Þjóðviljinn - 22.08.1972, Blaðsíða 4
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. ágúst 1972
DJOÐVHHNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljarw.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar:
Skólav.st 19. Sími 17500 (5 línur),
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðl.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÞEIR BREZKU MUNU TAPA
Fregnir hafa borizt um það að brezkir
togarar stefni nú á Islandsmið hundruðum
saman. Jafnframt er sagt að yfirmanna-
félagið á brezkum togurum hafi vilyrði
fyrir þvi að brezki flotinn beiti ofbeldi
gegn íslendingum, er islenzk varðskip
taka að verja landhelgina eftir 1. septem-
ber. Formaður yfirmannafélagsins
brezka er Islendingum kunnur eftir að
hann gisti Litla-Hraun fyrir að hafa ráðizt
á islenzka lögreglumenn með fantaskap
fyrir nokkrum árum, þannig að úr þeirri
áttinni var ekki að búast við neinum
góðum tiðindum. Hitt vekur furðu að á
sama tima og Bretar búa sig undir að
beita ofbeldi á Islandsmiðum liggur i
skrifborðsskúffu brezks ráðuneytis við-
ræðutilboð frá íslenzku rikisstjórninni og
engin svör berast enn, en það kemur
heldur engum mjög á óvart þó að frá Bret-
landi berist fremur fregnir um ofbeldi en
skynsemi. Svo hefur löngum verið i við-
skiptum Breta við aðrar þjóðir — einkum
smáþjóðir.
Brezka heimsveldið hefur nú liðið undir
lok sem slikt. Samt reyna ihaldssamir for-
kólfar þess enn að beita stjórnunarað-
ferðum heimsveldisins. Nægir i þvi sam-
bandi að minna á blóðbaðið i Norður-ír-
landi, eða neyðarástandið sem fjórum
sinnum á þessu ári hefur verið lýst yfir
gegn verkamönnum i Bretlandi. Þegar
brezkir togaraeigendur virðast vera að ná
yfirhöndinni i að móta afstöðu brezku
stjórnarinnar, stafar það af þvi að brezka
stjórnin hefur löngum fremur tekið mark
á auðjöfrum en almenningi. Svo er enn i
þetta skipti. Hvort sem brezkir togara-
skipstjórar hóta byssykúlum eða veifa
ÞORSKUR EÐA ÁL
Það er stefna núverandi rikisstjórnar á
íslandi að treysta undirstöðu islenzks
efnahagslifs með þvi að styrkja og stór-
efla islenzka atvinnuvegi. í þessu skyni
hefur núverandi rikisstjórn gert marg-
háttaðar ráðstafanir bæði i sjávarútvegi
og iðnaði og mætti nefna þar mörg dæmi.
Með þessari stefnu er horfið frá þvi
meginviðhorfi fráfarandi stjórnarvalda
að islenzkt atvinnulif væri fallvalt og
einskis megandi: þess vegna yrði að af-
henda erlendu einkaauðmagni islenzkar
auðlindir og islenzkt vinnúafl. 1 skjóli
þessarar stefnu var efnt til samninganna
við svissneska álhringinn; samninga sem
eru hneyksli hvernig sem á þá er litið.
Talsmenn Alþýðubandalagsins i
kosningunum i fyrra lögðu höfuðáherzlu á
að um tvær leiðir væri að velja i atvinnu-
málum og islenzka leiðin varð ofan á i
kosningunum, enda á hún fylgi að fagna i
öllum stjórnmálaflokkum hér á landi.
Innan Sjálfstæðisfl sem þó hafði forustu
um óþjóðlegu afturhaldsstefnuna i at-
vinnumálum, var veruleg andstaða við
stefnu flokksforustunnar. Þetta kemur til
dæmis afar skýrt fram i grein sem Einar
Sigurðsson útgerðarmaður skrifar i
niðurstöðu furðusamkundunnar i Haag
mun það i engu hjálpa til gegn islenzkum
varðskipum, islenzku þjóðinni, islenzkum
veðrum á íslandsmiðum. Þeir sem hafa
vondan málstað eru dæmdir til þess að
tapa. Og það á við Breta i þetta skipti sem
iðulega áður i hrakfarasögu brezkra
heimsvaldasinna.
Morgunblaðið um siðustu helgi, þar sem
hann sýnir fram á þau miklu friðindi sem
álverið i Straumsvik nýtur i raforkuverði,
tollum og sköttum umfram islenzka at-
vinnuvegi.
I grein sinni sýnir Einar Sigurðsson
fram á framleiðsluverðmæti erlendu stór-
iðjunnar annars vegar og frystihúsanna
hins vegar: ,,Fimm frystihús i Vest-
mannaeyjum framleiddu siðasta ár
sjávarafurðir fyrir 1000 miljónir króna. í
þeim vinna að meðaltali um 500 manns. í
álverinu unnu siðastliðið ár 434 manns, og
var framleitt ál fyrir útflutningsverðmæti
sem nam um 2000 miljónum króna. Stofn-
kostnaður fiskiðjuveranna er ekki nema
1/4 hluti af þvi, sem hann er hjá álverinu,
þó að um nýbyggingar væri að ræða, og er
þá sleppt orkuverunum. Með örðum
orðum væri hægt að byggja 20 frystihús í
Eyjum jafnstór og þau sem fyrir eru fyrir
það, sem Álverið kostaði. Þau myndu þá
væntanlega framleiða fjórum sinnum
meira en frystihúsin sem fyrir eru eða
fyrir 4000 miljónir króna.”-Dæmi Einars
Sigurðssonar er sláandi til samanburðar á
islenzku stefnunni i atvinnumálum og
þeirri óþjóðlegu, sem fylgt var.
Ályktanir sumarþings SÍNE
Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum var
sumarþing SÍNE — samtaka námsmanna erlendis
— haldið dagana 12. og 13. ágúst s.l. Nokkrar álykt-
anir þingsins fara hér á eftir, eins og þær voru sam-
þykktar á þinginu:
Sumarþing SÍNE mótmælir harðlega þeim pólitisku
réttarhöldum i Tékkóslóvakiu sem farið hafa fram
og standa yfir gegn fylgjendum stjórnarandstöð-
unnar, er berzt m.a. fyrir brottför rússneska her-
námsliðsins úr Tékkóslóvakiu.
Sumarþing SINE mótmælir
harðlega þeirri leynd sem rikir
yfir réttarhöldum i Tékkósló-
vakiu, sem farið hafa fram og
standa yfir, og krefst þess að öll
réttarskjöl verði opinberuð,
þannig að almenningi verði ljóst
það sem þar fer fram. Einnig
álitur sumarþing SINE það
ósamrýmanlegt fulivalda riki að
hafa erlendan herafla i landi sinu
og skorar á yfirvöld i Tékkósló-
vakiu að visa svoézkum her
umsvifalaust úr Tékkóslóvakiu.
Sumarþing SINE lýsir ánægju
sinni með þátttöku sambandsins i
heimsóknum Phan Hoi, fulltrúa
upplýsingarskrifstofu bráða-
birgðabyltingarstjórnarinnar i
lýðveldinu Suður-Vietnam, og
Anotonio Neto, fulltrúa Þjóð-
frelsishreyfingar Ángóla. Sumar-
þing ályktar að slikri starfsemi
skuli haldið áfram, og se höfð
hliðsjón af fjárhagsstöðu SINE.
Sumarþing SINE fordæmir
hinar stórauknu árásaraðgerðir
af hálfu Bandarikjahers i Indó-
LJ
Dómarar í Aðalstræti
— dómarar í Prag
Samkvæmt skrifum Morgun-
blaðsins siðustu daga má ætla að
þar hafi hernámsandstæðingar
skyndilega og i hæsta máta óvænt
eignazt nýjan bandamann. Alykt-
un þessa má draga af skrifum
Morgunblaðsins um pólitfsku
réttarhöldin i Tékkóslóvakiu.
Fyrir 4 árum voru þau öfl i
Tékkóslóvakiu brotin á bak aftur
með hervaldi sem vildu breyta
þjóðfélaginu i átt til lýðræðis og
frelsis á grundvelli sósialism-
ans. bessi öfl áttu samúð sósial-
ista um allan heim, en voru i
andstöðu við hagsmuni valdaafl-
anna i Varsjárbandalagsrfkjun-
um fimm sem að innrásinni
stóðu. Er innrásin var gerð var
hún harðlega gagnrýnd meðal
annars af islenzkum sósialistum,
og þeir bentu á lærdóma sem af
henni mætti draga:
Bent var á að lýðræðisþróun i
Tékkóslóvakiu hefði ógnað valda-
stétt Sovétrikjanna sjálfra og
ekki sizt þess vegna hefði innrás-
in verið gerð.
Bent var á að innrásin heföi
verið gerð á grundvelli þess að
Tékkóslóvakía var aðili að hern-
aðarbandalagi.
Bent var á að hernám Sovét-
rikjanna i Tékkóslóvakiu eftir
innrásina væri til þess að halda
lýðræðisöflunum i landinu niðri.
Þetta hefur allt komið á daginn.
En það hefur lika komið á daginn
sem hvað eftir annað var bent á
hér i Þjóðviljanum haustið 1968,
að innrásin yrði notuð af andstæð-
ingum sósialisma og lýðræðis til
þess að gera árásir á sósialista i
öðrum rikjum. Þetta hefur gerzt
meðal annars hér á Islandi, en sú
árás hefur mistekizt gjörsamlega
vegna þess að almenningur á Is-
landi veit hið sanna i málinu — og
sifellt fleiri gera sér grein fyrir
þvi, að þeir, sem stóðu að innrás-
inni 21. ágúst 1968, og þeir sem nú
stýra pólitiskum réttarhöldum og
fella pólitiska dóma, eiga samleið
með þeirn mönnum á íslandi sem
fremst ganga i flokki hernáms-
sinna fyrir ævarandi fjötrun Is-
lands i hernaöarbandalag og fyrir
hernámi tslands um ókomna
framtið.
Lýðræðistal ofstækismanna i
forustu Sjálfstæðisflokksins og á
Morgunblaðinu eru bara orð, ein-
tómt orðagjálfur. Ekkert væri
þessum mönnum kærara en að
geta með „dómum” eins og i
Tékkóslóvakiu — lokað fyrir
gagnrýni þeirra manna a Islandi
sem vilja breyta þjóðfélaginu i átt
til fullkomnara lýðræðis ogsósial-
isma. Enda sést af skrifum
Morgunblaðsins að þar búa dóm-
glaðir menn. Daglega eru felldir
dómar yfir islenzkum sósialistum
i Morgunblaðinu og — eins og i
dómunum i Prag — er byggt á
fjarstæðum og umfram allt
hræðslu við að gagnrýni afhjúpi
raunverulegt eðli valdastéttar-
innar. Niðurstaðan verður fjar-
stæða, eins og forsendurnar.
Hafa þá hernámsandstæðingar
eignazt bandamann i Morgun-
blaöinu? Svo mætti ætla við að
lesa skrif þessa blaðs um dómana
i Tékkóslóvakiu þvi að þjóðfé-
lagsleg undirstaða dómanna er
hernám Sovétrikjanna i Tékkó-
slóvakiu. En Morgunblaðið tekur
aldrei rökrétta afstöðu til neins,
sizt til hernámsmálanna. Dóm-
arnirsem felldir eru i glerhöllinni
við Aðalstræti eru jafnfráleitir og
jafn fordæmanlegir og þeir dóm-
ar sem fregnir berást af frá Prag
um þessar mundir.
Fjalar.
kina, og sérstaklega sprengju-
árásirnar á hið lifsnauðsynlega
áveitukerfi i nyrðri hluta lands-
ins. Við lýsum fullum stuðningi
við þjóðfrelsisbaráttuna i Indó-
kina, og við 7-riðla friðartillögu
bráðabirgðabyltingarstjórnar
Lýðveldisins Suður-Vietnams frá
1. júli 1971, en höfuðatriði hennar
eru:
1) Timasetning á algerum brott-
flutningi bandarisks herliðs frá
Suður-Vietnam, stöðvun loftárás-
anna og allra hernaðaraögerða
Bandarikjastjórnar i Vietnam.
2) Að Bandarikjastjórn hætti öll-
um afskiptum af innri málefnum
Suður-Vietnams og hætti stuðn-
ingi við hernaðarkliku Thieus, og
að mynduð verði samsteypu-
stjórn i Suður-Vietnam sem
skipuleggi almennar kosningar i
Suður-Vietnam og starfi þar til
þærhaíafarið fram. Við skorum á
rikisstjórn Islands aðviðurkenna
þegar i stað stjórn Alþýðulýð-
veldisins Vietnams og bráða-
birgðabyltingarstjórn Lýðveldis
Suður-Vietnams. Að hefja þegar i
stað efnahags- og tækniaðstoð við
rétta fulltrúa vfetnömsku þjóöar-
innar sem áður voru nefndir og i
samræmi við óskir hennar sjálfr-
ar.
Nú fer fram endurskoðun laga
um námslán og námsstyrki, og
mun ætlunin að ljúka henni fyrir
næsta löggjafarþing. Það er ský-
laus krafa sumarþings SINE, að
lögum þessum verði breytt þann-
ig að fulltrúar námsmanna verði i
meirihluta i stjórn Lanasjóðs.
Einnig var samþykkt tillaga
um brottvisun bandariska hersins
og tafarlausa úrsögn úr NATO.
-atg-