Þjóðviljinn - 22.08.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3.
Fischer hefur örugga forustu
- Spasski reyndi 1 rúma tuttugu leiki að vinna jafnteflisstöðu
Mikill mannfjöldi fylgdist með
er sextánda einvigisskákin var
tefld á sunnudaginn. Svo mikil
var aðsóknin að takmarka varð
aðgang að skáksalnum.
Greinilegt var að margt fólk
hafði lagt leið sina þangað sem
ekki hafði komið áður auk hinna
föstu áhorfenda.
Fischer sem hafði hvitt lék i
fyrsta leik uppáhaldsleik sinum
e4, en hann hefur aðallega leikið
c4 i þessu einvigi. Spasski svaraði
með e5 og upp kom spánskur
leikur i annað skiptið i þessu ein-
vigi. í tiundu skákinni þar sem
einnig kom upp spánskur leikur
var teflt hið svokallaða Breyer-
afbrigði, og vann Fischer eftir
miklar sviptingar. Að þessu sinni
kaus Fischer að tefla svo kallað
uppskiptaafbrigði, sem var mikið
teflt af þeim miklu meisturum
Lasker og Capablanka laust eftir
aldamótin siðustu. Fischer hefur
vakið þetta afbrigði til lifsins að
nýju og beitti hann þvi fyrst á
Olympiuskákmótinu á Kúbu 1966.
Ýmsir stórmeistarar hafa siðan
brugðið þvi fyrir sig.
Spasski var greinilega undir
þetta búinn og lék byrjunina af
öryggi, en ekki tefldi hann þó
byrjunina á þann veg sem Fisch-
er álitur bezt fyrir svartan. Kaus
hann að valda peðið á e5 i 9. leik,
en Fischer álitur að betra sé að
skipta fyrst upp á f3.
Fischer lék i 10. leik Rbd2, i bók
sinni um spánska leikinn nefnir
Keres leiðina 10. Bg5-h6 11. Bh4 —
Re7. 12. Rbd2—Rg6 13. Bg3—Be6
14. Rfl—0—0 og telur þá svartan
standa vel.
Spasski tefldi miðtaflið
skemmtilega og tókst að vinna
peð en við það einfaldaðist staðan
mikið og Fischer sem tefldi vörn-
ina mjög vel tókst að halda i horf-
inu. Eftir rúma þrjátiu leiki blasti
jafnteflið við, en Spasski reyndi i
rúma tuttugu leiki i viðbót að
vinna fræðilega jafnteflisstöðu og
loks er Fischer ætlaði að fara að
leika biðleik sá hann fram á til-
gangsleysi þessara tilrauna og
rétti Fischer hendina til merkis
um að hann biði jafntefli, sem
Fischer þáði að sjálfsögðu.
Fischer heldur þvi áfram
þriggja vinninga forustu og með
hverri skák færist hann nær hin-
um langþráða titli. Möguleikar
Spasski fara úr þessu nánast að
vera fræðilegir. Hann þarf að fá 5
1/2 vinning út úr siðustu átta
skákum, en Fischer aftur á móti
þarf ekki nema 3 vinninga til að fá
hinn eftirsótta titil.
Sautjánda skákin verður tefld i
dag kl. 17 og hefur Spasski þá
hvitt.
Hvítt: R. Fischer
Svart: B. Spassky
Spánski leikurinn.
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
16. EINVIGISSKÁKIN
4. Bxc6 dxc6 33. Hxa6 Hxh2
5. 0-0 f6 34. Kf3 Hd2
6. d4 Bg4 35. Ha7 + Kf6
7. dxe5 Dxdl 36. Ha6 + Ke7
8. Hxdl fxe5 37. Ha7 + Ifd7
9. Hd3 Bd6 38. Ha2 Ke6
10. Rbd2 Rf6 39. Kg2 He7
11. Rc4 Rxe4 40. Kh3 Kf6
12. Rcxe5 Bxf3 41. Ha6 + He6
13. Rxf3 0-0 42. Ha5 h6
14. Be3 b5 43. Ha2 Kf5
15. c4 Ha-b8 44. Hf2 + Kg5
16. Ha-cl bxc4 45. Hf7 g6
17. Hd4 Hf-e8 46. Hf4 h5
18. Rd2 Rxd2 47. Hf3 Hf6
19. Hxd2 He4 48. Ha3 He6
20. g3 Be5 49. Hf3 He4
21. H1-C2 Kf7 50. Ha3 Kh6
22. Kg2 Hxb2 51. Ha6 He5
23. Kf3 c3 52. Kh4 He4 +
24. Kxe4 cxd2 53. Kh3 He7
25. Hxd2 Hb5 54. Kh4 He5
26. Hc2 Bd6 55. Hb6 Kg7
27. Hxc6 Ha5 56. Hb4 Kh6
28. Bf4 Ha4 + 57. Hb6 Hel
29. Kf3 Ha3 + 58. Kh3 Hhl +
30. Ke4 Hxa2 59. Kg2 Hal
31. Bxd6 cxd6 60. Kh3 Ha4
32. Hxd6 Hxf2 1 Jafntefli.
Skáksamband íslands:
Eigum engan
þátt í að
stefna Fischer
„Við eigum alls engan
þátt í þessari stefnu
Chesters Fox á hendur
Bobby Fischer", sagði
Ásgeir Friðjónsson lög-
fræðingur Skáksambands
islands, en eins og kunnugt
er hefur Fox og lögfræð-,
ingur hans stefnt Fischer
fyrir samningsrof varðandi
kvikmyndun einveigisins
og dregið nafn Skáksam-
bands islands inní þá
stefnu sem meðstefnanda.
Um leið og það kom fram i
fréttum frá New York, að Skák-
samband Islands væri viðriðið
þessa stefnu, sendi sambandið frá
sér yfirlýsingu um að það væri al-
rangt að það ætti nokkurn þátt i
þessari stefnu og að það hefði
ekkert um hana vitað fyrr en það
kom fram i fréttum.
,,Ég veit ekki nákvæmlega
hvernig á þvi stendur að við erum
innfþetta dregnir”, sagöi Ásgeir,
en þá má vera að meira sé úr
þessu gert en efni standa til, að
þetta sé blásið upp i fréttum. Við
höfðum samband við Fox og
lögfræðing hans og þeir lofuðu að
senda þegar út leiðréttingu á
þessu máli.„Það má vera’’ sagði
Ásgeir„að vegna klásúlu i samn-
ingi okkar við Fox um að hann
mætti undir vissum kringum-
stæöum nota nafn sambandsins ef
til málaferla kæmi, þá hafi þetta
gerzt, en að þessu sinni átti þessi
klásúla alls ekki við og við sverj-
um af okkur alla þátttöku i þessu
máli.
—S.dór.
Hattur Churchills
seldur fyrir stórfé
SYDNEY A uppboði sem hér
var nýlega haldið var hattur sá,
sem Winston Churchill hafði á
höfðinu þegar hann stundaði
áhugamannamyndlist á Rivier-
unni, seldur á uppboði fyrir 275
dollara — en það jafngilda um 26
þúsund krónum. Var þetta verð
miklu hærra en það sem fékkst
fyrirhatta sem þeir Truman fyrr-
um Bandaríkjaforseti, Eisen-
hower, einnig forseti hér áður
fyrr og Charlie Chaplin höfðu
heiðrað með þvi að stinga i þá
höfðum.
Mannfrœðirannsóknir
hafnar á Arnesingum
Eins og áður hefur verið
sagt frá í fréttum, stundaði
Jens Pálsson mannfræð-
ingur rannsóknir á Þing-
eyingum í sumar, sem
gárungar kölluöu loftmæl
ingar, en það er önnur
saga. Nú mun þessum
rannsóknum á Þingeying-
um hætt i bili a.m.k.
Þess i stað hefur Jens snúið sér
að Árnesingum og stundar þessar
rannsóknir að Flúðum i Hruna-
mannahreppi.
Að þvi er Jens sagði i örstuttu
viðtali við Þjóðviljann i gær er
mikið um að vera þarna fyrir
austan vegna þessa og hann önn-
um kafinn frá morgni til kvölds
við hverskonar mælingar á
Árnesingum.
—S.dór.
Gullfoss
siglir
ekki
í vetur
Sjónvarpsmynd um landhelgismálið
40 eintök
til 10 ríkja
i siðustu viku var frumsýnd i
London kvikmyndin „The Living
Sea”. Þetta er sjónvarpskvik-
Æskaog stjómmál
Samkvæmt nýjum skoðana-
könnunum virðist sænskt æsku-
fólk hafa takmarkaða trú á ágæti
vestræns lýðræðis. Sænska rikis-
útvarpið kannaði fyrir skemmstu
afstöðu ungmenna á aldrinum 16
til 25 ára til stjórnmála, og svörin
einkenndust af vantrú og tor-
mynd um landhelgismálið og
þegar hafa verið pöntuð 40 eintök
af myndinni frá sjónvarps-
stöðvum um allan heim.
Má nefna sjónvarpsstöðvar i
eftirtöldum rikjum: Sierra
Leone, Ástralia. Bretland,
margar stöðvar, Trinidad og
Tobago, Keny.a, Uganda
Pakistan, Mauritius, Nýja Sjá-
land, Sviþjóð, Noregur,
Ungverjaland. Equador,
Danmörk, Austur-Þýzkaland,
Tékkóslóvakia, Albania, Pólland,
Brasilia, Kina.
Þá hafa verið send eintök af
tryggni. Attatiu af hundraði að-
spurð'a kváðust ekki hafa minnstu
trú á að almenningur i landinu
réði nokkru um stjórn þess.
Sextiu og átta af hundraði töldu
að forráðamenn iðnaðarins hefðu
aðeins áhuga á eigin gróða, og
einungis tólf af hundraði töldu að
atvinnurekendur bæru þjóðar-
heill fyrir brjósti.
myndinni til sendiráða Islands i
10 erlendum borgum.
1 tilefni af frumsýningu
myndarinnar, efndi Hannes Jóns-
son, blaðafulltrúi rikisstjórnar-
innar til blaðamannafundar um
landhelgismálið i London á
dögunum. Segir i frétt frá blaða-
fulltrúanum að árangur hafi verið
ágætur af fundinum.
Stjórn H.f. Eimskipafélags ís-
lands hefur ákveðið, aö farþega-
skip félagsins, M.S. GULLFOSS,
verði ekki i förum i vetur, og
verður skipinu lagt á timabilinu
frá miðjum október til maimán-
aðar 1973.
Ráðgert er, að m.s. GULLFOSS
hefji aftur reglubundnar sigling-
ar um 15. mai 1973 og sigli þá eins
og undanfarin ár milli Reykjavik-
ur og Kaupmannahafnar, með
viðkomum i Skotlandi. Þó verður
sú breyting gerð á ferðum skips-
ins, að það mun fara þrjár ferðir i
mánuði i stað tveggja áður og
verða ferðir skipsins eingöngu
miðaðar við farþegaflutninga og
bifreiðir farþega.
Vegna vöruflutninga munu hin
nýju skip Eimskipafélagsins,
m.s. ÍRAFOSS og m.s. MÚLA-
FOSS, halda uppi vikulegum
ferðum milli Reykjavikur og
Kaupmannahafnar.
(Fréttatilkynning)