Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 22. júli 1972 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. SAMNINGARNIR FRÁ Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur til- kynnt, að opinber málflutningur vegna kæru Breta á hendur íslendingum út af út- færslu fiskveiðilandhelginnar hefjist þann 1. ágúst n.k. Eins og kunnugt er hafa Bret- ar krafizt cið dómstóllinn setji lögbannsúr- skurð á útfærsluna i 50 milur þar eð út- færslan er að dómi Breta brot á landhelg- issamningnum frá ’61. Þannig ætla Bretar sér að reyna að fá dómstólinn til að lýsa þvi yfir, að islenzk stjórnvöld gangi á gerða samninga. íslenzk stjórnvöld hafa aftur á móti tilkynnt Alþjóðadómstólnum að ísland telji hann ekki hafa neinn úr- skurðarrétt i þessu máli og rikisstjórnin tilkynnt, að landhelgissamningarnir frá 1961 séu úr gildi fallnir. Þvi munu Islend- ingar ekki hlita úrskurði dómsins né mæta við málflutning þar. Auk þess hefur verið á það bent, að engin alþjóðalög séu til um viðáttu landhelgi og þvi hafi dómstóllinn hvorki löggjafarvald né lagaforsendur til að fella dóm um þetta mál. Ef dómstóllinn tekur málið eigi að siður fyrir, þá er það á 961 OG MÁLAFERLIN þeirri forsendu, að hann liti svo á eins og Bretar að landhelgissamningurinn frá 1961 hafi ekki verið uppsegjanlegur. Þegar samningurinn var gerður við Breta árið 1961, þá lýsti þáverandi stjórn- arandstaða þvi yfir að samningurinn væri nauðungarsamningur þar eð brezk her- skip beittu þá ofbeldi á islenzku lögsagn- arsvæði innan 12 milna landhelginnar. Jafnframt var þvi lýst yfir, að þáverandi stjórnarandstaða mundi gripa fyrsta tækifæri til að lýsa þennan samning úr gildi fallinn. Samningurinn var sam- þykktur á Alþingi 1961 með 32 atkvæðum gegn 28, þ.e. með naumum meirihluta. Nú eru valdahlutföllin breytt á Alþingi og i samþykkt Alþingis frá 15. febrúar s.l. seg- ir að samningurinn geti ekki lengur átt við. Það er þvi ljóst að íslendingar hafa fyrir sitt leyti skýrt og greinilega gert kunnugt að þessi samningur sé búinn að gegna sinu hlutverki og sé ekki lengur i 1 HAAG gildi. Það,að Bretar hengja enn hatt sinn á þennan samning og hafa nú fengið Haag- dómstólinn til að fjalla um landhelgismál okkar, sýnir að þetta verk viðreisnar- stjórnarinnar 1961 er ennþá eina vopnið sem Bretar geta reynt að nýta i sinni von- lausu baráttu gegn friðunaraðgerðum ís- lendinga. Aðvaranir Alþýðubandalags- manna og Framsóknarmanna á Alþingi 1961 voru ekki teknar til greina, og þvi stöndum við nú frammi fyrir þessu loka- brölti Breta. Þeir sem gerðu þennan samning 1961 ættu þvi ekki að vera nú að skrifa um samninginn sem „stærsta stjórnmálasigur íslendinga” eins og Jó- hann Hafstein gerði meðan samningavið- ræðurnar við Breta stóðu yfir fyrr i mánuðinum. Landhelgissamningurinn 1961 kemur að sjálfsögðu ekki i veg fyrir útfærslu landhelginnar i 50 milur 1. sept. n.k. en málaferlin nú sýna að samningur- inn þvælist fyrir og var pólitisk skyssa framin af forystu Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins. Ekki ráðlagt að fara Sprengisand Nú um hásumarleyfis- timann eru þaö margir sem leggja upp i feröir um miö- hálendi landsins. Þjóðvilj- inn náði í gærtali af Sigur- jóni Rist hjá Orkustofnun, en viö höfum fregnaö, aö hann hefði farið suöur Sprengisand í siöustu viku. Sigurjón sagöi, aö ekki væri ráölegt aö fara á fólksbilum norð- ur Sprengisand. Aðalástæöurnar taldi hann vera, að mikið vatn væri i Grjótá nálægt Köldukvisl Hver á miða 4545? og i Mjódalsá fyrir noröan Mýri, en i þeirri siðarnefndu væri dýpiö á vaðinu um 60 sm. Liklega yrði vatnsmagniö ámóta, ef eins úr- komusamt veröur áfram. Hins vegar taldi Sigurjón leiöina aö ööru leyti góöa miöað við öræfa- leið. N'yrðri 'h'lútinn norban Tungnafellsskála væri greiðfær og greiðfærari en syöri leiöin sunnan við skálann. Sú leið hefði verið hefluð og meira flæddi yfir hana, en sú nyrðri hefði verið var- in vatnsgangi og rásir geröar til að hleypa vatninu af leiðinni. Þó sagði Sigurjón, að leiðin væri hálfleiöinleg á kafla, mjög grýtt norðan Kiðagfilshnjúks og niður i Bárðardal. Þá sagði Sigurjón, að bilar hefðu lent i erfiðleikum á Mosum; þar væri mólent og bilar hefðu festst, en með aðgæzlu mætti sneiða hjá erfiðleikum á þvi svæöi. sprakk snertir, þá hefur svo farið eins og raunar um borö í togara fyrir nokkru að vekja varð skips- höfnina til að tilkynna um spreng- inguna. Þeir eru iðnir við það nú að reyna að vekja en fróðlegt væri að sjá þessa herramenn sanna þessa strandsiglingu og spreng- ingu fyrir sjórétti, en liklega verður sjóprófað i málinu á Al- þingi í haust. Einkennileg sameining á ísafirði Alþýðublaðið, Nýtt land og raunar Timinn lika hafa skrifað mikið um sameiningarmálið i sumar. Sameining vinstri flokk- anna er athyglisvert mál, sem þörf er á að ræða ýtarlega, þó framkvæmd þess muni eðlilega taka óratima. Nú bregður hins vegar svo við, aö Alþýðublaðið hefur skyndilega þagnað. Ástæð- an er augljós. Þessa dagana hafa kratar, frjálslyndir og ihaldið á ísafirði verið að semja um það að sameinast og mynda bæjar- stjórnarmeirihluta. Nú hafa þess- ir samningar tekizt. Hugmynda- fræðingur frjálslyndra sér þarna draum sinn rætast, sem vinstri sigurinn i siðustu alþingiskosn- ingum kom i veg fyrir; en krat- arnir sem i 50 ár hafa verið hörð- ustu ihaldsandstæðingar á fsa- firði, láta teyma sig inn i slika sameiningu við gamla stéttaand- stæðinginn. Það skal engan undra, þó ritstjóri Alþýðublaðsins hætti skrifum um sameiningar- málið, þegar hann þarf að horfa upp á krataliðið á ættaróðali sinu, liðið sem hann dýrkaði,ganga til samstarfs við þá menn á Isafirði sem alla tið voru hörðustu and- stæðingar hans i bænum, ihaldið, og einnig til samstarfs við gömlu svikarana við jafnaðarstefnuna, Hannibalsliðið. err. Bjartsýnir ferðalangar á norðurleið Margir litu þremenningana á hjólunum forvitnisaugum þegar þeir biðu eftir fari með Akraborg á dög- unum. Þetta er franskt fólk sem ætlaði norður á þessum veigalitlu en hlöðnu farartækjum. Þau voru ánægð og bjartsýn, allt ágætt nema rigningin daginn sem þau voru á Þingvöllum. Siðastliðinn miðvikudag var dreginn út annar vinningurinn i öryggisbeltahappdrætti Umferð- arráðs. Fór útdrátturinn fram á skrifstofu sýslumanns Árnessýslu á Selfossi, og kom vinningurinn, sem er 10. þús. kr. i peningum, á miða nr. 4545. Guðmundur Jóns- son frjálsiþróttamaður dró út vinningsnúmerið. Samtais hefir nú verið dreift um niu þúsund happdrættismið- um og um þessa helgi verður dreift 5 þúsund miðum. Næsti vinningur, sem einnig er 10. þús kr. i peningum, verður dreginn út á Akureyri 26. júli. Verður þá einnig dregið úr öllum þeim happdrættismiðum sem dreift hefir verið, eða 14 þúsund miðum. Fyrsti vinningurinn, sem kom upp á miða nr. 3601 er enn ósóttur. Myndin er tekin þegar vinning- urinn var dreginn út. Á myndinni er talið frá vinstri: Tómas Jóns- son lögregluvarðstjóri, Sveinn J. Sveinsson fulitrúi sýslumanns og Guðmundur Jónsson frjáls- iþróttamaður á Selfossi Sprenging og strand? Þegar vinstri stjórnin tilkynnti bráðabirgðaaðgerðina i efna- hagsmálum og aftur þegar skatt- skráin kom út, birtu málgögn stjórnarandstöðunnar yfirlýsing- ar þess efnis, að nú væri Ólafia búin að sigla i strand og spreng- ing orðin um borð i þjóðarskút- unni. Jóhann og Gylfi komu siðan fram i þættinum Álitamáí hjá Stefani Jónssyni (til að koma aft- ur á jafnvægi i þættinum^sem gert hefur hlutleysi rikisútvarpsins að álitamáli) en i þessum þætti full- yrti Gylfi að búið væri að sigla öllu i strand. Það undarlega Við þessa strandsiglingu og sprengingu er þó það, að þjóðin um borð i skút- unni hefur ekki vaknað upp við neinn hnykk. Að visu haíði stjórn- arandstaðan búið þjóðina vel undir það, að hún ætti i vændum að rekast á tundurdufl i júlimán- uði við útkomu skattskrárinnar og kom sú aðvörum sér mjög vel enda ekki að spyrja að hugulsemi Morgunblaðsins við vinstri stjórnina; drengirnir þar eru allt- af jafn yndislegir i stjórnarand- stöðu. En hvað tundurduflið sem

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.