Þjóðviljinn - 11.08.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.08.1972, Blaðsíða 12
nomuiNN Föstudagur 11. ágúst 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 29. júli til 4. ágúst er i Lyfja- búðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Næturvarzla er i Stór- holti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Forseti Amnesty International um flugmenn USA: til astur fyrir”, sagði hann. „Engin hernaðarleg skotmörk voru i grennd við stiflugarðinn”. Kólera í Alsír Samkvæmt tilkynningu frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur kólera komið upp á nokkr- um stöðum i Alsir (Algeria). Ferðamönnum, sem þangað ætla, er þvi eindregið ráðlagt að láta bólusetja sig gegn kóleru i tæka tið. Orösending frá landlækni. Fjórir nýir miljónerar Fimmtudaginn 10. ágúst var dregið i 8. flokki Happdrættis Há- skóla tslands. Dregnir voru 4,500 vinningar að fjárhæö 28,920,000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, komu á númer 6456. Voru þeir allir seldir i Aðalumboðinu i Tjarnargötu 4. Það voru fjórir eigendur að þess- um miðum. Tveir þeirra áttu rað- ir af miðum svo þeir fá einnig aukavinningana, 100,000 krónur. 200,000 krónur komu á fjóra miða númer 53755. 10,000 krónur: 809 - 1785 - 1888 - 2013 2494 - 4457 - 4987 - 5045 7145 - 7331 - 7913 - 8732 10309 - 10832 - 11774 - 11935 13404 - 14857 - 15709 - 16636 17936 - 18511 - 18600 - 18731 18764 - 19877 - 21565 - 22026 23683 - 24474 - 25894 - 27269 27542 - 29077 - 29499 - 33302 35201 - 35782 - 35923 - 37195 38467 - 39515 - 39625 - 38975 44093 - 44233 - 45231 - 45579 46060 - 46727 - 47083 - 47636 47839 - 47893 - 48008 >4 48894 49567 - 51170 - 51531 - 53410 53752 - 55384 - 56223 - 56881 59077. Vilja taka þátt í aðgerðum gegn íslendingum Norskir togaraútgerðarmenn Iita útfærslu islenzku landhelg- innar mjög alvarlegum augum, að sögn formanns sambands þeirra i gær. ,,Ef tslendingar færa út fiskveiðilögsöguna, munu önnur riki gera slikt hið sama, og það verður rothögg á norska tog- araútgerð”, sagði formaðurinn. Hann kvað sambandið myndu taka þátt i gagnaðgerðum ásamt Dönum, ef af yrði. „Varpa sprengjum sér JL _E_ 9W það, sem hann hefði séð til aðfara skemmtunar” — ,, Bandarísku árásar- flugmennirnir velja skot- mörk sín eftir þvi hve ,,spennandi" viöfangs þau eru", sagði Sean MacBride, forseti hinna virtu alþjóölegu mannúö- arsamtaka „Amnesty Internationa I", fyrir skemmstu, en hann hefur feröazt um Norður-Viet- nam aö undanförnu og kynnt sér ástandið. MacBride, sem var fyrrum ut- anrikisráðherra trlands, sagði að Bandarikjamannanna, benti til þess að þeir hefðu sérstaka á- nægju af að varpa sprengjum á þéttbýli, og hneigðust til að kjósa sér kirkjur, musteri eða sjúkra- hús að skotmarki. Aðspurður um meintar loftá- rásir Bandarikjahers á stiflu- garöa, kvaðst hann hafa séð mörg vegsummerki um þær, og nefndi sem dæmi flóðgarö einn, kiló- metra á lengd, sem að minnsta kosti fimmtiu sprengjum hafði verið varpað á. „Gigarnir sýndu svo ekki varö um villzt, að árás- irnar miða að þvi að eyðileggja flóðgarðana; flestar sprengjurnar lentu þar sem garðurinn var veik- Mótmœla- Efni yfirlýsingar Svía: fólki misþyrmt Krá Norður-lrlandi — brezkir hermcnn misþyrma mótmæla- fólki. Á miðvikudaginn var citt ár liðið siðan liigin uni fangelsanir án dóms gengu i gildi i Ulster, og i flcstum borgum safnaðist múgur manns saman til að krefjast þess að þau verði numin úr gildi. Gagnstætt þvi sem búizt var við, koin ekki til mannskæðra átaka, en stórir hópar ungmenna börð- ust við lögreglu og hcrmcnn, og urðu nokkrir sárir I þeirri viður- eign. Saigonher sækir á við Quang Tri Saigon 10/8.Enn er hart barizt i fylkishöfuðborginni Quang Tri i Suður-Vietnam. 1 morgun náðu Saigonhermenn mikilvægri brú skammt sunnan borgarinnar á sitt vald, og lokuðu þar með helztu birgðaflutningaleiðinni til þeirra sveita Þjóðfrelsishersins sem enn verjast i hinu forna virki i miðborginni. Talsmenn her- stjórnar Saigonmanna kváðu þetta mikinn sigur, en að sögn ýmissa bandariskra herforingja var hann helzt til dýrkeyptur. Munu reyna að trvggja sérréttindi strandríkja Þjóðvitjanum barst í gær texti yfirlýsingar sænsku ríkisstjórnarinnar vegna útfærslu landhe Iginnar. Meginefni textans er á þessa leið: Sú staðreynd að tslendingar byggja afkomu sina mestmegnis á fiskveiðum, er almennt viður- kennd. Á fyrirhugaðri Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna munu Sviar leggja sitt af mörkum til að tryggja, að þau lönd er hagsmuna eiga að gæta fái rétt- mætum kröfum sinum fram- gengt. Þetta á ekki hvað sizt við um lönd eins og Island, sem grundvallar efnahagslif sitt á fiskiðnaði. Sænska rikisstjórnin harmar að islenzka stjórnin skuli ekki hafa séð sér fært að biða þess að Haf- réttarráðstefnan skili niðurstöð- um sinum. Eins og málum er nú háttað, vonar sænska stjórnin að tslendingum takist að tryggja sér nægjanleg veiðisvæði fyrir flota sinn, i samráði við þau lönd önn- ur, er hagsmuna eiga að gæta. Þrettánda einvigisskákin var tefld i gærkvöldi, og fór hún i bið eftir fjörutiu og einn leik. Bið- staðan virðist vera auðunnin fyrir Fischer: hefur hann tvö peð yfir, og mislitir biskupar virðast engu breyta þar um. Enn einu sinni kom Fischer á óvart með byrjunarvali sinu, er hann valdi Aljekinsvörn gegn kóngspeðsbyrjun Spasskis. Þetta virtist koma Spasski á ó- FISCHER KOM ENN Á ' r OVART I BYRJUNUNNI varl, og kaus hann að hafna hinni hvössu fjögurra peða framrás 4. c4 og 5 f4 og valdi i staðinn að leika 4. Rf3 sem talið er mjög öruggt framhald. En eftir það tefldi hann mjög veikt, og leikir eins og 7. Rbd2 og 9. h3 færðu frumkvæðið i hendur Fischers. Bein afleiðing af þessari ónákvæmni var svo fall peðsins á a4 sem ekki virtist svo auðvelt að ná til baka. Spasski reyndi i staðinn að ná sókná kóngsvængnum og virtist um tima ætla að verða nokkuð ágengt I þvi efni. Það er spurn- ing hvort Spasski hefur ein- hversstaðar átt betri leið en þá er hann valdi: einkum finnst manni að leikir eins og 25. Dc3 og 26. Kh2 hafi ekki verið þeir beztu. Eftir drottningarkaupin virðist ekki annað að sjá en Fischer eigi auðunnið á flesta vegu. Tilraunum Spasskis til að ná færum með þvi að brjótast i gegnmeðhrók sinn um f4 og h4 svarar Fischer einfaldlega með Frainhald á 11. siðu. ABCDEFGH 13. EINVÍGISSKÁKIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.