Þjóðviljinn - 09.08.1972, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Qupperneq 7
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN IVliftvikudagur !). ágúst 1972 Miövikudagur 9. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. Þjóðviljinn birtir í dag og i næstu blöðum grein sem íjallar um Slipp- stöðina á Akureyri. Saga þess fyrirtækis er afar lær- dómsrík, þarsem hún felur i sér veigamikla þætti ,,við- reisnar"-stef nunnar al- ræmdu. ,,Viðreisnin" varð pólitískt gjaldþrota á siðast liðnu ári, en ýmsar kreddur hennar í efnahagsmálum voru þá löngu gengnar sér til húðar. Ein af þeim kreddum var bundin Slipp- stöðinni á Akureyri, að vísu gatslitin, en reynt var að breiða yfir það með sýnd- arráðstöfunum, þegar trú- arjátningin dugði ekki lengur. Það hefur komið í hlut vinstri stjórnar að hef ja fyrirtækið upp úr því gjaldþroti sem einkafjár- magnið hafði sett það í. í þeim hluta greinarinnar sem birtist i dag er gerð grein fyrir pólitisku bak- sviði Slippstöðvarmálsins, hvaða kennisetningar í efnahagsmálum ,,viðreisn- in" setti á oddinn, og hverju hún hugðist ná fram með þeim. Sýnt er fram á hvað örlög Slippstöðvar- innar eru nátengd höfuð- kjarna ,,viðreisnar"-stefn- unnar, og hvers konar þáttaskil verða með valda- töku vinstri stjórnar. i f immtudagsblaðinu verður rakin saga Slipp- stöðvarinnar á Akureyri frá því að það var smáfyrir- tæki með rassvasabókhaldi og þangað til það var orðið með umsvifamestu fyrir- tækjum landsins með 180 starfsmenn. Getið er um tvö einkennileg undirverk- takafyrirtæki og sagt frá taprekstrinum sem varð einkennandi eftir að stór- hugurinn náði tökum á stjórnendunum. I þriðja hlutanum verður greint frá því hvernig opin- berir aðilar neyddust til að hlaupa undir bagga með eignalitlum mönnum sem höfðu f jármuni almennings milli handanna. Það reyndist þó hálfkák, sem engu bjargaði til lang- frama. Loks segir frá að- gerðum vinstri stjórnar til viðreisnar fyrirtækinu, svo og framtíðarhorfum. ÐSKILNAÐUR YIÐREISNAR N.ysniíöi í Slippstuöimii. Ljósm. Matthias Ó. Gestsson. Athafnasvæöi Slippstöðvarinnar séö úr lofti,— Ljósm. Matthfas ó. Gcstsson. Um Slippstöðina á Akureyri — Fyrsti hluti o Sú stjórnarstefna i el'nahags- málum sem ákveöin var meö elnahagsmálaliigum i ársbyrjun I9IÍ0 og reynt var aö slýra el'tir allt þar til samsteypust jórn Sjáll'- sta>öisflokks og Alþýöuflokks miss.ti þingmeirihluta viö kosn- ingar 1971, var skirö viöreisn al' höl'undum sinum. Almenningur l'ann l'ljótt háöshragö af þessu heiti, og helur þaö oftar veriö not- aö i niörandi merkingu en já- kvæöri. Kn þetta er hiö opinbera heiti, og veröur þvi haldiö hér. Yfirlýst markmiö viöreisnar- stefnunnar var aö ýla undir at- vinnurekstur einkaaöila og bUa þannig i haginn fyrir þá aö ..frelsi’’ i elnahagsmálum gæfi þeim aöstööu til aö láta aö sér kveöa. Var litiö svo á, aö mark- aöslögmálin sjáll' stýröu bezt gangi eínahagslifsins meö sem minnstum alskiptum af hálfu al- mannavaldsins. Þóaöþessum markmiöum va>ri lýst yfir og hagstjórnárráöstafan- ir almennl viö þetta miöaöar, geröist engin skipulagsbreyting i efnahagsmálum viö gildistöku viöreisnar. breyting er tæki til sjálfs cl'nahagsgrundvallarins. Peningaslofnanir voru eftir sem áöur á vegum rikisins og hin fjöl- miirgu framleiöslu- og þjónustu- fyrirtieki sem rekin eru á vegum opinberra aöila héldu áfram starfsemi sinni meö óbreyttum hætti. Ilins vegar var augljóst aö einkafyrirtækjum var hyglaö meö lánsl'é og aöra fyrirgreiöslu á kostnaö opinberra fyrirtækja og samvinnufyrirtækja. Var þvi eölilegt aö stjórnarstefnan leiddi á miirgum árum til þess aö hlutur einkaaöila. einkafjármagns, i efnahagslifinu ykist. Ilér veröur ekki rætt um tvo mikilviega þætti i viöreisnar- stefnunni, þar sem þeir snerta ekki beinlinis þaö mál sem ætlun- in er aö reifa, en hins vegar er myndin af viðreisnarkerfinu ó- lullkomin nema menn geri sér Ijóst, aö þeir tilheyra kjarna þess: a) viðleitni til aö halda hlutdeild launþega (verkalýðs i viðri merkingu) i þjóðartekjum i lágmarki — ýmist með bein- um kUgunaraðgerðum, svo sem banni á verðlagsbætur — með hefndarráðstöfunum gegn kauphækkunum, svo sem gengisfellingu — með tregðu við að ganga til samn- inga, eða með mun undirför- ulli og hættulegri aðferðum, sem fólust i þvi að draga vcrkalýðinn til ábyrgðar. fá forsvarsmenn hans inn i hag- stjórnarstofnanir þar sem þeir urðu fangar stjórnar- stefnunnar; b) ákvöröun um að tengja landið mun traustari böndunt við hagkerfi og rikjandi skipulag auðvaldslanda i N-Ameriku og V-Evrópu, og var henni fylgt fram með áframhaldandi her- námi, með inngöngu i EFTA (með stefnu á EBE endan- lega), með þvi að beina æ stærri hluta fiskútflutnings til Bandarikjanna þannig að dregiö gæti til drottnunarað- stöðu af þeirra hálfu, og loks með þvi að sækjast eftir að cr- lcnt einkaauömagiv eignaðist hér atvinnufyrirtæki og hreiðraði um sig i islenzku efnahagslifi. Viðreisnin breytti ekki islenzku hagkerfi i grundvallaratriðum, en leitaðist við aö sniöa af þvi augljósa vankanta frá sjónarmiði borgarastéttarinnar. Það átti að gera efnahagsleg yfirráð hennar beinni og ótviræðari, sterkari og minna háð daglegri starfrækslu hins pólitiska valds. Þegar pólitiskur styrkur við- reisnarinnar er brostinn, þá sýn- ist aftur hennar sem efnahags- stefnu með svo tærar hugsjónir ekki vera sérlega mikill á innan- landsvettvangi. Einkafjármagnið hefur ckki brotiö undir sig nýja geira i þjóðarbUskapnum. Við- reisninni mistókst i veigamestu atriö* að bæla verkalýðsstéttina, þótt hUn skilji þar óneitanlega eftir sig nokkur spor. En varðandi einstök fyrirtæki lætur viöreisnin eftir sig tvo minnisvaröa sem hvor um sig segja æði mikið um þá tilraun sem verið var að gera. Annar minnisvarðinn er ál- bræöslan i Straumsvik.á islenzk- an mælikvarða risavaxið fyrir- tæki, einkum hvað fjármagn snertir, en þaö er allt Utlent. Fyr- irtækið nýtur mikilla friðinda, enda er gróðamyndun þess mjög hröð. Þaö átti að vera það agn, sem lokkaði meira af erlendu einkafjármagni til landsins. Verða þessi fáu orð að nægja að sinni um þennan þátt málsins. Hinn minnisvarðinn er Slipp- stööin á Akureyri, stórt fyrirtæki sem hefði átt að geta orðið stolt islenzks einkaframtaks. En þar snerust hlutirnir viö og fyrirta'kiö varö skömm þess sama einka- framtaks. Með þvi að athuga þetta fyrir- tíeki kemur i ljós fágæt tilraun i þjóðfélagslegum efnum, þar sem almannafé er sóað og vinnuör- yggi tvö hundruð starfsmanna stefnt i voða til að hugsjónin mætti ná framgangi, sU hugsjón að allt annað megi gerast en að rikið taki að sér rekstur fyrir- tækja, jafnvel þótt „eigendurnir” séu bUnir að sigla þvi i strand. Þaö mátti ekki uppljóstra um þaö aö einmitt kerfi einkalramtaks og frjáls markaðar væri þröskuld urinn sem kæmi i veg fyrir að breyta megi rassvasafyrirta>ki handverksmanna i iðnaöarstór- rekstur — og aö i staö þess aö hlaða utan á þaö kapitali reiti „eigendur” af þvi hverja spjörog skilji þaö eftir alsbert. Og i raun- inni átti þetta lika aö gerast án þess aö gripiö væri til verkta'kni- legrar og rekstrarlegrar sérfræði nUtimans. Með komu vinstri stjórnarinnar urðu engar megin- breytingar i efnahagsmálum, þótt áherzlum hafi veriö breytt og ekki sé lengur haldiö af fyrri óbil- girni i einkarekstur þar sem skip- brot er augljóst. Og þótt e.t.v. megi benda á Skipasmiöastiiö Þorgeirsog Ellertssem ha'ttulegt skref, þá er nUverandi rikisstjórn ekkilengur tilbúin til aö fórna al- menningshagsmunum fyrir hug- sjónir einkaframtaks og mark- aðslögmála. Vissulega er enn veitt af al- mannafe til ýmis konar styrkja viö atvinnurekstur (og einkafyrir ta>ki) eins og f járlög sýna, en þess verður aö krefjast að skilyrðin fyrir þeim veröi skerpt þaö mikið, aö bagsmunir almennings veröi alltaf i iindvegi. (Framhald á fimmtudaginn) Myndin er tekin á bókasafninu. Myndir:GO Stœrsta sjúkrahússbókasafn á landinu er að Reykjalundi Bókasafn Vinnuheimilis- ins aö Reykjalundi er nú stærsta sjúkrahúsbókasafn á landinu og telur 7.600 bindi. Utlán safnsins á ár- inu 1971 voru alls 6.857 bæk- ur, en þaö sem af er þessu ári, eru útlánin komin upp í 5.597 bindi, sem bendir til gífurlegrar aukningar á þessu ári. Sérstakl. mætti geta þess, aö útlán bóka is- lenzkra rithöfunda hafa aukizt um 100-150%. Bókasafn Reykjalundar hóf starfsemi sína í október áriö 1954. Uppistaða þess voru bækur frá Reykjahæli i Ólfusi og Kópavogshæli. Einnig er nokkuð af bókum frá Vífilsstöðum. Stofnunin fékk bókasöfn þessi án end- urgjalds og síðan hefur f jöldi fólks gefið bækur til safnsinsog peninga, marg- ir án þess að láta nafns sms getið. Ein af fyrstu bókagjöfunum var frá Guðmundi Geirdal. Mjög gott safn. Siðan hafa safninu bætzt margar verðmætar gjafir. Stærstar þeirra, þegar frá er talin gjöf Guömundar Geirdals er safn Helga Jónssonar frá Þverá, gjöf frá erfingjum Jóns Guðbrands- sonar skrifstofustjóra, bækur Ur safni Unnar SkUladóttur Thor- oddsens á árinu 1971, en þar er mest um erlendar bækur að ræða. Þá barst á þessu ári injög höfð- ingleg gjöf frá Guðna Eyjólfssyni (Guðna i Gasstöðinni), á 4. hundrað binda i góðu bandi. Eru þá ótaldar gjafir frá ótalmögum öörum einstaklingum. Eins og áður sagði var bóka- eign safnsins 7.600 bindi i lok sið- asta árs, en siðan hafa bætzt við 420 bindi og er þá meðtalin gjöf Guðna Eyjólfssonar. Á siðasta ári var 110.000 krón- um varið til bókakaupa, en árið 1970 voru keyptar bækur til safns- ins fyrir 75.000 krónur. Rikis- styrkur nam þá 10.000 krónum, en styrkur stofnunarinnar 72.000 krónum: félagið Sjálfsvörn lagði fram 15.000 krónur og að auki námu félagsgjöld 4.600 krónum. Á undanförnum árum hefur SIBS veitt safninu riflegar peninga- gjafir. Félag vistmanna. Sjálfsvörn, stofnaði safnið og sá um starf- semi þess. Þriggja manna nefnd, kosin á aðalfundi ár hvert, hafði á hendi utlán og bókakaup. Tekjur safnsins fyrstu árin voru aðeins félagsgjöld og styrkur frá félagi vistmanna. Bókavörður nU er Eirikur Björnsson. en honum til aðstoðar eru ÁsrUn rienediktsdóttir, Val- gerður Eiriksdóttir og Finnur Sigurjónsson. Fram til ársins 1970 og 1971 var safnið skráð i aðfangabók og lausblaöamöppur eftir höfundum og titlum, en nU hefur það allt verið flokkað i spjaldskrá eftir Dewey-kerfi, og hefur sU vinna verið unnin af bókasafnsfræði- nema undir eftirliti bókavarðar Borgarspitalans. Það sem af er þessu ári, er Halldór Laxness með hæstu Ut- lánatölu, 85 eintök, en siðan koma GuðrUn frá Lundi (sem var hæst með 100 eintök allt árið i fyrra) 58, Ingibjörg Sigurðardóttir 57, Indriði G. Þorsteinsson 51 og Jón Helgason ritstjóri með 47 eintök, en i sjötta sæti er ljóðskáldið Tómas Guðmundsson með 41 ein- tak. Safnið á u.þ.b. 515 ljóðabóka- titla og kvæðasöfn og ca. 600 æfi- sögutitla. Erlendar bækur i hillum, aðal- lega á Norðurlandamálunum og ensku, eru yfir 1000 talsins og auk þess eru i umferö 200-300 bækur i vasabroti, sem ekki eru skráðar. Barnabækur eru 400. HUsnæði bókasafnsins var upp- haflega i hermannaskála, en er nú i kjallara aöalbyggingarinnar og ekki notað til annarrar starf- semi. Lestraraðstaða er á safn- inu. Allir vistmenn og starfsliö hafa aðgang að safninu og á árinu 1971 voru alls lánaðar Ut 6.857 bækur. Safnið er opið 2 kvöld i viku, 1-2 klukkustundir i senn, en auk þess eru oft sóttar bækur handa fólki utan þess tima og rUmliggjandi fólki eru færðar bækur. Auglýs- ingum um safnið hefur nýlega verið komið fyrir á auglýsinga- töflu heimilisins og hefur það aukið mjög aðsókn. NUverandi hUsnæði safnsins er aðeins til bráðabirgða. —-GO Eirikur Björnsson, bókavörður. _______J________________ _________________

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.