Þjóðviljinn - 09.08.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1972, Síða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. ágúst 1972 25 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL MIDVIKUDAGUK 9. ágúst ingatækin i loí'tinu, gat Gallup- blaöamaður Tottatiðinda komizt að raun um það án alirar talning- ar að fylgi Kvennaflokksins var stórum minnkandi, i þessum sal- arkynnum að minnsta kosti. Þetta var Bang ritstjóra Totta- tiðinda mikið gleöiefni, þvi aö Gallup-kónnunin hans hafði hag- að sór stórfuðulega upp á siðkast- ið. Til eigin afnotahafði hann út- búið eigið kerfi, sem sýndi viku- lega stöðu. Og það var ekki nóg með að súlan sem táknaði konur sem studdu kvennaflokkinn, helði hækkað geysilega, heldur hafði litli tappinn sem hafði verið pró- senta karlmannanna, farið að þokast upp á við lika — hægt og sigandi að visu, en með uggvæn- legri seiglu. Þetta var að miklu leyti bila- bransanum að kenna. Vörubil- sljórar sem þekktu Gundu lra bensindælunni, voru farnir að kinka kolli ihugandi á svip og segja hver við annan (Bang rit- stjöri hafði átt viðtiil við þá og vissi þettal: Það er kannski alls ekki svo fráleitl að fá konur i pólitikina. Gunda er fyrirtaks kvenmaður, hún reiknar alltaf rétt, og hún er alltaf til taks með gamanyrði og reyk. Það mætti segja mér að hún gæti staðið sig á borð við hvaða karlmann sem væri. Kinkabilstjórar i Totta hiifðu liKa haft gott samband við Gundu, þcir minntust viðskiptanna með ánægju, hvernig hún þurrkaði óbeðin af framrúöunni, var Irá- bærlega rösk við að athuga oliur og frostlög. Kn auðvitað er hún ekki ann- aö en kona, sagði Bang ritstjóri i iirvæntingu. — Ker hún ekki hirðuleysislega með bilana, vanl- ar hana ekki allar tillinningar gagnvart bílnum, eins og karl- menn hafa? — Hún fer með bilinn eins og hann væri ungbarn á þvottaborði, fullyrtu bilstjórarnir með inni- leik. Og það voru fleiri karlmenn i Totta sem gátu hugsað sér að Ég held að engum blöðum sé um það að fletta, að „viðreisn- inni” hefur tekizt með gengis- fellingarpólitik sinni að brengla öllu fjármála- og verðmætamati i landinu. Ég var að frétta um daginn, að sú viðmiðunarregla, sem borgaryfirvöldin i Reykjavik hefðu, þegar afgreiddar væru beiðnir um niðurfellingu fast- eignaskatta, væri að fella niöur á þeim sem ættu ekki ncma miljónacignir! Einhverntima hefði það þótt saga til næsta bæjar að „miljónerar” ættu kost á sér- stakri niðurfellingu skatta, af mannúðarsökum. kjósa kvennaflokkinn. Þeir sem áttu heima i húsum byggingarfé- lagsins litu með sérstökum vel- vilja á fulltrúa Kvennaflokksins, enda bjuggu ekki færri en fimmt- án þeirra á sama stað. Bygging- arfélagið hafði hagsmuna að gæta og kjósum þvi stelpurnar, gott l'ólk! Aldraðir — bæöi karlar og konur — hugsuðu um dásamlega elliheimilið, sem þeim hafði verið lofað: hreinsunarmennirnir i Totta litu með sérstakri velþókn- un á þau atriði stefnuskrárinnar sem vörðuðu sorphreinsun og vatnslagnir: verzlunarfólk i Kleifinni — báðum megin af- greiðsluborðsins — treysti Gundu Henriksen rétt eins og hún væri sjálf Marfa mey, mæðurnar i Totta sem bjuggu i nánd við sjó- inn, vonuðust eftir leikvöllum, miirgum leikvöllum ef konurnar kæmust i valdastöður og þeir kristnu voru ánægðir með að hugsað skyldi vera um hrörlegan kirkjuturninn og lélegt handriðið. Að visu höfðu aðrir flokkar lofað svipuðu og þessu, án þess að sér- lega mikið hefði gerzt i málunum eftir kosningar. En nú var fólk á þeirri skoðun að nýir vendir sóp- uðu bezt og það var aldrei að vita nema þessir nýju vendir tækju hlutunum tak, að minnsta kosti lyrsta kastið. Og tapparnir hjá Bang ritstjóra heldu áfram að hækka. Unz þeir stóðu grafkyrrir viku fyrir kosningar og sýndu ótviræða liekkun næsta dag. Brila kom askvaðandi inn til Gundu einn daginn, með logandi augu og rauöa dila i vöngunum; hún tók andann á lofti áður en hún lét fallast niður i stól og mátti aft- ur mæla: Veiztu — púha —- hvað þeir segja um okkur i bænum? Ö, þú getur ekki trúað — Ég er svo fok- reiö að — Hver hefur komið þess- um hviksögum af stað? betta er hra’ðilegt, Ciunda, alveg hræði- legt! — Allt i lagi, sagði Gunda og þurrkaði uppþvottavatnið af höndunum á bakhlutanum og gaut augunum af vana út að bensindælunni. — Allt i lagi, láttu það koma. Þú þarft ekkert að hlit'a mér. Hvað er sagt um okkur i bænum? —- Að ég — ég sé léttúðug kven- snift sem húkkaði karlmenn á Oslóargötum, — ó, ég gæti drepið þetta pakk! Og þú Gunda, átt að vera trúleysingi og hata Guð og kirkjuna og — — Nú hel' ég aldrei heyrt annað eins! Og ég sem les kvöldbæn á hverju kvöldi sagði Gunda. — Heyröu, það er kominn viðskipta- vinur. biddu hæg, ég kem rétt strax. Brita dæsti óþolinmóðlega, en beið samt þar til Gunda hafð af- greitt bilstjórann og kom inn aft- ur burstandi á sér hendurnar. Þá hélt hún áfram: — Allur bærinn segir að við sé- um hópuraf heimskum. fáfróöum og ábyrgðarlausum kvensniftum. jafnvel presturinn á að hafa var- að við okkur. Það er engu likara en steinöld dyndi yfir ef viö kæm- umst i bæjarstjórn! Hver skyldi standa á bak við þetta Gunda? Ef ég vissi þaö, þá skyldi ég — En mér þykir þetta verst þin vegna. Þú hefur gert svo mikið fyrir Kvennaflokkinn og nú miss- um viö kannski öll atkvæðin vegna þess aö ég er þessi — rödd Britu titraði ögn og hún saug upp i nefið — þessi léttúðardrós! — Er það meira? spurði Gunda ihugandi. — Nei, bara það að þú hatar skólann og kennarana og hefur engan áhuga á börnum. Þau fá minni kennslu og færri kristin- fræöitima og — og já, þá er það vist komið. Brita andaði djúpt og hallaði sér örmagna aftur ábak i stóln- um. Gunda beit á vörina og horfði á siðsumardaginn. Dökkrauðu búkettrósirnar i beðinu hjá dæl- unum voru komnar með nýja knúppa, og Gunda hugsaði meö sér að það væri svo sem eins með Kvennaflokkinn — knúppar sem næðu kannski aldrei að springa út, ef frostið yrði fyrra til. Svo hristi hún höfuðið. — Nei, það tjóar ekki aö hugsa svona. Komdu Brita, við förum inn og hringjum. Hringjum? — Já, til Osló. Komdu nú! Daginn eftir haföi simskeyti verið fest upp á fréttatöflu Gundu. Það var snyrtilega limt upp á pappa og umhverfis það voru hjiirtu og blóm. Textinn var svohljóðandi: SVAR VID SIMAFYRIR- SPURN FRÁ 1 GÆR. ÞAÐ VOTTAST AÐ MANNORÐ BRITU ENGEBRETSENS t OSLÓ ER VAMMLAUST. LOGREGLUSTJÓRINN t OSLO. — Svona sögusagnir verður aö kæfa i fæðingunni, sagði Gunda og kinkaði kolli, meðan hún virti fyrir sér vaxandi fólksstrauminn sem stanzaði hjá fréttatöflunni og las simskeytið. — Hvað okkur hinar varðar, þá er um stjórnmál að ræða og þá ber að nota aðrar aðferðir. Það var svo sannarlega fallega gert af lögreglustjóranum að vera svona skjótráöur, sagöi Brita. — En þú varst svo glað- hlakkaleg við hann i simann, að hann bráðnaði alveg! Gunda, þú berð vist ekki virðingu fyrir nein- um, er það? Ég bar nógu mikla virðingu fyrir honum til aö halda að hann væri heiðarlegur og almennilegur maður, sagði Gunda. — Hvað ætlaröu að gera i sam- bandi við hinar sögurnar? Gall- upskoðanakönnunin hans Bangs ritstjóra sýndi lika fallandi fylgi i dag Þú getur reitt þig á að hann brosti illkvittnislega þegar ég mælti honum á Stórgötunni i dag! Hmmm. Við látum örlögin ráða, tautaði Gunda leyndar- dómsfull og hristi uppþvottinn fram úr erminni, hún raulaði meira að segja fyrir munni sér og Brita horfði undrandi á hana. Tveim dögum seinna sprakk sprengjan. Formaður heilbrigðis- nefndarinnar, Liva Torén, fékk bréf frá rannsóknarstofu drykkj- arvatns i Osló; hún horfði með á- huga á umslagið áður en hún reif það upp við hádegisverðarborðið. Dagur Torén horfði kviðinn á hana. Hann hafði tekið eftir prentaða nafninu á umslaginu. Liva renndi augunum yfir inni haldiösvo fleygði hún bréfinu upp i loftiö og hrópaði fagnandi: — Þetta er dásamlegt! Þetta gerbreytir öllu, Dagur! Nú getur iólk séð að við höfðum á réttu að standa, og þá gleymir það öllum þessum andstyggilegu kjaftasög- um og kýs okkur! Þetta er stór- kostlegt! — Hvað er stórkostlegt, Liva? spurði bankastjórinn kuldalega. — Að þaö hafa fundizt þarma- bakteriur i vatnsbólum i norður- bænum. Mikið af þarmabakteri- um. Það er allt morandi i þeim! Blessuðum litlu skepnunum! Rannsóknarstofan segir að vatnið sé óhæft til drykkjar. Trúlega stafi það af þvi að jarðvegurinn umhverfis sé mettaður af skólpi og geti ekki tekið viðmeiru Þessir útikamrar eru gamlir og hrörleg- ir eins og þú veizt, og sennilega seytlar alltaf eitthvað ur fötunum og niður um gólfið. — Liva. sagði bankastjórinn með morð i rómnum, — ert það þú sem hefur sent inn sýnishorn af þessu drykkjarvatni? — Ég? Neijþvi fer fjarri. Ég hef ekki hygmynd um hver hefur gert það. En það gerðist svo sannar- lega á heppilegum tima! Hið sama sagði Hermann Hen- riksen við konuna sina, þegar Totta var komin i uppnám vegna upplýsinganna frá rannsóknar- stofnuninni. Héraðslæknirinn hafði samstundis fengið upp- hringingu frá formanni heilbrigð- isnefndarinnar um ástandið i norðurbænum, og Vestenberg læknir sendi samstundis út til- Morgunútvarp, Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. daebl.). 9.00 oe 10.oo Morgunbæn kl. 7.45 Morg- un leikf. kl. 7.50 Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Jónina Steinþórsdóitir les söguna um „Óskadraum Lassa” eftir önnu-Lisu Almquist (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Feike Asma leikur á orgel Chorale nr. 2 i h-moll eftir César Franok / Drengjakór Westminster dómkirkj- unnar flytur Missa Brevis i D-dúr op. 63 eftir Benjamin Britten; George Malcolm leikur á orgel / Feike Asma leikur á orgel Fúgu op. 127 eftir Max Reger. Fréttir kl. 11.00. Tónleikar: Frantisek Rauch og Sinfóniuhljóm- sveitin i Prag leika Pianó- konsert nr. 2 i f-moll eftir Chopin, Václav Smetácek stjórnar / Concertgebouw- hljómsveitin i Amsterdam leikur ,,Hafið”, hljóm- sveitarverk eftir Debussy; Eduard van Beinum stjórn- ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Loft- vogin fellur” eftir Richard llughes. Bárður Jakobsson les þýðingu sina (8). 15.15 islenzk tónlist. a. „Endurminningar smaladrengs” svita eftir Karl O. Runólfsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. b. Lög eftir Sigurð1 Þórðarson, Ástu Sveinsdóttur, Kal Ó. Run- ólfsson, og Elsu Sigfúss. Miðvikudagur 9. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Steinaldarmennirnir. llamskipti.Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Jerúsalem. Fyrri hluti myndar um sögu Jerúsa- lemborgar, trúabragðadeil- ur og fleira. Sýndar eru myndir frá helgistöðum kristinna manna, Gyðinga og Araba og rætt við fulltrúa trúarflokka og þjóðflokka. Þýðandi Óskar Ingimars- son. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Sigurveig Hjaltested syngur við undirleik ólafs Vignis Albertssonar. c. Svipmynd- ir fyrir pianó eftir Pál ts- ólfsson. Jórunn Viðar leik- ur. 16.15 Veðurfregnir. Róm — borgin eilifa.Séra Árelius Nfelsson flytur erindi. 16.40 Fréttir. Tónleikar. 17.30 ,,Æskuár min” cftir Christy Brown. Þórunn Jónsdóttir islenzkaði. Ragn- ar Aðalsteinsson les (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.40 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Álitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Strengjakvartett nr. 6 op. 78 eftir Vagn llolmboe. Koppel-kvartettinn leikur. 20.20 Sumarvaka. Heimilið á Þver felli. Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi segir frá. b. Ljóð eftir Stefán frá HvitadaL Höskuldur Skag- fjörðles.c. Sagniraf hröfn- um. Halldór Pétursson flytur. d. Kórsöngur.Karla- kór Reykjavikur syngur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. 2 1.30 Útvarpssagan: „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson leikari les þriðja bindi sög- unnar (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Maðurinn sem breytti um andlit" eftir Marcel Aymé,Kristinn Reyr les (5). 22.35 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson sér um þáttinn. 23.20 Fréttir i stuttu máli, Dagskrárlok. ágúst 1972. 21.30 Valdatafl. Brezkur framhaldsmyndaflokkur. 7. þáttur. Óvæntur mótleikur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Þessi þáttur var áður á dag- skrá s.l. miðvikudag, en varð ekki sýndur til enda vegna tæknilegra ágalla. 22.15 Viðtal við Halldór Lax- ness.Mag. art. Niels Birger Wamberg ræðir við Lax- ness. Viðtalið er á dönsku og er flutt óþýtt. (Norvision — Danska sjónvarpið) 22.40 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.