Þjóðviljinn - 19.09.1972, Page 1
Þúsundir Norðmanna bera
í barmi sér „Island 50”
Þúsundir EBE-andstæðinga bera nú i barmi
merkið „Island 50”. Á laugardaginn fjölgaði
geysilega i þessum hópi,er stúdentar i Osló efndu
til aðgerða. Þeir fylktu liði um göturnar með
spjöld og borða og seldu merkin. Þeir stóðu um
tima við fundarstað verkalýðssamtaka, sem um
þessar mundir fjölluðu um vandamál verkalýðs-
hreyfingar með tilliti til aðildar að EBE.
Landhelgissöfnunin:
inni hefst 2. október
Konur sem
auglýsinga-
tól?
Á föstudagskvöld efndu
rauðsokkar á Akureyri til
mótmæla vegna
,,fegurðarsamkeppni'' í
Sjálfstæðishúsinu á staðn-
um Báru rauðsokkar spjöld
og borða og dreifðu miðum
til vegfarenda.
Myndirnar tók Niels Hans-
son.
r *
Utför Asgeirs
Asgeirssonar
yerður gerð
á föstudag
Utför herra Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, iyrrverandi forseta
íslands, fer fram á vegum rikis-
ins. Ákveðiö hefur veriö, að útför-
in verði gerð frá dómkirkjunni
föstudaginn 22. september n.k. kl.
14.00.Útvarpað verður frá athöfn-
inni.
Vandamenn hafa óskað þess, að
þeir sem hafa hugsað sér að
minnast hins látna með blóma-
gjöfum, verji heldur fénu til
styrktar byggingar kapellu að
Hrafnseyri. Kramlögum verður
veitt móttaka i biskupsstofu.
Söfnunarfé er nú komið á
fimmtu miljón kr. í land-
helgissöf nunina siðan
henni var hleypt af stokk-
unum um siðustu mánaða-
mót, sagði Guðmundur
Pétursson, formaður niu
manna söfnunarnefndar i
gær. Hafa þetta verið
framlög einstaklinga, fyr-
irtækja og bæjarféiaga.
Nú hefur söfnunarnefndin opn-
að skrifstofu að Laugavegi 13 i
Ileykjavik. Ennfremur hefur hún
ráðið Jón Ásgeirsson, iþrótta-
fréttaritara útvarpsins sem
framkvæmdastjóra i stað Hjalta
Zóphaniussonar. Heldur fram-
kvæmdastjórinn daglega fundi
með íormanni og varaformanni
nefndarinnar. en nefndin sjálf
kemur vikulega saman til þess að
ræða ýmis framkvæmdaatriði við
söfnunina.
Uegar helur verið ráðgert að
hefja nýjan söfnunaráfanga 2.
október næstkomandi. Þá verða
listar látnir ganga um á vinnu-
stöðum og um borð i fiski-og far-
skipum og þá gengið út frá þvi að
menn geli andvirði eins vinnu-
dags eða afrakstur einnar sjó-
ferðar á fiskiskipum. Er þannig
ætlað að vinna skipulega að þess-
ari sölnun, sagði Guðmundur á
blaðamannafundi i gær.
1 nefndina hafa verið skipaðir
Guðmundur Fétursson, formaður
E.F.S.I., Kristján Ragnarsson,
formaður L.I.Ú., Ingvar
Hallgrimsson. forstöðumaður
Hafrannsóknarstofnunar og Jón
Sigurðsson, formaður Sjómanna-
sambands islands. Þá hafa
stjórnmálaflokkarnir skipað hver
sinn mann i þessa söfnunarnefnd.
Baldvin Jónsson frá Alþýðu-
flokknum, Sigurjón Guðmunds-
son frá Framsóknarflokknum,
Gils Guðmundsson frá Alþýðu-
bandalaginu, Guðmundur Bergs-
son frá Frjálslyndum og vinstri
mönnum og Sigurður Hafstein frá
Sjálfstæðisflokknum.
Guðmundur Pétursson er for-
maður nefndarinnar, en Kristján
liagnarsson varaformaður henn-
ar.
Einstök framlög hafa verið
rausnarleg til þessa, og gáfu til
dæmis Þorsteinn M. Jónsson og
frú 30 þúsund kr. til söfnunarinn-
ar. Þá hala ýmis kaupfélög ekki
látið sitt eftir liggja. Gaf til dæm-
is Kaupfélag Borgfirðinga 100
Framhald á bls. 11.
Alþingi kem
ur saman
10. október
Á fundi rikisráðs i dag var
gefið út forsetabréf um að
Alþingi verði kvatt til fundar
þriðjudaginn 10. október n.k.
Ennfremur voru staðfestar
ýmsar afgreiðslur. sem höfðu
farið fram utan rikisráðs-
fundar.
t upphafi fundarins minntist
forseti Islands herra Ásgeirs
Ásgeirssonar. fyrrverandi
forseta Islands, sem andaðist
15. þ.m. Risu menn úr sætum i
virðingarskyni við minningu
hins látna.
Ásókn
v-þýzkra
togara minni
Um helgina voru fimm
brezkir togarar að veiðum út
af Vestfjörðum og um 50 tog-
ar.\r út af Norðurlandi_, innan
50 milna markanna. Um 18
vestur-þýzkir togarar voru við
mörkin út af Suðvesturlandi.
Landhelgisgæzlan hefur
gert samanburð á fjölda
togara um miðjan september
hér við land núna i ár. 1971 og
1970. Eru vestur-þýzkir togar-
ar mun færri núna að veiðum
en i fyrra og hitteðfyrra.
Brezkir togarar eru svipaðir
að fjölda öll árin.
Fischer
kominn
til New York
NEW YORK 18/9 - Bobby
Fischer kom til New York i
morgun eftir að hafa hvilt sig I
tvær vikur á lslandi. Við kom-
una til New York sagði hann
aðeins örfá orð við frétta-
menn, og steig svo upp i bil,
sem John Lindsay, borgar-
stjóri New York hafði lánað
honum. Sæmundur Pálsson
lögregluþjónn, sem var ,,lif-
vörður” Fischers á íslandi,
var i fylgd með honum.
Fischer bauð honum I þriggja
vikna ferð til New York, en
hann hefur einnig boðið hon-
um að gerast fastur lifvörður
sinn.
Nokkuð hefur verið rætt um
að Fischer kunni að leggja leið
sina á Olympíuskákmótið i
Skopje I Júgóslaviu, en nú
hefur verið sagt, að hann muni
ekki taka þátt i þvi.
Álheilbrigði
Nú er komin skýrsla frá
heilbrigðiseftirliti rikisins um
atvinnusjúkdóma i Straums-
vik. Heilbrigðisráöuneytið fól
eftirlitinu að annast athugun
þessa 29. marz sl., eftir að
fram höfðu komið ábendingar
frá 9 starfsgreinaféiögum
vegna meintra atvinnusjúk-
dóma hjá starfsmönnum lsals
i Straumsvik.
Greinargerð heilbrigðis-
eftirlitsins er mjög ýtarleg og
birtir Þjóðviljinn efni hennar
að meginhluta til á opnu
biaðsins i dag. 1 skýrslunni
kemur glöggt fram,að það er
rétt,sem margoft hefur verið
bent á, að það er i vissum til-
vikum hættulegt heilsu manna
að starfa viö ákveðna þætti
álframleislunnar.
Sjá opnu
Nýr áfangi í söfnun