Þjóðviljinn - 19.09.1972, Blaðsíða 2
2 StÐA — Þ.tÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. septcmber 1!)72
ENSKAN
Kvöldnámskeið og siðdegistimar fyrir
fullorðna
BYRJENDAFLOKKAR
FRAMHALDSFLOKKAR
SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLEND-
INGUM
SMÁSöGUR
FERÐALÖG
BYGGING MÁLSINS
VERZLUNARENSKA
LESTUR BÓKMENNTA
Innritun i sima 11109 og 10004 (kl. 1-7 e.h.)
Málaskólinn Mímir
Brautarholti 4.
Námsflokkamir Kópavogi
Enska: Kvöldflokkar, siðdegisflokkar fyr-
ir börn og fullorðna.
Sænska — Þýzka — Franska — Spænska.
Áherzla lögð á talmál i öllum tungumál-
um. Erlendir kennarar.
Mengi fyrir foreldra, teiknun og málun,
skák fyrir byrjendur og lengra komna.
Föndur fyrir 5 til 6 ára börn.
Hjálpar-flokkar fyrir skólafólk i islenzku,
dönsku, ensku og reikningi.
Innritun i sima 42404 kl. 2—10 alla daga
jafnt.
Kennsla hefst 25. september.
Rafvirkjar — Línumenn
Rafvirkjar óskast til spennistöðva- og
jarðstrengjavinnu á Austurlandi.
Ennfremur vantar vana linumenn á sama
svæði.
Upplýsingar veitir rafveitustjórinn á
Egilsstöðum og aðalskrifstofan i
Reykjavik.
Itafmagnsveitur rikisins
Starfsmannadeild
Laugavegur U<>
Iteykjavik.
Kennarar —
Kennarar!
Kennara vantar að barna- og miðskól-
anum Hvammstanga V-Hún.
Gott húsnæði, fimm daga kennsluvika.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri i
sima 95-1393.
Félag leiðsögumanna
boðar til almenns félagsfundar á morgun,
20. september, kl. 20,30 að Hótel Loft-
leiðum.
Leiðsögumenn fjölmennið!
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Auglýsingasiminn er 17 500
Þjóðviljinn
Námskeiöið lór fram í húsakynnum Iðnskólans, en þar er fyrir hendi mjög góð aðstaða til verkiegrar
kennslu. Hér eru konurnar greinilega að fást við hinn fræðilega hluta námsins.
Athyglisverð nýjung til eflingar verkmenntun:
11 konurá
kennara-
námskeiði
Lœrðu að kenna byrjendum
verksmiðjusaum
i eftirfarandi frcttatilkynningu
frá nefnd þcirri, sem iðnaðar-
ráðherra skipaði á s.I. ári til að
fjalla um máiefni fataiðnaðarins,
keiniir fram að ncfndin hefur
farið íiin á nýjar brautir i vcrk-
kennslu fyrir nýtt starfsfólk i
falaverksmiðjunum. Ilaldið hcfur
verið námskeið við Iðnskólann
|iar sem konur úr iðnaðinum
lengii tilsögn og þjálfun i að
keniia byrjendum undirstöðuat-
riði verksmiðjusaums.
„Dagana 28. ágúst til 8. septem-
ber var haldið i húsakynnum Iðn-
skólans i Heykjavik námskeið
fyrir leiðbeinendur i fatasaumi.
og sóttu námskciðið 11 konur úr
verksmiðjuiðnaðinum. Var
hámarksfjöldi þátttakenda mið-
aður við 12,svo námskeiðið var að
heita má l'ullskipað.
Að námskeiðinu stóð Fata-
iðnaðarnefndin, sem iðnaðar-
ráðherra skipaði á s.l. ári til að
fjalla um málefni fataiðnaðarins.
Við undirbúning námskeiðsins
átti nefndin samstarf við Iðnskól-
ann i Heykjavik, en þar er fyrir
hendi fullkomin aðstaða til sliks
námskeiðahalds. Með þessu nám-
skeiði var verið að hefja fram-
kvæmd á tillögum nefndarinnar
um bætta verkmenntun starfs-
fólks i lataiðnaði.
Kennari á námskeiðinu var
konsulent Leif Linnerud, frá
Ta'knistofnun norska fataiðn-
aðarins, — Norsk Konfeksjons-
teknisk Institutt —- en sú stofnun
varð á s.l. voru góðfúslega við
þeirri beiðni samstarfsaðiljanna
hér að sjá um framkvæmd nám-
skeiðsins. þ.e. senda hingað
kennara og leggja til kennslu-
gögn. Var það samdóma álit bæði
þátttakenda og þeirra,er að nám-
skeiðinu stóðu. aö framkvæmd
þess hefði verið mjög góð og til
fyrirmyndar. Þess má geta að
þær verklegu æfingar, sem þátt-
takendur á námskeiðinu fengu
þjálfun i að kenna, hafa verið
samræmdar milli Norðurland-
anna þriggja, Noregs, Sviþjóðar
og Danmerkur.
Kennslan á námskeiðinu mið-
aðist einvörðungu við verk-
smiðjusaum, þ.e. ekki var kennt
að fullsauma tilteknar flíkur,
heldur lögð áherzla á að kenna
undirstöðuatriði slétts saums.
Var jöfnum höndum kennd still-
ing og hirðing saumavéla og lögð
rik áherzla á rétta vinnustöðu. Á
siðari hluta námskeiðsins föru
fram kennsluæfingar þar sem
jafnhliða var rætt um kennsluað-
ferðir.
Tilgangurinn með þessu nám-
skeiði var að þjálfa fólk, sem
jöfnum höndum gæti tekið að sér
að kenna nýju fólki i verksmiðj-
unum sjálfum, og verklega
kennslu á námskeiðum við iðn-
skóla. eftir þvi sem þörfin reynd-
ist vera hverju sinni. Að dómi
kennarans á þessu námskeiði,
I.eif Linnerud, á fataiðnaðurinn
núá.aðskipa álitlegum hópi, sem
fær er um að taka slíka kennslu
að sér.
Nú á næstunni mun Fataiðn-
aðarnefndin og Iðnskólinn i
Reykjavik, i samstarfi við fleiri
aðilja,ræða um tilhögun nám-
skeiða fyrir fólk, sem hefur i
hyggju að starfa i þessari grein
verksmiðjuiðnaðarinsf’
Frá Fjórðungssambandi Norðlendinga:
Sveitarfélög eru þær
stjórnareiningar sem
standa fólkinu næst
14. þing Fjóröungs
sambands Norðlend
inga fór fram dagana
4. og 5. september á Akur-
eyri. Þingiö sátu 56 kjörnir
fulltrúar frá kaupstööum,
hreppum og sýslunefndum
á Noröurlandi, alþingis-
menn úr Norðurlandi og
ýmsir gestir. Meöal mála,
sem fyrir þinginu lágu,
voru orkumál f jórðungsins,
sem mikið hafa veriö í
sviösljósinu að undanförnu,
samgöngumá laáætlun
Noröurlands, menntamál
og atvinnumál, þ.á.m. um
iðnþróun ferðamál og ráö-
stafanir vegna þéttbýli-
staöa, sem búa viö stöðugt
atvinnuleysi.
Forséti Fjórðungsþings var
kjörinn Stefán Reykjalin frá
Akureyri og varaforseti Halldór
Jónsson frá Sauðárkróki. For-
maður Sambands islenzkra
sveitarfélaga. Páll Lindal. flutti
ávarp.
Brýndi hann fyrir fulltrúum, að
efla bæri landshlutasamtök
sveitarfélaga sem og sveitar-
félögin sjálf. enda væru þau þær
stjórneiningar. sem næst stæðu
fólkinu. Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins flutti
skýrslu og benti hanri meðal
annars á. að nú væri stefnt að þvi
að fá sett lög fyrir landshluta-
samtökin og væri þvi mikilvægt.
að fulltrúar settu vel niður fyrir
sér hvert vera skyldi hlutverk
Fjórðungssambandsins og starfs-
svið.
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri,
flutti erindi um stjórn byggða-
þróunar, og Gestur ölafsson flutti
erind um skipulagsmál og
héraðaskipulag.
Fjórðungsþingið samþykkti
ályktunum Tækniháskóla islands
á Akureyri og segir þar meðal
annars: ..Þingið telur. að Tækni-
háskóli tslands i fjórðungnum sé
ekki aðeins ómetanlegur fyrir
tækniuppbyggingu og atvinnulif i
Norðlendingafjórðungi sem og
allt tækninám og verklegt nám i
fjórðungnum, heldur einnig þjóð-
hagslega æskilegur, enda sé jafn-
vægi i byggð landsins æskilegt, en
staðsetning áhrifamikilla rikis-
stofnana haldbezta ráðið, sem
rikisvaldið hafi fyllilega á valdi
sinu til áhrifa á búsetuþróun i
landinu”.
Þingið samþykkti tillögur i iðn-
Framhald á bls. 11.