Þjóðviljinn - 29.08.1972, Síða 8
8. StÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 29. ágúst 1972
©
EVA RAAAM:
AAANNFALL
OG
AAEYJAVAL
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst.
Kegnið kom i rykkjum. Þungir
dropar skullu harðhentir á þak-
inu. Malbikið glóði eins og ópall
undir óveðursskýjunum. Nátt-
úran öll var hjúpuð grárri móðu.
Hann ók hratt og fann hvernig
slitnir hjólbarðarnir runnu til i
beygjunum. Kólega nú, sagði ein-
hver innri rödd, Enga endurtekn-
ingu á þvi liðna. Og hann slakaöi
á bensingjöfinni þegar hann rifj-
aði upp i huganum langar, kvala-
fullar stundirnar, angistina sem
herti aö brjósti hans eins og járn-
gjörð, þorstann, bjargarieysið.
Slátturinn jókst undir um-
búðunum þegar hann minntist
þessa alls. En hann fann ekki
lengur til. Hann varð aöeins var
við daufan slátt, rétt eins og
starfsemi hjartans hefði fært sig
upp i höfuðið.
Æðislegar drunur kváðu við
fyrir olan höfuð honum. bað var
þrumuveðrið sem fékk loks útrás.
Kegndroparnir skullu á bilrúðuna
og á andartaki urðu þær ógegn-
sæjar eins og sandblásið gler.
Hann varð að aka lúshægt.
Hann kveikti sér i sigarettu og
hallaði sér aftur á bak. Glæsilegt
upphaf á leyfi — tja, leyfi.... að-
gerðarleysi að minnsta kosti.
Grenjandi rigning og kúla á biln-
um og önnur á höfðinu. Og nag-
andi þankar einhvers staðar langt
inni i heila. Ilvað var það eigin
lega sem hafði komið fyrir?
Læknirinn halði ráðlagt honum
að vera ekki að brjóta heilann um
það; það væri tilgangslaust. Og
hvaðsem þvi leið —- hver sem var
gat lent i bilslysi,
Það stytti upp, og himinninn
opnaði skærbláan glugga, dálitið
skældan og hornskakkan i grá-
móskunni miðri. Glugginn stækk-
aði og vikkaði á alla vegu. Sólin
brauzt: fram, eldsnöggt eins og
þegar stutt er á rofa. t nýju birt-
unni var allt hreinl, nýþvegið og
glitrandi.
Þegar hann beygði út af breiða
veginum og inn á malarveginn,
fannst honum hann loks vera
frjáls. Ytri mörk paradisar voru
einmitt hér á mótum malbiks og
malar. Hann ók hraðar og slakaði
nú á, naut þess að hafa veginn út
af fyrir sig, naut þess að horfa á
trón sem náðu næstum saman
yfir höfði hans og gerðu veginn á
köflum að grænum laufgöngum.
Ósjálfrátt fór hann að blistra lag
og sló taktinn með þumalfingr-
inum á stýrið. Snögg vindhviða
bærði trjákrónurnar, og þurr
grein slóst niður á jörðina fyrir
framan stuðarann. Hann beygði
frá með snöggri hreyfingu sem
olli smá ónotum i sárinu undir
umbúðunum, en hann hló með
sjálfum sér. Viðbrögðin voru ber-
sýnilega i góðu lagi;sáhluti heil-
ans hafði ekki orðið fyrir hnjaski.
Hvaða hluti? Hafði einhver hluti
heilans skaddazt? Hafði lækn-
irinn nokkuð minnzt á heila-
sköddun? Hann minntist þess
ekki. Þeir höfðu að minnsta kosti
ekki sent hann til neins galdra-
læknis, heldur útskrifað hann af
sjúkrahúsinu rétt eins og hvern
annan afturbatasjúkling. Og þvi
skyldi hann ekki vera i afturbata?
Hver sem var gat lent i bilslysi.
Slátturinn undir umbúðunum
hafði ágerzt, hann var orðinn
taktfastari og ákveðnari. Hann
hristi höfuðið eins og hann héldi
að hann gæti á þann hátt losnað
við ónotin. Og hann fór aftur að
blistra, hærra en áður, eins og
hann vildi yfirgnæfa hvimleiðar
hugsanir. Hann rifjaði upp orðin
við lagið, orð sem hann hafði ein-
hvers staðar heyrt:
Hang down your head, Tom
Dooley,
Hang down your head and cry,
Hang down your head, Tom
Dooley,
Poor boy you’ re bound to die.
Poor boy you ’re bound to die.
Poor boy you ’ re bound to die.
Orðin ómuðu i höföi hans aftur og
aftur, þrjózkulega og tilbreyt-
ingarlaust eins og slitin grammó-
fónplata. Var það undirvitund
hans sem var að reyna að koma
boðum til heilans? Það sem hafði
gerzt — það hafði verið slys. Eða
var það ekki?
Hann hristi höfuðið ákafar en
áður til að losna við þessar hugs-
anir. Kveikti i nýrri sigarettu,
blés frá sér reyknum og hugsaði
um ekki neitt. Vegurinn teygði úr
sér fyrir framan hann, hvitur og
rykugur eins og málaður ormur i
skyndilegu sólskininu. Kigningin
hafð ekki náð hingað, ekki á ryk-
ugan malarveginn sem hristi bil-
inn glaðklakkalega og náði til
fingra hans i léttum hreyfingum
stýrisins.
Hann hristi höfuðið ákafar en
áður til að losna við þessar hugs-
anir. Kveikti i nýrri sigarettu,
blés frá sér reyknum og hugsaði
um ekki neitt. Vegurinn teygði úr
sér i'yrir framan hann, hvitur og
rykugur eins og málaður ormur i
skyndilegu sólskininu. Kigningin
hafð ekki náð hingað, ekki á ryk-
ugan malarveginn sem hristi bil-
inn glaðklakkalega og náði til
fingra hans i léttum hreyfingum
stýrisins.
Ilann leit sem snöggvast i speg-
ilinn. Stór. blár bill hafði ekið á
el'tir honum góða stund. llvaða
biltegund var þetta eiginlega?
Dods? Dýr og þungur bill. sem
hel'ði getað malað Kiu með þvi að
reka i hana stuðarann. Hann leit
aftur i bakspegilinn og reyndi að
greina andlit ökumannsins.
Dpdsinn var aðeins nokkrum
metrum l'yrir aftan Fiu. Hann
hægði ferðina til að hleypa stóra
bilnum framhjá sér. en hann
hægði lika ferðina og var kyrr
fyrir aftan hann. t honum sátu
tvær manneskjur. tveir karlmenn
sem störðu beint fram fyrir sig.
Þeim virtist ekkert liggja á.
liann jók hraðann og stóri blái
billinngerði slikt hið sama. Hvað
átti þetta eiginlega að þýða? I of-
boði steig hann bensinið i botn,
Fia komst ekki mikið yfir niutiu.
Á bugöóltum malarveginum var
það meira en nóg, en hann hefði
gjarnan viljað hrista af sér hinn
bilinn.
Hann kom auga á litinn afleggj-
ara sem lá upp að bóndabæ. Á
siðustu stundu sveigði hann Fiu
inn á hann. og stóri Dodsinn rann
áfram og hvarf brátt sýnum.
Hann stanzaði og kveikti sér i
sigarettu, hinni þriðju á skömm-
um tima. og hann fann að ennið á
honum var vott af svita. Langa
stund sat hann kyrr og reykti og
starði fram fyrir sig. Hvaða grikk
voru taugarnar að gera honum?
Stór bill á veginum, tveir karl-
menn sem voru ekkert að flýta
sér. Hvaða undarlegur ótti hafði
náð tökum á honum að undan-
förnu? Hann minntist þess ekki
að hafa fundið til þess arna , fyrir
sjúkrahúsvistina. Hafði eitthvað i
höfðinu á honum gengið úr skorð-
um við áreksturinn? Heilahrist-
ingur. hafði læknirinn sagt. Varð
maður hræddur og órólegur og
tortrygginn af heilahristingi? Það
gat verið. Þá myndi það lagast
um leið og hann næðisér til fulls.
Það var til þess aðflýta fyrir bat-
anum sem Bert hafði heimtaö aö
hann tæki sér þetta fri. Hvild. Ró
og friður og slökun. Likn fyrir
hrjáðar taugar. Likn fyrir óljós
ónot i hnakkanum. Likn fyrir ein-
semd sálarinnar.
Bert hugsaði hann. Bara að
Bert hefði verið með. Bert hefði
hlegið að ótta hans. Bert hefði
fengið hann til að aka áfram.
Hann ræsti bilinn með hægð og
ók út á þjóðveginn aftur. Bægði
frá sér þeirri freistingu að snúa
við og aka til Malmeyjar aftur.
Þegar hann var næstum kom-
inn að járnbrautarteinunum, sá
hann að slárnar voru niðri og þar
stóð bill. Hann ók upp að honum
og stanzaði. Þá fyrst tók hann
eftir þvi að það var blái Dodsinn.
En nú sást aðeins ekillinn, enginn
sat nú hjá honum i framsætinu.
Hvert hafði hinn maðurinn
farið? Hér var ekkert annað en
skógur.en engin hús. Hafði hann
sezt á gólfið i baksætinu til að
sjást ekki?
Snubbótt lestin þaut hjá, hún
minnti á leikfangalest. Það leið
eilifðartimi áður en slárnar tóku
að lyftast. Blái Dodsinn ók hægt
yfir teinana og hvarf inn i græn
trjágöngin.
Hann ók hægt til að gefa hinum
bilnum eins langt forskot og unnt
var. Eftir nokkrar minútur var
hann aftur kominn að malbik-
uðum vegi. Hjá veginum stóð
ungur maður á aldur við hann og
gerði stanzmerkið með þumal-
fingrinum, Hann hægði feröina og
stanzaði, opnaði bilhurðina.
— Ætlið þér langt?
Maðurinn hristi höfuðið og hélt
áfram að brosa.
— Skiptir ekki máli Ég er á
lausum kili. Fæ að sitja i eins
langt og ég má.
Húkkarinn talaði eins konar
norðlenzku með syngjandi hljóð-
falli.
— Á heimleið?
— Tja. ekki beinlinis.
— Ég fer svo stutt. að þetta
borgar sig varla. Þér ættuð að
biða eftir einhverjum sem ætlar
lengra — áleiðis til Stokkhólms til
dæmis.
()g hann skellti aftur bilhurð-
inni og setti i fyrsta gangstig um
leið og náunginn rétti út hand-
legginn til að taka i hurðina. í
bakspeglinum sá hann andlit
húkkarins, sem sýndist afmyndað
af reiði. smækkað en greinilegt i
minnstu smáatriðum eins og
horft væri i öfugan kiki.
Sólin var nú lágt á lofti, glóði
rauð bakvið trjástofnana eins og
illgirnislegt auga. Hann slakaði á
og hallaði sér aftur á bak. Rök-
ræddi við sjálfan sig: Nú er nóg
komið. Tveir menn i bil og annar
fer úr bilnum og reynir að fá far
með öðrum bil. Er það svo merki-
legt? ()g allavega: hver ætti svo
sem að vilja þér illt? Og þótt svo
væri — hefði það þá nokkra þýð-
ingu? Hefurðu svo mikið að
missa? Hin röddin sem einnig bjó
hið innra meðhonum svaraði með
semingi: Nei — ef til vill ekki. En
samt. Og fyrir þetta „samt” átti
hann að halda áfram að lifa,
halda áfram að fara á fætur á
morgnana, ganga. éta sofa, berj-
ast. vinna. óttast og gleðjast og
deyja að lokum. Hann hugsaði:
Ég er gersamlega þýðingarlaus
maður. Ég á enga vini. — Jú, Bert
og enga óvini. Enga peninga.
Varla persónuleika, þótt ég eigi
vegabréf og ökuskirteini. Nafnið
sem ég ber er ef til vill ekki mitt
rétta nafn. Hið litla sem ég á —
lifið. getuna til að draga andann
— hver ætti aö vilja svipta mig
þvi?
Hann andvarpaði og horfði á
veginn fyrir framan sig. En svo
hló hann allt i einu feginsamlega.
Skelfilegur auli gat hann verið.
Þetta var eintóm imyndun allt
saman. Hann langaði næstum til
að snúa við, aka til baka og taka
húkkarann upp i bilinn, ef hann
stæði þá enn við vegarbrúnina.
Bara til að sannfæra sjalfan sig
um að hann væri ekki hræddur.
Að hann liði ekki af ofsóknar-
brjálæði. Að hann væri alveg heill
heilsu.
Hann fann að þetta var um garð
gengið i svipinn og hann hló hátt
þegar hann gerði sér ljóst hve
iitlu hefði munað að imyndunin
næði yfirhöndinni.
Hvild, hafði læknirinn sagt.
Slökun. Hálfur mánuður aleinn i
kofanum með ekkert umhverfis
sig annað en haf og vind og himin
og fjóra lága timburveggi milli
sin og heimsins. Fleki á heims-
hafinu. Fastur punktur i tilveru,
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðjón Sveinsson les
framhald sögu sinnar um
„Gussa á Hamri” (12). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson
ræðir við Bergstein Á. Berg-
steinsson. Fréttir kl. 11.00.
Hljómplöturabb (endurt.
þáttur Þ. H.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og talar við hlustendur.
14.30 Síðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P. G. Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (12).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdcgistónleikar. Kjell
Bækkelund leikur Þjóðvisur
op. 19 eftir Grieg. Einar
Englund og Sinfóniuhljóm-
sveit finnska útvarpsins
leika Konsert fyrir pianó og
hljómsveit eftir Einar Eng-
lund, Nils-Eric Fougstedt
stj. Knut Andersen leikur
„Siagi og stef” eftir Harald
Sæverud.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Heimsmeistara-
einvigið i skák.
17.30 „Sagan af Sólrúnu”
eftir Dagbjörtu Dagsdóttur.
Þórunn Magnúsdóttir leik-
kona les (14).
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Frá Ólympiuleikunum i
Miinchen. Jón Asgeirsson
segir frá.
19.40 Fréttaspegill.
19.55 íslenzkt umhverfi.
Steingrimur Hermannsson
framkvæmdastjóri rann-
sóknarráðs rikisins talar
um undirbúning og áætlana-
gerð að framkvæmdum,
sem breyta umhverfinu.
20.10 Lög unga fólksins. Sig-
urður Garðarsson kynnir.
21.00 Ferðabók Eggerts og
Bjarna. Steindór Steindórs-
son frá Hlöðum flytur fyrri
hluta erindis sins.
21.£5 Frá alþjóðlegri sam-
keppni ungra tónlistar-
manna i Belgrad 1971.Jam-
es Campbell leikur ásamt
hljómsveit útvarpsins i Bel-
grad Konsert fyrir klari-
nettu og hljómsveit i A-dúr
(K622) eftir Mozart, Mladen
Jagust stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an:„Maðurinn, sem breytti
um andlit” eftir Marcel
Aymé. Karl Isfeld islenzk-
aði. Kristinn Reyr les. (6)
22.35 Harmonikulög.Toni Jac-
que leikur.
22.50 Á hljóðbergi. „Let me
tell you a funny story”.
Enski leikarinn Shelly
Belman fer með gaman-
mál.
23.13 Dagskrárlok.
ÞRIDJUDAGUR 29. ágúst 1972.
18.00 Frá ólympíuleikunum.
Fréttir og myndir frá ólym-
piuleikunum i Miinchen,
teknar saman af Ómari
Ragnarssyni. (Evrovision).
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ashton-fjölskyldan.
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 18. þáttur. Tveggja
daga leyfi.Þýðandi Jón O.
Edwald. Efni 17. þáttar:
Shefton Briggs vill breyta
prentsmiðjurekstrinum i
hlutafélagsform. Hann
heldur þvi af stað i langferð
að hitta son sinn, sem er i
höfn um tima. Þegar þang-
að kemur er pilturinn að
leggja af stað iferðalag með'
vinkonu sinni og vill sem
minnst ræða um prent-
smiðjumálin. En Shefton
gamla lfzt vel á stúlkuna og
vonar að þessi kunn-
ingsskapur geti orðið til
frambúðar.
21.25 Setið fyrir svörum.Um-
sjónarmaður Eiður Guöna-
son.
22.00 tþróttir.M.a. myndir og
fréttir frá ölympiuleikun-
um i Miinchen. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson
(Evrovision).
22.50 Frá Heimsmeistaraein-
viginu i skák. Umsjónar-
maður Friðrik Ólafsson.
23.15 Dagskrárlok.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert ó land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688
Askriftasími
Þjóðviljans er 17500