Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.09.1972, Qupperneq 5
Köstudagur S. september 1972 ÞJOÐVILJINN — SIÐA~5. Einsog blaðiö skýröi frá í gær, hefur brezkur sagn- fræöingur, George Bilainkin, nýlega rann- sakað aðdragandann að hernámi islands 1940, og hefurhann fundið það, sem um það er skrifað,i fundar- gerðarbókum brezku ríkis- stjórnarinnar. Við birtum hérnú frásögn hansaf um- ræðunum um hernámið á fundum stjórnarinnar. i fundargeröum lokaöra funda brezku striösrikisstjórnarinnar, sem sagnfræöingum hefur nú veriö gefiö leyfi til aö kanna. kemur fram aö það var Churchill. þá flotamálaráöherra. sem setti fram kröfuna um hernám ts- lands. Á fundi. sem haldinn var 6. mai 1940 undir stjórn Neville C'hamberlains. tók Churchill fyrstur til máls. og skýrði sam- ráðherrum sinum frá þvi, aö hann heföi komizt aö þeirri niðurstöðu aö Bretar ættu aö hernema island til aö tryggja sér þar bækistöð fyrir f lugvélamóðurskip og birgöageymslu fyrir flotann á norðurhöfum. Howard Smith. sérlegur fulltrúi stjórnarinnar i málum Danmerkur. var reiðu- búinn aö leggja af staö til islands. Annaö hvort myndi hann skýra rikisstjórn landsins frá áformum Breta og fara fram á aðstoð hennar. eöa hann myndi koma i fylgd meö herliði, sem tæki mikil- vægustu staöina þegar á sitt vald. meöan hann væri aö ræða viö stjórnina. Churchill lagði á ráðin um hemám íslands 1940 Churchill sagöi aö flotamála- fyrri leiöin væri farin, kynnu ráðuneytið væri þvi fylgjandi aö Hjóðverjar aö frétta þaö og gadu seinni kosturinn yröi valinn til flutt herliö þangaö meö hraö- þess aö tryggja það aö Bretar skreiöum skipum, meðan samn- yröu á undan Hjóðverjum. Kf ingaviöræðurnar stæðu yfir. og þá Styrkt áróöursspjöld fyrir EBE „Kjósið minni lentu Bretar i ööru Narvikurmáli. Deild úr brezka flotanum meö tva-r lettar fallbyssur. tvær strandlallbyssur og tvær loft- varnarbyssur væri reiöubúin til aö leggja þegar af staö. og myndi komast til islands á sólarhring. Halifax lávaröur. utanrikisráð- herra. var sammála tillögunni. og einnig þvi aö seinni leiðin yröi farin. Hann haföi ráöfært sig viö Howard Smith. sem var fús til aö taka aö sér aö skýra rikisstjórn islands frá geröum hlnt. Aðal- rökin gegn samningatilraunum viö islendinga voru i augum Hali- fax lávaröar þau. aö lslendingar myndu áreiöanlega neita her- námi landsins. og þá yröi enn erfiðara aö hernema þaö en áöur. Skyndileg landganga kynni að leiða til formlegra mótmæla. en þegar til lengdar léti væri sú leið skárri. Viövörun myndi veröa send til brezka ræðismannsins á islandi og átti hann aö koma þvi til leiðar að Howard Smith fengi viðtal viö utanrikisráöherrann á þeim tima, sem flotadeildin var væntanleg i höfn. Ræöismaöurinn átti einnig aö útvega mikilvæga staöi svo sem pósthúsiö. útvarps- stööina og heimili þýzka ra'ðis- mannsins. i samtalinu átti Howard Smith aö segja aö brezka stjórnin tæki tillit til óska islend- inga um aö vera hlutlausir. en heiöi nauöug komizt aö þeirri niðurstöðu aö ekki varni unnt aö tryggja þaö hlutleysi ööru visi en meö þvi aö fyrirbyggja þýzka árás. sem Bretar teldu yfirvof- andi. Hann átti aö benda á þaö. aö heföu Hjóðverjar orðið á undan. hei'öi island orðið aö orustuvelli. en hins vegar væru Hjóöverjar þessekki megnugir aö senda her til landsins til aö hrekja burt brezku hermennina. Hann átti loks aö gefa fulla tryggingu fyrir sjálfstæöi islands aö styrj- öldinni lokinni. og um leið aö skýra frá þvi aö Bretar væru fúsir til aö gera hagkva'ma efnahags- samninga viö íslendinga. Haö va'ri mikilvægt fyrir þá, en myndi ekki kosta Breta mikið. Fundargerðirnar frá þessum stjórnarfundi skýra frá þvi. aö þessar tillögur hafi fengið al- mennt fylgi. en bent var á aö þetta herlið væri e.t.v. ekki nógu ijölmennt til aö hernema landið. Stjórnin samþykkti aö hernema island þegar i staö. meö þaö fyrir augum aö koma þar upp bæki- stöövum fyrir flugher og flota, og féllst á aö fara þá leið, sem Hali- fax lávaröur haföi mælt meö. Stjórnin fól yfirmönnum herfor- ingjaráösins aö kanna hvort nauðsynlegt væri aö senda auka- herlið til landsins til þess aö tr.vggja öryggi þess gegn árás frá Djóðverjum. Hún samþykkti einnig að gefa Howard Smith heimild til þess aö skýra frá þvi aö Bretar væru fúsir til að gera þegar i staö viðskiptasamninga viö islendinga. sem myndu vera þeim i hag. Neville Chamberlain var enn forseti stjórnarfundar. sem hald- inn var H. mai 1940, tveimur sólar- hringum áöur en Churchill tók viö embætti hans. Á þessum fundi skýröi Churchill frá þvi aö tvö beitiskip. HMS Glasgow og HMS Derwent. og tveir tundurspillar heföu lagt af staö til islands þá um morguninn. Skipin væru væntanleg til Reykjavikur klukkan fimm um morguninn. 10. maí. AMC C’alifornia heföi fengið fyrirskipun um aö vera á veröi AF ERLENDUM YETTVANGI viö Austfirði til aö koma i veg fyrir aö Hjóöverjar gætu komið nokkrum mönnum þar á land úr togurum eöa öörum smáskipum, einkum i grennd viö Seyðisfjörð, þar sem sæsimalinan kemur á land. Sir Ciyril Newall, marskálkur og yfirmaöur herforingjaráös llughersins. sem haföi veriö faliö aö kanna hvort nauösynlegt væri aö senda aukalið til islands. taldi aö ein deild úr sjóhernum væri ekki nægilega aö tryggja öryggi islands gegn þýzkri árás. Herfor- ingjaráöiö haföi þvi fyrirskipað aö ein hersveit úr landhernum skyldi veröa send til landsins. Þegar landherinn kæmi þangað, skyldu sjóliöarnir snúa aftur heim. Halifax lávaröur taldi aö nauösynlegt væri að gefa út fréttatilkynningu strax aö land- göngunni lokinni, og var uppkast hans aö tilkynningu samþykkt aö mestu. 10. mai kom grein um tsland og ..einangrun'' þess i ..Times", og daginn eftir var skýrt lrá þvi aö landið heföi ekki annan her en 70 lögregluþjóna. Blaöiö sagöi frá hernáminu. og tók þaö fram aö landgangan heföi farið fram án nokkurra árekstra og ..lslend- ingum heföi verið gefin full trygging um aö herinn yrði siöar fluttur úr landinu". laun fyrir konur99 Samtök þeirra manna, sem berjast fyrir aöild Dana að Efna- hagsbandalaginu, hafa nýlega fengið heldur hlálega útreið. Ung- ir inenn hringdu til sanitakanna og báðu um fjárstyrk til að láta prenta áróðursspjöld, þar sem ætti að segja i fáum orðum frá eðli EBE og klykkja út með orð- unum ..kjósið EBE”. Yfirmenn samtakanna spurðu ekki nánar um texta áróðursspjaldanna og veittu drjúgan styrk. En svo kom á daginn að þessi áróður fyrir EBE var næsta undarlegur. Á spjöldunum voru nefnilcga setn- ingar eins og „Kjósið minni laun fyrir konur, kjósið EBE”, eða ..Skitt og laggó með stjórnar- skrána, kjósið EBE”. Þeir menn, sem stóðu að gerð þessara spjalda, viðurkenna það fúslcga að þeir hafi verið að gera gys að stuðningsmannasamtök- iinum, en þcir lialda þvi fram aö þetta atvik veki ýmis alvarleg vandamál: Hvernig geta samtök- in sáö þannig um sig peningum án nokkurs eftirlits? og! Hvernig er liægt að treysta stjórnmálamönn- um, sem verður svona alvarlega á i inessunni? Angela Davis í Moskvu Angela Davis er nú gestur í Sovétrikjunum, og er þessi mynd tekin á dögunum i Moskvu. Hefur hún mætt mikilli vinsemd á ferð sinni um Sovétrikin og er nú koinin til Ú/.bekistan. Var hún kjörin heiðursdokt- or við háskólann íTashkent.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.