Þjóðviljinn - 29.08.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.08.1972, Blaðsíða 1
UOmiUINN Þriðjudagur 29. ágúst — 37. árg. —192. tbl. Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Bretar afhentu orðsendingu: MINNAST EKKI Á SÍÐASTA TILBOÐ ÍSLENDINGA Þeir höfðu ekkert heyrt um heitingar V- Þjóðverja Um helgina komu þrir vestur- þýzkir togarar til hafnar i Reykjavik. Þa6 voru togararnir Tehmara, Altona og Hildesheim Blaðamaður Þjóðviljans ræddi við nokkra sjómenn af þeim siðastnefnda i fyrradag. Sjó- mennirnir sögðust vera á leið á Grænlandsmið. Skipið hafði þá verið úti i 25 daga, sögðu þeir. Hildesheim er 1900 tonna togari. A föstudaginn lýsti Hagemann, talsmaður vestur-þýzkra togara- skipstjóra, þvi yfir, að áhafnir togaranna væru reiðubúnar til þess að brjóta lögsögu lslendinga yfir 50 milunum. Blaðamaður Þjóðviljans spurði sjómennina hvort þeir væru undir slikt búnir. — Nei, sögðu þeir, um það höfum við aldrei heyrt. Myndina tók Sigurdór af togaranum Altona á laugardag. Húsaleigumiðstöð komið I gærmorgun barst á rit- stjórn Þjóðviljans frétta- skeyti frá NTB þarsem það er haft eftir talsmanni brezku stjórnarinnar að hún muni „beygja sig fyrir úrskurði Alþjóðadómstóls- ins" (!) einsog það varorð- að í fréttinni. Og siðdegis í gær barst blaðinu frétt frá utanríkis- ráðuneytinu þar sem greint er frá þvi, að sendiherra Breta hafi afhent orðsend- ingu um afstöðu Breta í landhelgismá linu. Einar Ágústsson utanriksráð- herra sagði i viðtali við frétta- mann Þjóðviljans i gær að meginefni yfirlýsingar Breta væri tviþætt: f fyrsta lagi um að brezka stjórnin sé reiðubúin til þess að hlita úrskurði Alþj.dóm- stólsins og i öðru lagi, að þeir séu tilbúnir til viðræðna. Hins vegar er ekki minnzt á siðasta samn- ingstilboð okkar i orðsendingu Breta, sagði utanrikisráðherra. Ráðherrann kvað rikisstjórnina mundu fjalla um orðsendingu Breta i dag, þriðjudag. Fréttatilkynning utanrikis- ráðuneytisins er á þessa leið: Brezki sendiherrann hefur i dag afhent utanrikisráðherra orð- sendingu þess efnis, að brezka rikisstjórnin hafi athugað ákvörðun alþjóðadómstólsins varðandi bráðabirgðaráðstafanir Kramhald á 11. siðu. gæti fyrir okrið í veg Fréttir berast af því, að húsaleigusamningar sem fallið hafa úr gildi eftír að verðstöðvun var sett á í sumar, hafi verið endur- nýjaðir en með mun hærri leigu en greidd var eftir fyrra samkomulagi. Slikar hækkanir eru með öllu ólöglegar, svo og þær hækkanir á húsaleigu sem fyrirhugaðar eru og brot á verðlagslögum, en brot á þeim varða sektum allt að 500 þúsund krónum. Siðasta löglega hækkun á húsa- leigu var i nóvember 1970, en þá var heimilað að hækka húsaleigu til samræmis við hækkun sem orðið hafði á byggingarvisitölu. Allar hækkanir á húsaleigu siðan eru þvi ólöglegar og refsi- verðar, jafnvel þótt i leigusamn- ingi sé greint frá þvi, að leigan skuli hækka i samræmi við bygg- ingarvisitölu. Til þess að heimilt sé að hækka húsaleigu þarf að liggja fyrir Franihald á 11. siðu. Eldur í þotu í Keflavík Kldur kom upp i belgiskri far- þcgaþotu á Kcfiavikurflugvelli i gær. Varð afturhluti vclarinnar alclda á svipstundu, cn samt tókst áhöfninni að slökkva hann áður cn vcrðlaunaslökkvilið NATO kom á vcttvang. Talið cr, að ónákvæmi i lend- ingu hafi valdið brunanum. Skcmmdir urðu minni cn cfni stóðu til. Vclin er af gcrðinni I)C H. -úþ DANMÖRK: Andstæðingar Efnahags- bandalagsins í sókn KAUPMANNAHÖFN 28/8. — Andstaðan gegn aðild að Efnahagsbandalaginu hef- ur aukizt mikið í Danmörku í sumarog aldrei verið eins mikil og nú, segir í niður- stöðum Gallup-skoðana- könnunar sem birtar voru í dag. Nú i ágúst eru 35% almennings andvígir EBE, en voru 31% i júní. 41% vilja ganga í EBE sem stendur, en þeir voru 46% i júnímámuði. i bæði skiptin var upp undir fjórði hluti manna óákveðinn. Einnig var i skoðanakönnuninni nú í ágúst spurt að afstöðu manna til EBE að þvi tilskildu, aö Noreg- ur gengi ekki inn. Þá voru aðilar jafnir, með 38% fylgi hinna spurðu, já og nei fyrir EBE. Sýna þessar niðurstöður, að þeim skoð- anahópum vex nú mjög ásmegin i Danmörku sem telja rétt að hafna aðild að Efnahagsbandalaginu. Fœreyingar standa sig vel að vanda: Ráku tvo hreska togara frá bryggju um helgina Það hefur vakið mikla athygli og ánægju á ís- landi, að Færeyingar ráku frá bryggjum sinum tvo brezka togara, sem komu í færeyskar hafnir um helgina óein- kenndir. Færeyska land- stjórnin gerði samþykkt um, að ekki mætti af- greiða erlenda togara, sem hefðu breitt eða málað yfir nafn og núm- er. Ritstjóri blaðsins ,,14. sept- ember” Olavur Michelsen skýrði fréttamanni Þjóðvilj- ans frá móttökum togaranna. Hann sagði að á laugardags- morgun hefði komið brezkur togari að bryggju i Þórshöfn. Var þessi togari rekinn frá bryggju, þar sem málað hafði verið yfir i'afn og númer hans. Áður hafði komið brezkur tog- ari inn á höfnina i Sölvogi — aðfaranótt föstudagsins — en honum var einnig vikið frá bryggju án þess að hann fengi nokkra afgreiðslu, þvi hann var einnig með málað yfir nafn og númer. Skipið sem kom til hafnar i Þórshöfn var Northern Prince 121; eigandi er togaraútgerðin „Northern Trawlers Ltd.” Grimsby. Þetta er 23ja ára gamalt skip, smiðað 1949. Þriðji togarinn kom að landi i Færeyjum á sunnudag, en þar sem skipstjórinn hafði frétt um þá meðferð er kolleg- ar hans hlutu greip hann til þess ráðs að auðkenna á ný skip sitt, og fékk hann þvi af- greiðslu. Sem fyrr segir, er afstöðu Færeyinga fagnað innilega á tslandi þessa dagana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.