Þjóðviljinn - 18.07.1972, Side 7

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Side 7
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 18. júli. 1972 Þriöjudagur. 18. júlil 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7. *-.V; A D[þtréGðflD[þD3®® Erlendar fréttir Dave Bedford hljóp 10 km hlaup á 27.52,8 á laugardag og er það bezti tími í ár. Hann var nýbúinn að bæta eigið Evrópumet í 5000 m hlaupi, hljóp á 13.17.2. Christos Papnikolaou, fyrrverandi heimsmethafi í stangar- stökk, stökk 5.20 á móti i Hollandi á laugardag. Ol-meistarinn Mohammed Gamoudi hljóp 5000 m á 13.45.0 í Rostock á laugardaginn Ágolfmóti Norðurlanda rak isíar.u lesíiná einsog búízt hafði verið við. Svíþjóð sigraði með 1068 höggum en island þurfti 1192 högg. Finnland og Sovéfrikin háðu landsleik í knattspyrnu á sunnu- dag er lyktaði 1:1. Sovétrikin höfðu yfir i hálfleik, 1:0. Norðmenn og A-Þjóðverjar léku landsleik í handknattleik á sunnudag. A-Þjóðverjar unnu 17:10, en staðan var 8:4 í hálf- leik. í fyrri lei&num á föstudag unnu A-Þjóðverjar 14:22. í leiknum á sunnudag sýndi Þjóðverjinn Ganschow stjörnuleik, skoraði 9 mörk. Hil <* ** X " , , >/ ’ - ... ■ - , \ *»*' ' >*'%. 4t#****mgx Slöngin og inn! Svona óskamörk koma ekki á nverjum degi. Eyleifur er undir hamingjuteiknum i knattspyrnunni þessa dagana. ;Æ”' i - l: ./ * v * 1 /.'t'i. , % \hí . ^ ^ || ' i"*' •■- | " '■*» r- *í V ^ if ■«*..■ - f-K, *- ■ # • ., **» * **• * *r «■ - * • »■ ' •. a IA — Valur \j j x 1 J 1 r 3C 3 gegn o V alur auoyeld brao slöppu í A-liði Það var rislág knattspyrna sem sást uppi á Akranesi s.l. sunnudag, þegar ÍA og Valur leiddu þar saman hesta sina. Að þetta væru tvö lið, sem eru ofarlega i 1. deild, var ekki að sjá. Eitthvert áhugaleysi virtist hrjá Valsliöið, eða var það kannski vonleysi? Ekki var til heil brú i leik liösins, hvorki i vörn né sókn. Kom það að engu haldi þótt Bergsveinn Alfonsson berðist eins og ljón mestallan leikinn, hinir liðsmennirnir forðust eins og heitan eldinn að gera nokkuð af viti. Helzt var, að Ingi Björn reyndi að taka spretti, svona á köflum. Jóhannes Eðvaldsson var þungur og svifaseinn og auðveld bráð fyrir hina miklu sneggri Skagamenn. Hafði ég haldið að hann myndi sýna aðra og betri knattspyrnu eftir Suður-Afriku- dvöl sina. Hverju sem um er að kenna var allt i molum hjá Valsliðinu, og „Strákar, blessaöir passiöi þennan mann”, kallaöi einhver Valsmaðurinn og átti þar viö hinn bráölipra og skemmtilega spiiara, Karl Þórðarson hjá ÍA. gátu Skagamenn leikið sér að vild innan um varnarmenn þeirra. Sé það svo, að með hvarfi eins stjörnuleikmanns úr liði hverfi baráttuviljinn, er það starf þjálfarans að stappa i leikmenn stáli, en ekki að hverfa af leikvelli áður en leikur er flautaður af. Ég vissi fyrir að Hermann Gunnars- son er mikilvægur leikmaður fyrir Valsliðið, en sé hann svona mikilvægur, að allt fari i handar- skolum ef hann er ekki með, þá er hann stærri ás, en ég hafði gert ráð fyrir. Skagamenn áttu lélegan leik miðað við þeirra raunverulegu getu, en voru þó klassa fyrir ofan Valsliðið. Hefði mátt ætla að þeir kæmu grimmari til leiks i seinni hálfleik, þegar mótstaða and- stæðinganna var svona litil. Þvi var samt ekki að heilsa. t leik, sem þeir hefðu allt eins vel getað unnið með 8 mörkum gegn engu, létu þeir sér nægja að sigra 3—0. Að visu var völlurinn blautur og þungur, en það hlýtur að koma niður á báðum liðunum. Þvi held ég mér við það, sem ég hef áður sagt, að knattspyrnulega séð var leikurinn afar lélegur. Upphaf leiksins einkenndist af þófi á báða bóga. Var eins og leik- menn væru að þreifa fyrir sér um getu andstæðinganna. A 12. min. tóku Skagamenn af skarið og pressuðu stift á Valsmarkið. Úr þessari pressu skoraði svo Teitur Þðrðarson með snöggu skoti. Staðan 1—0 fyrir 1A. A 20. min. kom fyrir eitt af þeim ieiðinlegu atvikum, se.m dómar- inn Rafn Hjaltalin sá ekki, þ.e. að brotið var á leikmanni. Þessi atvik urðu æði mörg i þessum leik. Ingi Björn fær góða sendingu fram völlinn, og ætlaði að skjótast á milli tveggja varnarmannalA, vel inn i vitateig þeirra. Þar sem In^i virtist ætla að ná knettinum, tóku varnarmennirnir það ráð að klemma hann á rnilli sin og skella honum svo i völlinn. Víta- spyrnudómur hefði okki verið of harður i þess’ú 'tilviki. En dómari sá ekkert athugavert við brotið og lét leikinn halda áfram. Sigurður Dagsson er mjög nálægt þvi aö verja vitaspyrnuna sem Eyleifur framkvæmdi. örin sýnir hvar boltinn er. Rafn Hjaltaiin, dómari, fylgist spenntur meö. Myndir SJ. Fleiri urðu mörkin ekki i þessum leik og var IA vel að sigrinum komið. Hjá Val var ekki hægt að tala um að einn leikmaður væri öðrum betri, nema ef vera skyldi Berg- sveinn Alfonsson. Hann var si- vinnandi allan Ieikinn. Sigurði Dagssyni er ekki hægt að kenna um mörkin, vörnin var það léleg. Myndi ég þvi telja þá tvo, ásamt Þóri Jónssyni, beztu menn Vals. Hjá IA var Eyleifur beztur. Einnig var mjög gaman að sjá til- þrif Karls Þórðarsonar, en hann er mjög leikinn með knöttinn, þó svo að hörkuna hafi hann ekki, enda óharðnaður ung- lingur. Hörður Jóhannesson komst lika mjög vel frá leiknum, að ógleymdum markverðinum Herði Helgasyni, sem varði vel. Máske gefur einvaldurinn honum tækifæri á að komast i landsliðs- hópinn, þá er hann verður þreyttur á varamarkverði sinum. f.k. Á 39. min. er Teitur einn fyrir opnu markinu, en skaut i þverslá. Knötturinn hrökk aftur út á völlinn, og aftur er skotið, en Valsmenn bjarga á marklinu. Á 45. min. einlék Eyleifur i gegnum Valsvörnina og skoraði óverjandi i stöng og inn. Staðan orðin 2—0 fyrir IA. 1 leikhléi breytti Óli Jóns, þjálfari, liði Vals þannig, að hann tók Ingvar Elisson út af, en inná kom Þórir Jónsson. Um tima virtist þessi skipting hleypa nýju blóði i Valsliðið, en þegar á átti að herða, rann allt út i sandinn. ÁI3. min. seinni hálfleiks fékk Jóhannes Eðvaldsson knöttinn fyrir opnu marki, en þar sem eitthvað er ábótavant við tækni hans, tókst honum að klúðra tæki- færinu. Á 30. min. sækja Skagamenn stift, og Eyleifur gefur á Teit, sem vippaði knettinum skemmti- lega yfir markið. Minútu seinna komast Skaga- menn aftur i sókn, en Herði Jóh. - syni er brugðið illilega inni i miðjum vitateig Vals. Dómarinn dæmdi réttilega vitaspyrnu. Eyleifur framkvæmdi spyrnuna og skoraði örugglega. Staðan orðin 3—0 fyrir IA. Mikill er máttur útvarpsins! Þessi maður er að horfa á leik Akur- nesinga og Vals og fylgist um leið meö lýsingu Jóns Ásgeirssonar, sem var lokaöur inni i miklum vörubil rétt hjá. Við erum siöur en svo að gera grin aö þessum hciöursmanni: hann liefur eflaust langað að frétta af ieik Fram og ÍBK scm fór fram á saina tima, og svo var það Fischer og Spasski....Það er ekki svo Iitiö lagt á fóik þessa dagana. Landsleikur í kvöld kl. 8 I kvöld kl. 20.00 fer f ram landsleikur i handknattleik milli íslands og Banda- rikjanna. Veröur leikurinn háöur í iþróttahúsinu i Hafnarfiröi. Búiðer að velja islenzka landsliðið sem leikur. Markverðir: Hjalti Einarsson FH ólafur Bene- diktsson Val. Aðrir leikmenn eru: Gisli Blöndal Val. Geir Hallsteinsson FH, Einar Magnússon Viking, Sigfús Gunnarsson, Agúst Ogmundsson Val, Jón Hjaltalin Magnússon Viking, Björgvin Björgvinsson Fram, Stefán Gunnarsson Val, Sigurður Einarsson Fram og Ólafur H. Jónsson Val. Er þetta fyrri landsleikurinn af tveim, sem háður verður i þessari Evrópuferð bandariska landsliðsins. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld kl. 20.00 á sama stað. Akureyri — Haukar 3:1 i 2. deild gerðist þaö helzt um helgina aö Akureyringar unnu Hauka 3:1 á Akureyri, en vesturá isafirði unnu FH- isfirðinga með 5:1. í 3. deild hefur Viöir forystu í A-riðli, unnu Stjörnuna 1:0 á föstudag. Víkingur 1:0 Leik Víkings og Breiöabliks í gær- kvöldi lauk 1:0 fyrir Breiðablik. Lánleysið elti Viking einsog vana- lega — sérstaklega í markaskotum. Þór Hinriksson skoraði fyrir Breiða- blik á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. Elías Guðmundsson Norðurlandameistari Elías Guðmundsson KR varð fyrstur i 100 metra bringu sundi á Norður- landameistaramóti unglinga í Árhus á 1.14.5. Þá varð hann nr. 3 í 200 m. bringu- sundi. Fram vann IBK 3:2 áfram Fram heldur sigurgöngunni Þá eru línurnar farnar aö skýrast i 1. deild, eða alla- vega virðist Fram vera komið með sterka stöðu. IBK, er virtist vera orðið aðalkeppninautur Fram, varð þeim engin hindrun, er á reyndi. I leik liðanna, er fram fór á Keflavikur- velli s.l. sunnudag, sigraði Fram 3 - 2. Var sá sigur i alla staði verðskuldaður. Höfðu leikmenn Fram yfir- burði á öllum sviðum, nema i ruddaskap og gróf- um leik: þar stóðu Kefl- víkingar sig af stakri prýði. Hvaða hugsun er i leikmönnum eins og Einari Gunnarssyni, þegar hann tekur að elta Elmar Geirsson eins og dýr, sem nýbúið er að gefa út veiðileyfi á, og um að gera sé að koma þvi fyrir kattarnef á stundinni, þvi hærri verði veiðilaunin. Eflaust hefur Einar talið, að veiðilaunin yrðu öllu meiri en sigur i þessum eina leik, jafnvel sigur i deildinni. Þegar menn taka að sér hið ógeð- fellda hlutverk i knattspyrnuleik að reyna að koma hættulegum andstæðingi úr leik, með öllum tiltækum ráðum, þ.e. að hlaupa aftan á hæla honum, sparka i leggina, jafnvel að slá með hnef- um, veröur það að gerast meö meiri „leynd”. Einar sýndi sig beran að þvi að elta Elmar um allan völlinn i þessum tilgangi. Knötturinn var aukaatriði, enda oftast viðs fjarri þegar Einar veittist að Elmari. „Betur” hefði þetta litið út, ef slys hefði borið að, ef Einar hefði framkvæmt þessar „árásir” sinar þá er Elmar sótti aö hon- um; allavega hefðu aðgerðirnar verið „réttlætanlegri”. Hið grófa spil þeirra IBK- manna hleypti illu blóði i Framara og var oft á tiðum á nippinu aö upp úr syði, en dómara leiksins, Ola Ólsen, tókst þó að varna slagsmálum, og slapp hann furðu vel frá þessum erfiða leik. I heild var leikurinn fremur daufur, en þó komu einstaka skemmtilegir sprettir, er lyftu honum upp úr meðalmennskunni. I fyrri hálfleik áttu Framarar mun meira i leiknum, enda ákveðnari i sóknaraðgerðum sin- um. I seinni hálfleik hristu Kefl- vikingar aðeins af sér slenið, og er Magnús Torfason kom inná, fór að vakna smávon um að þeim tækist að ná i annaö stigið, jafnvel bæði. Leikur þeirra þá var allur annar og betri en áður, en Fram- liðið með daufasta móti. P'yrst Þorsteinn Ólafsson vara- markvörður ÍBK er nógu góður fyrir landsliðið, væri reynandi að nota hann i eins og einum leik með IBK, og leyfa hinum fjöl- mörgu aðdáendum liðsins að sjá hann. Eitthvað hlýtur hann að hafa sér til ágætis, fyrst hann er valinn i landsliðið. Máske hefði hann getað unnið sigur fyrir IBK i þessum leik, hver veit? Frá sjónarhóli blm. litur leikurinn þannig út, ef beztu tæki- færin eru upp talin: Á 10. min. bjargaði Þorbergur vel, lúmsku skoti, og fór knötturinn út fyrir endamörk. Á 15. min. myndaðist þvaga upp við mark ÍBK, og er Sigurbergur þar kominn með góðan skalla- bolta sem markvörðurinn réð ekki við. Staðan 1-0 fyrir Fram. Á 22. min. varði Þorbergur gott skot Astráðs af um 35 m. færi. Á 35. min. tekur Eggert Stein- grimsson aukaspyrnu, sem Erlendur Magnússon afgreiðir með góðu skoti niðri i fjærhornið. Staöán orðin 2-0 fyrir Fram. Rétt fyrir lok hálfleiksins á svo Ólafur Júliusson gott skot á mark Fram, en Þorbergur varði. A 5. min. i seinni hálfleik leikur Karl Hermannsson skemmtilega upp og gefur á Steinar Jóhanns- son sem skaut, en Þorbergur var vel á veröi og varði. Á 20. min. er Steinar einn fyrir opnu marki, en spyrnir framhjá. Á 20. min. varð Elmar Geirsson að yfirgefa völlinn. A 28. min. gaf Ólafur Júl. vel fyrir, og Grétar Magnúss. sem hafði fylgt vel eftir skutlar sér fram og skallar i mark. Staðan orðin 2-1 fyrir Framm. Þegar um það bil 12 min, voru eftir af leik varð Erlendur Magnússon aö yfirgefa völlinn, en Jón Péturss. kom inná. Á 40. min. skorar Steinar l'yrir tBK. Hafði myndazt þvaga lyrir lraman mark Fram, en Steinar fékk knöttinn og var ekki seinn að afgreiða hann i netiö. Staðan orðin 2-2. A 42. min. ættlaði Gunnar að gefa vel fyrir mark IBK, en knötturinn sveif yfir markvörðinn og i mark. Staðan orðin 3-2 fyrir Fram, og þannig endaði leik- urinn. Leikmenn ÍBK léku mjög grófa knattspyrnu, og virtust þeir vera innslilllir á að leika af hörku. Var svo komið að Framarar voru farnir að taka upp á sömu vit- leysunni, og er slik knattspyrna litið fyrir augað. Beztu menn ÍBK voru þeir Steinar Jóhannsson og Magnús Torfason. Einnig var Guðni Kjartansson sæmilegur á köflum, ásamt Ólafi Júliussyni. Hjá Fram voru beztir Þor- bergur Atlason, Baldur Scheving og Eggert Steingrimsson ásamt Marteini Geirssyni. a.j. p i: ImbmmmmmiP ! :i i 1 rnmmmrrTÁ 1 f, j Náði OL-lágmarki Á lyftingamóti Ármanns er fram fór nú fyrir helgina, setti Óskar Sigur- pálsson Á. nýtt Islandsmet i samanlögöu. Reyndar uröu metin tvö, þar sem hann bætti eldra metið i pressu um 2,5 kg. Er met Óskars i þungavigt all- gott á erlendan mælikvarða, enda Óskar i góðri æfingu. Haldi hann áfram að taka slikum framförum fram að Ólympiuleikum, er ekki að efa að hann verður i fremstu röð þar. Árangur Óskars i samanlögðu, er jafn alþjóða-ólympiulág- markinu. Þar sem ekki þarf að ná þvi lágmarki nema einu sinni, er Óskar annar islenzki lyftinga- maðurinn sem þvi nær; hinn er Guðmundur Sigurðsson Á. Seria Óskars var: Pressa. 175 kg. Snörun. 120 kg. Jafnhöttun. 180 kg. Samanlagt. 475 kg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.