Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.07.1972, Qupperneq 11
F ærey j arr abb Framhald af 5. siðu. lætis huga að við kvöddum Klaksvik og Klaksvikinga. Strandferðabáturinn Prebe seig frá bryggjunni, höndum var veifað og kveðjuorð sögð, en Prebe jók ferð og sigldi til Þórs- hafnar i bliðviðri vorsins. Þangað var komið um klukkan 10. Á bryggjunni i Þórshöfn beið bilafloti tilbúinn að flytja okkur til Kirkjubæjar (Kirkjuböur) i boði Færeyska rikiskassans. Eftir að hafa komið farangri okk- ar i geymslu i hafnarhúsinu var sezt i bilana og haldið til Kirkju- bæjar. Frá Kirkjubæ og komunni þangað verður sagt i öðrum þætti, en að endaðri för þangað var staðnæmzt við Hótel Þórshöfn þar sem beið okkar hádegisverður. Að loknum hádegisverði i Þórs- höfn var boðsför okkar til Fær- eyja lokið. Frá þvi við gengum út af tollstöðinni i Vagar á fimmtu- dagskvöldið 1. júni og þar til að loknum hádegisverði i Þórshöfn 8.júní, var öll okkar dvöl, ferðir og skemmtanir i Færeyjum okkur að kostnaðarlausu. Það má með sanni segja með veru okkar i Færeyjum þennan tima, væri ein samfelld veizla. Veðri var þannig farið á fimmtudaginn, að um morguninn þegar við fórum frá Klaksvik var logn og bliða;sama veðurlag hélzt þar til við komum að Kirkjubæ, þá fór að með storm og rigningu, þó var sæmilegt i Kirkjubæ. Eftir hádegið þyngdi storm og regn. Það varð þvi minna um skoðun okkar i i Þórshöfn en æskilegt hefði verið, þær þrjár klukku- stundir sem við höfðum þar til umráða. Rétt fyrir klukkan 5 var haldið af stað frá Þórshöfn til Vagarflugv. Eklð var til Vest- manna á Streymoy, þar var tekin ferja til Eyrarvjóv á Vagoy, þá aftur sezt i bila sem skiluðu okkur á flugvöllinn á Vagoy, rétt fyrir klukkan 7, sem var ákvarðaður burtfarartimi Fokker Friendership vélarinnar til ís- lands. Svo sem áður segir dróst burt- för flugvélarinnar frá Vagar- flugvelli mjög úr hömlu, það var ekki fyrr en um klukkan 10.30 að flugvélin hafði sig á loft til ts- landsferðar. Þar með var lokið þessari Færeyjaför Bridge-félaga úr Kópavogi. För sem áreiðan- lega verður ógleymanleg öllum þeim sem tóku þátt i henni. Hér mundu sumir ætla að kæmi amen eftir efninu. En þeir sem svo álita þekkja ekki tillitsleysi mitt við lesendur. Enda eigið þið von á tveim eða þrem púnktum enn. Stóriðja og mengun. Ég gat þess i sambandi við Norðoyar-Stefnuna, að ég mundi siðar i þessu rabbi minu birta ræðu þá sem Steingrim Veihe héraðslæknir i Klaksvik flutti á miðnætursamkomu 3. júni 1972. Ræðan sem fer hér á eftir er öllu frekar i endursögn en þyö- ingu, þó hef ég reynt eftir megni að láta endursögnina sýna sem réttasta mynd af ræðunni. „Góðir fundargestir. Góðir Norðstefnugestir. Það hefur fallið i minn hlut að segja nokkur orð á þessari miðnætursamkomu á Vágstúni. Það getur verið um margt að ræða bæði i gamni og alvöru. En ég býst ekki við þvi að fólk sé i skapi til þess að hlusta á langa ræðu, núna þegar við komum saman á Norð-stefnu til gleði og gamans. Og ég skal vera stuttorð- ur. Það sem einkennir Klaksvik, sem og aðra staði i Færeyjum, er næg atvinna bæði á sjó og landi. Og það að framleiðslan er að mestu leyti nauðsynjavara, bæði fyrir okkar þjóð og aðrar. Þvi miður verður það sama ekki sagt um alla framleiðslu. Það hlýtur að vekja hrylling hjá okkur, þegar við litum til þess sem framleitt er i heiminum i dag — i þeim svonefndu iðnaðarlönd- um. Fræðimenn eru þeirrar skoð- unar, að ef núverandi iðnaðar- framleiðsla — fyri tað mesta ónyttufjas — heldur áfram á sama hátt og veriö hefur verði öllu lifi eytt á jörðinni eftir 30 til 50 ár. Við ausum út i hafið og loft- ið og á jörðina eiturefnum, allt i kring um okkur, efnum sem eyða gróðri og dýrum, og ekki má gleyma manninum. Það er stór vandi á höndum, að stemma stigu fyrir eyðingaröfl- unum, en það verðum við að gera ef ekki á allt að farast, og það get- um við gert. Við spyrjum, hverjir ráða i íeiminum i dag? er það fólkið? ;ða stjórnmálamennirnir?, eða ;ru það stóriðnaðarfyrirtækin? jvarið verið þvi miður stóriðnað- irinn. Stóriðnaðurinn er svo til nnráður um breytingar á sam- 'élaginu og þar með lifskjörum nannsins, án þess almenningur 'ái við neitt ráðið. Ég gæti nefnt fyrirtæki sem nafa svo marga menn i vinnu, að aema mundi öllu verkfæru fólki i Danmörku. Það er áreiðanlegt, að slik fyrirtæki hafa næstum óskorað vald. Ég vil einnig minnast á það, að stóriðnaðarfyrirtæki i Evróðu flytja verkafólk að eigin geðþótta milli vinnustaða, rétt eins og vél- ar eða hráefni. Oft neyðist fólk til að vinna við fyrirtæki sem framleiða nær ein- göngu óþarfa eða skaðl. framl. Þeim sem vinna i slikum fyrir tækjum leyfist ekki að segja meiningu sina um þessi vinnu- brögð. Afleiðingin verður sýking verkafólksins bæði á sál og likama. Hvað verður svo gert við þetta sjúka fólk? Ekkert annað er það, að stækka og stækka heilsu- hælin si og æ, heldur en að breyta verkefnavalinu fólkinu i hag, sem er eina raunhæfa lækninga- aðferðin. Það mætti ræða um EEC, sem er ekkert ennað en samsöfnun á stóriðnaðinum. Ég fer þó ekki frekar út i þá sálma að sinni, þvi ég efast ekki um það, að Færey- ingar vita vel hvað að þeim snýr i þessu máli. Landið okkar er litið, en það er fjölbreytt. Og hér erum við borin til að lifa og starfa. Færeyska náttúran er rik, bæði sjór og land. það eru fá lönd i Evrópu sem eiga svo rika náttúru eins og við. Og það er á okkar ábyrgð að gæta hennarvel. Til þess að rækja það hlutverk sem bezt er eitt nauð- synlegt, að eiga þekkingu á náttúrunni. Að þekkja allt sem lifir og grær i kringum okkur. Og ekki sizt að þekkja sjálft samfélagið, mannlifið. Aður fyrri (i gamla byggða- samfelagnum) vissi fólkið um náttúruna, og samfélagið. Lifs- baráttan, vinnan var svo nátengd náttúrunni, að hver og einn varð að öðlast þessa vissu. En nú er þetta breytt, að mörgu til hins betra, en einnig margt á verri veg. Seinustu árin hefur orðið stöðugur fólksflutningur frá smærri byggðunum i stærri stað- ina. Þó er annað verra, það er að brottflutningurinn úr landi hefur aukizt að mun. Brottflutningur- inn úr landi hefur aukizt svo mjög að fólki hefur fækkað i landinu. Hver orsökin eða orsakirnar eru um það skal ekki rætt. En eitt er vist, að minnkandi samfélag er veikt samfélag. Það á að vera stefnan hjá stýrendum landsins, að finna orsök sjúkdómsins. Ég get ekki komizt hjá þvi, að minnast á færeysk skólamál. Allsstaðar frá verður beðið um skóla. Og landið hefur nóg efni til skólamála. En þvi miður er kennslumálum ekki skipað eftir þvi sem við á i landi okkar. Þó við höfum stóran hóp af velmenntuðu ungu fólki, sem landið hefur kostað til náms. Þetta er verð- mikil vara sem við fáum ekki aft- ur. Nú höfum við fengið þau góðu tiöindi að hér á að reisa sjómannaháskóla, það er stórt framfaraspor. Hér erum við á réttri leið. Tilkoma skólans sem heildar á fyrst og fremst að vera, að kenna okkur aö lifa og vinna i okkar eigin landi. Að kenna okk- ar að þekkja náttúruna bæði til sjós og lands. Að gefa okkur þekkingu á samfélaginu i siöustu merkingu. Góðir gestir. Þetta er aðeins litil samantekt um smátt og siórt. Enn eigum við náttúru sem er rikari og fjölbreyttari en viðast annarsstaðar i heiminum. Og enn er framleiðsla okkar þannig að mestu leyti, að fólkið sem við hana vinnur veit að störf eru ekki til ónýtis unnin, að framleiðsla þess hefur tilgang. Það er ósk min og von, að við Færeyingar enn frekar en hingað tii lærum að notfæra þá riku og fjölbreyttu náttúru sem við eig- um. Og að við beitum öllu okkar afii til þess að verja þetta rikidæmi. Samningur Framhald af bls. 4 Niðurlögð sild 20% 10% Niöursoðin rækja. humar og hörpudiskur 16-20% 0 Fiskimjöl 2% 0 Hvalkjöt 10% 0 Er hér um að ræða flestar sjávarafurðir. sem falla undir EFTA-samninginn en auk þess lækkar tollur á isfiski og frystum hrognum. Þá er þess einnig að gæta. að yrði ekki gerður samn- ingur við Efnahagsbandalagið, myndu innflutningstollar á is- lenzkum sjávarafurðum og iðnaðarvörum smám saman hækka i Bretlandi, Danmörku og Noregi upp i gildandi tolla banda- lagsins. Um framkvæmd samningsins rikir mikil óvissa vegna þess fyr- irvara, sem bandalagið hefur gert varðandi tollfriðindi sjávar- afurða. Af islands hálfu hefúr þvi alltaf verið mótmælt að tengja viðskiptafriðindi og fiskveiðirétt- indi saman. Hefur rikisstjórnin tilkynnt Efnahagsbandalaginu, að fullgilding samningsins væri undir þvi komin, hvort fyrir- varanum yrði beitt. Mun þessi skoðun rikisstjórnarinnar verða staðfest i sérstakri yfirlýsingu, sem bandalaginu verður afhent i sambandi við undirskrift samn- ingsins. Fyrir hönd tslands mun Einar Ágústsson utanrikisráðherra undirrita samninginn, en samn- ingsgerðina hafa annast Þórhall- ur Ásgeirsson, ráöuneytisstjóri, Tómas Á. Tómasson, sendiherra hjá Efnahagsbandalaginu, Einar Benediktsson, fastafulltrúi hjá EFTA, Haukur Helgason, deildarstjóri, Valgeir Ársa;lsson, deildarstjóri og Ólafur Egilsson, sendiráðunautur. Fitnandi gæsir Framhald af bls. 9. i hálsinn og þegar hún var tekin úr honum. Viö þvi verður Morg- unblaðið eitthvað að gera. Við lif- um i lýðræðislegu þjóðfélagi, höf- um senn aðgang að sameiginleg- um markaði og frjálsri Evrópu og tökum málefnalega afstöðu til allra deilumála. Þvi getum við ekki sætt okkur við það að einnsé afskiptur. Áróðursstrið Framhald af bls. 1. Þá kemur fram i þessari sömu frétt fullyrðingin sem AP-frétta- stofan kom með, að sumir i islenzku sendinefndinni hefðu verið fúsari til samninga við Breta, en aðrir og þá beinum orð- um talað um „harðlinumanninn” Lúðvik Jósepsson. Eins og þessar tvær blaða- fréttir frá Englandi bera með sér þá er farið að hitna i kolunum. Þjóðviljinn frétti það eftir áreiðanlegum heimildum i Bret- landi, að þetta alþjóðlega aug- lýsingafyrirtæki, sem brezkir togaraeigendur hafa samið við muni að minnsta kosti fá 3000 þúsund pund til afnota i áróðrin- um, og ef verkast vill, gætu þeir fengið óútfylta ávisun til að ráð- stafa, ef með þarf. Ljóst er af þessum fréttum, að nú á fjár- magnið, að reyna að snúa við al- menningsálitinu i Bretlandi og viðar, sem verið hefur hliðholt Islendingum. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smíðaðar eftír beiðnl GLUGGAS MIÐJAN Síðumúia 12 • Sími 38220 Þriðjudagur. 18. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11. Skák Framhald at Dls. 3. hefur2 vinninga en Fische?r 1. Fischer hefur hvítt og á. skákin aö hefjast kl. 5. Ólafur Björnsson. 1. d4 RfG 2. C4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 . pvH 5. cxd d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bv7 9. Be2 0-0 10. 0-0 He8 11. Dc2 Rh5! 12. BxR gxB 13. Rc4 Re5 14. Re3 Dh4 15 . Bd2 Rg4 16. RxR hxR 17. Bf4 Df6 18. g3 Bd7 19. a4 b6 20. Hfel a6 21. He2 b5 22. Hael Dg6 23. b3 He7 24 . Dd3 Hb8 25. axb axb 26. b4 c4 27. Dd2 Hbe8 28. He3 h5 29. H3-e2 Kh7 30. He3 Kg8 31. H3-e2 BxR 32. DxB Hxe 33. HxH HxH 34. HxH DxII 35. BhO Dg6 36. Bcl Dbl 37. Kfl Bf5 38. Ke2 De4 + 39. De3 Dc2+ 40. Dd2 Db3 41. Dd4 Svartur lék biðleik. Hjúkrunarkonur — Námsstöður Við Landsspitalann eru lausar til um- sóknar þrjár stöður námshjúkrunar- kvenna i svæfingum. Námið hefst 1. september. Umsóknareyðublöð fást hjá forstöðukonu spitalans, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Iteykjavik 14. júli 15)72. Skrifstofa rikisspitalanna. KAUP - SALA: Húsmunaskálinn á Klapparstig 29 kallar. Það erum við sem kaupum eldri gerð hús- gagna og húsmuna. Þó um heilar búslóðir sé að ræða. Komum strax, peningarnir á borðið. Simar 10099 og 10059. 25444 er nýtt simanúmer i BÚNAÐARBANKANUM VIÐ HLEMM Samband frá skiptiborði við eftirtaldar deildir og stofnanir: Austurbæjarútibú Háaleitisútibú, Hótel Esju Endurskoöun bankans Stofnlánadeild landbúnaðarins, innheimtu Byggingastoínun landbúnaðarins Landnám rikisins BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Við þökkum innilega sýnda samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa Jóhanns S. Jóhannssonar, Akurgerði 22, Akranesi. Ólöf Bjarnadóttir Gestur Friðjónsson Nanna Jóhannsdóttir Sigmar Jónsson Hlif Jóhannsdóttir Leif Rasmussen Ester Jóh. Rasmussen Magnús V. Vilhjálmsson Sigrún Jóhannsdóttir Sigurlaug Jóhannsdóttir Rúnar Bj. Jóhannsson og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.