Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Þriðjudagur. 18. júli. 1972 Upprætið ibúðabrask og bófa! Út af skrifum fasteigna- braskarans Sverris Her- mannssonar i Morgunblaöinu á þriðjudaginn i siðustu viku langar mig að leggja til hans nokkrum orðum. Það er anzi hart, að maður, sem er nýbúinn að þiggja af sameiginlegu fé þjóðarinnar um eða yfir 300 miljónir (óafturkræft lán) til kaupa á 2 skuttogurum frá Póllandi, Vigra og ögra, skuli leyfa sér i viölesnasta (og ómerkileg- asta) dagblaði landsins að fara með dylgjur um rikis- stjórnina og um efnahagsráð- stafanir hennar, sem eru gerðar fyrst og fremst, að minum dómi, til að sporna við óðaverðbólgu sem öll er runn- in undan rótum Sverris Her- mannssonar, fasteignabrask- ara og útgerðarmanns með meiru, og flokksbræðra hans. Vil ég taka sem dæmi, að ekki hefur liðið sá dagur siðan stjórn hinna vinnandi stétta tók við völdum, að ihaldið hafi ekki veriö með endalausan áróður, bæði i blaðinu sem hér er nefnt að framan og á öllum mannfundum, sem þeir hafa komið þvi við, og siðast en ekki sizt á öllum vinnustöðum sem mér er kunnugt um. Og meira að segja á fyrstu dögum þessarar rikisstjórnar var áróðurinn svo magnaöur, að á mjög fjölmennum stað hér i borginni, sem allur al- menningur á aðgang að, sagði eitt náið tengslmenni fyrrver- andi forsætisráðherra, aö þessari stjórn yrði ekki lengra lifsauðið, en i hæsta máta 2—3 vikur, þá yrðu dauðastunur hennar á enda runnar, og svo klykkti hann út við undirritað- an, svona til bragðbætis, að Rússarnir væru að koma. Siðan ernúliðið ár, og ekki bólar á þvi aö spádómar þess- ir rætist. Svona hefur nú söng- urinn verið hjá ihaldsöflunum siðan stjórnin tók við völdum, og virðist mér það góðs viti, þvi að Ölafur heitinn Friðriks- son sagði meðan hann var og hét, að ,,þegar Morgunblaðið er hætt að skamma okkur, og þess fylgihnettir, þá erum við farnir aö svikja”. Það sem rikisstjórnin þarf nú helzt aö vinna að er upp- ræting fasteignabrasksins, sem Sverrir Hermannsson og stéttarbræður hans i fast- eignabraskinu hafa unnið full- um fetum að, þannig að ibúða- verð hefur vaxið um hundruö þúsunda króna á mánuði undanfarið. Þessi vöxtur er arfur frá viðreisninni, þvi að hún vanrækti svo byggingu ibúðahúsnæðis á árunum 1967—1969, og nú er verið að vinna það upp. Þessa neyð hafa braskararnir notað sér út i æsar. Þvi skora ég á — fyrst og fremst húsnæðisráöherrann Hannibal Valdimarsson, og reyndar rikisstjórnina alla, að spyrna hér við fótum og upp- ræta spillinguna án tafar og jafnframt að koma höndum yfir þessa bófa. Dagsbrúnarverkamaður. Sóleyj arkv æði Kona ein hringdi til Bæjarpósts og bað hann að koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem hefðu unnið að gerð plöttunnar með Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Sagðist hún spila hana oft og iðulega, og þvi indælla þætti henni kverið, þvi oftar sem hún hlustaði á það. Siðan sagði konan: — Boðskapur sá.sem kvæði þetta flytur á erindi til sér- hvers lslendings, og ég vil biöjaykkurá Þjöðviljanum að hvetja fólk til þess að leggja evru við þeim boðskap, svo takast megi að gera draum skáldsins að veruleika”. Bæjarpóstur vill bæta þvi við, að Sóleyjarkvæði, jafnt á plötunni sem i bókinni, er til- valin vinargjöf við hverskonar tækifæri. Hvernig eru fast- eignagjöld reiknuð hjá ellilifeyrisþegum sem búa i verka-. mannabústöðum? Stærð þessara ibúða er um 65 fermetrar og fasteignamat slikra ibúða mun vera milli 800 og 900 þúsund krónur. Hvernig reikna viðkomandi yfirvöld þetta? Okkur þótti ástæðulaust að skjóta spurningunni til yfir- valda, sem i þessu tilfelli væri Reykjavikurborg. — Fast- eignaskattur er einn af tekju- stofnun sveitarfélaga og sam- kvæmt núgildandi lögum er þessi skattur ,, 1/2% af fast- eignamati ibúða og ibúðarhúsa ásamt lóðarrétt- indum”,óháð þvi hvort um er að ræða verkamannabústað eða hvort eigandi ibúðarinnar er elli- eða örorkulifeyrisþegi. Hinsvegar heimila lögin sveitastjórnum ,,að lækka eða Fasteignagjöldin og réttur ellilifeyrisþega l'clla niður fasteignaskatt sem efnalitliim elli- og örorkulif- eyrisþegum er gert að greiða. Sama gildir uin slika lifeyris- þega.sem ekki liafa veruícgar tekjur unifram elli- og örorku- lifeyri." Við höfum hér i Þjóðviljan- um vakið athygli á þvi, að mörg sveitarfélög hafa notað þessa heimild. Nýlega sam- þykkti t.d. bæjarstjórn Akra- ness, að fella niður fasteigna- gjöld upp að 4000 kr. hjá elli- og örorkulifeyrisþegum. Sama verður þvi miður ekki sagt um Reykjavikurborg. Meðan önnur sveitarfélög not- færa sér lækkunarheimildir laganna þá notfærir Reykjavikurborg sér hækkunarheimildir laganna út i æsar. Þannig innheimtir borgin öll fasteignag jöld, einnig hjá ellilifeyrisþegum, með 50% álagi eins og lögin reyndar heimila. Þjóðviljinn vill hinsvegar vekja athygli elli- og örorku- lífeyrisþega á þvi, að þeir hafa rétt til að sækja um lækkun eða niðurfellingu þessa skatts, og það geta þeir gert með þvi að skrifa bréf til Borgarráðs Reykjavikur, Austurstræti 16. FRÉTTABRÉF FRÁ SUÐUREYRII ,,Rœr ekki á laugardögum frekar en Fischer” Suðureyri, 9. júli 1972. Eins og ég gat um i fréttabréfi, sem ég skrifaði og sendi 15. mai i vor, en kom þó ekki út fyrr en 3. júni, hættu allir linubátar hér 6. mai. En togskipið Kristján Guð- mundsson ekki fyrr en 12. mai, og er hann nú gerður út á grálúðu- veiðar eins og sést hér siðar. Smærri sumarbátar byrjuðu ekki veiðar fyrr en eftir 15. mai, enda ekki tekið á móti fiski fyrr. Var það vegna þrifa á fiskimóttöku- sölum fyrstihússins og undirbún- ings á annan hátt, þvi að til þess eru lög, að boðorð séu haldin. Aitta smábátar, sem við köllum nú trillur, fiskuðu samtals i 25 róörum 18,3 tonn; ýmist var það á færi eða linu. Allur maiafli varð þvi, bæði á vertiðarbátana og hina smáu aðeins 122,4 tonn. At- vinna varð þar af leiðandi engin eða þvi sem næst mjög litil. Júnimánuður. Tið i þeim mán- uði varð mjög stirð og þvi litið farið á sjó, og afli tregur, þó róið væri. Á grálúðumiðunum hér út af eða vestan til við Halamið komst veðurhæðin dagana frá 23. til 26. upp i 8 og mest 10 vindstig með mikilli snjókomu og sjó- gangi, svo að skip urðu að ieita hafnar eða andæfa við veiðarfæri sin. Hér fennti lika niður i miðjar hliðar. Það mun þó ekkihafa orðif verulegt veiðarfæratjón af þess- um sökum. Aftur á móti fóru er- lendir togarar illa með marga þeirra i þessari brælu, og oftar og þá aðallega hér út af. Veiðisvæðið var innan við 50 milna fjarlægð frá landi. Ekki ber neitt á togur- um fyrir norðan land eins og er, enda sennilega ekki kominn timi þeirra þar. Afli 12 smábáta hér i júni var 92, 8 tonn og 107 róðrum, bæði á færi og linu, sem rær úr landi, fiskaði 14,4 tonn i 7 róðrum. ÚTILEGIÍBATAR: tonn löndun Trausti 39,4 1 Kristján Guðmundsson 59,7 1 Olafur Friðbertss. 52,9 1 Hafþór (rannsóknaskip) 0,6 1 Samtals eru þetta þvi 259,8 tonn. 1 mai og júni i fyrra kom hér á land aðeins 32,7 tonn báða mán- uðina, enda var hér þá neyð- arástand vegna fyrstihússbrun- ans. Hörpudiskveiðin hefur gengið svona og svona upp og niður. Afli m.b. Kóps frá ísafirði, sem land- að hefur hér siðan i vetur, varð frá lokum eða 11. mai til júniloka 54,5 tonn. Afli hans er nú venju- lega fluttur á bilum frá Isafirði, enda er veiðisvæðið tsafjarðar- djúp. Afli m.b. Brynjars varð á sama tima 36,2 tonn. Verð á hörpudiski frá 1. júni er nú kr. 10,40 kilóið, en var áður kr. 8,30. Kaup hækkaði lika mikið 1. júni eða um 24%, og skelin er nú um þessar mundir i hrygningar- ástandi. Af þessu leiðir, að af- gangur, þegar búið er að greiða hráefni og vinnulaun, er mjög lit- ill. Nýting er nú 9 1/2—10%. Út- flutningsverð á fiskinum er nú kr. 130.- per lb. Það samsvarar 287000 krónum tonnið. Yfir 20 manns vinna nú i skelinni. Mest kvenfólk. Tekjur sumra kvenn- nna komust upp i 40 þús. kr. eða el það yfir júnimánuð. Aðkomufólk af báðum kynjum hefur verið hér i sumar og er enn með mesta móti, enda ekki of- sagt: Margþætt atvinnulif. Hús, sem fólk var hætt að búa i og höfðu ekki haffærisskirteini, ef mætti orða það svo, voru dubbuð upp og gerð að höllum. Aðkomu- fólki var siðan raðað niður i þess- ar hallir af þar til ráðnum sér- fræðingi. Og auðvitað var það gert eftir kynjum. Erfitt mun nú vera talið að þekkja kynin sund- ur, nema með mjög nákvæmri at- hugun, og þvi erfitt að sjá hvort kynið ber að dyrum, þegar degi hallar og sól er sezt. Adam gamli var ekki lengi konulaus, og var honum þvi sköffuð kona. Fólk mun nú vera yfirleitt fljótt til ásta, og mun „söngvatniö” eiga sinn þátt i þvi. Astin varir lika misjafnlega langan tima, og þarf þvi oft endurnýjunar með. Slysavarnardeildin Björg, sem stofnuð var hér 1930 og starfaði reglulega þar til árið 1960, er hún hætti þá algerlega að draga and- ann þar til seint á árinu 1970, var þá endurvakin. Erindreki Slysa- varnafélags lslands, Hannes Haf- stein, kom þá og myndaöi bráða- birgðastjórn á fundi, sem hann hélt hér. Með ábendingum frá- farandi formanns, er var á fund- inum, var kosin bráðabirgða- stjórn. Sú stjórn átti svo að koma bráðlega saman og mynda lög- lega stjórn úr þeim 262 meðlim- um, sem skráðir voru á ný og dreiddu félagsgjöld sin fyrir árið 1970. Bráðabirgðagjaldkerinn stóö sig mjög vel, en bráða- birgðaformaðurinn sefur enn á verðinum, og félagsskapurinn virðistvera steindauður. Er þetta hægt? Kannski það. Slysavarna- daginn i fyrra, eða hvenær sem það var, þá slitnaði keðjan i sund- ur hér á Suðureyri. En i öllum héruðum landsins bæði til sjávar og sveita voru og eru starfandi deildir, sem svöruðu bindandi tal- stöðvarkalli á sérstakri bylgju- lengd Slysavarnarfélags tslands. Það eru nú 14 ár siðan slysa- varnadeildin Björg lognaðist hér út af. Mikil framför þar — I lands- frægu framkvæmdaþorpi. Sumarfri eru nú að byrja hér. Fólk hugsar til ferðalaga um landiðog þá til vina og kunningja. Og það kemur svo aftur, og þá hresst og endurnært. En hluti af sandinum, sem Hákur dældi upp i iþróttavöllinn sumarið 1970, og kostaði 1300 þús. krónur — hann kemur sko ekki aftur. Sjórinn hirðir sitt. Hafskipabryggjan, sem stóð til að endurbæta árið 1970 og ekkert varð af — aftur 1971, sem fór á sömu leið — og enn sumarið 1972, en verður þó látin biða. Og nú skv. nýrri áætlun með þvi verðlagi, sem nú er, mun kostnaðaráætl- unin hafa farið upp i 10,6 millj. Það er vist talið, að undirstöðurn- ar undir hafskipabryggjuna séu EFTIR GÍSLA GUÐMUNDSSON að smáskolast burt að utanverðu, og getur hún þvi lagzt á hliðina einn góðan veðurdag. Verið er að grafa hér sundur götur og torg. Þar skal koma fyrir holræsum og vatnsrörum, þvi að fyrirhugað er að skipta um skolp- leiðslur og sömuleiðis að leiða nýtt og ferskt vatn um þorpið. Veturliði Veturliðason á Isafirði tók að sér verkið, sá hinn sami og lagði vatnsleiðslu i fyrra utan úr Staðardal. Hinu nýja hraðfrysti- húsi Fiskiðjunnar Freyju niðar sómasamlega áfram. Oft er smotteriið og fineriið að lokum seinvirkt og óvist er, hvenær hús- ið tekur til starfa, en alltaf færist það nær takmarkinu. og svo að lokum þetta: M.b. Trausti, sem byrjaði veið- ar 6/6, hefur lagt hér upp tvisvar sinnum: 39,4 tonn og 51,0 tonn, eða alls 90,4 tonn. Kristján Guð- mundsson byrjaði veiðar 13/6. Hann hefur lika landað hér tvis- var: 59,7 tonnum og 58,3 tonnum, eða 118,0 tonnum alls. Olafur Friðbertsson byrjaði veiðar 18/6. Hann hefur landað eins og að framan segir 52,9 tonnum. Og Sigurvon, sem byrjaði 26/6 hefur landað einu sinni 43,2 tonnum. Mestur afli bátanna er grálúða. Stefnir sem rær úr landi, hefur farið 5 róðra i júni og aflaö 7 tonn alls. Hann rær ekki á laugardög- um frekar en Fischer. Mestar likur eru fyrir því, og raunar fullvist að eitt skip bætist hér i flotann i haust, og er það m.s. Guðrún Guðleifsdóttir frá Hnifsdal, brúttósmálesta stærð hennar er 20 8. nýtt mál; smiðuð i Austur-Þýzkalandi 1965. Páll Friðbertsson forstjóri Fiskiðj- unnar er þar eini eigandinn, og mun hann nú ætla að freista gæt- unnar og byrja á þvi að gera sjálfstætt út skip. 1 dag er sunnudagur 9. júli. Unnið var i gær i frystihúsinu og lika er unnið þar i dag, svo að ekki litur út fyrir að tvöfalda kaupið hái frammámönnum hér. Landað var aflanum úr Sigurvon i gær laugardag. Tólf tonn af grálúðu og þorski voru send til Hnifsdals i gær og fyrradag. Ball er auglýst hér i kvöld. Ekki mundi ég leyfa slikt, ef ég væri einræðisherra. Sunnudagskvöldsböllin viröast vera mjög óholl fyrir afkomu mánudaganna. Það hefur sýnt sig hér áður. Kveðjur. Gisli. Norsk útgáfa Foiiagið Fabritius í Noregi hefur gefið út þýðiugu á Fagurskinnu, sem geymir eins og margir vita, sögu Noregskonunga frá llálfdáni svarta til Ólafs lielga. Prófessor Johan Scheinar gerði fyrstu þýðingu þessa merka handrits. sem Þormóður Torfa- son fann og gaf hið þekkilega nafn vegna fagurs útlits bókarinnar. Kom þýðing Scheinars fyrst út 1926 og er nú endurútgefin. Þýðandinn minnir norska lesend- ur sina á það i formála að „Fagurskinna er bezta heimild um forna sögu okkar fyrir utan Heimskringlu SnorraSturlusonar — og milli þessara verka eru náin tengsli”. Útgáfan er mjög falleg og hæfir vel nafngift, prýdd tréskurðar- myndum eftir Hans Gerard Sörensen....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.