Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 1
UOMIUINN Þriðjudagur 18. júli 1972—37. árgangur—157. tölublað Alþýöubankinn hf ykkar hagur okkar metnaöur Fyrst áróðursstríð síðan Þannig skrifar „The Daily Mail” um landhelgismálið Ætla að eyða nær 70 milj. kr. í áróður gegn Islendingum Samkvæmt fréttum og blaðaskrifum i Bretlandi virðast brezkir togaraeigendur nú ætla að veita að minnsta kosti 300 þúsund pundum eða sem svarar 70 miljónum isl. kr. i áróður fyrir brezkum hags- munum i landhelgisdeilunni. Markmiðið með áróðursherferðinni er að snúa við almennings- álitinu, sem þeir telja of hliðhollt málstað íslendinga og kaupa þannig upp pláss i fjölmiðlum á Bretlandseyjum,íslandi, Vestur-Evrópu og Norður- Ameriku. Hafa þessir aðilar samið við alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki til að reka þennan áróður og getur fyrirtækið jafnvel fengið óútfylta ávisun til að veita i áróðurinn, þ.e. ótakmörkuð fjárráð. Jafn- framt eru brezkar blaðafregnir nú á þá leið, að þorskastríð sé óhjákvæmilegt eftir sjö vikur. of atvmév f,oad Hjíía SorciaiiJis t'i ; smv rnmms m PBSBCHM8S No. 36,986 Telepboae ZWt (21 llues); HOtL, THUKSOAY, JULY 13, 1972 *«***&’kS cmT**’ * ‘Cod War’ is now almost certain for our trawlermen Brezk blöð skrifa þessa dagana mikið um landhelgismálið og gripa nú til hvassyrtara orðalags, á það einkum við um þau þeirra, sem mest eru andsnúin Islending- um i landhelgismálinu. Hér á eftir er gripið niður i skrif tveggja brezkra blaða frá 13. júli, rétt eftir að slitnaði upp úr viðræðun- um við Breta. Eru það blöðin ,,The Daily Mail” og „Hull Daily Mail”. 1 þvi siðarnefnda segir i fyrir- sögn „Bretar hefja orðastrið við Island. Mótleikur Breta i deilunni um landhelgismálið við Islendinga hefst þann 14. júli með birtingu opins bréfs til tslendinga. Bréfið, sem er frá samtökum togaraeigenda i Eng- landi og Skotlandi verður birt i islenzkum blöðum. I bréfinu verða kynnt viðhorf aðila brezka fiskiðnaðarins.” Siðan segir i fréttinni, að Bretar hafi gert samning við auglýsingafyrirtæki um kynningu á viðhorfum Breta og sé þetta mótleikur við áróðri islenzkra stjórnvalda sem á sin- um tima gerðu samning við brezkt auglýsingafyrirtæki um kynningu á málstað Islands i brezkum fjölmiðlum. Þessi mót- leikur mun ekki aðeins leikinn á Bretlandseyjum og á tslandi, heldur hyggjast Bretar kynna viðhorf sin á meginlandi Evrópu og Norður-Ameriku „þetta mun kosta okkur offjárý segir i fréttinni, en fullyrt er að þetta sé nauðsyníegt til að bjarga brezk- um fiskiðnaði, er haft eftir varaformanni brezkra togara- eigenda. Þá kemur fram að þessari áróðursherferð hafði verið frestað þar til útséð væri, hvað út úr viðræðunum við Islendinga kæmi. Bretar hafa átt i viðræðum við væntanlega „landa” sina i Efnahagsbanda- laginu og telur blaðið liklegt, að aðilar innan vestur-þýzka fisk- iðnaðarins hefji sams konar her- ferð. I „The Daily Mail” er 7 dálka fyrirsögn efst á forsiðu, þar sem segir: Þorskastrið hjá togara- eigendum nær örugglega yfir- vofandi. Telur blaðið þar nær al- gerlega tryggt að eftir sjö vikur komi til nýs þorskastriðs. Telja þeir ástandið mjög alvarlegt eftir að slitnaði upp úr samningum. Haft er eftir brezka utanrikis- ráðuneytinu, að engar áætlanir séu uppi um frekari viðræður við Islendinga. „The Daily Mail''snéri sér til talmanns varnarmálaráðuneytis- ins, sem lét þau orð falla/, að ráðuneytið væri alitaf viðbúið þvi ástandi sem þeir gætu séð fyrir að upp kæmi. Við höfum áætlanir fyrir nær öllum aðstæðum (sitution) er upp kunna að koma. Ef nauðsyn krefur getum við sent skip þangað upp”, sagði tals- maður varnarmálaráðuneytisins. Framhald á bls. 11. OSITAIN'S TRAWlfHMSN will olmosl ccrFoinly be ot *’ wor ” wrtb lceloiwá tn seveo weeki* *ime. With botþ sidtts doadtocked &íun- thc hiicfct mtor-govcMtmc-ní talks m Roy :>vcr lcda.nci’s 50-niíle íímit plan. Uui situa- íion lút the Húmbcrsíác ííshing indostty ripW 'tooks gravc. Any þoftslbtUty''oí unc last-msetir»g t« try ar»d íivrash uut namti km<\ oí ítiteiim suíwtruri • pow ('Xtiétr.dy renurtft. Tbis «tt««won the Offtco taid thiit tltífft vvere m> jrfans <of any morc dtjecí-stom, fr» »,h« Cohinitiins this níWtmm the Govcnv- ir.t-nt was ío nrake » stalemotn m úic IbUísí sítaaUon, ' Mr Jrsoph Godbét. Mím&m öf Stote at. tbe . ForrÍBit OÍ?m< wm due ío mjíy tí?« {SdvBÍtt miicfí iurstíun tabled by Kdíth Hidl MP M; Kevin dcNanwi's.___ .............. ■ ;_________ Hversvegna ekki frímerki 1. september? J Við höfum gefið út frimerki af ýmsu tilefni: Heimsmeistara- einvigi i skák, heimkomu hand- ritanna, heimssýningu 19(>7 Olympiuleikum 1!)(>4, 40 og 50 ára fiugi á islandi, 50 ára af- mæli simans, 50 ára afmæli skátahreyfingar, 50 ára afmæli Vcrzlunarráðs islands, 50 ára fullveldisafmælis, o.s.frv., o.s. frv. Þessi dæmi um frimerkjaút- gáfu okkar, sem tengd er sér- stökum viðburðum og tima- mótum cru valin af handahófi. En þvi er þeirra getið hcr að þcirri hugmynd var skotið aö okkur hcr á Þjóðviljanum hvort til að mynda 50 ár og 50 milur gætu ekki vegið álika þungt, þegar Póst- og simamála- stjórnin fer að hugleiöa hvaða athurður muni nú að lokinni | heimsmcistarakeppninni það ( stór i sniðum, að hann verð- skuldi útgáfu á snotru frimerki. (>æti ekki útfærsla land-| hclginnar i 50 milur 1. sept. komiö þar sterklega til greina? Ilugmyndinni cr hér komið á framfæri við hlutaðeigandi aöilja. *¥r Spasskí gafst upp Spasski varö að gefast upp gegn Fischer í gær- dag, og er gangur skákarinnará bls. 3. i dag hefst fjóröa skákin kl. 5 og verður þá teflt i aðalsal. Fischer er með hvitt í dag og má búast við miklum spenningi þar sem hann mun áreiðanlega vilja jafna metin, en Spasskí hefur unnið tvær skákir og Fischer eina. Teikningin, sem skýrir sig sjálf, er eftir Ragnar Lár. (

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.