Þjóðviljinn - 19.09.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 19.09.1972, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. september 1972 JENNY BARTHELIUS: SPEGIL- MYND — Hvað heitir hún meira en Mirjam? — Það veit ég ekki: hún sagöi mér það ekki. — Og þessi — Mirjam — á hún að hafa verið heima hjá Beatrice þetta kvöld? — Já. Um nóttina. Seint. — Ég þekki enga Mirjam. Ég hef aldrei heyrt Beatrice minnast á hana heldur. Ertu viss um að hún hafi heitið þetta? — Já, svo sagði hún að minnsta kosti. — En hvernig gat hún verið i boðinu án þess að ég sæi hana? — Hún kom aldrei inn. Hún var á leiðinni inn þegar hún sá mig og þá snéri hún við og kom með mér. Við vorum saman allan timann. — Og þessi — Mirjam — ætti hún þá að geta borið um hvað þú hafðir fyrir stafni milli klukkan hálfeitt og hálfþrjú um nóttina? — Já, auðvitað. Það gefur auga leið, við vorum saman allan tim- ann. Bert gekk að borðinu þar sem whiskýflaskan stóð. Hann hellti aftur i glösin, svo kveikti hann i pipu sinni, blés frá sér reyk, sneri sér loks við og sagði: — Mér þykir leitt að þurfa að segja það. En ég held að þessi Mirjam sé ekki til. — Hvað áttu við — ekki til? Auðvitað er hún til. — Hlustaðu nú á, sagði Bert og settist hjá honum i sófann. — Ég þekki alla kunningja Beau. Ég hef aldrei heyrt minnzt á neina Mirjam. Og reyndar — Mirjam — heitir nokkur það nú á dögum? Ég á við, eru nokkrar stúlkur skirðar Mirjam? t öðru lagi varstu anzi hátt upp þegar þú fórst úr veizlunni. Þú varst nýbúinn að fá heiiahristing og höfuðverkurinn var að drepa þig. Auk þess áttirðu i basli með minnið. Þú segist hafa sofnað á bekk. Heldurðu ekki sjálfur að þetta með Mirjam hafi verið einhvers konar imyndun? tJú hefur verið einmana — þurft á félagsskap að halda. Þú hefur einfaldlega fundið upp stúlkuna, ef til vill i svefninum. Stúlku sem kölluð var Mirjam. Finnst þér þetta ekki sennilegast? Eða fékkstu kannski simanúmerið hennar áður en hún hvarf? Þú gætir ef til vill hringt til hennar? — Hún gaf mér ekkert sima- númer. En við getum spurt Beatrice. Hún getur staðfest... Og Ingela lika. Og hún hiýtur lika að þekkja einhver af hinum. Til að mynda þennan Rolf. — Allt i lagi. Við skulum ekki drekka meira núna. Við leggjum okkur og sofum stundarkorn. Svo ökum við til Helsingborgar og at- hugum málið. Ef þessi stúlka er til, ætti að vera hægur vandi að ná i hana. — Það er fallegt af þér að hjálpa mér. Ég hef ekki getað Sigurður Baldursson — hæstaréttariögmaður Laugavegil8 4hæö Símar 21520 og 21620 talað um þetta við nokkurn mann. Og þegar ég var þarna i ibúðinni já, þú getur ekki gert þér i hugarlund hvað mér leið undar- lega. Og fuglarnir — og spegil- myndin... Hvað ibúð? Hvaða fuglar? Ilvað ertu eiginlega að regla? - Ekki neitt. íbúð Beu. Voru ekki fuglar þar? Bert laut yfir hann og stakk púða undir höfuðið á honum. Á hægri hendi Berts sem var nærri augum hans, voru nokkrar blóðrauðar rákir, sem byrjuðu á handar- bakinu og héldu áfram upp úln- liðinn og inn undir skyrt- lininguna. Þegar Bert sá augna- ráð hans, kippti hann i skyndi að sér hendinni og leyndi merkjun- um. Hann hló vandræðalega. —Já, þarna sérðu, sagði hann, hvernig fer fyrir manni þegar maður reynir að vera dýravinur. Ég reyndi að klappa ketti i gær, en hann kunni vist ekki að meta það. Ég hélt þú værir ekki hrifinn af köttum. Þaðerégekki,siztaf öllu nú. En ég var á heimili þar sem var kötlur og það átti bókstaflega að pina mig til að hrifast af honum. Með þessum árangri. Hvað skyldi svona kattarklór vera lengi að gróa? Maður ætti kennski frekar að segja að kona með langar ncglur hafi gert þetta... —Beatrice er með langar negl- ur. Ég tók eftir þvi. Þú heldur þó ekki að hún klóri mig? Nei, það var reyndar köttur. Leiðindaskepna, ég hefði hálsbrotið hann ef ég hefði þorað. Ætli þeir séu ekki lika skitugir undir klónum. Ég þvoði þetta úr klóraminupplausn. Það er hægt að fá blóðeitrun i svona skrámur. Viltu ekki lika fá stjarfa- sprautu? Bert leit snöggt á hann og þegar honum skildist að hann væri að gera að gamni sinu, brosti hann. — Heyrðu mig nú. Vertu ekki að hæðast að mér — Nei, ég er satt að segja ekki i standi til að hæðast að neinum. — Satt er þaö. Og nú er bezt að þú sofir smástund. Þú ert alveg náfölur i framan, litur út eins og fallegt lik. Bert hló og klappaði honum á herðarnar. — Sofftu vel, sagði hann föður- lega. —■ Ég ætla lika að leggja mig. Hann kinkaði kolli, reyndi að halda brosinu á andlitinu. Höfuð hans seig niður á púðann og hann sofnaði næstum strax. Það var gott að hafa getað létt á hjarta sinu við Bert. Sagt honum næst- um allt... Hann hafði ekkert sagt um paradisarfuglana... Þegar hann vaknaði heyrði hann að einhver var að tala i svefnherberginu. Bert var að tala i simann. Hann ris upp við dogg og hlustaði. — Fint, er heyrðist Bert segja. — Hann er sofnaði. Alveg út- keyrður. Þetta hefur verið hreinasta helviti fyrir hann. Og verra verður þaö. Biddu, ég held ég hafi heyrt eitthvað. Bert stóð i svefnherbergis- dyrunum. — Beatrice er i simanum. Viltu kannski tala við hana? Hann hljóp næstum að siman- um. — Bea, sagði hann ákafur. —Þú kannast við Mirjam, er það ekki. Hún ætlaði til þin á sunnudags- kvöldið en hún fór aldrei inn. Þú haföir sagt henni að það stæði á sama hve seint hún kæmi. En svo gekk hún út með mér og eftir það nenntí hún ekki upp i veizluna. Hún bað mig að skila kveðju til þin. Þú þekkir hana, er það ekki? Þú veizt að von var á henni? Það varð löng þögn. Svo heyrðist rödd Beatrice, dálitið óljös og fjarlæg eins og rödd i draumi. — Mér þykir það leitt, en satt að segja þekki ég enga Mirjam. Ertu viss um að hún hafi heitið Mirjam? — Já — nei, kannski ekki alveg öruggur. Þekkirðu þá einhverja Mariu eða Milly. Hún var með ljóst hár og ennistopp, held ég, annars var mjög dimmt. Hún var i hvitri kápu og grænum skóm. Hún átti heima i næsta nágrenni við þig. Aftur varð þögn. Svo heyrði hann aftur rödd Beatrice, skýrari en áður: — Mér þykir það leitt, en lýsingin á ekki við neina sem ég þekki. Ég hafði ekki boðið fleirum en voru þarna. Við erum ekki fleiri i klikunni. — En einhver af hinum hefði getað boðið henni. — Það held ég ekki. En auð- vitað getum við spurt. Hvern viltu að ég spyrji? — Til að mynda Ingelu og Rolf. Og Kenneth. Einhver þeirra hlýtur að þekkja hana. — Allt i lagi. Ég skal hringja i mannskapinn. Bless á meðan. Ég hringi ef ég frétti eitthvað. Hún lagði tólið á. Hann stóð eftir tviráður og fannst sem hann hefði ekki lengur fast land undir fótum. Hann leit á Bert og hristi höfuðið. — Hún þekkti hana ekki. — Nei, mér datt það i hug. En hertu upp hugann, ef hún er til þá iinnum við hana. Hamingjan sanna, stúlka getur ekki gufað upp af yfirborði jarðar.. — Við skulum koma strax til Helsingborgar. Ég ætla að leita i hverju einasta húsi i nágrenni við Beatrice. Ég ætla að hringja hveri einustu dyrabjöllu. Ég verða að finna hana. Ekki aðeins vegna þessarar fjarvistar- sönnunar. Ég skil, sagði Bert og kinkaði kolli. — En það er berta fyrir okk- ur að biða átekta. Bea hringir strax og hún fréttir eitthvað. Þeir biðu. Þeirdrukku whiský og biðu enn. Tveir klukkutimar liðu. Þarf það að taka svona langan tima að hringja i nokkra kunningja? Klukkan var átta þegar Beatrice hringdi. Hún virtist þreytuleg eins og hún hefði fengið neikvæð viðbrögö. — Ég er búin að hringja i alla, sagði hún. —Það þekkir hana enginn. Mér þykir það leitt, en þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur. Hafðirðu ekki fengið töluvert mikiðaðdrekka? Og leið þér ekki hálfilla þetta kvöld? Hann svaraði ekki, rétti bara heyrnartólið að Bert og lét fallast niður i stól. Hann tæmdi whiský- glasið. .Bert kom og settist á stól- brikina. — Mannaðu þig upp, sagði hann. — Fyrr eða siðar hlýtur þetta að skýrast. Með einhverju móti. Með hvaða móti áttu við? Mirjam var eina fjarvistar- sönnun min. Ef hún finnst ekki, þá bendir allt á mig. Bert reis á fætur og stikaði um stofuna. Hann settist. tróð aftur i pipu sina. ræskti sig. stóð aftur upp. Loks stanzaði hann hjá glugganum, sneri baki inn i stofuna og tók til máls: — Jæja. þú ert þá loksins búinn að gera þér þetta ljóst. Bert kom til hans, stóð fyrir framan hann, horfði á hann al- varlegur i bragði og sagði: — Eitt get ég ekki skilið. Af hverju sagðirðu núna fyrst frá þessari Mirjam? Þegar þú komst aftur i gleðskapinn eftir — gönguna — þá minntistu ekkert á hana og ekki um morguninn held- ur. þegar ég spurði þig hvort þú hefðir hitt nokkurn meðan þú varst úti. Af hverju þver- neitaðirðu þá að hafa hitt nokkurn? Þú hlýtur að skilja, að það virðist undarlegt að þú skulir allt i einu koma með splunkunýja sögu? Þeir störðu hvor á annan og hann leit undan. Hvorugur mælti orð. Siminn hringdi. — Mirjam. sagði hann og spratt Þriðjudagur 19. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45. M orgunlcikf imi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Garðar og Glóblesa” eftir Hjört Gislason (2) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl„ 10.25: Svend Aage Malm- berg haffræðingur ræðir um leiðangur Bjarna Sæmunds- sonar um Norðurhöf. Sjó- mannalög. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur Þ.H.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar, tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádcgift. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 „Lifft og ég". Eggert Stcfánsson söngvari segir frá.Pétur Pétursson les (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miftdegistónleikar. Friedrich Gulda og Fil- harmóniusveitin i Vin leita Konzertstuck op. 79 fyrir pianó og hljómsveit eftir Weberg: Volkmar Andreas stj. Sviatoslav Richter leik- ur Pianósónötu i A-dúr op. 120 eftir Schubert . Rena Kyriakou og Pro Musica hljómsveitin i Vin leika Serenötu og Allegro Gioioso op. 45 fyrir pianó og hljóm- sveit eftir Mendelssohn Hans Swarowsky stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þór- unn Magnúsdóttir leikkona lýkur lestrinum (20). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 islenzkt umhverfi. Steingrimur Hermannsson framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs rikisins talar um undirbúning og áætlana- gerð að framkvæmdum, sem breyta umhverfinu (Áður útv. 29. ág.). 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Smásaga: „Syfja” eftir Anton Tsjekov. Pétur Sumarliðason þýddi. Ingi- björg Stephensen les. 21.40 „Leikir”, ballctttónlist cftir Debussy. Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Stuttgart leikur: Michael Gielen stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Davifts- sonar Eyrbekk. Jónas Árnason byrjar lestur út bók sinni „Tekið i blökk- ina”. 22.50 Harmonikulög. Sölve Strand leikur með hljóm- sveit sinni.. 22.55 A hljóðberji. Austurriski skophöfundur- inn og leikarinn Karl Farkas miðlar af eigin reynslu sinni og vinar sins, Fritz Griinbaum. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur I9.september 20.00 Fréttir, 20.25 Veftur og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan, Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 21. þáttur. Hetju fagnaði Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 20. þáttar: Sheila heimsækir heimili tengdaforeldra sinna. Hún hef áhyggjur af Davið sem ekkert hefur látið frá sér heyra að undanförnu. Sheft- on Briggs hefur áhuga á framleiðslu svinakjöts, en lendir i ógöngum. Margrét og Michael eru ákveðin að hefja sambúð, en Margrét hefur ekki náð sér eftir loft- árásina og barn þeirra fæð- ist andvana. 21.20i iþróttir Yfirlit um keppni á Ólympiuleikunum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.20 Séft meft eigin augum, Sænsk heimildamynd gerð að tilhlutan nefndar, sem starfar á vegum alþjóð- legrar stofnunar að rann- sóknum á striðsglæpum Bandarikjamanna i Indó- Kina. Nefndina skipa Bandarikjamaður, Svii, Norðmaður, Englendingur og Rússi. 1 myndinni er rætt við ýmsa aðila Vietnam- striðsins, brugðið upp myndum af afleiðingum loftárása og útskýrður tæknibúnaður Bandarikja- hers til sprengju- og eitur- hernaðar. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. Að myndinni lokinni hefst i sjónvarpssal umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. Þess ber að geta, að mynd þessi er alls ekki við barna hæfi. 23.40 Dagskrárlok. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÖSASTILLINGAR HJÖL ASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látið stilla i tíma. Fliót og örugg þjónusta. 13-100 Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum bg beygjum stál og járn eftir óskum viftskiptavina. Stálborg h.f. Smiftjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.