Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 3
Þriðjudagur. 18. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. Þriðja einvigisskákin: Fischer tók frumkvæðið og sigraði örugglega Biðskákin var aðeins formsatriði Þriðja einvígisskákin fór fram á sunnudaginn. Það leit að visu ekki vel út um tíma, þar eð áskorandinn neitaði að tefla á sviðinu og krafðist þess að teflt yrði í lokuðu herbergi. Ein af reglum þessa einvígis er sú, að ef mikill hávaði er í salnum hefur skákstjóri rétt til aö flytja keppendur í lokað herbergi. Hinsvegar stendur ekkert um það að fiytja megi heila skák. Spasski féllst samt á þessa kröfu áskorandans, en eftir því sem fregnir herma aðeins í þetta eina sinn. Klukkan átta minútur yfir fimm hófst svo skákin, Fischer breytti út af frá þriðju skákinni þegar í 3. leik. Kaus hann að beina skákinni yfir i farveg hinn- ar svokölluðu Ben-Oni varnar. Fischer hefur oft beitt þeirri vörn með ágætum árangri m.a. ó olympíu- skákmótinu á Kúbu 1966. Spasskí tók áskoruninni og kom strax upp hvöss staða eins og oftast í þessu af- brigði. í 11. leik kom Fischer mönnum á óvarf með mjög hvössum leik (- Rh5). Eftir þann leik er ekki Ijóst hvernig hvítur á' að geta haldið frum- kvæðinu. Ekki er að efa að þetta afbrigði á eftir að verða rannsakað niður í kjölinn, en í fljótu bragði gæti maður ályktað að hvítur hefði of fljótt farið með drottningu sína af ská- línunni upp á h5 Tvípeð Fischers á h5 reyndist ekki neinn dragbítur á stöðu hans, en aftur á móti saknaði Spasskí illa hvít - reita biskupsins er að því kom að halda niðri framrás svörtu peðanna á drottningarvængnum. Þessi skák er enn ein sönnun þess að ef svartur nær að leika b5 i þessari byrjun án þess að staða hans raskist fær hann betra tafl. í 15. leik héldu margir að Fischer ætti möguleika á mátsókn með riddarafórn á 15. Rf3fl6. gxf3 Be5 en eftir 17. Hfcl sleppur hvitur út úr mátnetinu. Þegar komnir voru rúmlega 20 leikir var augljóst hvert stefndi. Spasskí varðist þó hetjulega, en mátti sig lítt Myndin er tekin i veitingasal Laugardalshallarinnar en griðamikill mannfjöidi fylgdist spenntur með 3. einvigisskákinni hvarvetna i höllinni. hræra og varð að horfa upp á Fischer bæta stöðu sína jafnt og þétt. í 31. leik hefur svo Fischer uppskipti á mönnum og vinnur upp úr því peðið á e4 sem lengi hafði verið dauðans matur. Fischer tefli framhaldið mjög markvisst og gaf Spasski hvergi færi og er skákin fór í bið blasti við mönnum ein sú skugga- legasta biðstaða sem heimsmeistarinn hefur fengið um dagana. Það kom lika á daginn, að eftir að hann hafði séð biðleik Fischers í gær (Bd3+) gafst hann upp. Staðan í einvíginu er því sú, er keppendur setjast að f jórðu skákinni í dag að Spasskí Kramhald á bls. 11. Stúlka fyrir bifreið í Laust fyrir kl. 3 á sunnudag varð stúlka fyrir bifreið i hallan- um rétt fyrir ofan Hlégarð i Mos- fellssveit. Þarna er mjór bráða- birgðavegur vegna nýju vega- framkvæmdanna og mun stúlkan hafa verið á leið að Hlégarði og gengið á hægri akrein og bifreið, sem var á leið i sömu átt lenti utan i stúlkunni vegna þrengsla af umferð sem kom á móti. Stúlkan var flutt á Slysadeild Borgar- spitalans og tókst Þjóðviljanum ekki að afla upplýsinga um hve meiðsli hennar voru alvarleg. — Óhöpþ eða slys af þessu tagi sýna hve mikil nauðsyn er að ökumenn og gangandi vegfarendur ekki siður, sýni mikla gætni, þar sem unnið er að nýlagningu og við- gerðum vega. Erlendum blaðamönnum kynnt landhelgismálið i dag hófst á Hótel Loftleiðum kynningardagskrá sú, sem utan- rikisráðuneytið hefur boðið er- lendum fréttamönnum, en kynningin er liður i landhelgis- málsáróðri islenzkra stjórnvalda. í gærmorgun kynnti blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar Hannes Jónsson fyrir blaðamönnum landhelgismálið almennt. Siðan var blaðamannafundur með Lúð- vik Jóscpssyni sjávarútvegsráð- herra. Lausn á krossgátu Lausn á krossgátunni i Þjóð- viljanum sl. sunnudag: I = T, 2= Ý, 3 = R, 4 = D, 5 = A, 6=N, 7 = M, 8 = 0, 9 = K, 10 = G, II = L, 12= U, 13 = F, 14 = Æ, 15 = S, 16 = 1 17 = E, 18 = J, 19 = A, 21 = Ó, 22 = 0 , 23 = Ð, 24 = 1, 25 = V, 26 = É, 27 = Y, 28 = B. 1 upphafi fundarins flutti sjávarútvegsráðherra ávarp, þar sem hann fjallaði um rök íslendinga i landhelgismálinu, þróun þess á alþjóðavettvangi og skýrði einnig frá gangi við- ræðnanna við Breta. Að loknu ávarpi ráðherra voru leyfðar fyrirspurnir og voru það einkum brezku blaðamennirnir sem spurðu. M.a. um sókn Breta á miðin, verndun fiskistofnanna, viðræðurnar við Breta, fullyrta hörku sjávarútvegsráðherra i viðræðunum og samningana við Efnahagsbandalagið. Svaraði Lúðvik spurningunum greiðlega. Að loknum blaðamanna- fundinum fóru um 50 af erlendu blaðamönnunum til Vestmanna- eyja til að kynna sér sjávarútveg þar. A morgun verður blaða- mannafundur með utanrikisráð- herra Einari Ágústsyni og ýmis- legt fleira á dagskrá. „Bjartar nœtur Undanfarin tvö sumur hefur Kristín Magnús Guðbjartsdóttir leikkona, ásamt fleirum, staðið fyrir flutningi á brotum úr is- lenzkum bókmenntum, með ivafi þjóðlagatónlistar, fyrir er- lenda ferðamenn. Hefur flutningur á efni þessu farið fram í veitingahúsinu Glaumbæ undir nafninu „Kvöldvaka” og fengið ágætar undirtektir þeirra enskumæl- andi ferðamanna sem á liafa hlýtt. Á fundi með fréttamönnum tjáði forsvarsmaður Ferðaleik- hússins, Kristin Magnús Guð- bjartsdóttir, okkur að nú hefði verið ákveðið að hefjast handa að nýju og hafi Auditorium Loft- leiðahótelsins verið tekið á leigu i þessu skyni. Kvöldvaka þessi hefur hlotið nafnið „Bjartar nætur — Light nights” og hefur Kristin valið og útbúið dag- skrána og er hún jafnframt leik- stjóri. Þýðingu á ensku hafa annast Alan Boucher, Leo Munreo, Peter Kidson o.fl. Efnið sem tekið verður til meðferðar er m.a. Djákninn á Myrká, Móðir min i Kvi, Kvi, „Vig Gunnars” úr Njálu, álfa- og tröllasögur o.fl. Einnig verða flutt tvö nútimaljóð eftir þau Ninu Björk Árnadóttur og Matt- hias Jóhannessen i enskri þýð- ingu Alans Boucher, en þessi ljóð ásamt fleirum komu út i bókinni Poems of to-day sem Icelandic Review hefur nýlega gefið út. Inn i þessa dagskrá verður svo fléttað islenzkum þjóðlögum og sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsen, „Heyrið vella á heið- um hveri”, sem gerð var fyrir Heimssýninguna i Montreal ár- ið 1970. Flytjendur á þessari kvöld- vöku, ásamt Kristinu Magnús verða: Leo Vilhjálmsson (Munreo), sem er kynnir, Andrés Valberg sem fer með rimur og Javatrióið, sem flytur þjóðlög. Java-trióið, er skipað þeim Bjarney Sigriði Sigurjóns- dóttur, Gunnlaugi B. Gunn- laugssyni og Robert Magnúsi Brink. A fundinum kom fram að áætlað er að sýna þrjú kvöld i viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga til 1. september og hefjast allar sýningar klukkan 21. e.h. Það virðist sem þessi ágæta landkynning hafi ekki fengiö þá athygli sem skyldi og hefur litill stuðningur fengizt frá opinberum aðilum og einkaaðil- um. Þó hefur Ferðaskrifstofa Rikisins veitt þessu máli góðan stuðning svo og Ferðaskrifstofa Zoega, en aðrir aðilar litið viljað hafa afskipti af þvi og hefur það eðlilega valdið töluverðum erf- iðleikum þar sem fjármagn þarf til, eins og við aðrar fram- kvæmdir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.