Þjóðviljinn - 09.08.1972, Page 4

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Page 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. ágúst 1972 DWÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljane. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st 19. Sími 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðf. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentún: Blaðaprent h.f. LANDHELGISMÁLIÐ ER SJÁLFSTÆÐISMÁL Þegar nýsköpunarstjórnin var sett á laggirnar var grundvallarstefna hennar sú að tryggja með atvinnulegum ráðstöf- unum grundvöllinn fyrir þeim tekjum og þeim lifskjörum sem islenzkt verkafólk hafði knúið fram i stéttaátökunum 1942. Þetta stéfnumið tókst nýsköpunar- stjórninni að framkvæma. Menn geta velt þvi fyrir sér i dag 30 árum siðar hversu farið hefði ef innistæður okkar erlendis i striðslok hefðu ekki verið nýttar i þessu skyni, heldur étnar út eins og andstæð- ingar nýsköpunarstjórnarinnar höfðu helzt á stefnuskrá sinni. Ein meginþýðing þess að nýsköpunarstjórninni tókst ætl- unarverk sitt i atvinnumálum var sú, að islenzka þjóðin gat sjálf tryggt efnahags- grundvöll lifskjara sinna og þar með útilokað mútur Bandarikjam. til þess að Islendingar tækju við lokuðum herstöðv- um til 99 ára i Hvalfirði, Skerjafirði og i Keflavik. Þeirri kröfu Bandarikjamanna höfnuðu íslendingar einróma og þar með höfnuðu íslendingar Möltuleiðinni i sam- skiptum sinum við Bandarikjamenn. Siðustu áratugina hefur á ýmsu gengið i hernámsmáiunum, en þau standa þó ekki verr en svo að Islendingar geta losað sig við herinn með eins og hálfs árs fyrirvara og sagt upp aðildinni að NATO með árs- fyrirvara. Núverandi rikisstjórn á Islandi hyggst senda herinn úr landi á þessu kjör- timabili — ef Islendingar hefðu ekki tryggt efnalegan grundvöll lifskjara sinna fyrir tæpum 30 árum með nýsköpunarað- gerðunum og i framhaldi af þvi tekið við greiðslum fyrir lokaðar herstöðvar Bandarikjamanna i 99 ár væri ekki unnt að losna við herstöðvarnar fyrr en árið 2044 á 100 ára afmæli lýðveldisins. Þetta eru staðreyndir sem almenningur á íslandi verður að hafa i huga, stað- reyndir sem eru hverjum manni forsenda þess að hann geti skilið aðstöðu íslendinga i dag, lifskjör íslendinga og atvinnulega þróun siðustu 30 áranna. En þvi er þetta mál á dagskrá hér i dag, að senn Iiður að útfærslu landhelginnar. Útfærsla landhelginnar hefur þann sama tilgang og uppbygging atvinnuveganna á nýsköpunarárunum: Að tryggja efnahags lega undirstöðu Islendinga og þeirra lifs- kjara og þeirrar menningar sem veldur þvi að við stöndum fyllilega jafnfætis nágrannaþjóðum okkar á þessum svið- um. útfærsla landhelginnar i 50 milur er þvi sjálfstæðismál íslendinga: vald okkar yfir fiskimiðunum umhverfis landið er meginforsenda þess að við getum staðið á eigin fótum i framtiðinni og þurfum aldrei að taka tillit til annarra en okkar sjálfra i samskiptum okkar og viðskiptum við um- heiminn. Frá Rafmagnsveitum ríkisins: LAXÁRVIRKJUTV varanlegri lausn fyrir Norðurland vestra heldur en Skeiðsfosstenging og flýtir nauðsynlegum orkuöflunaraðgerðum I tilefni blaðaskrifa að undan- förnu um raforkumál Norður- lands vestra telja Rafmagns- veitur rikisins rétt að upplýsa eftirfarandi: Mismunandi leiðir til úrlausnar á raforkuþörf Norðurlands vestra hafa verið til athugunar um ára- bil og þá i senn á vegum Rafmagnsveitna rikisins Orku stofnunar og st jórnskipaðra nefnda, auk athugana af hálfu héraðsaðila. Þar til fyrir ári stóð samanburðurinn einkum milli linutenginar við Laxársvæðið og 3. 2 MW virkjunar i Svartá i Skagafirði. Siðan hefur linu- tenging við Skeiðsfossvirkjun, sem er i eigu Siglul'jarðar- kaupstaðar, ásamt litilli við- bótarvirkjun þar, 1.6 MW, komið til samanburðar við tengingu við Laxársvæðið. Tengingin við Laxársvæðið felur i sér orkukaup þaðan til Norðurlands vestra að sinni, en siðan frjálst val um orkuöflun fyrir Norðurland i heild. Rafmagnsveitur rikisins hafa fyrir sitt leyti haft óhlutdræga af- stöðu til framangreindra val- kosta, kannað þá eftir föngum og átt um þá viðræður við hlutaðeigandi aðila. Þannig sam- þykkti stjórn Rafm veitnanna i september 1971, að kannaðir yrðu skilmálar hugsanlegra orku- kaupa frá Skeiðfossvirkjun um linu til Norðurlands vestra, og i marz s.l. var samþykkt, að sér- stakur samanburður skyldi gerður á tengingu við Skeiðsfoss- virkjun annars vegar og Laxár- virkjunarsvæðið hins vegar. Stjórnin hefur talið liklegt að báðar þessar tengingar verði gerðar með timanum. Iðnaðarráðuneytinu hefur verið gerð grein fyrir athugunum Rafm.veitnanna á þessu máli. t höfuðatriðum varð niðurstaða þeirra athugana, sem Rafmagns- veitur rikisins áttu hlut að sú, að tenging við Laxárvirkjunar- svæðið væri betri valkostur eins og nú standa sakir, einkum þar eð sú tenging fæli í sér betri mögu- leika á frambúðarlausn, þótt hvorugur kosturinn einn sér leysi úr orkuskorti nema til fáeinna ára. Þar sem mál þetta varðar einnig svæði, sem Rafmagns- veitur rikisins afla ekki orku til, hlaut endanleg ákvörðun einnig að byggjast á mati á orkuöflunar- leiðum til þeirra svæða, þannig að tryggt væri, að framkvæmdir Rafmagnsveitnannaværu i sam- ræmi við heildarstefnu um orku- öflun til allra svæðanna. Þetta mat er utan verkahrings Rafmagnsveitnanna. 1 samræmi við niðurstöður framangreindra athugana tók þvi Hörðum höndum frá morgni til kvöids Þorbjörn Jóhannesson i Borg, fyrrum borgarfúlltrúi Sjálf- stæðisflokksins greiðir i útsvar hvorki meira né minna en 21.300 ÆjíS kr. samkvæmt skattskránni fyrir Reykjavik. Þessi heiðursmaður greiðir hins vegar ekki einn einasta eyri i tekjuskatt. Laun hanshafa samkvæmt þessu verið um það bil samsvarandi þvi sem menn fá með fyrsta taxta Dags- brúnar. Einstök fórnfýsi þessa kaup- manns, þrautseigja hans og dugnaöur hefur verið sérstaklega á dagskrá i Morgunblaðinu. Það var 19. marz i vetur i Reykja- vikurbréfi. Þar er hann nefndur einn manna á nafn sem mikill at- hafnamaöur i anda Sjálfstæðis- flokksins — gagnstætt ..kommisörum” sem rætt er um i sama Reykjavikurbréfi. Bréf- ritari segir: „tslendingar hafa átt þvi láni að fagna að eiga marga athafnamenn, sem eru sprottnir upp úr jarðvegi erfiðra kjara, en eru samt innblásnir óbilandi trú á land sitt, framtið þjóðarinnar og vaxandi velmegun. Þeir hafa flestir brotizt úr litlum efnum og átt lengst af við margvislega erfiðleika að etja. En þeir hafa aldrei látið erfiðléikana smækka sig. heldur stæla. Einn þessara inanna. Þorbjörn i Borg, hefur ávallt staðið sjálfur að vcrkstjórn i fyrirtæki sfnu. Þar liefur hann unniðhörðuin liöndum frá morgni til kvölds." (Leturbreyting tnin.) Fjalar. stjórn Rafmagnsveitnanna linu- lögn til Laxársvæðisins inn á til- lögur sinar til Iðnaða-rráðu- neytisins um framkvæmdaáætlun 1972. Tillaga þessi var bundin þvi skilyrði, að ráðuneytið teldi trygga orkuöflun eftir fullnýtingu fyrsta virkjunarstigs Laxár III. Jafnframt var hafður fyrirvari á, að samkomulag næðist við Laxárvirkjun um hagkvæm orku- kaup inn á linuna og að fram- haldsathuganir Orkustofnunar högguðu ekki niðurstöðum Rafmagnsveitnanna varðandi hagkvæmismat. Að þvi leyti sem mál þetta varðaði jafnframt orkumál svæða sem Rafmagns- veiturnar annast ekki orkuöflun fyrir, var málsatvikum visað til rikisstjórnarinnar án beinna til- lagna. Um orkukaup frá Laxár- virkjun náðist samkomulag, sem telja má hagstætt báðum aðilum, háð þvi að ráðizt yrði i byggingu linunnar. Undirbúning og fram- kvæmdir verksins sjálfs hafa Rafmagnsveiturnar siðan hafið eftir beinum fyrirmælum frá Iðnaðarráðuneytinu. Orkuþörf Norður- lands vestra. A Norðurlandi vestra utan Skeiðsfosssvæðis var orkunotkun árið 1971 17.6 GWh, þar af fram- leiddar 11.1 GWh i vatnsorkuver- um og 6.5 GWh meö disilorku (1 GWh = 1 milj. KWst), en Skeiös- fossvirkjun framleiðir nú raforku fyrir svonefnt Skeiðsfosssvæði, þ.e. Fljót, Siglufjörð og Ólafs- fjörð. Áætluð orkuþörf megin-svæðis Norðurlands vestra næstu ár er þessi: Árið 1972 19.0 GWh Árið 1973 20.0 GWh Árið 1974 21.5 GWh Arið 1975 23.0 GWh Vatnsorkuverin eru i Göngu- skarðsá og við Laxárvatn. Um framleiðsluaukningu i þeim, er ekki að ræða svo neinu nemi, og verður þvi að framleiða hina auknu orku með disilvélum, ef ekki verða gerðar aðrar ráð- stafanir. Skeiðsfosstenging. 1. Viðunandi tenging á milli Skeiðsfossvirkjunar og Sauðár- króks kostar samkvæmt áætlun um 30 miljónir króna. Viðbótar- virkjun við Skeiðsfoss, 1.6 MW, 8 GWh, er áætluð kosta um 70 miljónir króna og gæti vart orðið tilbúin fyrr en siðari hluta ársins 1974, þótt hafin hefði verið á þessu ári. Heildarkostnaður virkjunar og tengingar áætlast þvi um 100 miljónir króna. 2. Á siðastliðnu ári hafði Skeiðs- fossvirkjun um 4.5 GWh afgangs- orku, en af þvi hefðu einungis um 3.8 GWh verið nýtanlegar á Norðurlandi vestra, þar eð orku- þörfin fellur á aðra árstlma en möguleg orkuframleiðsla. Arið 1971 var mjög gott vatnsár, eins og marka má af þvi, að á þvi ári voru um 5% orkunnar framleidd með disilvélum á Siglufirði, en árið 1970 um 18%. A árinu 1970 hefðu einungis um 2 GWh verið nýtanlegar til Norðurlands vestra. Þar sem Siglfirðingar keppa nú mjög að aukinni at- vinnuuppbyggingu hjá sér, munu þeir vafalitið þurfa á þessari orku aö halda á næstu árum, auk þess sem húshitunarmál þeirra eru óleyst. Jafnvel þótt ekki sé reiknaö með aukinni notkun á Olafsfirði og Siglufirði, — sem er þó mjög óvarlegt — væri ekki hægt að reikna með meiri af- gangsorku hjá Skeiöfossvirkjun en 4-5 GWh samtals árin 1973 og 1974 eða áður en viöbótarvirkjun Framhald á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.