Þjóðviljinn - 25.08.1972, Page 4
4.S1ÐA — ÞJÓDVILJINN Köstudagur 25. ágúst 1!)72
PJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljane.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
HÁYAÐAMENNIRMR
- OG ALMENNINGUR
í BRETLANDI
íslendingar hafa heldur betur orðið var-
ir við hávaðann frá Bretlandi. Þessi háv-
aði kemur frá stórútgerðinni i Hull og
Grimsby, en okkur hættir til að álita að hin
sama sé afstaða alls þorra Breta. En svo
er hreint ekki i pottinn búið. Staðreyndin
er sú að fullyrða má með vissu, að þorri
fiskimanna og verkamanna i fiskibæjum
Bretlands — þó sérstaklega i Skotlandi —
hafi fullan skilning á afstöðu íslendinga i
landhelgismálinu. Þessi þorri fiskimanna
i Bretlandi getur aftur á móti litið látið i
sér heyra vegna þess að þar skortir fjár-
magnið — en það hafa þeir i rikum mæli
hávaðamennirnir i Brezka togaraeig-
endasambandinu. Staðreyndin er sú, að
þeir sem móta áróður Breta gegn okkur og
þeir sem um leið hafa mest áhrif á brezku
stjórnina eru örfámenn klika, sem svifst
einskis hagsmuna sinna vegna. Hér er enn
komið að þvi lögmáli, að fjármagnseig-
endurnir ráða ferðinni og það kemur eng-
um á óvart að stjórn Heaths skuli taka
meira mark á þeim en á almenningi i
landinu sjálfu.
Jónas Árnason alþingismaður var að
þvi spurður i viðtali við Þjóðviljann i gær,
hvert íslendingar ættu einkum að snúa sér
með kynningarstarfsemi i landhelgismál-
inu um þessar mundir. Jónas svaraði:
,,Við eigum að leggja áherzlu á að ná
sambandi við samtök verkamanna og
sjómanna i Skotlandi og fiski-
manna á smærri skipunum annars staðar
i Bretlandi, þvi þar eigum við visan skiln-
ing. Þar harma þeir helzt að eiga ekki rik-
isstjórn eins og við! Þeir gera sér ljóst að
fiskistofnarnir undan ströndum Bretlands
eru i hættu ef landhelgi þeirra verður ekki
færð út. Þess vegna telja þeir að Bretar
eigi að viðurkenna 50 milna lögsögu ís-
lendinga og færa siðan sjálfir út og vernda
sina fiskistofna.”
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
YARÐYEIZLA
BERNHÖFTSTORFU
Nú eru deilurnar um Bernhöftstorfuna i
Reykjavik að komast á hæsta stig. Margt
virðist benda til þess að stefnt sé að þvi að
rifa gömlu húsin i Bernhöftstorfunni og
byggja þar i staðinn stóra stjórnarráðs-
höll. Enginn dregur i efa að stjórnarráðið
þurfi á nýju og stærra húsnæði að halda.
Hins vegar er eðlilega til stór hópur fólks
sem dregur það i efa að þar með sé nauð-
synlegt að rifa húsalinuna frá mennta-
skólanum út að Bankastræti og þar með
að eyðileggja það sem hefur gengið undir
nafninu gamli miðbærinn i Reykjavik.
Vissulega hefur þegar verið gengið ótrú-
lega langt i þvi að breyta gamla miðbæn-
um með verzlunar- og bankahöllum að ó-
gleymdri glerhöll Morgunblaðsauðvalds-
ins. En þeir sem vilja varðveita Bern-
höftstorfuna telja að enn sé ómaksins vert
að reyna að halda i siðustu einkenni gamla
miðbæjarins i Reykjavik. Enda þótt
stjórnvöld kunni að hafa aðra skoðun er
ekki þar með sagt að almenningur sætti
sig við það. Hreyfingin fyrir verndun
gamalla verðmæta er vaxandi á íslandi og
annars staðar. Sú hreyfing helzt i hendur
við umhverfisverndarhreyfinguna sem er
nú svo viðtæk að áhrif hennar eru þegar
tvimælalaus. Þessi hreyfing ber vott um
heillavænlega viðleitni almennings til
þess að vilja hafa áhrif á allt umhverfi sitt
og mótun þess, i stað þess að láta kaldar
skipulagsvélar um götur, hús, umferð og
annað, sem setur svip á borgarumhverfi.
Sú hreyfing sem Arkitektafélag íslands
hefur haft forustu um vegna varðveizlu
Bernhöftstorfunnar er sama eðlis.
— sv.
SKRÍPALÆTIN BREYTA ENGU
Viðtal við Lúðvik Jósepsson i þætti Ste-
fáns Jónssonar i útvarpinu i fyrrakvöld
hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var
birt i þættinum Álitamál á miðvikudags-
kvöld og strax i áttafréttum brezka út-
varpsins i gærmorgun var sagt frá þvi.
Þar var einkum greint frá þeirri yfirlýs-
ingu Lúðviks Jósepssonar að það skipti
engu máli þó að brezkir togaraeigendur
láti mála yfir nöfn skipa sinna og númer,
eða logsjóði einkenni af skipunum. íslend-
ingar munu samt sem áður þekkja öll
brezk veiðiskip hér við land eftir myndum
og upplýsingum sem þegar eru til. Aðfarir
brezkra togaraeigenda bera þess að visu
vott að þeir telja að strið sé yfirvofandi og
þeir búa sig með tilgangslausum skripa-
látum i striðsleikinn. íslendingar eru
reiðubúnir að taka á móti landhelgisbrjót-
um sem jafnan fyrr og þeir munu fá verð-
uga meðhöndlun: fslendingar lita það al-
varlegum augum þegar brezka stjórnin
liður það að skip Breta sigli um heimshöf-
in nafnlaus og númerslaus og brjóti þann-
ig alþjóðareglur, en íslendingar gera góð-
látlegt grin að skripalátum Breta. Þau
munu engu breyta.
JÖNAS ST. LÖÐYÍKSSON
LANDHELGIN -
LÍFÆÐ ÞJÓÐLÍFSINS
Þjóðviljinn birtir hér
grein eftir Jónas St.
Lúðviksson. Tekið skal
fram að Þjóðviljinn er ger-
samlega andvígur þeim
hugmyndum sem fram
koma i grein Jónasar að
efna til vopnáviðskipta á
islandsmiðum með því að
beita herskipum gegn
Bretum. islendingar munu
vinna landhelgisdeiluna, —
ekki með vopnum, ekki í
striði — heldur eins og
íslendingar hafa unnið
allar aðrar deilur við er-
lendar þjóðir: Með óbifandi
rökum, með eindreginni
samstöðu, með festu og
með stillingu. Vopn hafa
aldrei hjálpað íslendingum
og munu ekki í deilunni við
Breta og Vestur-Þ jóðverja.
Ritstjóri.
óðum liður að 1. september
1972. Þann dag mun gerasteinn af
hinum örlagariku þáttum i sögu
og sjálfstæðisbaráttu islenzku
þjóðarinnar. Landhelgin verður
færð út i 50 sjómilur og þann veg
reynt að tryggja tslendingum
lifsviðurværi, á komandi árum,
sem öllum heimi má ljóst vera að
ekki veröur hjá komizt, ef þjóðin
á ekki að deyja út, af skorti og
hungri á komandi áratugum, og
þeim kannske ekki svo mörgum.
Oll islenzka þjóðin stendur ein-
huga að baki þessari ráðstöfun, —
hvort heldur er bóndinn, verka-
konan, sjómaðurinn, verka-
maðurinn, verzlunarmaðurinn,
iðnaðarmaöurinn, stjórnmála-
maðurinn, valdhafar landsins
o.s.frv. Allir Islenzku stjórnmála-
flokkarnir hafa lýst þvi yfir, að
þeir muni i engu hvika frá ein-
róma samþykkt alþingis, — lög-
gjafarvalds þjóðarinnar, varð-
andi útfærslu landhelginnar i 50
sjómilur. Það er þvi enginn efi á,
að útfærsla landhelginnar i 50 sjó-
milur er einhuga vilji þeirrar
þjóðar, sem þetta land byggir,
enda um lifæð þjóðlifsins að ræða.
Það hefir mjög berlega komið i
ljós, að á ýmsum fiskimiðum
hefir fiskigengd aukizt mjög
verulega, frá þvi landhelgin var
færð út i 12 sjómilur. Engu ber að
þakka það öðru en þvi, að fiskur-
inn hefir fengiö miklum mun
meiri friö til að alast upp, frá þvi
landhelgin var aöeins 4 sjómilur,
og arðrán stundað á fiskimiðun-
um og það svo herfilega, að
girðingarstaurar bænda, viðs
vegar um landið, voru jafnvel
ekki óhultir fyrir arðræningjun-
um.
Fremstir i flokki hafa Bretar
ætið verið, enda staðreyndin sú,
að um aldaraðir hefir Tjallinn
fleytt fram lifi sinu að miklu leyti,
með þvi aö arðræna sveltandi
þjóðir viða um heim, og ræna
matnum frá munni hungraðra ný-
lenduþjóða, til þess að hafa
sjálfur upp i kjaftinn á sér, heima
fyrir. Þetta á þó ekki við nema
gagnvart þeim þjóðum, sem
Tjallinn hefir þorað að sýna kjaft
sinn og klær. T.d. var Tjallinn
ekki meiri maður en það, að
þegar Rússar færðu sina land-
helgi út i 12 sjómilur. fyrirskipuðu
stjórnvöld Breta öllum fiski-
skipum sinum að halda strax út
fyrir 12 sjómilurnar, en háðu hins
vegar um svipað leyt þorskastrið
með vopnuðum bryndrekum við
vopnlausa, islenzka 200 þúsund
manna þjóð, m.a. undir forystu
Andersons, sem framdi þann
glæp, að sigla herskipi sinu inn
fyrir 4 sjómilurnar, ljóslausu, i
nálægð Keflavikur, og setja menn
sem hann haföi rænt, innan
islenzku lögsögunnar, i litinn
björgunarbát, án þess að skeyta
hið minnsta um hvort mennirnir
kæmust lifs af eða ekki. Enda hélt
þessi, jafnvel hugsanlega morð-
ingi, samstundis á haf út, á fullri
ferð, á ljóslausu herskipi sinu. En
auðvitað var það ekki Anderson
að þakka, að mennirnir komust
heilir á húfi til Keflavikur. Þann
veg hagar Tjallinn sér ætið gegn
þeim þjóðum, sem hann þorir við,
en liggur svo eins og mús undir
fjalaketti gagnvart þeim þjóðum,
sem hann er hræddur við, enda
eru Bretar engir kjarkmenn yfir-
leitt og óneitanlega kemur manni
oft til hugar, þegar maður sér
Tjallana, að þar fari úrkynjuð
þjóð.
Ilinu heimsfræga þorskastriði
höfðu Bretar tapað, enda komizt
aö fullri raunum, að það er ekki
hægt að veiða fisk úr sjó, i
ákveðnum hólfum undir her-
skipavernd.
Þorskurinn heldum sig sem sé
ekki á svæöum, sem afmarkast af
ákveðnum gráðum, minútum og
sekúndum, enda fiskurinn ekki
skýr skepna og skynjar þvi ekki
að hann eigi að bera virðingu
fyrir fyrirmælum Tjallans. Þá
gerðist það óheillaspor, að stjórn-
völd tslendinga sömdu við Breta,
— erkióvininn við lifæð islenzks
þjóðlifs. Það óheillaspor mun
aldrei mást úr sögu Islendinga.
Og enn á ný beitir Tjallinn
ýmiskonar hótunum i garð vopn-
lausrar 200 þúsund manna
islenzkrar þjóðar, i skjóli herflota
sins, vegna útfærslu landhelginn-
ar i 50 sjómilur þann 1. september
n.k. Og nú hefir honum tekizt að
fá fáar aðrar þjóðir i lið með sér,
hugsanlega með hótunum, eins og
Tjallans er ætið von og visa, þar
sem hann treystir sér til. Og þá
spyrja menn: Verður nýtt
þorskastrið? Til þess þarf auð-
vitað ekki að koma frá Islendinga
hálfu. Það er sem sé svo, að land-
grunnið er óaðskiljanlegur hluti
af tslandi. Og Bandarikjamenn
hafa tekið að sér vernd landsins,
samkvæmt samningi, Banda-
rikjamönnum ber þvi skylda til
að verja landið, landgrunnið og
þar með 50 sjómilna landhelgina.
Þetta virðist hafa farið framhjá
mörgum. En staðreynd er það
eigi að siður. tslenzkum stjórn-
völdum ber skylda til að tilkynna
strax flota Bandarikjanna, sem
hér hefir aðsetur, að árásar Breta
og jafnvel fárra annarra þjóða á
tsland, megi búast við þann 1.
september n.k. og að samkvæmt
samningi tslands og Bandarikj-
anna séu hinir siðarnefndu
skyldugir til að verja tsland og
óaðskiljanlegan hluta þess, —
landgrunnið, og þar með 50 sjó-
milna landhelgina. Og stjórnvöld-
unum ber skylda til að krefjast
þess afdráttarlaust, að Banda-
rikjaflotinn verði kominn til
Framhald á 11. siðu.