Þjóðviljinn - 29.08.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 29.08.1972, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJXNN Þriftjudagur 29. ágúst 1972 OJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvamdaatjóri: EiSur Bergmantl. RiUtjórar: Sigurður Guðmundaaon, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimaraaon. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur), Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðf. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ÚTFÆRSLA LANDHELGINNAR ER BJÖRGUNARAÐGERÐ Islendingar hafa ekki talið neitt sjálf- sagðara en að bjarga mannslifum á íslandsmiðum ef veður eða annað hefur valdið erfiðleikum og lifsháska skipverja erlendra sem innlendra. Vetur eftir vetur hafa islenzkir sjómenn lagt sig i lifshættu við að bjarga erlendum sjómönnum i hafsnauð, og íslendingar hafa að sjálf- sögðu gert allt sem i þeirra valdi stendur til þess að hlúa að skipbrotsmönnum og aðstoða á allan hátt. Til dæmis skipta þeir tugum ef ekki hundruðum brezku sjó- mennirnir sem eiga lif sitt að launa is- lenzkum björgunarmönnum, og sennilegt er að það séu einmitt Bretar — oft á lé- legum skipum og illa búnir — sem öðrum fremur hafa notið skilyrðislausrar hjálp- fýsi íslendinga. Þegar mannslif er i háska og björgun möguleg, tefla Is- lendingar hiklaust á tæpasta vað. Nú má segja, að það sé kaldranalegt að þeir brezku sjómenn sem þessa dagana stefna á íslandsmið skuli launa lífgjöf með þvi að brjóta landhelgisreglur íslendinga. Þegar íslendingar færa út landhelgi sina eru þeir ekki að ráðast gegn hagsmunum brezkra sjómanna — það er verið að vernda hagsmuni allra fiskimanna, er- lendra sem islenzkra. Hins vegar er vissu- lega vegið að skammtímahagsmunum brezka togaraauðvaldsins. En landhelgis- barátta íslendinga er barátta upp á líf og dauða. Takist okkur ekki að vernda fiski- miðin og skipuleggja skynsamlegri hag- nýtingu þeirra er úti um islenzku þjóðina á þvi menningar- og lifskjarastigi, sem við njótum i dag. Svo einfalt virðist þetta vera, en það er íslendingum ægileg stað- reynd. Skýrslur fiskifræðinga sýna, að enginn þorskstofn er nú svo sterkur, að óbreytt sókn geti byggzt á tilvist hans. Þess vegna verður að gera nýjar friðunar- ráðstafanir og það tafarlaust. 1 þvi skyni verður landhelgin færð út á föstudaginn kemur og þar lýst yfir lögsögu íslendinga. Þjóðviljinn skirskotar til brezkra fiski- manna og verkamanna, vegna þess að islenzka þjóðin og verkalýður Bretlands eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Islendingar vænta skilnings brezkrar alþýðu i landhelgismálinu og að hún hafi nú enn vit fyrir auðvaldinu sem vill fótum troða réttindi smáþjóðar. AÐDÁUNARVERT DRENGSKAPARBRAGÐ FÆREYINGA Þrir brezkir togarar komu til Færeyja um helgina þeirra erinda að fá vatn og vistir. Tveir þessara togara voru nafn- lausir og númerslausir, og Færeyingar brugðust skjótt og vel við eins og þeirra var von og visa: Þeir skipuðu skipstjórum togaranna að hypja sig i burtu. Færeyska landstjórnin gerði samþykkt i málinu, og eftirleiðis verða sjóræningjaskip á leið á Islandsmið ekki afgreidd i Færeyjum. Þetta drengskaparbragð Færeyinga er ís- lendingum ómetanlegur styrkur, þegar aðrar nágrannaþjóðir reyna að telja ís- lendinga á að fresta aðgerðum i land- helgismálinu. Drengskaparbragð Færey- inga er aðdáunarvert og er fagnað um allt ísland. íslendingar minnast þess enn, þegar Færeyingar ráku eiturskipið ,,Stella Maris” frá höfn i Færeyjum i fyrra. Islendingar vita þvi, að þeir eiga hauka i horni þar sem Færeyingar eru, og f afstöðu Færeyinga felst óviðjafnanlegur styrkur. Atvinnuleysi dómara Haag-dómstólsins! 75 ERNIRÍ LANDINU Mál þau sem lögö hafa verið fyrir Alþjóöadómstól- inn í Haag siöustu 10 árin eru ekki fleiri en það að telja má þau á fingrum sér. Orsakirnar fyrir þessu at- vinnuleysi dómaranna eru þær, að dómstóllinn er steinrunnin stofnun, arf- leifð frá timum nýlendu- tímabilsins, en Sameinuðu þjóðirnar erföu hann frá Þ jóðabanda laginu. Ilinar undarlegu nifmrstöfmr dómsins vegna málsskots V-Þjóö- verja og Breta. eru byggöar á smánarsamningi tslands við þessar þjóðir frá árinu 1961, svo og hafréttarlögum frá 195». Siðan umrædd hafréttarlög voru samin og samþykkt hefur verið stofnaður fjöldi rikja, sem 1958 voru nýlendur og af skiljan- legum ástæðum áttu ekki þátt i mótun þeirra. heldur voru lögin mótuð af nýlenduveldunum sem þá héldu þessum nýfrjálsu rikjum i greip sinni. Nú hefur komið i Ijós. að flest þeirra rikja sem 1958 voru nýlendur. og nýlenduveldin töldu sig hafa umboð til að semja fyrir og semja um að öllu leyti, eru ekki samþykk þeim haf- réttarlögum sem fyrrverandi herraþjóðir þeirra mótuðu. Sem dæmi um það hve stein- runninn Alþjóðadómstóllinn er má nefna. að dómendurnir 15 eru kosnir til 9 ára i senn. og að mestu skipaður af fulltruum rikja sem gæta þurfa hagsmuna sinna fyrir nýfrjálsum þjóðum. Nýverið átti að gera tilraun til að sýna hve endurnýjun dómsins væri frjáls- leg og gerð af viðsýni þeirra sem viðurkenna rétt smárikja og ný- frjálsra. Kosinn var Pakistani. Sauðagæran var þó ekki alls kostar heil, þvi Pakistaninn er vaxinn upp i brezku hagkerfi, brezkum hugsunarhætti og lærður i brezkum lögum, sem til þessa hafa ekki þótt bera vott um sér- legt frjálslyndi þegar aðrir en þegnar Stóra-Bretlands eiga i hlut. —úþ. Eins og undanfarin ár hefir verið fylgzt með islenzka haf- arnarstofninum. Nú þessa daga eru 14 arnarungar að verða fleyg- ir og yfirgefa hreiðrin. Atta arnarhjónum tókst að koma upp ungum; tveir ungar voru i 6 hreiðrum en tvenn hjón með einn unga hvor. 9 önnur hjón gerðu tilraun til varps sem misfórst. 1 3 tilfellum var um að ræða, að annar eða báðir fuglar voru ókynþroska, en þegar stofn er litill parast full- orðnir fuglar ungum ókynþroska mökum. Ein arnarhjón gerðu tilraun til varps, og halda þau sig á svæði þar sem ekki hafa sézt ernir ára- tugum saman. Samkvæmt talningu á þessu sumri. eru alls 52 fullorðnir ernir, 9 ungir ernir og 14 ungar, alls 75 fuglar á öllu landinu. Stofninn er enn i mikilli hættu, og má i engu slaka á friðunarað- gerðum. Ólögleg notkun svefn- lyfja við dráp á veiöibjöllu hefir boðið hættunni heim. A svæði þar sem þessi aðferð var viðhöfð, fundust fyrir tveimur árum 4 sjó- rekin arnarhræ, þar af 3 af ungum örnum. Var álitið að fugl- inn hefði étið veiðibjöllu sem drepizt hefði af eitri, — hann siðan sofnað og drukknað. Formaður Fuglaverndunarfé- lags Islands er Magnús Magnús- son, prófessor. Meðstjórnendur Reynir Armannsson, fulltrúi og Erling Ólafsson, náttúrufræði- nemi. Frá menntaskólunum í Reykjavík Menntaskólinn v/Hamrahlið verður settur laugard. 2. sept. kl. 14.00, en kennsla hefst 4. sept. i öllum deildum. Menntaskólinn i Reykjavik og Mennta- skólinn við Tjörnina verða báðir settir föstud. 15. sept. BlLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÓSASTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látið stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.