Þjóðviljinn - 11.08.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1972, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN ; Ftistudagur 11. ágúst 1972 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvaemdastjóri: Eiður Bergmartn. Ritatjórar: SigurSur GuSmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). ÁskriftarverS kr. 225.00 á mánuði. LausasöluverS kr. 15.00. Prentun: BlaSaprent h.f. MYNDARLEG LEIÐRETTENG ER NAUÐSYN Þegar fólk er 67 ára að aldri er talið eðli- legt að þjóðfélagið taki að greiða þessu fólki fé úr sjóðum almannatrygginga. Ellilífeyrir er ekkert annað en f járupphæð sem þeir öldruðu eiga þá inni fyrir störf sín i marga áratugi. Núverandi ríkisstjórn hefur auk ellilifeyris tekið inn i lög og reglur ákvæði um tekjutryggingu, sem á að vera til þess að hjálpa þeim öldruðum, sem ekkert geta unnið eða hafa engan lif- eyri annars staðar af einhverjum ástæð- um. En sem betur fer er það þannig að mikill fjöldi aldraðra getur unnið eitthvað eftir 67 ára aldur — i sjávarplássunum úti á landi vinnur þetta fólk oft fyrir umtals- verðum upphæðum við sjávarútveginn, i frystihúsum, saltfiskverkun eða skreiðar- verkun. Þetta aldraða fólk vinnur vegna þess að það vill og getur unnið og auk þess er þörf á vinnuframlagi allra sem vettl- ingi geta valdið þegar mest er að gera á vertiðunum. Þannig getur þetta fólk oft komizt i umtalsverðar tekjur með mikilli vinnu. En skattar eru ekki lagðir á tekjur á Islandi eftir þvi hvernig teknanna er afl- að; það er ekki tekið tillit til þess hvort viðkomandi aldraður maður hefur tekjur sinar af frystihúsavinnu 10 tima á dag fimm daga vikunnar eða hvort hann hefur tekjur sinar af hlutabréfagróða — nú, eða af eftirlaunagreiðslum úr fjórum lifeyris- sjóðum eins og dæmi munu til um. Þannig er ekki farið eftir þvi við skattlagningu hvernig teknanna er aflað, enda væri slikt sjálfsagt erfitt i framkvæmd — en annað er erfiðara, sérstaklega fyrir þá öldruðu: Skattarnir eru teknir eftir á, eftir að tekn- anna er aflað. Þetta kemur sérstaklega illa við þá aldraða sem vinna hörðum höndum i sjávarplássunum á Islandi þeg- ar vinna gefst — en svo dregst vinnan kannski saman á næstu vertið og þá er erf- itt að greiða háa skatta fyrra árs. Þetta eru atriði, sem einnig verður að taka tillit til i sambandi við skattlagningu aldraðra. Og þetta eru atriði sem verður að athuga nú, þegar til stendur að breyta skattaálög- um á aldraða fólkið. Sú breyting sem rik- isstjórnin hefur nú fyrirhugað að gera verður að vera myndarleg og i samræmi við félagslega stefnu núverandi rikis- stjórnar. Það er krafa allra stuðnings- manna stjórnarinnar og það er vafalaust einnig vilji rikisstjórnarinnar sjálfrar. Slikar ráðstafanir njóta almenns stuðn- ings allra — og það hlyti þá að njóta stuðn- ings að fjármagnið verði um leið tekið af þeim sem byrðar geta borið. TAKA VERÐUR TILLIT TIL SKATTAÁBENDINGA BLAÐANNA Þjóðviljinn hefur bent á mörg dæmi um það hvernig ýmsir aðilar virðast hafa sloppið auðveldlega við að borga skatta að þessu sinni. Þetta verður að endurskoða og athuga — en um leið verður blaðið að krefjast þess að allar slikar ábendingar séu teknar til athugunar af hlutaðeigandi skattayfirvöldum. Blöð eru gefin út lika til þess að benda á þætti i þjóðfélaginu sem þurfa úrbóta. Oft er erfitt fyrir blöðin að benda beint á þau dæmi sem um er að ræða, en þar sem skattskráin er opinbert plagg, eru möguleikar á þvi fyrir þau blöð sem vilja kanna málin niður i kjölinn. Og það starf blaðamanna eiga skattrann- sóknarmenn að kunna að meta — þeir eru þjónar almennings, á launum almennings, og almenningur vill að tekið sé á skatta- málum af festu og hörku ef með þarf. Dœmisaga um nýlendustefnuna nýju Dótturleit einrœðisherra og úranleit stórveldanna Bokassa; þjófar lamdir I hel. Forseti Mið-Afrikulýð- veldisins, Jean Bedel Bokassa, er atvinnuher- maður, barðist með ný- lenduher Frakka i Indókina. Hann hrifsaði til sin völdin i þessari fyrrver- andi nýlendu Frakklands árið 1965. Síðan hefur hann fátt eitt gert en að leggja blöðum til efni sem veröur — beint eða óbeint — til þess aö kasta rýrð á sjálf- stæði nýfrjálsra rikja Afriku og gefa sjálfs- ánægðum Evrópumönnum tækifæri til að segja sem svo: hefði nú ekki verið betra að við stjórnuðum þessum villimönnum? Sunnudag einn fyrir skemmstu lét Bokassa höggva eyrað af þrem þjófum á torgi i Bangui. Daginn eftir voru aðrir 146þjófar barðir með lurkum af hermönn- um undir persónulegu eftirliti forsetans. Bokassa sagöi þetta gert i þvi skyni, að styrkja orðstir Mið-Afrikulýðveldisins, sem þjóf- ar hefðu saurgað. Bokassa hefur skipað svo fyrir að þjófi skuli fyrst refsað með missi annars eyra, i annað sinn með missi hins eyrans, i þriðja sinn skal höggvin af honum hönd- in, og i f jórða sinn skal hann drep- inn. Barsmiðarnar á dögunum fóru fram að viðstöddum forseta og ráðherrum — jafnmargir her- menn og þjófarnir voru tóku þátt i barsmiðinni og höfðu leyfl til að ganga af fórnarlömbum sinum dauðum. Þrir þjófanna létust, og hinir særðu voru hafðir til sýnis i borginni næsta dag. Bokassa hefur sýnt margar undarlegar sviptingar i utanrikis- málum, en eins og franska vinstriblaðið Le Nouvel Observa- teur kemst aðorði, þá hafa frönsk stjórnvöld sýnt honum ,,merki- lega þolinmæði”. Þolinmæði þessi stafar af þvi, að Frakkar vilja umfram allt halda itökum sinum i fyrrverandi nýlendum, og þeir telja Mið-Afrikulýðveldið hafa hernaðarlega þýðingu á svæði þar sem ýmis stórveldi leita eftir áhrifum. Auk þess finnst úraníum i landinu. Bokassa hefur til skiptis hallað sér að nýjum eða gömlum hús- bændum — Frökkum eða Banda- rikjamönnum. Þær sveiflur komu með furðulegum hætti fram i sambandi við leit, sem hann lét gera i Vietnam að dóttur, sem hann kvaðst hafa eignazt með vietnamskri konu þegar hann barðist þar i nýlenduher Frakka. Franska leyniþjónustan fann eina ,,dóttur” sem reyndist þó ekki ,,ekta” — en sú bandariska fann þá einu réttu dóttur, sem nú býr hjá Bokassa og er mikill sómi sýndur. Fyrir þessa þjónustu fengu Bandarikjamenn i sinar hendur réttinn til að nýta úrannámurnar i Mið-Afrikulýðveldinu. Opin- berlega var sagt að Franska atómorkunefndin hefði ekki áhuga á svo lélegum námum — en við tók bandariska fyrirtækið Agricola Metals Corporation. En það vildi svo til, að blaðamenn i Saigon komust að þvi hvernig i öllu lá i raun og veru.... mmmm fHR liásioií? foi. * c/ INbVERSK UNDRAVERÖLD ' m iW ffll Nýjar vorur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: tJtskorin borð (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi,. flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér I JASMIN, við Hlemmtorg. sam mmmmm Skrifstofufólk óskast Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins óskar að ráða skrifstofufólk til vélritunar og bókhaldsstarfa frá 1. september n.k. að telja. Vélritunarkunnátta og meðferð bók- haldsvéla nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingará skrifstofunni, Borgartúni 7. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.