Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Síða 9
Þriftjudaeur 18. júlí 1972 ÞJOÐVILJINN — SÉÐA 9. EFTIR ART BUCHWALD Art Buchwald fjallar hér á sinn hátt um það tiltæki Bandarikja- manna að taka rigning- una inn i hernaðaráætl- anir sinar. MANNAVERK OG DROTTINS KRÉTTIR um þaö að Banda- rikin hafi meö leynd sáö i ský i Vietnam til aö auka regn og hafa eftirlit með úrkomu i hernaöartilgangi hafa áhrif sem spanna miklu viðara svæði en styrjöldina i Viet- nam. Til dæmis býöur þetta upp á alveg nýjar viddir i hernaöar- rekstri og gæti aukið mjög á alls konar erfiöleika sem Genfarsamþykktir og SALT- viðræður hafa ekki gert ráö fyrir. Ég arkaði niður i Pentagon til aö komast aö þvi hvað þetta ætti allt saman aö þýða. Eng- inn reyndist fús til að tala um hæfni Bandarikjanna til regn- sköpunar nema vinur minn Orlando. Hann tók upp ein- dregna vörn fyrir þetta til- ræki. ÉG HELD það sé ekkert rangt við að hella vatni á andstæð- inginn. Árum saman höfum við látið sprengjum rigna yfir þá, og það kom fyrir ekki. Þess vegna höfum við nú á- kveðiö aö láta rigna regni. Ef að við getum att þeim út i eðju þá getum við unnið striðið. — En hvað um alþjóðlegar afleiðingar af þvi að bombardéra fólk meö rign- ingu'? Hljóta ekki bæði Rússar og Kinverjar að eiga rigning- arvélar sem þeir gætu notað gegn okkur? spurði ég. — Við erum ekki að láta rigna yfir Kinverja og Sovét- menn. Við erum aöeins að láta rigna gegn Norður-Vietnöm- um. Þetta vita þeir mætavel bæði i Moskvu og Peking. — En það gæti rignt á rúss- nesk skip og kinverska ráð- gjafa i Vietnam. - Við notum Smartar rign- ingarsprengjur, sagði Or- lando. Þær eru þannig stilltar að þær hitta aðeins hernaöar- leg skotmörk. Við höfum las- ergeisla sem miðað er á skot- markið og siöan er rigningin sett af stað. Það er hugsanlegt að einstaka óbreyttur borgari verði fyrir rigningunni, en við gerum allt sem við getum til þess að engir óbreyttir borg- arar blotni. — Eitthvað er nú ekki i lagi við þetta, Orlando, sagöi ég, Mér finnst að það sé mjög al- varlegur hlutur að láta rigna i striði. VIDLURÐU ekki heldur að við helltum rigningu yfir and- stæðinginn en sprengjum? spurði hann. — Þið hafið kastað bæði sprengjum og rigningu, svar- aði ég i mótmælaskyni. — Næstu spurningu, sagði Orlando reiður — Gerum nú ráð fyrir þvi, að Rússar ákveði að sá i ský yfir Bandarikin. Mundum við telja að hér væri um hernað- araðgerð að ræða'? Rússar mundu ekki þora þvi, vegna þess að við gætum sáð i ský yfir Sibiriu. Við gæt- um sett allt undir vatn allt frá Vladivostok til Svarta hafsins. Þeir vita það. — .Jæja segðu mér þá ann- að. Þetta ár hefur verið eitt- hvert versta rigningarár i sögu Bandarik jamanna Og það er einmitt á þessu sama ári, að við erum að búa til rigningu yfir Indókina. Er það hugsanlegt. að einhverjar af flugvélum hersins hal'i verið að æfa sig á okkur'? ÞAÐ ER FRÁLEITT, sagði Orlando. Æl'ingaflugvélar okkar hafa aldrei sagt það skýrt og skorinort að Penla- gon ber ekki ábyrgð á neinu af þeirri rigningu sem við höfum orðið fyrir i Bandarikjunum. — Gerum nú ráð fyrir þvi, að einhver annar hali vericS að sá i skýin til dæmis Frakka'r eða Kanadamenn. Hvað gad- um við gert við þvi'? Við hiifum engar upplýs- ingar sem bendi til þess að er- lend riki standi að baki úr- komunni i ár. Hver einasta rigningarskúr á þessu ári hef- ur veriö prófuð og reyndist vera verk Drottins. Og i Indókina'? i lndókina er rigningin verk bandariska þingsins. Verk bandariskra þings- ins'? Auðvitað, asninn þinn, Lestu bara samþykktina um Tonkinflóa! Verðir múranna klæddir i strigapoka: Jerúsalem er ekkert hóruhús. jafnvel hótað þvi að svipta sig lifi við búðardyr. Máli þessu er enn ekki lokiö — en Veröir múranna hafa og haft við orð, — enda þótt Maó fékk sjö varaforseta MIAMI 14/7 Vlða leynast kommúnistar nú orðið — eða þá að fulltrúar á þingi Demó- krata voru dasaðir orðnir i gærkvöldi. Svo mikið er vist, þeir telji sig frá bitna valdbeit- ingu — að réttast væri að koma góðri sprengju fyrir i lastabæli borgara Bregeimans. atkvæði til að stungið var upp á Maó Tse- tung sem varaforsetaefni Demókrata á fundi i gær og bókaði kjörnefnd sjö atkvæði honum til stuðnings. Ilún var bara gæs... r iinandi gæsir og sameinaður markaður akkúrat eins mikiö fæðumagn og þa-r hiifðu löngun til, burtséð Irá þvi hvorl húsbændum þeirra ka-mi það vel eða illa. En ga'sir eru eins og við vitum undirmálsverur i samfélaginu og verða að vera það, ekki si/.t ef við hiifum i huga sameiginlegan markað og frjálsa Evrópu. Þvi var það að gæsaeigendurnir i Mondo Gane gripu til þess ráös að keyra trekt niður i ga'saháls ana. Og i gegn um trektina lengu ga'sirnar aukaskammt daglega, þannigað þær fitnuðu sem mesl á sem skemmstum tima. Ekki rek ur mig minni til þess, að gæsirnur hafi verið inntar eftir þvi hvað þeim lannst um aukaskammtinn, en þó þa-r hefðu veriö spurðar hyfiS ég að þa-r hefðu haft fátt við fa-ðuna að athuga. Ilver og ein ga-s fékk nelnilega nákvæmlega það sama og hin. Gæsaeigendurn- ir tóku málefnalega afstiiðu til viðfangsefnis sins. OG GÆSIRNAR fitnuðu og fitn uðu. Sumar eflaust á móti vilja sinum, aðrar ekki. Og þær sem voru ósáttar við spikaða tilveruna hafa eflaust smám saman sætt sig við orðinn hlut þvi alltaf varð minna og minna rúm fyrir litla gæsaheilann. Og eftir nokkrar vikur með trektina i hálsinum urðu gæsirnar þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast af eigin raun frjálsri Evrópu og þó einkum og fyrst og fremst frjálsum markaöi. Þær höfðu náð þeim þroska, á lág- marks tima vel að merkja, sem þykir æskilegur fyrir gæsir sem eiga að kynnast sameiginlegum markaði. Af gæsunum i Mondo Cane varð svo ekki lengri saga. En húsbændurnir þrifust áfram og fitnuðu án þess að þurfa aö kynnast sameiginlegum markaði af eigin raun, sennilega vegna þess sem kallaö er á viðskipta- máli „vöntun á eftirspurn". En hverju má það sæta að slik- ar verða hugsanir manna á alvar- legum timum Efnahagsbanda- lags og Morgunblaðs'? Sennilega er þvi vandsvarað. En einn lær- dóm getum við þó dregið af gæsa- sögunni úr Mondo Cane, svona til þess að allt sé þetta ekki til einsk- is gert. Einn aðilinn var stórlega afskiptur. Gæsin fitnaði og hús- bóndinn fitnaði, en trektin var sama trektin er henni var stungið Framhald á bls. 11. ÞAD KR ANNARS stórmerki legt hvað manni gelur dottið i hug, og sér i lagi er þó stórmerki- legt hvað hugsanir manns geta orðið fjarri þvi að vera i tengslum við liðandi stund. Nú þegar við ís- lcndingar ættum að bcina hugan- um að frjálsri Evrópu og fylgjast með vakandi áhuga Morgun- blaðsins á Kfnahagsbanalaginu i lilcfni komandi samninga, þá má það heita furðuleg léttúð að leiða hugann að öðru. En einu sinni var mynd sem hct Mondo Cane og sýndi eitt litið af skrýtilegheitum sitt úr hverju heimshorni. Þar gat að lita staðl- aðar gæsir fyrir samciginlegan markað; gæsir sem vildu éta Herör gegn Sódómu og Gómorru Fyrir nokkru gerðust þau tíðindi i Jerúsalem, að slyngur kaupahéðinn frá Tel Aviv setti á fót fyrstu klámvörubúðina i hinni helgu borg. Eins og við mátti búast var þvi ekki tekið með þögn og þolinmæði af þeim Gyðingum sem alvar- legast taka bibliusöguna um Sódóma og Gó- morra. Zwi Bregelmann heitir kaup- maöur sá sem stóð fyrir þessari verzlun. Hann hafði áður komið á fót kynæsingabúð i Tel Aviv, eftir nokkurt stapp við yfirvöld að visu, en handverk sitt lærði hann i Vestur-Þýzkalandi. Allt gekk nokkuö árekstralaust þar til rétttrúaðir Gyðingar úr sértrúarsöfnuðinum Naturei Karta (Verðir múranna) komu i spilið. Hér er um að ræða söfnuð 3000 strangtrúarmanna, sem búa i hverfinu Mea Shearim og lifa i flestu á miðaldavisu. Þeir neita að gegna herþjónustu og greiða skatta, og neita aö nota hebre^ku utan samkunduhúsanna. Þeir grýta þá sem rjúfa helgi sabbats- dagsins og heimsækja ekki einu- sinni helgasta dóm Gyðinga, Grátmúrinn, vegna þess aö ,,hann er óhreinn orðinn af þvi að hann var tekinn með valdbeit- ingu". Þessir menn skáru upp herör gegn sexinu. Þvi þeir telja að ..Jerúsalem sé ekki hóruhús” og aö ..losti sé hættulegri en stór- skotaliö Husseins konungs var”. Fóru heittrúarmenn að mið- stöðvum lostans, klæddir i sekk, og höfðu stráð ösku i höfuð sér. Héldu þeir þar vörð lengi og hafa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.