Þjóðviljinn - 08.09.1972, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. september 1972
r
i
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóSviljane.
Framkvæmdastjóri: Ei8ur Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 linur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
SAMNINGAR VIÐ BELGA
í gær voru undirritaðir samningar um
veiðar Belgiumanna innan islenzku fisk-
veiðilögsögunnar. Samningaviðræður
hafa nú tekið nokkra daga og þann tima
allan hafa Belgiumenn gætt þess að hafa
togara sina og fiskibáta utan 50 milna
markanna, þannig að framkoma þeirra er
ólikt siðaðri en brezku ribbaldanna sem
láta lafði sina i senn tala um nauðsyn
samninga og hóta herskipum.
Samningarnir við Belga byggjast á þeim
grundvelli að þeir viðurkenna islenzku 50
milna landhelginna, de facto, i raun og
veru. Samningarnir innihalda þessi
meginatriði:
1. Samið er til 19 mánaða. Belgarnir
verða að fá sérstök leyfi á sex mánaða
fresti fyrir hvert skip sem hér stundar
veiðar. 1 leyfisveitingunni kemur fram að
Belgiumenn eru reiðubúnir til þess að
fallast á lögsögu íslendinga yfir 50 milna
landhelginni.
2. Samið er um sérstök veiðihólf fyrir
belgisku bátana. Hólfin ná yfirleitt inn að
14 milum og eru aðeins opin til veiða hluta
ársins.
3. Samið er um að heimildin nái aðeins
til 19 belgiskra skipa. 4 þeirra eru 318 —
550 tonn, en hin eru öll minni en 250 tonn.
Meðalstærð belgisku skipanna er um 200
tonn. Það ber að veita þvi sérstaka athygli
að samningurinn er einungis bundinn við
þessi skip. Hætti eitthvert þessara skipa
sjósókn af einhverjum ástæðum fækkar
skipunum um leið. Það er ekki unnt að
taka ný skip inn i samninginn. Gerist eitt-
hvert skipanna brotlegt við islenzkar regl-
ur er unnt að visa skipinu i burtu af
miðunum við ísland.
4. Með þessum samningi er komið i veg
fyrir humarveiðar Belgiumanna hér við
land, en það var humarinn sem dró
belgiska sjómenn á miðin við Island til að
byrja með. Belgar hafa veitt 10.000 —
12.000 tonn á ári hér við land en miðað við
samninginn minnkar svigrúm Belganna
verulega.
— En aðalatriði samningsins er það að
hann byggist á leyfagrundvelli og þar með
viðurkenna Belgiumenn lögsögu
íslendinga yfir 50 milna landhelginni i
raun og veru. Þegar slikur samningur
hefur verið gerður við eina þjóð er ekki
hægt að hugsa sér að íslendingar fallist á
að veita öðrum þjóðum hagstæðari
samninga. Þannig er þvi eðlilegt að
grundvöllur samkomulags við aðrar
þjóðir yrði leyfisveiting til skamms tima
fyrir ákveðin skip á ákveðnum timum i
mjög takmörkuðum hólfum og þar með
verði þessar þjóðir að viðurkenna lögsögu
íslendinga yfir landhelginni út að 50 mil-
um i raun og veru.
Samningurinn við Belgiumenn er loks
mikill ávinningur, að þvi leyti, að þar með
er rofið skarð i múr Efnahagsbandalags-
ins og NATO sem Bretar vildu láta byggja
upp i kringum íslendinga.
FRUMHLAUP JOHANNS HAFSTEIN
Sá alvarlegi atburður hefur gerzt að for-
maður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið
Bretum i skyn að íslendingar séu reiðu-
búnir til þess að semja strax um land-
helgismálið og sáralitið beri á milli. Nauð-
synlegt er að leggja áherzlu á að hér fer
formaður Sjálfstæðisflokksins með al-
gerar fjarstæður. Það sem ber á milli
íslendinga og Breta er hvorki meira né
minna en það að íslendingar vilja að land-
helgin verði viðurkennd af öðrum þjóðum
en Bretar hafa neitað islenzku þjóðinni um
viðurkenningu á lögsögu yfir landhelginni.
Þessi andstaða Breta við að viðurkenna i
orði sem verki fullgilda aðgerð smáþjóðar
breytir engu fyrir íslendinga öðru en þvi
að samningur við Bretana um sérstakar i-
vilnanir innan islenzku landhelginnar er
óralangt fjarri. Það ber þvi mikið á milli
og vonandi verða frumhlaup og afglöp for-
manns Sjálfstæðisflokksins ekki til þess að
valda neinum misskilningi um þá stað-
reynd.
Sœnsku stjórnarblöðin styðja íslendinga i landhelgisniálinu
HÖRÐ GAGNRÝNIÁ SÆNSKA
DÓMARANN í HAAG
Margt bendir til þess aö
islendingar fái meiri og
virkari stuðning á Norður-
löndum vegna landhelgis-
málsins/ bæði frá opin-
berum aðilum og þjóðun-
um sjálfum, heldur en
opinberar orðsendingar
sumarsins benda til.
Frændþjóðum okkar renn-
ur blóðið til skyldunnar að
láta okkur ekki berjast
• óstudda við það sem gæti í
fljótu bragði sýnrt ofurefli,
en hér koma einnig til
félagsleg og sósialísk við-
horf sem eru rótgróin á
Norðurlöndum. Her á eftir
eru birtir úrdrættir úr rit-
stjórnargreinum tveggja af
Sigurður
Baldursson
— hæstaréttariögmaöur
Laugavegi 18 4 hæö
Slmar 21520 og 21620
SAMVINNU-
BANKINN
helztu blöðum sænska
Sósíaldemókrataflokksins,
en á þau verður að líta sem
málgögn sænsku stjórnar-
innar, þótt leiðara
höfundarnir skrifi að sjálf-
sögðu ekki skuldbindandi
fyrir hennar hönd. Kemur
hér fram mikil gagnrýni á
sænska dómarann i Haag
og hálfgildings fyrirheit
um breytta afstöðu i haf
réttarmálum. En ekki er
síður mikilsvert að fá hinn
glögga skilning á félags-
legu og stéttarlegu eðli
fiskveiðideilunnar við
Breta og Vestur-Þ jóðverja.
islendingar standa frammi
fyrir arðræningjum sem
láta stjórnast af hagsmun-
um auðmagnsins, er niður-
staða hins sænska blaös. Og
undir þetta ættu allir
islenzkir sósialistar að geta
tekið. Með landhelgismál-
inu eru isiendingar að
leggja fram sinn skerf til
baráttunnar gegn heims-
valdastefnunni og nýlendu-
stefnunni i hennar nýrri
mynd.
Ritstjórnargrein dagblaðsins
Arbetet(vinnan) i Malmö 1. sept-
ember sl. ber yfirskriftina Réttur
og rányrkja. f henni segir m.a.:
bað er auðvelt verk að gera
eins og Sviþjóð og ráðleggja
lslendingum að biða eftir alþjóð-
legu samkomulagi eða a.m.k. eft-
ir tvihliða samkomulagsumleit-
unum milli deiluaðila áður en
ákvörðunin um 50 milurnar komi
til framkvæmda. Meðal 15 dóm-
ara Haag-dómstólsins var það
fulltrúi Mexicos einn sem studdi
ísland. bað litur út fyrir, að
sænski dómarinn hafi ásamt 13
félögum sinum læst sig inni i
dauðhreinsuðum formsatriðum
um lög og rétt. bað er lika vert að
taka eftir þvi,að rússneski fulltrú-
inn var einnig andvigur Islend-
ingum.
Siðar i ritstjórnargrein þessari
er farið viðurkenningarorðum um
nýlega doktorsritgerð þjóðréttar-
fræðings i sænska utanrikis-
ráðuneytinu sem heitir Bo
Johnson. Ritgerðin nefnist
..F'ullveldi á hafi og i lofti”.
Hefur leiðarahöfundur eftir henni
að grundvallarbreytingar hafi átt
sér stað varðandi lögsögu yfir
hafsvæðum eftir að önnur haf-
réttarráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna var haldin árið 1960. Ekki sé
lengur hægt að beita rökum
þjóðarréttar gegn stofnun fisk-
veiðibelta einstakra þjóða. Ekki
megi blanda saman landhelgi og
fiskveiðilögsögu. Hið síðarnefnda
hafi hlotið þjóðréttarlega viður-
kenningu með raunverulegri
þróun mála.
bjóðviljinn vill bæta þvi við, að
blaðið hefur fregnað að kunnugir
telji, að umrædd ritgerð verði
mikilvægur grundvöllur fyrir af-
stöðu Svia i hafréttarmálum i
framtiðinni. Einmitt um þessar
mundir fari fram umfangsmikil
endurskoðun á afstöðu sænsku
rikisstjórnarinnar i hafréttar-
málum. Blaðinu er einnig
kunnugt um, að nú er i undir-
búningi önnur visindaritgerð eftir
sænskan lögfræðing um haf-
réttarmálefni. Mun hún einkum
fjalla um rannsókn á útfærslu
Suður-Amerikulanda á fiskveiði-
lögsögunni. Er talið, að niður-
stöður þeirrar ritgeraðr verði
einkar hagstæðar Islendingum.
Aðalmálgagn sænskra sósial-
demókrata. Aftonbladet i Stokk-
hólmi, birti 2. september
ritstjórnargrein undir fyrirsögn-
inni: Island og nýlendustefnan
nýrri (nýkolonialisminn). Verður
hún nú þýdd og endursögð hér á
eftir'
Af hverju á Island af öllum
löndum að hlita dómi frá þessari
einkennilegu og aðgerðalitlu
stofnun sem nefnir sig Alþjóða-
dómstól? Hann er nú ekki öflugri
en svo, að hann megnar ekki að
koma glæpastimpli á aðra aðila
en þá sem eru af stærðargráðu
Islands. Stóru löndin sjá um sig
sjálf og geta auk þess þaggað nið-
ur i þeim sem eitthvað vilja
æmta.
Auðvaldið gegn islend-
ingum
En það má ekki gleyma þvi, að
það eru geysisterkir fjármála-
hagsmunir á bak við hina miklu
veiðiflota Breta og Vestur-bjóð-
verja. Ahrifarikt banka- og
iðnaðarauðvald getur orðið fyrir
tjóni þegar Islendingar færa út
fiskveiðilögsögu sina.
Islendingar berjast gegn of-
veiði. Vistfræðilegt jafnvægi i
náttúrunnar riki er að raskast svo
að ógnun veldur. Veiðiaðferðirn-
ar eru komnar á svo hátt stig
tæknilega og hvað afköst snertir
að fiskurinn hefur ekki færi á að
timgast. En auðmagnseigendun-
um kemur vistfræði auðvitað
ekkert við.
Fiskveiðideilan á Islandsmið-
um er að mörgu leyti til vitnis um
hina nýju nýlendustefnu. bar
skiptir mestu að Islendingár eru
háðir einni einustu hráefna-
auðlind, sjónum.
Islendingar berjast fyrir fram-
tið sinni sem efnahagslega óháð
þjóð. Brezku fiskimennirnir sem
taka þátt i rányrkjunni sem lág-
Iaunamenn berjast fyrir tilveru
sinni og fjölskyldna sinna. Ella
biður þeirra atvinnuleysið.
Auðmagnseigendurnir sem
moka saman peningum á rán-
yrkjunni koma ekki fram á sviöið
heldur halda sig i skugganum.
Brezka stjórnin þarf ekki heldur
að svara til saka fyrir það af
hverju henni hefur aldrei tekizt —
né reynt — að reka þannig at-
vinnumálastefnu að þessir sjó-
menn hafi að aonarri vinnu að
hverfa en þeirri að ausa einu hrá-
efnaauðlindir íslands til þurrðar.
Svo kemur Haag-dómstóllinn
og tekur eindregna afstöðu með
þeim sterku en á móti þeim veiku.
Islendingar berjast fyrir
sjálfum lifshagsmunum sinum.
Ensku sjómennirnir berjast lika
fyrir sinni tilveru. bað full-
komnar myndina af nýlendu-
stefnu okkar tima, að þeir berjast
gegn hver öðrum, en ekki við
sameiginlegan óvin. Og þetta er
það sem heimsvaldastefnan vill.