Þjóðviljinn - 19.09.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.09.1972, Qupperneq 3
iMÍftjudagur l!>. scptcmber 1!>72 ÞJóÐVlLJtNN - StÐA 3, Y antar fólkí slátur- húsin Sláturtíð er nú hafin víða um land og vantar sum- staðar fólk til vinnu. Eink- um þegar skólar byrja um næstu mánaðamót. 1 Borgarnesi hófst slátrun 12. september. Þar er gert ráð fyrir að slátra um 60 þúsund fjár, og stendur slátrun þar út október. Þegar er ljóst að fólk vantar þar i erfiðari störf svo sem við færi- bandakeðjuna. Vegna fólksskorts hafa ýmsar byggingaráætlanir ekki staðist hjá Kaupfélaginu á staðnum. A Sauðárkróki byrjaði slátrun 11. september. Þar er gert ráð fyrir að slátra um 45 þúsund fjár. Stendur slátrun yfir til 15. októ- ber. Nóg fólk er ennþá við vinnu á Sauðárkróki, en gæti breytzt um næstu mánaðamót, þegar fram- haldsskólar byrja. Þrjú sláturhús eru rekin á veg- um Kaupfélags Skagfirðinga. Á Sauðárkróki, Hofsósi og i Haga- nesvik. Nýtt sláturhús er i smiðum á Sauðárkróki og verður tekið i notkun næsta haust. Verður hægt að slátra þar 3 þúsund fjár i stað 1500 á dag eins og gert er i þrem húsanna nú. Hjá Kaupfélagi Héraðsbúa hófst slátrun 14. september i þremur sláturhúsum félagsins^á Egilstöðum, Reyðarfirði og á Fossvöllum. Þá hefst slátrun 21. september á Borgarfirði eystra. Gert er ráð fyrir að slátra 52 þús- und fjár i haust. sem er 10% aukning frá þvi i fyrra. Um 500 tonn af dilkakjöti af nýslátruðu verða flutt út til Eæreyja á næst- unni. Ekki vantar fólk eystra. Lýkur slátrun 20. október. Tekur þá nautgripaslátrun við. Verður 400 til 500 gripum slátrað. Fólk vantaði í frystihúsin Botnvörpungurinn Sigurður landaði um 300 tonnum af fiski hér i Reykjavik i gær. Fór fiskur- inn til vinnsiu i Hraðfrystistöðina, frystihúsið inn á Kirkjusandi og i saltfisk. Mikið var auglýst eftir fólki i gær i fyrstihúsin. Hafa togveiði- bátar veitt sæmilega undanfarið og þá er unnið i hörpudiski. Leikárið fer vel af stað hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó Leikárið er nú hafið hjá Leikfélagi Reykja- víkur i Iðnó og fer vel af stað, að þvi er leikhús- stjóri, Vigdís Finnboga- dóttir, tjáði blaðinu i dag. Fyrsta leikritið, sem sýnt er i vetur. er Dóminó Jökuls Jakobssonar. og voru sýning- ar á þvi hafnar fyrir hálfri annarri viku. Það er nú sýnt 3svar i viku. við sérstaklega góða aðsókn, og er t.d. uppselt alveg fram að næstu helgi. Dóminóerendurtekið verk frá fyrra leikári. Um næstu helgi hefjast sýn- ingar á Atómstöðinni, en hún var sýnd seinni hluta leikárs- ins i l'yrra við mikiar vinsa-ld- ir. Fyrsta frumsýning vetrar- ins verður föstudaginn 29. september. Verður þá leikritið Leikhúsálfar eftir finnsku skáldkonuna Tove Jansson tekið til sýninga. Það verk var að visu sýnt þrisvar á lista- hátið i vor. en eingöngu bundið henni. og hefur þvi ekki verið á verkefnaskrá leikhússins áður. Leikhúsálfarnir eru a'tlaðir ..börnum 9-90 ára", segir höfundur. I.aust eftir na-stu mánaða-' mót verða teknar upp sýning- ar á Kristnihaldi Halldórs Laxness. og er þetta þriðja leikárið i röð sem það er sýnt. Um miðjan október verður frumsýning á leikriti Ninu Bjarkar Arnadóttur. Kótatak, en það er fyrsta stóra leik- sviðsverk hennar. l.eikhússtjóri vildi að svo komnu máli ekki fjölyrða um verkefnaskrá vetrarins, en sagði þó að stefnt va>ri að þvi að sýna þau tvö leikrit. sem verðlaun hlutu i leikritasam- keppni Leikfélagsins i tilefni af 75 ára afmælinu. Það voru leikritin Pétur og Rúna eftir Birgi Sigurðsson og Kertalog eftjr Jökul Jakobsson. Ný ísienzk barnaleikrit. Að lokum skýrði Vigdis Finnbogadóttir frá þvi að i undirbúningi va>ri að gera nokkra sjónleiki upp úr efni Eddu og annarra fornrita og seinni tima a>vintýra. og va>ri þess að vænta að sá fyrsti ga>li komiztá fjalirnar i vetur. Þar mundu hin gömlu goð eins og Þór. Freyja' og Loki koma fram og skemmla börnum og þess va>ri vænzt að l'ull- orðnir hel'ðu þar af nokkra ána>gju lika. Þessi leikrit yrðu vonandi lil þess fallin að gla'ða áhuga barna og unglinga á leikhúsinu og uni leið islcnzkri bókmenntaarfleifð. l’jóðviljinn ntun á næstunni birtá viðtál við hinn nýráðna lcikhússljóra Leikfélagsins. Vigdisi Finnbogadóttur, þar sem hún skýrir viðhorf til leik'- húsmála og hins nýja starfs. FISCHER FARINN Bohhy Fischer yfirgaf Isiaml á sunnudagskvöld. Ilann kom allt- of seinl i flugvélina og um citt hundrað farþegar fengu cnn einu sinni að kynnast þvi.að Bohby Fischer hefur enn ekki lært á klukku. En hann kann að beita tal'lmönnum á (14 reitum eins og liann hefur sýnt umheiminum þessar siigulegu vikur sem hann Itefur verið á islandi. Yilja ekki byggingu sumar- bústaða Aðallundur Nemendasam- bands Samvinnuskólans, haldinn i Hamragörðum, laugardaginn 9. september, 1972, lýsir yfir lurðu og telur það gróf mistök, að leyfa byggingu sumarbústaða i landi Skógræktar rikisins við Hreða- valn i Norðurárdal. Jafnframt hvetur lundurinn alla náttúruverndarmenn og unn- endur Itins fagra umhverfis i ná- grenni Hreðavatns, og standa um það vörð og hindra að gróða- hyggja samtimans spilli náttúru þess meira en orðið er. Húsbruni a Akureyri 1 fyrrinótt brann ibúðarhús að Helgamagrastræti nr. 7 á Akur- eyri. Tvær fjölskyldur bjuggu i húsinu og bjargaðist fólk naum- lega úr brunanum. Efri hæö húss- ins brann ásamt innbúi og neðr.i hæöin að mestu. Slökkvilið kom á vellvang kl. 4,25 og vann að sliíkkvistarfi til kl. 6 i gærmorg- un. Ekki er ljóst um eldsupptök. Stœrsti ullarvörusamningurinn: ULLARVÖRUR FYRIR 146 MIL. KRÓNA Undanfariö hafa stað- iö yfir samningaviðræð- ur við fyrirtækið Raznoexport um sölu á Heklupeysum og Gefj- unarteppum til af- greiðslu á árinu 1973. Samningar voru undir- ritaðir I Reykjavík s.l. laugardag af aðalfor- stjóra Raznoexport, A.A. Malinin og forstjóra Sambandsins, Erlendi Einarssyni. Samningsupphæðin 1973 nemur samtals kr. 146,- 410.000.00, sem er stærsti samningur á ullarvör- um, sem gerður hefur verið við Sovétríkin. Að samningsgerðinni unnu auk ofangreindra, L. Pachenko, viðskiptafull- trúi Sovétrikjanna hér á landi. Y. Kuznetsov full- trúi, Harry Frederiksen framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sambands- ins og Andrés Þor- varðarson viðskiptafull- trúi. Frá vinstri sitjandi A.A. Malinin aðalforstjóri Raznoexport og Erlendur Einarsson forstjóri Sambands- ins. Standandi frá vinstri L. Panchenko viðskiptafulltrúi, Andrés Þorvarðarson viðskiptafulltrúi, Kuznetsov fulltrúi, Axel Gíslason aðst.frkvstj. Iðnaðardeildar og Harry Frederiksen frkvstj. Iðnaðar- deildar Sambandsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.