Þjóðviljinn - 08.09.1972, Side 3
Föstudagur 8. septembcr 1972 ÞJóDVILJINN — SIÐA 3
Rœtt við Lúðvík um skrif Jóhanns Hafstein:
Það er langt bíl milli
r _
Islendinga og Breta
Þjóöviljinn sneri sér i gær
til Lúöviks Jósepssonar
sjávarútvegsráðherra,
vegna skrifa Jóhanns Haf-
stein, formanns Sjálf-
stæðisflokksins, um að litið
bæri á milli Islendinga og
Breta i landhelgismálinu.
— Hvað segir þú um skrif
Jóhanns''
— Ég er alveg undrandi áj>gss-
um skrifum og fullyrðingum
Jóhanns. Ég get með engu móti
skilið hvernig á slikum skrifum
getur staöið. Það má auðvitað
vera mat hvers og eins hvað
hann telur mikið og hvað hann
telur litið. þegar um slik mál er
að ræða. En hér hljóta allir að sjá
að um mjög verulegan ágreining
er að ræða milli sjónarmiða aðila.
— Jóhann Hafstein segir i grein
sinni, að lafði Tweedsmuir hafi
lýst þvi yfir að hún væri reiðubúin
að fallast á ,,að svæðatakmark-
anir ættu aðeins að taka til Breta
en ekki islendinga, ef að öðru
leyti yrði samkomulag”, um
atriði sem Jóhann siðan tiltekur.
— Þessi fullyrðing er mér gjör-
samlega óskiljanleg þvi hún er
alröng. Bretar féllust á að ræða
um svæðatillögu okkar, en vildu
íslendingar hafa sýnt
Belgum skilning
Rœtt við tvo belgíska samningamenn
Eftir að samningurinn hafði
verið undirritaður ræddi
blaðamaður Þjóðviljans við
Harford sendiherra Belgiu á
isiandi.
Sendiherrann lagði áherzlu
á, að samningurinn væri
málamiðlun, þar sem hvor að-
ilinn hefði orðið að koma til
móts við kröfur hins. Það væri
ekki að efa, að fiskveiðar
Belga við Island myndu nú
verða nokkuð erfiðari en áður
og fiskverð hækka. En þrátt
fyrir þetta væru Belgar
ánægðir, þvi að rikisstjórn
tslands hefði sýnt fullan skiln-
ing á sérstöðu þeirra.
Hann benti á, að fiskveiðar
Belga við Island væru
gerólikar fiskveiðum annarra
þjóða: þær væru minni og tak-
markaðri. Belgar tiðkuðu ekki
visindalegar fiskveiðar i stór-
um stil, heldur væru veiðar
þeirra yfirleitt litil fjölskyldu-
fyrirtæki. Aðstaða þeirra væri
þvi öðru visi en staða stórþjóð-
anna. Hann benti einnig á, að
fiskiskip Belga kæmu öll frá
Iiarford, sendiherra Belgiu
sömu borg, Ostende, og það
myndi hafa mjög slæm áhrif á
efnahagslif þessarar borgar,
sem lifði á fiskveiðum, ef
belgisk skip yrðu að hverfa af
Islandsmiðum strax. Þetta
hefðu Islendingar skilið.
Sendiherrann sagði svo frá
tilraun, sem helzti útgerðar-
maður Belga hefði gert; hann
hefði sent einn togara sinn frá
tslandsmiðum og á Noregs-
mið. A tslandsmiðum veiða
belgiskir togarar yfirleitt fyrir
um 2 milj. islenzkra króna, én
á Noregsmiðum hefði togarinn
aðeins fengið fisk fyrir um 150
þús. krónur.
Að lokum var sendiherrann
spurður að þvi, hvaða áhrif
þessi samningur hefði á af-
stöðu tslands og Efnahags-
bandalagsins.
Hann sagði, að verzlunar-
samningur tslands við
Efnahafsbandalagið hefði
verið gerður með þeim fyrir-
vara að viðunandi lausn feng-
ist i landhelgisdeilunni. Eftir
undirritun samnings tslands
og Belgiu væri ekkert lengur
þvi til fyrirstöðu frá hálfu
Belga, sem eru ein af þeim
þremur þjóðum EBE sem
veiða við strendur Islands, að
þessi verzlunarsamningur
yrði staðfestur.
„Vona að dyrum
verði haldið opnum
99
André Van Lul, fulltrúi
belgiskra útgerðarmanna i
samningaviðræðunum, sagði
blaðamanni Þjóðviljans, að
Belgar væru þakklátir rikis-
stjórn tslands fyrir að hafa
fallizt á sjónarmið þeirra.
Hann taldi að samningurinn
væri hagkvæmur fyrir tslend-
inga, þvi að þeir þyrftu ekki að
óttast ofveiði af völdum
belgiskra skipa.
Hvað Belga snerti, þ5 sökn-
uðu þeir þess nokkuð að verða
að hætta humarveiðum, en
annars væru þeir ánægðir með
að tslendingar hefðu sýnt
skilning á sérstöðu þeirra.
Flest skip þeirra væru litil, og
mörg þeirra meir en 20 ára
gömul. Þeir gætu þvi ekki flutt
þau annað. Auk þess skapaði
það visst þjóðfélagslegt
vandamál, ef fiskveiðar við
tsland legðust niður, þvi að
um 250 manna áhöfn værí á
skipunum, og þrjú til fjögur
þúsund manns lifðu á veið-
unum.
Van Lul taldi að ofveiði-
hættan stafaði mest af risa-
stórum fiskiskipum. Belgar
ættu enga slika togara, þeir
veiddu einungis i litlum stil
fyrir heimamarkað.
Blaðamaður Þjóðvilj-
ans spurði Van Lul nánar um
belgisku fiskiskipin.
Hann sagði, að alls væru
átján fiskiskip á veiðum við
tsland. Belgar hefðu fækkað
þeim um þrjú við samn-
ingana, og flest þeirra væru
mjög litil aðeins 100—200 tonn.
Fjögur skip væru stærri, 350 til
550 tonn.
Um eigendur skipanna sagði
Van Lul, að hann væri sjálfur
stærsti útgerðarmaðurinn og
ætti sex skip, en alls væru eig-
endur skipanna niu. Næst-
stærsti útgerðarmaðurinn ætti
þrjú skip, en hinir yfirleitt eitt
skip. Þessi útgerðarfyrirtæki
væru oft fjölskyldufyrirtæki,
og það væri algengt að skip-
stjórinn ætti skipið eða stóran
hlut i þvi, og jafnvel aðrir
skipverjar.
Van Lul sagði að Belgar
veiddu einnig fisk við strendur
Englands, en það væri smá-
fiskur og mikið notaður til út-
flutnings.
Fiskveiðarnar við Island
væru 30 af hundraði af fisk-
veiðum Belga, en hins vegar
næmi fiskur frá Islandsmiðum
60 af hundraði af sjálfri fisk-
neyzlu Belga. Þeir flyttu
meira inn en þeir veiddu sjálf-
ir.
Að lokum sagðist Van Lul
vona, að dyrunum væri haldið
opnum i framtiðinni.
um leið gera nokkrar breytingar
varðandi skiptingu svæðanna sex
og kváðust geta fallizt á að eitt af
þessum svæðum yrði lokað, en 5
opin. Okkar tillögur voru um 2
opin og 4 lokuð. Þá sögðu fuiitrúar
Brcta, að það væri skilyrði af
þeirra bálfu að cina iokaða svæð-
ið yrði jafnt lokað fyrir báða aðila
miðað við samskonar skipastærð-
ir bcggja. Þeir vildu þó fallast á
að öll skip 115 fet þ.e. 280 — 300
tonn mættu veiða á þessum lok-
uðu svæðum. en önnur skip ekki.
Þetta liefði þýtt i raun og veru, að
þetta eina svæði hefði lokazt öll-
uin islenzkum togurum og hluta
bátaflotans, en Bretar hefðu liaft
rétt til þess að scnda inn í svæðin
sin skip. Ég vænti þess að allir
sjái hve fjarri þetta er hugmynd-
um Islendinga og um leið hversu
gagnstætl þetta er þvi sem
Jóhann Hafstein heldur fram.
— En Jóhann talar lika um af-
stöðu Breta til eftirlits tslendinga
með veiðunum hér við land og
lramkvæmd þess eftirlits.
Já. En Bretar sögðu alltaf að
þeir vildu ekki samþykkja að ts-
lendingar hefðu neitt vald og
vildu auk þess sjálfir hafa dóms-
valdið i málunum.
Við óskuðum þá cftir þvi, að
Bretar svöruðu afdráttarlaust
Framhald á bls. 11.
A.S.Í. gefur
100 þúsund
krónur
Alþýðusamband tslands
hefur ákveðið að leggja kr.
eitthundr.þúsund i söfnunina
til Landhelgissjóðs. Jafnframt
hefur Alþýðusambandið beint
þvi til allra aöildarsamtaka
sinna, að þau leggi fram fé til
Landhelgissjóðs og skipuleggi
fjársöfnun hjá félagsmönnum
og starfshópum.
Alþýðusambandið hefur
opnað Giróreikning nr. 19348,
og hafa félögin verið beðin að
leggja framlögin inn á hann i
bönkum, sparisjóðum eða
pósthúsum.
Teflir Fischer
við Spasskí í
Las Vegas?
NEW YORK 7/9 Séra
Lombardy, einn helzti aöstoðar-
maður Bobby Fischers, staðfesti i
dag orðróm þess efnis, að heims-
meistarinn hygði á annaö einvigi
við Boris Spassky, sem myndi að
sjálfsögðu fara fram samkvæmt
reglum alþjóðaskáksambands-
ins. Séra Lombardy lét og að þvi
liggja, að einvigið yrði ef til vill
haldið i Dallas eða Las Vegas, og
að verðlaunin myndu nema tæp-
um sjö miljónum Bandarikja-
dala. Hann lagði þó áherzlu á, að
enn væri allt óvist i þessum efn-
um.
Landsfunchir bóka-
varða hófst í gær
Annað landsþing
islenzkra bókavarða var
sett í gær i Norræna Hús-
inu, en þingið stendur til 11.
þessa mánaðar.
Auk félaga úr Bókavarð-
arfélagi islands sitja 25
gestir frá Norðurlöndunum
þingið.
Auk fjölda fyrirlestra sem
haldnir verða i sambandi við
þingið verða fimm sýningar.
í kjallara Norræna ltússins
verður sýning sem ber heitið
Búnaður safna.sem eins og nafn-
ið bendir til er sýning á ýmiskon-
ar búnaði bókasafna, ennfremur
á bókum og timaritum um bóka-
safnsmál.
Bók er bezt vinanefnist sýning i
anddyri Norræna Hússins. Það er
sýning á ljósmyndum, teikning-
um og höggmyndum, sem tengd-
ar eru lestri og bókanotkun.
1 bókasafni Menningarmið-
stöðvar Bandarikjanna við Nes-
veg verður sýning á ýmsum teg-
undum uppsláttarrita.
t anddyri Landsbókasafnsins
verða sýndar handritaviðgerö-
ir, og i anddyri Handritastofnun-
arinnar i Arnagarði verður sýn-
ing á Flateyjarbók og Konungs-
bók Eddukvæða.
Allar sýningarnar eru opnar al-
Samþykkir
lántöku
Landsvirkjunar
Borgarráð Reykjavikur sam-
þykkti á fundi sinum þriðjudag-
inn 5. sept sl. að fyrir sitt leyti
væri þaðsamþykkt þvi. að Lands-
virkjun tæki lán allt að 2 milj.
dollara vegna undirbúnings-
kostnaðar við virkjun Tungnár
við Sigöldu.
menningi og upplýsingar um opn-
unartima þeirra er hægt að fá i
Norræna llúsinu, svo og á sýning-
arstöðum.
Formaður sýningarnefndar er
Vigdis Arnadóttir, en sýningarn-
ar eru settar upp meðfram vegna
þess i ár er ár bókarinnar að til-
madum Sameinuðu þjóðanna.
Þetla er i fyrsta skipti sem
islenzkir bókaverðir hafa kallað
saman lund með norrænum bóka-
vörðum, en fulltrúar allra Norð-
urlandanna sækja fundinn. Hafa
Norrienu félögin tekið þátt i
kostnaði við gestahaldið, og eru
sérstakir fulltrúar þeirra einnig
gestir á landsfundinum.
Formaður framkvæmdanefnd-
ar landsfundarins er Kristin H.
Pétursdóttir bókavörður á
Borgarspitalanum.
— úþ.
Ekki allir á
einu máli
Ekki eru allir á einu máli um
það, að lita á þá Bobby Fischer og
Boris Spasski sem beiningar-
menn og undanþiggja þá skatti
og útsvari.
A fundi borgarráðs var
samþykkt, að undanþiggja þá
félaga útsvarsálagningu á verð-
launafé þeirra. Þetta er i sam-
ræmi við þá ákvörðun rikisins að
taka ekki skatt af þessum pening-
um.
Ekki voru allir borgarráðs-
mennsammála þessari ákvörðun
borgarráðs. Þeir Sigurjón
Hétursson <AB) og Olafur B.
Thors (S) tóku ekki þátt i at-
kvæðagreiðslunni. Jaf naðar-
maöurinn” Björgvin Guðmunds-
son var harðari af sér og lét bóka,
að hann væri andvigur þvi að
verðlaunaféð væri ekki skattlagt.
Þá tjáði Steinunn Finnbogadóttir
sig samþykka bókun Björgvins.