Þjóðviljinn - 08.09.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1972, Blaðsíða 1
Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnadur ÞAO BORGAR SIG AÐ VERZLA í KROM BELGIA VIÐURKENMR LANDHELGI ÍSLANDS í RAUN Belgar sœkja um leyfi fyrir skip sín, 18 talsins, og heita að fylgja íslenzkum reglum að öllu leyti Ráðherrarnir Einar Ágústsson, Lúðvik Jósepsson og Hannibal Valdimarsson iýstu þvi yfir á fundi með fréttamönnum islenzkra fjölmiðla i gær, að samningurinn við Belgiu væri afar þýðingarmikill, hann fæli i sér ,,de facto” — viðurkenningu Belga á islenzku 50 milna landhelginni. Það kom fram að rikisstjórnin telur eðlilegt að hefjast nú handa við samningaviðræður við Færeyinga og Pólverja um togveiðar innan 50 milnanna. Samningurinn við Belga var undirritaður siðdegis i gær eftir fjögurra daga viðræður við fulltrúa islenzku rikisstjórnarinnar. Utanrlkisráðherra Einar Ágústsson hóf fréttamannafund- inn fyrir hönd rikisstjórnarinnar. Taldi hann samkomulagiö mjög mikilvægt, en gaf siðan Lúðvik Jósepssyni orðið til þess að skýra einstök atriði samkomulagsins. Ldðvik sagöi að samkomulagið tæki aðeins til 18 belgiskra skipa, sem eru sérstaklega tilgreind I samkomulaginu, og er veiðiheim- ildin einungis bundin við þessi 18 skip. 4 skipanna eru togveiðiskip, stærri en liðlega 300 tonn, en hitt raunverulega fiskibátar, allt nið- ur i 127 rúmlestir að stærö. Sækja verður um leyfi fyrir hvert skip fyrirsig til sex mánaða isenn,en samkomulagið sjálft gildir til 1. júni 1974. Skipin fá heimildir fil aö veiða á sjö svæðum. Fyrsta svæðið er á svo nefndu Hvalbakssvæði, og þar er veiöiheimildin 2 mánuði á ári og nær allt að 12 milum, 2., 3. og 4. svæði eru við SA-land og ná lengst inn að 14 milum. 5. svæðiö erá vestanverðum Selvogsbanka, 6. SV af Reykjanesi og 7. beint vestur af Snæfellsnesi. Svæöi þessi eru opin fyrir skipunum 2-11 mánuði á ári. Samkomulagið nær eingöngu til botnfiskveiði, þ.e. aðeins til venjulegrar botnvörpu með venjulegri möskvastærð. Ekki er heimilt aö stunda humarveiðar á þessum svæðum, en þær hafa Belgar stundað mjög hér við land og hefur humarinn verið stærstur hluti aflaverðmætis Belganna við Island. 1 samkomulaginu er gert ráð fyrir þvi, að öll framkvæmt eftir- lits sé i höndum islendinga, bæöi að þvi er tekur til svæða, tima- bila, veiðarfæra og annars búnað- ar. 1 þeim leyfum sem belgisku skipin fá er tekið fram að islenzk lög og reglur skuli gilda um fram- kvæmd þessara mála. Setji Is- lendingar reglur um verndar- svæði, mega þær samkv. sam- komulagi þessu einnig taka til veiðihólfa Belganna ef ástæða þykir til. Þá er tekið fram i samkomu- laginu að Belgar skuli við veiðar sinar taka sérstakt tillit til veiða bátaflotans islenzka. Hannibal Valdimarsson sagði að hann teldi samkomulagið við Belga mjög þýðingarmikið. Hér er um aö ræða eitt af rikjum EBE, sem nú gerir samkomulag við okkur án tillits til þess sem aðrir kunna að gera. Það er mikilsvert i samkomulaginu að hér er gert ráð fyrir leyfisveiting- um til Belganna sem i reynd er viöurkenning á yfirráðum tslands yfir hafinu út að 50 milum. Um þetta mál allt hefur verið fullt samkomulag i rikisstjórninni og við stjórnarandstöðuflokkana sagði Hannibal. Lúðvik Jósepsson sagði að i samkomulaginu væri tekiö fram að hvor aðili um sig afsalaði sér engum grundvallaratriðum varð- andi langhelgina sem slika. Við- urkenning er fólgin i þvi, aö þeir verða að sækja um leyfi. Sam- komulagið fellur mjög vel að okk- ar kröfum almennt, þetta eru litil Krá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. A myndinni eru ráöherrarnir þrir sem sátu fyrir svörum og þrir samninganefndarmenn rikisstjórnarinnar. skip og veiðar þeirra munu nú minnka mjög verulega hér við land, ekki sizt þar sem humar- veiðin fellur alveg niður. A svipaðan hátt mætti hugsa sér að samkomulag næöist við aörar þjóöir, sagði Hannibal. Fréttamaður Þjóðviljans spurði hver áhrif þetta sam- komulag gæti haft á viðræður við aðra aðila sem hér kynnu aö leita samninga. Lúðvik Jósepsson svaraöi að i samkomulaginu kæmi greinilega fram, að tslendingar væru reiðu- búnir til þess að semja á leyfa- grundvelli. Nú reynir á þaö sem aðrir kunna að vilja. Fljótlega má gera ráð fyrir að samningavið- ræður hefjist við Færeyinga um togveiðar þeirra innan landhelg- innar og ekki er ósennilegt að fleiri þjóðir fylgi i kjölfarið. Einar Agústsson sagöi, að ekki væri enn unnt að slá neinu föstu um það hver áhrif samkomulagið hefði. En þaö er stórt skref i þá átt að vinna lögsögu okkar viö- tæka viðurkenningu. Belgar hafa farið rétt og skynsamlega aö meö þvi að halda sinum skipum fyrir utan mörkin meðan samninga- viðræður hafa staðið yfir. Hannibal Valdimarsson sagði, að aöstaða Belga væri mjög sér- stök i fiskveiðunum á tsiandsmið- um, þannig aö samkomulagiö við þá getur ekki orðið fyrir mynd að öðru samkomulagi i öllum atrið- um. En,sagði llannibal, ieyfin eru grundvöllur þessa samkomulags, og hinn sami grundvöllur gæti gilt um aðra. En ekki lizt mér björgu- lega á samninga við Breta meðan þeir brjóta hér lög, en slik fram- koma er enginn eðlilegur undir- búningur fyrir samningaviðræð- ur. Hrctar veröa að breyta sinni taktik. Lúðvik sagði, að ágreiningur- Framhald á bls. 11. 55 brezkir togarar að veiðum innan 50 míbta markanna í gær Brezkir ennþá að togarar eru veiðum innan nýju landhelgislínunnar. Hafa þeir þó heldur fært sig Hörpudiskur frá Stykkis- hólmi til Eyrarbakka Um 20 bátar hafa fengið leyfi til hörpu- disksveiða á Breiðafirði og hafa sjómenn á þeim hugsað sér að stunda þessar veiðar i haust. Um þrjátíu bátar til viðbótar hafa sótt um leyfi tií hörpudisksveiða og er óráðið um leyfis- veitingar til þeirra enn- þá. Bátar þessir eru hvaðanæva að af landinu og er farið að aka hörpudisk frá Stykkishólmi til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þá munu bilar koma með þann.an skel- fisk til vinnslu i frystihúsum i Reykjavik, Hafnarfirði, Keflavik og fleiri plássum. Hins vegar eru þeir hættir að aka hörpudisk til vinnslu i Borgarnes. Þar er nú sláturtið senn að byrja. Nokkrir rækjubátar hafa stundað rækjuveiðar á Eldeyjarbanka i sumar. Eru þessir bátar að hætta veiðum og stendur til að taka af þeim veiðileyfið vegna smáfiska- dráps. Togveiðar hafa gengið held- ur illa i sumar og linuveiðar útilegubáta við Grænland gengu afar illa. Sama er að segja af linuveiðum Vest- fjarða-báta að undanförnu. Hafa þeir veriðað fá þetta frá 700 kg. til 3ja tonna á 140 lóðir. Sumartrygging sjómanna rennur út 15. september. Margir bátar verða þá teknir i haustþrif og verður nokkuð óráðið um úthald i haust hjá linubátum og togbátum. Af þessum sökum er mikil ásókn i hörpudisksveiðar á Breiðafirði. Sama var að segja um humarveiði i sumar, en yfir 200 bátar sóttu um leyfi til humarveiða. Hættu þær um siðustu mánaðamót og voru þá Hornaf jarðarbátar hættir. Humarbátar gerðu það sæmi- lega framan af sumri,og var hásetahlutur góður á mörgum þeirra. utar undan Norðvestur- landi og tekið upp nöfn og númer á nýjan leik. Á Halamiðum voru fimm brezkir togarar að veiðum i gær og einn vesturþýzkur og á Horn- banka voru 20 brezkir togarar að veiðum innan 50 milna mark- anna, sagði Hafsteinn Hafsteins- son, blaðafulltrúi gæzlunnar. Út af Suðausturlandi, nánar tiltekið út af Hvalbak, voru 30 brezkir togarar að veiðum. í gær var brezka freigátan Áróra væntanleg á fiskimiðin við tsland. I DAG Samningurinn við Belga er birtur í heild á 2. síðu ásamt korti af veiðisvæðinu. Þá er fjallað um samningana í forustugrein blaðsins á 4. siðu. Hvað ber á milli? — Rætt við Lúðvík Jósepsson um það sem á milli ber gagnvart Bretum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.