Þjóðviljinn - 19.09.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 19.09.1972, Side 9
1‘iicYjudagur 19. september 1!I72 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9. OFT VELTIR LITIL ÞUFA ÞUNGU HLASSI — baráttuglaðir KR-ingar rufu óslitna sigurgöngu íslandsmeistaranna i ár og slógu þá út úr bikarkeppninni Hér missti Magnús markvörður boltann framhjá sér og einn Kramaranna náði að skalla á markið, en maður kemur i manns stað og varnarmaður KR bjargar á marklinu. Mörg ný heimsmet Kftir frábæran árangur margra hlaupara á Olympiuleikunum halda þcir áfram að bæta árangur sinn. Á frjálsiþróttamótum scm baidin voru i Ilelsinki og Kaup- mannahöfn voru :! heimsmct sett, i 5 og 10 km hlaupi og :!000 m hluta hlaupsins. Siðan geystist Viren framúr og bætti heims- metið um 2/10 úr sekúndu. og hljóp á 13.16.4. A sama móti var keppt i 3000 m hindrunarhlaupi og einnig þar var setl nýtt heimsmet. Þar varð Mörgum þykir íþrótta- fréttaritarar einhliða og skammsýnir i skrifum eftir langt starf. Nú var leitað i raðir áhorfenda og þeir Bogi Ágústsson og Steinþór Guðbjartsson hafa orðið. Það var ekki margt um manninn á Melavellinum á sunnudaginn, þegar Fram mætti hálfgerðu varaliði K.R í Bikarkeppninni. En sigurvissir Framarar féllu i Ijónagryfju K.Rr inga og töpuðu sínum fyrsta leik i sumar. k’yrsta mark leiksins skoruðu K.R. ingar strax á upphafsminút- unni. Bjarni „Law” Bjarnason fékk knöttinn við vitateigshornið vinstra megin, lék laglega i gegn- um ráðvillta vörn Fram og skor- aði óverjandi mark við gifurlegan fögnuð áhorfenda. 1:0. En Framarar létu ekki mótbyr- inn á sig fá og sóttu nokkuð stift. Á 7. minútu lék Elmar upp hægri kantinn, gaf knöttinn laglega fyrir markib til hins lipra Eggerts Steingrimssonar, en Magnús varði ágætt skot hans. Annars skiptust liðin á að sækja i fyrri hálfleik, en knattspyrnan sem leikmenn liðanna sýndu, var ekki upp á marga fiska. Hættulegasta tækifærið var á 39. min. er Björn Pétursson skaut þrumuskoti á Frammarkið, en Þorbergur varði glæsilega i horn. Skömmu siðar er Framarar voru i sókn, var Eggert brugðið innan vítateigs, þar sem hann var i ágætu færi, en Magnús Pétursson dæmdí ekki augljósa vitaspyrnu. Framarar byrjuðu seinni hálf- leik af miklum krafti. Sigurberg- ur náði að skalla að marki upp úr hornspyrnu, en Halldór Björns- son bjargaði á linu. A 4. min.var Marka-Kiddi i dauðafæri, en hann skaut gróflega framhjá. Fimm min. siðar fékk Elmar knöttinn óvaldaður á markteig, en Magnús varði skotið. Framarar voru alls- ráðandi á vellinum fyrsta stundarfjórðunginn, en allar sóknartilraunir þeirra strönduðu á Magnúsi Guðmundssyni, sem sýndi ótrúlega leikni i markinu. Á 17. min. kom annað mark K.R. Ottó Guðmundsson fékk knöttinn utarlega i vitateignum og skaut laflausu skoti að marki Fram. Svo virtist sem engin hætta væri á ferðum, en viti menn, Þorbergur horfði á knöttin sigla þreytulega fram hjá sér, drattast i stöng og inn. Furðuleg mistök hjá landsliðsmarkverði, 2:0. Við markið færðist fjör i K.R. inga, en Framarar deyfðust að sama skapi. Á 25. min. komst Jó- hann Torfason einn innfyrir vörn Fram en hann var of bráður að skjóta, og knötturinn smaug rétt fram hjá. Framarar virtust vera búnir að sætta sig við tapið, og það var ekki fyrr en á 38. min. að lif færðist i leikinn á ný. Eggert fékk þá knöttinn i góðu færi og nú brást honum ekki bogalistin. Gott skot hans lenti i netinu, óverjandi fyrir Magnús. 2:1. Framarar sóttu stanzlaust það sem eftir var leiksins og spennan var i há- marki. En allt kom fyrir ekki, knötturinn vildi ekki i markið. Leiknum lauk þvi með sigri K.R. inga, 2-1. K.R.ingar voru mjög friskir i þessum leik og var greinilegt, að þeirætiuðu ekki að láta Framara slá sig út úr bikarkeppninni 3ja árið i röð. Magnús Guðmundsson var langbezti maðurinn i leiknum og geta K.R.ingar þakkað honum sigurinn öðrum fremur. Þá var Baldvin Eliasson traustur að venju. Halldór Björnsson barðist vei og Björn Pétursson sannaði enn einu sinni að hann er einn skotharðasti knattspyrnumabur okkar i dag Framarar voru með daufara móti og áhugi þeirra á leiknum var litill, Elmar Geirsson er alltaf hættulegur, en annars var fram- linan bitlaus. Ásgeir Eliasson var góður á miðjunni og Marteinn Geirsson klettur i vörninni. Magnús V. Pétursson dæmdi ágætlega, ef undanskilin er vita- spyrnan, sem hann sleppti á K.R.inga. Gula spjaldið sýndi hann tvisvar i leiknum. Ágúst Guðmundsson Fram fékk bókun fyrir að rifa kjaft og Haukur Otte- sen K.R. fyrir að drekka vatn. Iundrunarhlaupi. Alþjóðlegt heimsmót var haldið i Helsinki i siðustu viku og þar höfðu margir beztu iþróttamenn heims safnazt saman. Þar voru sett tvö heimsmet, bæði i lang- hlaupum. Lasse Viren, sá stórkostlegi hlaupari, setti nýtt heimsmet i 5 km hlaupi og sló þar með hið sex ára gamla met Ástraliumannsins Rons C.'larke. Lasse Viren fékk mikla keppni Bretans Davids Bedfords og leiddi hann fyrri strax mikil keppni milli þeirra Anders Gærderud frá Sviþjóð og Finnans Tapios Kantanen en þeir fengu sama tima, 8.20.8 sem er 1.2 sekúndum betra en eldra metið. 1 Kaupmannahöfn var einnig haldið mikið írjálsiþróttamót og þar var sett heimsmet i 10 km hlaupi. Það var Belgiumaðurinn Emile Putteman sem hljóp á 27.37.6 og sló heimsmet Lasse Viren sem hann setti i Munchen cftir að hafa dottið og tapað miklum lima. Sovézkir Ólympíufarar hafa orðið Sovézku iþróttamenn- irnir náöu mjög góðum árangri á Olympiuleik- unum. Þeir fengu flest gullverölaun (50) og fengu fleiri verölaun í heild en nokkur önnur þjóö. Fréttaritari APN baö nokkra sovézka íþrótta- menn og Olympíusigur- vegara aösegja frá þeim áhrifum, sem leikarnir höfðu á þá og dvölinni í Múnchen. VALERIJ BORZOV, sigur- vegari i 100 og 200 metra spretthlaupi: Það þarf ekki að taka það fram, að ég er ánægður. Það er mér mikið gleðiefni, að spretthlaup verður nú mjög vinsælt i Sovétrikjunum, en sú iþrótt hefur lengi verið amerisk. Það er kunnugt að Ólympiu- sigrar örva alltaf til þátttöku i viðkomandi iþróttagreinum. Það þýðir það, að þúsundir drengja munu streyma til frjálsiþróttadeildanna og óska eftir að þjálfa spretthlaup. VASILIJ ALEXEJEV, sigur vegari i lyftingum: Ég var oft spurður að þvi i Mfinchen, hvort mér þætti það ekki leitt, að heimurinn yrði aldrei vitni að þvi, þegar iþróttamenn myndu lyfta 700 kg. en til þess mun ekki koma eftir að pressan hefur verið strikub út af prógramminu. En þetta mun ekki breyta lyftingum mikið. Tvær æf- ingar og jafnvel ein er nægi- legt til aö sýna likamskrafta Viktor Sanéjev, sigurvegari I þrístökki, og Vasilij Alexéjev, sigurvegari i lyftingum mannsins. Nú verða 450 kiló æðsta takmark lyftinga- manna, eins og 700 kiló áður. Eg er viss um, að menn munu lyfta þeirri þyngd og gera framfarir i öbrum greinum. Heimurinn raun aftur njóta þess að sjá sovézka lyftinga- menn, þegar farið verður að setja ný heimsmet. VIKTOR SANÉJEV sigurveg- ari i þristökki: Ólympiuleikarnir i Miinchen sýndu ljóslega iþróttaframfarir i heiminum. Aðstæðurnar i Munehen voru fullkomnar og eiga sinn þátt i hinum góða árangri, sem iþróttamenn ýmissa þjóða náðu i leikunum. Ég hef verið i mörgum lönd- um og fylgzt með hundruðum keppna og get þess vegna bor- ið saman. Ólympiuleikarnir i Munchen voru i samræmi við hinar hörðustu kröfur. IGOR SELOVALNIKOV, sigurvegari i keppni á tveggja manna reiðhjóli: Sigur minn og Vladimirs Semenets var sagður mjög eítirtektarverður. En var hann það i raun og veru? Ég held, að fáir hafi búizt við sigri sove'zka dýfingamannsins Vladimirs Vasin, hjólreiðar- liðs Sovétmanna og sigri fleiri félaga okkar. Ég veit ekki, hvað erlendir sérfræðingar sögðu um sigur okkar, en i okkar augum er hann réttmætur árangur af þvi þrotlausa starfi, sem sér- hver sovézkur Olympiufari vann og þeirrar takmarka- lausu umhyggju, sem við vor- um allir umvafðjr heima, meðan æfingar stóðu yfir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.