Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 5

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Side 5
Laugardagur. 22. júll 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. 250 þúsund „jusos” í andstöðu við flokksforystuna Getur sósíaldemókratískur flokkur haft hamskipti? Unga fólkið í flokki Brandts kanslara í Y-Þýzkalandi krefst sósíalískrar stefnu Á samkomu iðjuhölda og fjár- málamanna, þar sem staddir voru yfir 500 fulltrúar „atvinnu- lifsins” í Vestur-Þýzkalandi, sagði Willy Brandt kanslari og leiðtogiSósialdemökrataflokksins fyrir skömmu eftirfarandi orð: „Flokki minum er umhugað um að vernda einkareignarrétt á framleiðslutækjum... Þegar til lengdar lætur er ekki unnt að tryggja jafnvægi og hagvöxt nema á grundvelli markaðshag- kerfis”. Kenningar á borð við þetta hafa hingað til ekki átt upp á pallborð- ið hjá sósialdemókrötum, ekki einu sinni hjá þeim sem þótt hafa hægfara. En flokkur vestur- þýzkra sósialdemókrata er kominn langt frá uppruna sinum, enda gerði Brandt i tilvitnaðri ræðu ekki annað en visa til þess sem stendur i stefnuskrá flokks- ins frá 1965. Ekki er að furða þótt á sér bæri raddir i Vestur-Þýzkalandi, sem hafna þeirri framtiðarsýn sem forystumenn sósialdomókrata boða: „Brandt og flokkur hans hafa svikið sósialismanní’ segja þeirfullum fetum i „rauðu sellun- um” i háskólunum i Vestur- Berlin, Frankfurt og Hamborg. En þeir hópar ná ekki hljóm- grunni nema hjá vissum hluta menntamanna, og sósialdemó- kratisku flokksforystunni stendur engin ógn af þeim. Ekki frekar en hún hræddist „óaldarflokk” Baader-Meinhofs, er hermdar- verk hans gerðu ekki annað en ráttlæta óvenju umfangsmiklar lögregluaðgerðir, skapa and- rúmsloft tortryggni og svika og torvelda byltingastarf. En Brandt kanslari og aðrir forystumenn þýzkra sósialdemó- krata standa frammi fyrir ann- arri hættu frá vinstri, mun meiri, og hún kemur innan frá þessu mikla valdatæki, flokksvélinni, en hún telur á sinum snærum 800 þúsund félagsbundna sósial- demókrata. Þessir vinstri villingar Brandts eru kallaðir „jusos” i daglegu tali (stytting úr Jungsozialisten — ungkratar), og þeir hafa öll rétt- indi flokksmanna, þar sem félög- um innan 35 ára aldurs var um árið heimilað að starfa i sjáíf- stæðum samtökum við hliö flokksins. Tala „jusos” er nú um 250 þúsund. Leiðtogar þessarar ungliðahreyfingar, sem valdir eru á sérstökum þingum höldnum reglulega, temja sér tungutak sem er afar frá brugðið ræðustil Brandts hjá iðjuhöldunum. „Takmark okkar” — segja þeir — „er skýrt og ákveðið. Við vilj- um koma á þjóðfélagi sósialismans i staðinn fyrir kapitalismans. Þá fyrst verður lýðræðið virkt”. Og Karsten Voigt, einn af leiðtogum „jusos”, gefur þessa yfirlýsingu: „Mótsögnin milli auðmagns og vinnu kemur i ljós á öllum stig- um þjóðfélagsins, á vinnustað eins og i daglegu lifi og heima fyr- ir. Þessi mótsögn ákvarðar hvernig fé er varið til fram- kvæmda á vegum einkaaðila og hins opinbera, að hve miklu leyti almenningur nýtur góðs af fjár- festingunni, hvaða stefna rikir i uppbyggingu borga, hver grund- vallarréttindi manna eru, hvert stefnir i skóla- og samgöngumál- um, hvernig ibúðabyggingum er fyrir komið og skipulagðir mið- Willy Brandt kanslari Vestur- Þýzkalands og leiðtogi Sósial- demókrataflokksins. Hann verð- ur að fara að taka tillit til „jusos”. borgarkjarnar þar sem verka- menn eru brottrækir”. Annar leiðtogi ungliðahreyfing- arinnar hefur þetta að segja: „Innan sósialdemókratisins erum við hið sósialiska afl, óróinn i verkinu, ósamkomulag okkar við forystu flokksins ristir mjög djúpt, En við ætlum að vera kyrr- ir i flokknum vegna þess að meiri hluti þýzkra verkamanna heldur tryggð við sósialdemókratfið”. Þeir ,,júso”-menn stefna að þvi að fá sem flesta flokksfélaga til að sjá fram á nauðsyn þess að beita sér fyrir djúpstæðum end- urbótum sem véfengi núverandi þjóðfélagsgerð. t þessu felst — segir Karsten Voigt — að tengja dægurkröfurnar við þá fram- tiðarsýn að þjóðfélagið gerbreyt- ist. En þessir „jusos”, fyrirlitnir af afturhaldinu og hataðir æ meir af valdhöfum i eigin flokki, hafa þeir raunverulega möguleika á þvi að komast upp með hugmyndir sinar i verkalýðshreyfingu sem orðin er i eðli sinu ihaldssöm? Látum staðreyndirnar tala. Þrátt fyrir öflugt viðnám, einkum af hálfu borgarstjórans, hefur ungu mönnunum tekizt að vinna meirihlutann i hinu volduga sósialdemókratiska flokksfélagi i Miinchen. t Frankfurt-héraðinu eru „jusos” i mjög góðri aðstöðu. Þeir hafa áhrif á ákvarðanir flokksins, og margir þingmenn sósialdemókrata lýsa yfir sam- stöðu með þeim. Það var undir áhrifum ungliðanna sem siðasta flokksþing samþykkti, gegn vilja Schillers fjármálaráðherra, stefnu i skattamálum sem skyldi leggjast mjög þungt á stóreignir. Haft er eftir vestur-þýzku tima- riti, að „jusos” séu i þann veginn að leggja sósialdemókrataflokk- inn undir sig. Að sjálfsögðu gengur þetta ekki árekstralaust við forystuna. Til dæmis gaf ungliðahreyfingin út bækling þar sem gefin voru ráð til að útnefna þá frambjóðendur eina til næstu kosninga sem væru sannir sósialistar. Þá skarst for- ysta flokksins i leikinn til að stöðva útbreiðslu bæklingsins. Með sama hætti gagnrýnir flokksforystan ýmsar „augna- bliks - aðgerðir” „jusoV-manna harðlega. Til að mynda þær sem miða að þvi að gera opinberar samgöngur ókeypis i stórborgum, Karsten Voigt, einn af leiðtogum „jusos", ungsósialista. Þeir eru orönir niikið afl innan Sósíal- demókrataflokksins. svo og„baráttuhópa gegn meng- un” og aðgerðir sem stefna að þvi að skipuleggja „neytendasamfé- lög”, þar sem ætlazt er til að samfélagið eða hópurinn taki hagsmunagæzluna i eigin hendur. Hefur flokksforystan ákveðið að gera þessa óróaseggi brott- ræka úr flokknum? Það eru for- dæmi fyrir þvi. A siðasta áratug leysti flokkur Brandts upp Sam- band sósialiskra stúdenta (SDS) og íyrir nokkrum vikum var Sambandi sósialdemókratiskra stúdenta bannað með dómsúr- skurði að helga sér heitið „sósialdemókratiskur”. En hvað skal gera við þessa „jusos” sem skilja sig alveg frá kommúnistum og öðrum sérstöðu- hópum, halda uppi merki hins óbilgjarna sósialisma og vilja dæla afli og orku i hinn gamla flokk sósialdemókrata? „Jusos” virðast vera orðnir of margir til að hægt sé að ráða við þá með aðferðum flokksaga. „Við erum SPD áranna eftir 1980”, segja þeir hinir kátustu. Og þessi fullyrðing er ekki lengur draum- órakennd. Willy Brandt er sjálfur tekinn að gera sér ljóst hvað framsókn unga fólksins þýðir inn- an flokks hans. t ræðu sinni hjá forystumönnum „atvinnulifsins” gat hann nefnilega um „þá ungu kynslóð sósialista sem kynni að vikja frá leiðsögn flokksins hvað varðar efnahagsmál....” Og þessi ótti er áreiðanlega ekki ástæðu- laus. (Endursagt) 9 i Vestur-Þýzkalandi er flokkur Sósiaidemókrata langöflugustu samtök sósialista. En flokksforystan hafnar grundvallarbreytingum á þjóðfélaginu. ® Unga fólkið er um þriðjungur flokksmanna og það er staðráðið i að sætta sig ekki við staðnaðan flokk og óbreytt þjóðfélag. ^ 250 þúsund ung-sósialistar segja: Við ráðum flokknum á morgun og við ætlum að leggja til atlögu við auðvaldið. MOLD - MOLD Mold verður mokað á bila að Funahöfða 12 laugardag og sunnudag n.k. Upplýsingar i sima 33545.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.