð skrifað vegna þess að siminn var steindauður. — Hann er lokaður, sagði ég gremjulega. — Hefurðu gleymt að borga afnotagjaldið? — Nei, en hann hefur verið tek- inn úr sambandi, svaraði Eva. — Og það var ekki ég sem gerði það. — Já alveg rétt, sagði ég skömmustuleg. — Það var ég sem tók hann úr sambandi meðan þú svafst. Af einskærri tillitssemi. Þegar siminn var aftur kominn i samband valdi ég númerið sem skráð var á hlifðarkápu blokkar- innar. Fengi ég nú samband við morðingjann? Og hvað ætti ég að segja við hann (eða hana)? Ég mátti vist ekki koma upp um það að ég væri komin á slóðina. Það leið nokkur stund áður en svarað var. Ég ákvað að láta sem ég væri frá simanum að prófa tækið, ef mér dytti ekkert snjall- ara i hug. Tólið var tekið af hinum megin og karlmannsrödd svaraði: — Bo Bergmann hér. Bo Berg- mann gjaldkeri. Hver ætti svo sem að kallast .,B” nema sá sem hefur B i udd- hafi skirnarnafns og ættarnafns? Var morðinginn nú loks kominn i leitirnar? Tuttugasti og sjöundi kafli. — Halló, sagði röddin. Þetta er Bergman gjaldkeri. Þetta var djúp og fremur falleg rödd. Árangurslaust reyndi ég að gera mér i hugarlund hvort hún gæti tilheyrt elskhuganum með silkiaugun sem Katrin hafði lýst i dagbók sinni. En röddin segir ekkert um útlitið. Það leynir sér ekki þegar maður sér myndir af frægum útvarpsfyrirlesurum. Röddin og myndin virðast i engu samræmi. Úr fjarlægð heyrðist samfelld- ur hávaði eins og úr stórum vél- um. Þgssir dynkir og drunur gerðu mig hrædda. Það virtist ógnandi, ekki sizt vegna þess aö ég áttaði mig ekki á þvi hvaðan hljóðið stafaði. Hugrekki mitt var farið veg allrar veraldar. Ég var með hjartslátt og var þurr i hálsinum. Það virtist ógerningur að koma upp hljóði. Og hvað átti ég svo sem að segja. Allt i einu virtist það fráleitt að þykjast vera að prófa simtólið. Og i þessu sálar- ástandi tækist mér aldrei að leika hlutverk simastúlku. — Halló, sagði röddin aftur og nú var gremjutónn i henni. — Er nokkur þarna? — Jú, stundi ég upp. — Jú, ég... — Er það út af auglýsingunni? spurði hann. — Um stöðuna? — Já, einmitt, sagði ég og fyllt- ist þakklátssemi fyrir hjálpina. — Jæja, sagði hann. — Sjáið . þér til, þetta er eins konar skrif- stofust. Dálitil vélritun, faktúr- ur og svoleiðis, bréf og... já, þér eigið að snatta við sitt af hverju. En þetta eru dálitið erfiðir timar og... já, þér skiljið, við... Af margorðri skýringunni sem fylgdi á eftir mátti draga þá ályktun að Bo Bergmann gjald- keri hefði hugsað sér vanborgaða skrifstofustúlku sem vann hálfan daginn. Hann taldi þetta gott starf fyrir húsmóður. Hvaða meðmæli og menntun hafði ég? Allt sem ég átti til af sliku var heima i Bj3rred,og ég hafði ekki hugsað mér að láta senda mér stúdentsprófsskirteini og annað slikt, svo að ég svaraði aumingja- lega að ég hefði ekkert þess hátt- ar. Ég bjóst við að svarið bindi skjótan enda á simtalið, en þess i stað var eins og þetta yki likurnar á þvi að fá mig til starfa fyrir lágt kaup, og þegar ég var búin að gefa upp nafn og heimilisfang og fullyrða að ég kynni á ritvél og væri stautfær i ensku var ég ráðin. ,,Til reynslu”. 10 krónur um timann var matið. — Komið klukkan 8.30 i fyrramálið, sagði hann. Tibréus. Ankargrand 2B. Sex þrep. Þungar drunurnar hljóðnuðu. Hann var búinn að leggja tólið á. Ég var búin að ráða mig i vinnu en það voru vomur á mér. Hvað var ég eiginlega búin að flækja mér i? Ég ætlaði að fara að vinna hjá manni sem ég vissi ekki haus né sporð á, annað en það að hann væri ef til vill morðingi. Um leið og ég legði leið mina til þessa heimilisfangs, yrði ég ofurseld manninum þeim. Manninum með drynjandi, háværar, dulafullar vélar i bakgrunninum. Ef vinnu- veitandi minn fengi grun um að ég væri að reyna að sakfella hann, myndi hann áreiðanlega ekki hika við að kála mér. — Segðu frá, elsku Marianne, sárbændi Eva. — Hvað var þetta? — Ég er búin að fá vinnu, svaraði ég. — Ef til vill hjá morð- ingjanum. Við reyndum að glöggva okkur sem mestvið máttum af þeim fáu staðreyndum sem við höfðum handa i milli. Auglýsinguna fund- um við fljótlega. Hún var i Dagens Nyheter undir „Lausar stöður, faglært fólk, skrifstofu- fólk”. Það var lítil eindálka auglýsing á milli beiðni starfs- stúlku með bókhaldsþekkingu og ensks hraðritara sem getur séð um litinn atvinnurekstur. Hún var svohljóðandi: „Húsmóðir getur fengið létt skrifstofustarf. Vélritun. Hálfs dags vinna. Simi xxxxxx" — Hvað heldurðu að þetta sé? sagði ég. — Hvit þrælasala, svaraði Eva án þess að hika. — Mamma var alltaf að vara mig við henni. Annað kvöld liggur þú ef til vill um borð i fiskibát ásamt mörgum öðrum heimskum kvenmönnum, bundin á höndum og fótumogferð- inni er heitið til Beirut. Ég hnussaði og yppti öxlum, en það stoðaði ekki þótt mér væri ónotalega innanbrjósts. Ég vissi raunar ekki út i hvað ég var að fara. En ég trúði nú samt ekki á þetta með hvitu þrælasöluna. Dálitið gröm fór ég að leita að Tibréus i simaskránni. Þar fyrir- fundust fimm og enginn þeirra var skráður á Akkerisgranda. Sennilega var fyrirtækið til húsa á öðrum stað en eigandinn. Ef til vill héthann alls ekki Tibréus. Ég fann ekki heldur neitt fyrirtæki með þvi nafni. Sennilega var það i firmaskránni, ef það var þá nokk- urs staðar skráð. En hvar átti ég að leita? Varla undir yfirskrift- inni „Hvit þrælasala”. Bo nokkur Bergmann fann ég þó. Hann var reyndar gjaldkeri og átti heima á Högbergsgötu. Það var i nágrenninu,en ég var litlu nær. Hann hefði svo sem get- að átt heima i sama stigagangi án þess að ég hefði tækifæri til að fræðast neitt um hann. Enginn þekkir nágranna sinn i stórborg. Yfirleitt ekki að minnsta kosti. FEIACISLEIVZKRA HUOMUSTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17 INDVERSK UNDRAVERÖLD Vorum að taka upp mjög glæsilegt úrval af Bali-styttum og Batik-efnum. Einnig ind- verskt og Thai-silki — röndótt, köflótt, mynstrað, einlitt, Batik-mynstrað og sanserað. ATH. Við erum flutt að Laugavegi 133 (við Hiemmtorg). Úrval tækifærisgjafa fáið þér í JASMIN tihsn mmsbtBffii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.