Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 5
Þriðjudagur. 18. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5. LIFIR OG GRÆR” „Enn eigum við náttúru, scm er rikari og fjölbreyttari en viöa annars staðar i heiminum”. fram til 1929 að framkvæmdir gætu hafizt við fyrirhugaða raf- virkjun. Arið 1931 var stöðin full- gjör og tekin i notkun. Klaksvik stóð ein að þessum framkvæmdum, án annars stuðn- ings en lána. Það sýnir betur en allt annað stórhug og dugnað Klaksvikinga, að árstekjur Klaksvikurbæjar 1931, árið sem stöðin tók til starfa, voru krónur 60.000. Rafstöðin kostaði 11-falda þá upphæð. Rafstöðin var reist við Stórá rétt innan við byggðina á strönd. Þá var enginn vegur að rafstöð- inni. Rétt eftir að rafstöðin tók til starfa skall kreppan yfir, krepp- an sem lagði sina „knldu hond yvir vinnilfvið alt her heima”. Nýja rafstöðin greiddi þó allar áhvilandi skyldur. Það var góð höfn i Klaksvik, góður skipakost- uc, dugmikið og vinnusamt fólk bæði á sjó og landi, sem ásamt rafstöðinni gerði Klaksvik að forystubæ Færeyja. Árið 1949 til 1950 var aukið við rafstöðina með dieselmótor, en ætlunin frá 1919 til 1920 um raf- magnsframleiðslu i Vestmanna varð fyrst að veruleika árið 1956. Árið 1956 voru rafstöðvarnar i Vestmanna á Streymoy og Stórá á Borðoy samtengdar. Loftstrengur liggur frá Götu- nesi, Eysturoýji Háfjall á Borðoy, lengd loftlinunnar er 3.000 m. Arið 1965 var enn aukið við raf- magnsframleiðsluna við Stórá með dieselmotor 3.000 hk. Til gamans set ég hér að lokum skattgjöld til sveitar- og sífear bæjarstjórnar Klaksvikar á hundrað og þriggja ára timabili. Fyrsta árið, sem skattur var lagður á, 1855 til 1856, ar álagn ingaupphæðin krónur 60,00 um- reiknað i núverandi verðlag. Þá voru skattgreiðendur 2 á Skála- toftum, 1 i Ánunum, 2 á Biskops- stöð, 5 i Vági, 3 úti i Klaksvik, 4 á Uppsölum, 2 i Gerðum, 4 á Oyri, 2 i Arnafjörö. Samtals 25 skatt- greiðendur. Árið 1865 til 1866 var álagn- ingarupphæðin krónur 25,00 og skattgreiðendur voru 28. Það ár fór skattaupphæðin lengst niður, 1908 til 1909 var álagningin 4.342 krónur. Skattgjaldendur voru 193. Þá bar hæsti gjaldandinn 775.00 kr. Fyrir árið 1967 til 1968 var álagður skattur i Klaksvik krónur 3.582.108,00. Þá voru skattgjald- endur 1947. Síðari hluti frásagnar af Fœreyjaför eftir Þorvald Steinason Mykincs Nólsoy Foroyar ll'Stóra Dímun 1 Lítla Dimun Suönroy Klukkan 7 á miðvikudagskvöld vorum við Islendingarnir boðnir til skilnaðarhófs á Klaksvikar- Klub. Á réttum tima vorum við mættir i Klaksvikar-Klub ásamt fjölmörgum aðilum að Bridge- felag Klaksvikar. Tekið var á móti gestum við barinn, þar sem hver maður fékk einfaldan eða tvöfaldan „sjúss” (vel mældan) eftir óskum hvers og eins bæði með tegund og styrkleika. Á meðan rennt var úr glösunum söfnuðust menn i smáa eða stóra hópa, eftir ástæðum til viðræðna. Rétt fyrir klukkan 9 voru opn- aðar dyr inn i annan sal, þar sem borð svignuðu undir allskyns kræsingum. Ég sé enga ástæðu til þess að telja upp veizluretti, þvi eins og segir i islenzkum máls- hætti: „Fár minnist etins matar eða slitinna klæða”. En matur og vin var framreitt af þeim höfðingsskap og rausn sem ein- kenndi allar móttökur Færeyinga til handa okkur tslendingum. Setið var yfir borðum til klukk- an 12. Margar ræður voru fluttar og lög sungin. Allir voru ræðu- menn stuttorðið.Ekki finn ég ástæðu til að rekja efnið i ræðum manna, aðeins get ég um efni þriggja þeirra. Einn Færeying- anna gat þess iræðu sinniað Fær- eyingar væru svo litlir og smáir i samanb. við tslendinga að aðr- ar þjóðri enn stærri. Það væri þvi svo litið sem þeir gætu gert. Islendingur benti þá á, að þó Fær- eyingar væru litlir og fáir, þá hefðu þeir þó sýnt að þeir gætu verið stórir, stærri en stórþjóð- irnar. Það hefði oft komið fyrir, en þó væri eitt atvik tslendingum ljósara öðrum. Það var þegar Færeyingar stöðvuðu siglingu með eiturefni sem átti að sökkva i norðurhöf. Taldi hann óliklegt að aðrar þjóðir hefðu sýnt samskon- ar stórhug og Færeyingar sýndu þá. Annar tslendingur gat þess að gestgjafi sinn hefði skotið þeirri hugmynd aðsér þá um daginn, að Kópavogur og Klaksvik ættu að koma á skipti-kynningum ung- menna millum bæjanna. Þó að þessum ræðum séu gerð sérstök skil hér, er það ekki af þvi að þær væru svo mikið öðrum ræðum merkari, heldur af þeim sökum þess að þessum málum er ástæða til að koma á framfæri viðar en i veizlusölum. A meðan að setið var undir borðum voru afhent verðlaun fyr- ir tvimenningskeppnina kvöldið áður. Þrem tslendingum sem staddir voru i Klaksvik var boðið til skilnaðarhófsins. Það voru þau Axel Jónsson bæjarfuiltrúi i Kópavogi og kona hans Guðrún Gisladóttir, sem þar voru á ferð á eigin erindum, og Sölvi Óskars- son, hann er knattspyrnuþjálfari Klaksvikur i sumar. Rétt um klukkan 12 var staðið upp frá borðum, siðan var stig- inn dans til klukkan rúmlega 4 um morguninn. Mikið fjör var i dans- inum, voru þar dansaðir Fær- eyskir dansar og algengir, aðal- lega „gömludansarnir”. Það gat ekki orðið um langan svefn að ræða hjá tslendingunum þegar þeir héldu af Skilnaðarhóf- inu i Klaksvikar-Klub á fimmta timanum á fimmtudagsmorgun- inn 8. júni, þvi klukkan 8 áttu þeir að vera mættir við strandferða- bátinn Prebe sem flytja skyldi þá til Þórshafnar. Þegar einn tslendingurinn kom heim á herbergi eftir dans og drykkju um nóttina hripaði hann niður á blað þessi orð (eftir þvi sem lesið varð úr skriftinni) „Kveðja nú Klaksvik / Kópa- vogsbúar / aldnir sem ungir / ts- lendingar / Hyggja á heimferð / hressir i lundu 7 vikja frá vegleg- um / veizluföngum. Máttugar margar / munu geymast / myndir i minni / manna og kvenna / úr Færeyjaför / Frónbúanna / gleði gjafar / frá góðvinafundum”. Og klukkan átta var tslend- ingahópurinn mættur við skips- hlið ásamt flestum gestgjöfum okkar i Klaksvik. Það var með söknuði, en marg-efldum þakk- Framhald á bls. 11. „Alls staðar frá verður beðið um skóla”. Myndin er af Miðskólanum f Kiaksvik. verið mesti veiðistaðurinn um allar eyjarnar; þar hafa samtals veiðst 33.212 grindurj sem er þriðjungur af allri grindaveiði Færeyinga. Elztu heimildir um byggð i Klaksvik telja að hún hafi verið fjögur bændabýli, Bónda-garðar, Vágur, Mykjanoyri, Uppsalir og Gerðar. Litlar sem engar breyt- ingar hafa orðið á þessu um aldir, eða allt fram um 1800. Þessi bændabýli urðu að vera sjálfum sér nóg til lifsviðurværis svo sem allsstaðar annarstaðar i Færeyj- um. Fyrsta stórbreytingin sem varð kom á um 1830, þegar ein deild einokunarverzlunarinnar var sett á stofn i Klaksvik. En aðalbreyt- ingin varð eftir 1856 þegar verzl- unin var gefin frjáls. Fyrsti visir að sjálfstjórn Klaksvikar kom um 1850 þegar allar Norðoyar voru gerðar að einu fátækra-framfærsluhéraði. Fyrsti fundur framfærslu- nefndar var haldinn að Viðareiði i júli 1855. Næsti fundur var hald- inn i Klaksvik siðla árs 1855. Nefndarfundirnir voru ýmist haldnir á Viðareiði eða i Klaksvik á næstu árum. hafnarskilyrði voru góð i Klaks- vik, þá var það ekki fyrr en árið 1910 sem Klaksvikarhöfn fékk raunveruleg hafnarréttindi, það er leyfi fyrir vetrarlægi skipa. [ Frá 1910 til 1923 fjölgaði þilfars- i skipum frá Klaksvik upp i 21 skip. Aukningin var ekki eingöngu af þvi að Klaksvikingar kaupi skip, heldur allt að einu vegna þess að útgerðin flyzt frá öðrum stöðum i Norðoyum til Klaksvikur. Frá þvi 1923 hefur skipum ekki fjölgað mjög ört i Klaksvik, en smálestatalið hefur margfaldazt. Arið 1917 samþykkti bæjar- i stjórn Klaksvikar að hefja undir búning að vatnsvirkjun til raf- i magnsframleiðslu. 1918 var kostnaðaráætlun fyrir rafvirkj- unina tilbúin. Úr framkvæmdum varð þó ekki. Árið eftir, 1919,var rætt um virkjun á Streymoy eða Eysturoy, með byggingu stöðvar i Vestmanna eða á Eiði. Klaksvikingar sóttu um að komast i það virkjunarsamband. Ekkert varð úr þessum fram- kvæmdum. Þá sneru Klaksvikingar sér aft- ur að þvi að byggja eigin rafstöð, en mörg ljón voru þar á vegi, sem ryðja þurfti á braut. Enda leið svo Klaksvík. A þriðjudaginn höfðum við Is- lendingarnir enga fyrirfram mótaða áætlun, fyrr en klukkan 7 um kvöldið, þá var spilaður tvi- menningur og verðlaun veitt fyr- ir bezta árangur. Veður þann dag var það bezta sem við höfðum fengið i' Færeyj- um, flestir munu þvi hafa notað daginn til þess að lita betur yfir Klaksvik og næsta nágrenni. Ég notaði þriðjudaginn að mestu til þess að fræðast um Klaksvik; þar naut ég góðs stuðn- ings gestgjafa mins sagnfræð- ingsins Robert Joenssen. Auk þess sem Robert sagði mér marg- an fróðleik, léði hann mér til lestrar ritverk bæði sin og annara um Færeyjar. Arið 1968 átti Klaksvik 60 ára afmæli sem kaupstaður, á þvi ári var gefið út rit, Klaksvik 1908 til 1968, saga staðarins i stuttu máli. t þetta rit sæki ég nokkurn fróð- leik sem ég mun nú á eftir endur- segja á islenzku máli, en þar verður þó ekki um beina þýðingu að ræða, aðeins gripið niður á stangli: Engar heimildir eru til um elztu byggð i Klaksvik eða hvenær þar var hafin búseta, en þó er vist að byggðin er all-gömul. (Uppgröftur sem nú stendur yf- ir á gömlum rustum við Borð- oyarvik, getur ef til vill varpað kastljósi á elztu byggð þar. ÞS.) Klaksvik hefur frá þvi fyrst var farið að halda skýrslur um Grindadráp i Færeyjum árið 1584 Sveitarstjórnarlögin sem nú eru i gildi i Færeyjum eru frá 1872. Allar Norðoyar urðu þá eitt sveitarstjórnarfélag, einn maður var i sveitarstjórn fyrir hverja kirkjusókn, en þær voru 7, að auki voru tveir fyrir prestakallið, en þeir voru presturinn á Viðareiði Og sýslumaðurinn sem sat i Klaksvik. Eins og samgöngum var þá háttað á Norðoyum var Viðareiði hagkvæmasti fundarstaðurinn, enda voru fundir sveitarstjórnar upprunalega haldnir i Önagerði á Viðareiði, seinna voru fundirnir haldnir' ýmist á Viðareiði eða i Klaksvik. Þann 1. októkber 1908 varð sú breyting á sveitarstjórnarmálum i Norðoyum, að Klaksvik var gerð að sjálfstæðu sveitarfélagi, henni fylgdu byggðirnar: Skálatoftir (nú i eyði), Strönd, Ánirnar, Arnafjord og Oyrar. Þá voru ibú- ar 700. Arið 1908 voru 8 þilfarsbátar, (skútur) skráðir i Norðoyum: Jubilæ og King Arthur frá Nordepil, Warden frá Hvanna- sund, Marianna frá Húsum, Waldero frá Kunoy, Queen frá Viðareiði, Borðoy og Viðoy frá Klaksvik. Þó tvær skútur væru skráðar frá Klaksvik, var þó að- eins ein Borðoy, sem Óli i Skúla og Jógvan við Srein áttu raun- verulega frá Klaksvik. Viðoy var að mestu eign Magnúsar á Viðar- eiði. Þó ótrúlegt megi teljast, eins og „AÐ ÞEKKJA ÞAÐ SEM

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.