Þjóðviljinn - 22.07.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Qupperneq 1
múDviuiNN Laugardagur 22. .|úli 1972—37. árgangur—161. tölublað Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur Fiskimenn í Klaksvik: Vilja færa út 1. september Fiskimannafélagið i Færeyjum hefur skorað á landstjórn og lögþing Færeyja að færa land- helgina út 1. sept. n.k. eða sama dag og islending- ar. Þessi áskorun fer hér á eftir og sýnir hún vel að færeyska þjóðin.sem er eins háð fiskveiðum og við íslendingar, hyggur nú einnig á aðgerðir i landhelgismálinu. Fiskimannafélagið i Klaksvik i Færeyjum hefur skorað á landsstjórn og lögþing Færeyja að taka ákvörðun nú þegar um útfærslu færeysku fiskveiði- lögsögunnar og eigi útfærslan að koma til framkvæmda eigi siðar en 1. sept. n.k. I áskoruninni er m.a. sagt, að félagið liti útfærslu land- helginnar hafa lifsþýðingu ekki aðeins fyrir færeyska fiskimenn heldur og fyrir alla færeysku þjóöina. bá er sagt, aö Færeyingar verði aö halda fram yfirráðarétti sinum yfir öllu færeyska landgrunninu og Öllum Færeyjabanka. Þá er bent á, að engin alþjóðalög né alþjóðaréttur séu til sem geti bannað Færeyingum að lýsa lögsögu sinni yfir þessari færeysku eign. Enn fremur er sagt, aö engin þjóð i öllum heimi sé svo háð fiskveiðum sem ein- mitt Færeyingar. Mesta auðlind sem landið á er sú sem syndir i sjónum kringum eyjarnar og að engin þjóð eigi jafn mikinn rétt yfir landgrunni sinu sem Færeyingar. Lögð verður áherzla á, að út- færslan komi til framkvæmda eigi siöar en 1. sept. n.k.,eöa sama dag og islenzka útfærslan. t þvi sambandi er bent á i áskoruninni, að færeysk stjórn- völd skuli strax hefja viðræður við tslendinga um fiskveiöar Færeyinga við ísland og eigi þessar viðræöur að fara fram á þeim grundvelli aö Færeyingar flytji út sina landhelgi þennan sama dag. Þessi einróma ályktun Klaks- vikinga er einnig send öðrum fiskimanna og verkamanna- félögum i Færeyjum og skorað á þau og yfirleitt allt fólkiö I landinu að standa saman sem einn maður. um kröfuna um út- færslu. Lögþing Færeyja kepiur saman á ölafsvökunni þann 29. júli og mun þá þessi áskorun, ásamt útfærslutiilögu Þjóö- veldisflokksins, sem féllu á siöasta þingi, strax koma á dag- skrá. Samkvæmt tillögu Þjóð- veldisflokksins átti landhelgin að miðast viö 70milur og einnig átti samsvarandi lögsaga að gilda á Færeyjabanka. I áskorun Klaksvikinga var lagt til aö Fiskimannafélögin fjalli um vidd lögsögunnar, en samt tekið fram að hún eigi að minnsta kosti aö ná til alls landsgrunnsins og einnig alls Færeyjabanka. Erlendur Patursson,sem upp- lýsti blaðiö um þessa samþykkt, sagði að nú væri að koma skriður á dMtdhelgismáliö i Færeyjum,"™^ að átta sig á þvi, hvað er ao gerast varöandi fiskstofnana og það skilji betur nauðsyn útfærslu. Ahugi sé þvi vaxandi á landhelgismálinu. Skrýtin sameining Þrir flokkar hafa nú myndaö nýjan bæjarstjórnarmeirihluta á lsafiröi, Sjálfstæöismenn, Al- þýöuflokksmenn og frjálslyndir, en hér i blaöinu hefur áöur veriö skýrt nokkuö frá aödraganda þessa bræöings. Endahnútur undirbúningsins var hnýttur á fundi alþýðuflokks- manna s.l. miövikudagskvöld, en þar var kosin 3ja manna nefnd til að ganga frá samningum. Áður höfðu frjálslyndir samþykkt á fundi að taka þátt i myndun mcirihluta meö Ihaldinu. Bæjarstjórnarfundur var svo haldinn á fimmtudagskvöldið. Var þar kosið i bæjarráð og nefndir. 1 bæjarráði er einn full- Framhald á bls. 11. Samningur við EBE undirritaður í dag 1 dag verður undirritaöur I Brussel viðskiptasamningur Is- lands og Efnahagsbandalags- ins. Samtimis verður undirrit- aður sams konar samningar við þau-Efta-riki sem ekki sóttu um aðild að bandalaginu. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra mun undirrita samn- inginn fyrir tslands hönd og flytja ræðu við það tækifteri. Þess ber að geta að fyrirvari var gerður við gerð samnings- ins varðandi landhelgismálið þess efnis, að bandalagið krefst þess að viðeigandi lausn fáist á landhelgismálinu. Islenzk stjórnvöld hafa hins vegar lýst yfir að samningurinn við banda- lagið verði ekki staðfestur fyrr en vitað sé> hvað i þeim fyrir- vara felst af hálfu bandalagsins. Samtenging orkuyeitusvœða á Norðurlandi Norðurland fái hlutdeild i ódýrri orku frá Sigöldu Mikið hefur að undanförnu verið skrifað um raforku- mál á Norðurlandi. I fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðu- neytinu kemur fram að það teluralgera fjarstæðu að ætla Norðurlandi að búa við tvöfalt dýrari raforkuöflun í framtíðinni en Suðurlandi. Raflínan milli Akureyrar og Skagaf jarðar gegni því tvíþæfta hlutverki, að leysa raf- orkuþörf Norðurlands vestra næstu tvö árin og tryggja þeim landshluta hlutdeild í framtiðarlausn á raforkuöfl- un fyrir Norðurland í heild með tengingu við Suðurland og þar með aðild að ódýrari orku f rá Sigöldu. Her fer á eftir fréttatilkynning iðnaðarráðuneytisins um blaöa- skrif vegna samtengingar orku- veitusvæða: (Jt af blaðaskrifum, sem fram hafa farið aö undanförnu um raf- orkumál Norðurlands vestra, vill iðnaðarráðuneytið taka fram eft- irfarandi: Iönaðarráöuneytið kostaöi at- hugun þá á tengingu Skeiðfoss- svæðisins við Skagafjörö og viö- bótarvirkjun Skeiðfoss, sem vikiö hefur verið aö i blaðaskrifum, og ber það siður en svo vott um aö ráðuneytiö hafi fyrir sitt leyti viljað loka neinum þeim leiðum til öflunar raforku fyrir Norður- land vestra, sem hagkvæmar kynnu að reynast. Að lokinni þeirri athugun, sem framkvæmd var af Rafveitu Siglufjarðar, en kostuö af ráðuneytinu, svo sem að gtman er að vikið, fól ráöuneytiö kustofnun aö gera itarlegan sambanburð á tengingu Skaga- fjarðar og Skeiðfosssvæðis og ný- virkjun Skeiðfoss annars vegar og linulögn Akureyri-Skagafjörö- ur hins vegar. Niðurstaðan af þeim athugunum var á þá leið, að linulögn frá Akureyri væri hag- kvæmari lausn fyrir Norðurland vestra svo fremi aö sú orka, sem Norðurland vestra fær um linu þessa, kostaöi 70 aura/kWh eða minna, þar sem hún kemur inn á linuna. Forráðamönnum Rafveitu Siglufjarðar er kunnugt um þessa niðurstöðu. Tiltæk orka á Noröurlandi eystra frá þeirri nývirkjun, sem nú er unnið að i Laxá er talin munu endast i a.m.k. 2 ár enn, enda þótt Norðurland vestra fái hlut i henni. Rafmagnsveitur rik- isins hafa þegar með samningi viö Laxárvirkjun tryggt sér nægj- anlega orku fyrir Norðurland vestra á þessu timabili, eða til og með 1974, viö verði, sem er undir áöurnefndum 70 aur/kWh. Framhald af bls. 11. HLAUPIÐ EYKST ENN í SKAFTÁ t simaviðtali við húsfreyjuna i Skaftárdal, seinni partinn í gær- dag, sagði hún að vatnið væri stöðugt að vaxa I Skaftá. Nú rynni vatnið fram hjá brúnni við Eld- vatn að norðan og mundi það kannski bjarga þvi að hún færi ekki. Hún sagði aö vatnsflaumurinn væriorðinngffurlegur og frá bæn- um séð Væri eins og yfir haf að lita. Vatnsmælirinn, sem er i ánni við Skaftárdal, var orðinn óvirk- ur, þannig að ekki var hægt að ganga úr skugga um, hve vatns- borðið i ánni hefði vaxið mikið, en þó taldi hún að það væri aö nálg- Framhald á bls. H.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.