Þjóðviljinn - 22.07.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1972, Síða 8
8. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 22. júli 1972 ( 5) EVA RAAAM: !v! AAANNFALL OG AAEYJAVAL og hikandi, meil vingjarnlegri, skólaöri röddu, eins og hún væri aö vona aö hún særöi engan: — Ég hef veriö skráöur félagi i hægri flokknum i fimmtán ár,og þaö merkilegasta sem ég hef fengiö aö gera er aö skrifa fund- arboö þúsundum saman og sleikja miljónir frimerkja. — Þér getið reitt yöur á aö þvi verðurekki gleymt, sagði Merete hlýlega. — Jafnvel smávægileg- ustu hlutir gegna sinu hiutverki i hinni miklu heild. Rigmor Hammerheim reis einnig á fætur: —- Ég er sammála þvi, aö eitt- hvaö veröi að gera til aö koma fleiri konum i bæjarstjórn. En ég segi eins og Merele Bang — með dálitilli breytingu — aö ég vil heldur vera neðst á lista vinstri flokksins en taka þátl i þvi sem Gunda Henriksen leggur til. Þaö er vinstri flokkurinn sem er i takt við timann! ()g hvaö verkefni snertir—! Hugsið um alllsem viö i vinstri flokknum höfum mót- mælt! Að minnsta kosti viö i vinstra arminum. Viö mótmælum öllu, efnahagsbandalaginu og atómsprengjunni, sviviröilegri meöferö kynvillinga og — — Já ég ruglast stundum i þvi sjálf hverju ég er aö mótmæla, andvarpaöi litil vinstrikona, sem sat skólaus og teygði úr tánum; skónum haföi hún sparkað inn undir stólinn.Vitið þiö þaö aö um daginn vorum viö aö randa um> i Osló meö mótmælaspjöld og fána, og i smáhléi hrópaði ég af öllum kriiftum til aö sýna aö ég ætlaði ekki aö draga af mér: Niður meö atómsprengjuna! Og þá vorum viö aö mótmæla inngöngunni i Kfnahagsbandalagið. Ég dauö- skammaöist min! Rigmor Hammerheim kimdi og konurnar hlógu. Roskin kona, frú Johansen sem vann á skaltstof- unni reis á fætur neöar i salnum og leit meö umvöndun á Rigmor llammerheim: skilið þetta veizlutal maldsins. Eru þeir að reyna að telja gömlum og öryrkjum trú um aö nú standi yfir veizla hjá þeim? Eru þeir að reyna að telja sjó- mönnunum okkar trú um að þeir séu i veizlu, á kostnað þjóðarinn- ar? Eða halda þeir virkilega aö launafólk landsins sé samþykkt svona barnalegu veizluhjali? Nei, það ef með þetta einsog annað hjá ihaldinu núna, allt sem þeir segja og hafa sagt aö undan- förnu hefur orðið að öfugmæli. Þess vegna vitum við almúga- menn, að allt veizlu-tal ihaldsins ber að skilja svo, að þá fyrst lauk veizlu sumra, er vinstri stjórnin tók við völdum. — Ég vil að minnsta kosti gjarnan vera meö i svona flokki eins og Gunda stakk upp á. Það geíur auga leiö aö við höfum miklu meiri möguleika á aö koma konu i bæjarstjórn, ef við vinnum allar saman. Og mér væri þaö sönn ánægja að sýna karlmönn- unum aö viö erum ekkihænsniog fiðurfé allarsaman eins og þeir halda! Vitiö þið hvaö, i dag kom maður inn á skrifstofuna til min, leit i kringum sig og spuröi svo: Er ekkerl fólk hérna? Er ekkert fólk hérna.sagöi hann. Jú, sagði ég, get ég gert nokkuð fyrir yður? En þá leit hann á mig og sagði: Nei, ég hélt aö það væri einhver hérna. En þeir eru kannski i mat? Þá reiddisl ég og spurði hvað hann héldi eiginlega aö ég væri. Þá varö hann dálitiö hundslegur og sagöi: Góða min, ég meinti ekkert illt meö þessu, en hann væri sem sé aö svipast um eftir karlmönnum. Og hann varö alveg hvumsa þegar hann komst að þvi aö ég gat áttaö mig á skattamál- um hans eins vel og nokkur karl- maöur — — Viöbjóður, sagöi frú Sakariassen, eiginkona skatt- stjórans. — Maður fyllist bókstaf- lega réttlátri reiöi — Nei, ég er viss um aö Gunda hafur fengið góöa hugmynd meö þennan ópólitiska kvennaflokk. En hvernig ættum viö aö fara aö? Hver ætti aö sjá um börnin og matinn og uppþvottinn — ? — Ég er viss um að maðurinn minn myndi ekki einu sinni leyfa mér þaö, sagöi ung, nýgift kona, sem var nýflutt frá Drammen. — Þaö er fyrir einskæra náö að ég fæ aö sækja fundi i heilbrigðis- nefndinni. En — hún leit kringum sig meö sektarsvip — þetta er kannski ljótt af mér. þvi að fund- irnir byrja svo snemma aö hann verður sjálfur aö fá sér eftir-mat- inn. veslingurinn! Þaö var hnussað hér og þar i salnum. Litla, skólausa vinstri- konan kallaöi: — Geföu honum stóra appelsinu — ef hann getur skrælt hana! — Getur hann tuggið sjálfur? spuröi frú Johansen á skattstof- unni. — Hlustaðu ekki á þær, sagöi Gunda. — Viö vitum allar hvaö karlmenn geta veriö hjálparlaus- ir. Og gleymum þvi ekki að hún hefurekki haft langan tima til að ala hann upp. En þaö kemur, það kemur áreiöanlega. En i sam- bandi við það hver á að gæta barnanna fyrir þær sem þurfa að vera i virku starfi. ætla ég að segja ykkur að ég hef einmitt ver- iö aö velta þessu fyrir mér lika. Mér finnst viö ættum aö skiptast á að passa hver fyrir aðra. Laura Storhaug kinkaöi kolli meö ákefö: — Þaö væri alveg ljómandi. Ef börnunum er óhætt — Og það er nú min skoðun aö viö konurnar höfum ekki siöur peruna i lagi en karlmennirnir. Af hverju ættum viö ekki að vera i bæjarstjórn, þegar menn eins og hann Jens og Hermann Henriksen og Markus Antonius Persrud eru frambæri- legir? Ég gekk i skóla með bæði Markúsi Antoniusi og honum Jens, og ég man ekki hvað oft ég þurfti að hjálpa Jens meö marg- földunartöfluna. Og Markús Antonius gat ekki lært bros — Litla vinstrikonan greip fram i með ákefð: — Og ég sat við hliðina á Mikalsen kennara. Oftar en einu sinni skrifaði ég stilana fyrir hann. — Ég man að einu sinni átti hann að skrifa um hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór og hann sagðist vilja veröa sirkus- stjóri. Og það hefur svo sem rætzt að nokkru leyti, þvi að hann ræð- ur ekkert viö krakkana sem hann kennir. — En hvernig var Hermann þá? spurði Gunda áhugasöm og leit á Lauru. Laura ræskti sig og leit niður á skóna sina. — Jú, Hermann, hann var — hann var — mjög duglegur i slagsmálum. —■ Jæja, sagöi Gunda i skyndi og leit um salinn. — Ef fleiri hafa eitthvað til málanna að leggja þá látiö það bara koma! Liva Torén reis á fætur og gekk hægt upp að ræðustólnum eins og hún vildi tryggja með þvi að það sem hún segði væri vel hugsað. — Það má segja aö krafan um vatn og salerni i norðurbæ sé svo sannarlega mál sem heilbrigðis- nefndina varðar, og ég hlýt að viöurkenna aö viö höfum leitað langt yfir skammt með þvi að safna peningum handa vinum okkar i öðrum löndum, en gleymt á meðan okkar eigin samborgur- um i norðurbænum, en við hefð- um getaö borið fram kröfuna, við hefðum getað látið bréfunum rigna yfir bæjarfulltrúana, við heföum getað skrifað i blöðin og ekki látið þá hafa stundlegan frið! Þó er ekki vist að það hefði gagn- að neitt, við þekkjum karlmenn- ina. Þess vegna finnst mér það mjög vel til fundið hjá Gundu Henriksen að vekja máls á þessu og mér finnst það alveg ljómandi hugmynd að stofna ópólitiskan kvennaflokk, sem beitir sér fyrir framgangi mála sem karlmenn- irnir vanrækja. Ég gæti i svipinn nefnt nýtt elliheimili, fleiri dag- heimili, aukna heimilisaðstoð og fleira og fleira. 1 stuttu máli sagt, ég er persónulega fylgjandi til- lögu Gundu Henriksen. — Bravo! hrópaði Brita hrifin. — Ég styð hana lika, sagði litla vinstrikonan. — Ég lika! — Ég lika! Eleiri og fleiri tóku undir. Gunda gekk að ræðustólnum og mælti nokkur lokaorð: — Ég er auðvitað afskaplega fegin að svo margar skuli vera á sama máli og ég hér i kvöld, en ég vil nú samt að þið hugsið ykkur vandlega um og ihugið málið. Það er sjálfsagt ekki þrautalaust að stofna svona flokk, það útheimtir áreiðanlega heilmikla vinnu og sjálfsafneitun, en allar þær sem vilja vera með og leggja eitthvað á sig fyrir málefnið, eru innilega velkomnar i kaffi til min á morg- un. Og nú verð ég þvi miöur að fara, strákarnir eru aleinir — og það er ekki hægt að hugsa um sjálfan sig eingöngu þegar maður hefur sett börn i heiminn. Sjá- umst aftur. Hún fór, og það varð hljótt i salnum; þögnin var þrungin eftir- væntingu og spennu. andúð og samúö, uppgjöf og nýrri von. Og i hinni miklu þögn, þegar allar voru að rifja upp orð Gundu og velta fyrir sér hvað gera skyldi, heyrðist unga frúin frá Drammen hvisla: — Vitið þið hvað? Hún lækkaði röddina enn og það var varla hægt að greina orð hennar: — Vitiö þið hvað ég held? Ég held að þarna hafi verið nýborinn foringi á ferð! VII. Fagra ágústnótt, • tunglskins- bjarta með þvilik ókjör af stjörn- um á himinhvolfinu að skuggahlið jaröar með öllum jurtun sinum, húsum og turnspirum sindraði i draumkenndu ljósi. þegar Totta- áin gutlaði hljóðlát og glettnisleg undir brúnni og sérhver straum- þyrill var eins og glitrandi bros, þegar kvöldið var svo fagurt að allmargir Tottabúar áttu i erfið- leikum með að festa svefn, vakti Gunria hann Hermann sinn með dáíitilli stunu. Daufar hrotur hans hljóðnuðu skyndilega. hann umlaöi. deplaði augunum og teygði arminn i áttina til hennar. Reyndar var þetta ömurlegur timi að láta vekja sig á og vissu- lega hafði hann dögum saman verið sárgramur i garð eiginkonu sinnar eftir atburðinn i bæjar- þingsalnum. en kona er nú einu sinni kona, ekki sizt að næturlagi. LAUGARDAGUR 22. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. M orgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Sigriður Eyþórsdóttir les söguna ,,Kári litli og Lappi” eftir Stefán Júliusson (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Laugardagslögin kl. 10.25. Stanz kl. 11.00. Jón Gauti Jónsson og Árni Ólafur Lárusson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13. 00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 I hágir.Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. J5.J5 Miðdegistónleikar. a. FFlharmóniuhljómsveitin i ósló leikur Norska rapsódiu nr. 2 eftir Johan Halvorsen. b. Sinfóniu- hljómsveitin i Hamborg leikur „Dagrenningu” úr Pétri Gaut eftir Grieg og vals úr Svanavatninu eftir Tsjaikovský. c. Luciano Pavarotti syngur ariur úr itölskum óperum með kór og hljómsveit óperunnar i Vin; Nicola Rescigno stj. d. Sinfóniuhljómsveitin i Prag leikur forleikina að Orfeus eftir Offenbach og Leðurblökunni eftir Strauss; Vaclav Smetacek stj. 16.15 Veöurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 F’réttir. Heimsmeistara- einvigið I skák. 17.30 Kerðabókarlestur: „Frekjan” eftir Gisla Jóns- son. Hrafn Gunnlaugsson les (7) 18.00 Kréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Deanna Durbin syngur lög úi kvikmyndum. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir. Tilkynningar 19.30 Þjóðþrif. Gunnlaugur Ástgeirsson sér um þáttinn. 19.55 III j ó m p I ö t u r a bb Þorsteins Hannessonar. 20.40 Kramhaldsleikrit „Nóttin langa” eftir Alistair McLean.Sven Lange bjó til flutnings i útvarp. Þýðandi: Sigrún Sigurðard.Leikstj. Jónas Jóbasson Persónur og leikendur i þriðja þætti: Mason læknir — Rúrik Haraldsson — Jackstraw — Flosi ólafsson; Joss — Guð- mundur Magnússon; Margaret Ross — Valgerður Dan: Johnny Zagero — Hákon Waage;Solly Levin — Arni Tryggvason; Corazzini — Jón Sigurbjörnsson — Séra Smallwood — Gunnar Eyjólfsson;Marie LeGarde — Inga Þórðardóttir; Frú Dansby-* Gregg — Hrafn- hildur Guðmundsdóttir — Theodor Mahler — Jón Aðils; Hoffmann Brewster — Bessi Bjarnason; Hill- crest — Guðmundur Pálsson. 21.35 Lúðrasveit Húsavikur og Karlakórinn Þrymur leika og syngja islenzk og erlend lög. Einsöngvarar: Eysteinn Sigurjónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. Stjórnandi: Ladislav Vojta. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Lausar stöður Við Bændaskólann á Hvanneyri eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöður: 1. Staða kennara i grunnfögum með efna- fræði sem aðalgrein. 2. Staða kennara i vélfræði, bóklegri og verklegri. Staða kennara i hagfræðifögum sem aðalkennslugreinar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar land- búnaðarráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1972. §& M* m H C/ INDVERSK UNDRAVERÖLD * UOl Nýjar vorur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Ótskorin borö (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. ffllffllíllflfJlfflllílffll

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.