Þjóðviljinn - 19.09.1972, Blaðsíða 12
Þriftjudagur 1». scptembcr 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Nætur- og helgidagavarzla
apóteka næstu viku, frá og
með 16. september til 22.
september, er i eftirfarandi
apótekum: Apótek Austur-
bæjar, Lyfjabúö Breiðhoits
og Kópavogs Apótek.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Kínar Sörensen verkfræðingur var sá fyrsti sem slapp út úr flugvélinni sem Króatarnir tóku i Malmö. Hér sést verkfræftingurinn á leið frá vélinni til lögreglubilsins.
Ilann slcppti sjö föngum og
tryggði90farþcgum lif. — Pannig
liljóðuðu fyrirsagnir norrænna
blaða um belgina er þau sögðu frá
sainningum sænska dómsmála-
ráðlicrrans, Lcnnards Geicrs.
Kosið í
V-Þýzkalandi
í nóvember
Brandt fer fram á
traustsyfirlýsingu
BONN 18/9 — Willy Brandt kansl-
ari sagði i dag að hann myndi
mæla með þvi að þingkosningar
færu fram i Vestur-býzkalandi
sunnudaginn 19. nóvember.
Willy Brandt.
Brandt tilkynnti forseta þingsins i
dag, að hann myndi fara fram á
traust þingsins á miðvikudag.
bingið mun greiða atkvæði um
traustsyfirlýsinguna á föstudag,
og er talið vist að hún verði felld.
Þá mun Brandt biðja Gustav
Heinemann forseta Iandsins um
að leysa upp þing og efna til nýrra
kosninga. Þær verða að fara fram
innan 60 daga frá þvi að þingið
hefur verið leyst upp. Stjórnin og
stjórnarandstaðan eru nú hnifjöfn
i þinginu og hefur hvor um sig 248
þingmenn.
Spánverjar fúsir til að
framselja Króatana
Formleg beiðni þó
enn ekki borizt frá
sænsku stjórniiini
MADRID 18/9 — Að sögn
áreiðanlegra heimildar-
manna i Madrid eru Spán-
verjar fúsir til að senda
Króatana niu, flugvélaræn-
ingjana og fangana, sem
látnir voru lausir, aftur til
Sviþjóðar. En i morgun
haföi spænska stjórnin ekki
fengiö neina formlega
beiðni um að framselja
Króatana. Olof Palme, for-
sætisráðherra Sviþjóðar
skýrði frá þvi á laugardag
að Svíar ætluðu að fara
fram á framsal, en sænska
sendiráðið i Madrid vildi
ekki láta þaö uppi hvenær
formleg orösending yrði af-
hent.
Kf Króatarnir verða framseldir
verður það gerl samkva'ml
spönskum lögum og alþjóðlegum
samningi um ílugrán, sem Spán-
verjar hala undirritað. Hins veg-
ar er ekki lil samningur milli Svi-
þjóðar og Spánar um íramsal
í'anga. Kf Króatarnir verða ekki
framseldir. munu þeir verða á-
kærðir á Spáni fyrir ílugvélarán,
en við þvi liggur 30 ára fangelsi
samkvæmt spönskum lögum, og
dauðarefsing ef saklaust fólk hef-
ur verið i lifshættu.
Hugsanlegt að viðræðum um veiðiréttindi
Færeyinga ljúki síðdegis í dag
Viðra’ður við fa'reysku samn-
inganefndina hófust i gær i Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnargötu
um veiðar fa'reyskra togara inn-
an 50 milna markanna. Hófust
viðræður kl. 2 og voru þá mættir
af tslendinga hálfu Einar Agústs-
son utanrikisráðherra, Lúðvik
Jósepsson, sjávarútvegsráð-
herra, Hans G. Andersen,
deildarstjóri og Jón Arnalds,
ráðuneytisstjóri.
Viðræðum verður haldið áfram
i dag og er ekki talið óliklegt að
samningum ljúki i dag.
Fulbright bað
af myndinni
Kvikmyndin, sem sýnd
verður i sjónvarpinu í
kvöld um framferði
Bandarik jamanna í
Víetnam, hefur vakið
mjög mikla athygli hvar
sem hún hefur verið
sýnd.
Tveir Sviar, Lennart
Malmer og Ingela Romare,
gerðu þessa mynd fyrir rúmu
ári, þegar þau voru á ferð i
Norður-Vietnam á vegum
nefndar. sem vinnur að þvi að
safna upplýsingum um striðs-
glæpi Bandarikjamanna i
Indókina. Gerð myndarinnar
gekk reyndar ekki skakka-
fallalaust. þvi að framið var
skemmdarverk á filmunum.
þegar verið var að framkalla
þær i Stokkhólmi. og hluti af
þeim var eyðilagður. En það
var þó nægilega mikið eftir til
þess að gera langa kvikmynd.
Þessi mynd var sýnd i
norska sjónvarpinu i janúar
og vakti óhemju athygli.
Bandarikjamaður. sem sá
hana þar, lét William Ful-
bright. öldungadetldarmann,
vita. og bað hann höfunda
hennar þegar um að fá að sjá
eitt eintak. Hann gekkst svo
fyrir þvi. að utanrikismála-
nefnd öldungadeildarinnar
var sýnd myndin. Fulbright
varð djúpt snortinn og taldi
hann kvikmyndina mjög
sterka og áhrifamikla. Ákveð-
um eintak
William Fulbi'ight.
ið hefur verið að sýna hana um
öll Bandarikin og sjónvarps-
fyrirta'kið CBS hefur fengið
leyfi til að nota hluta af henni i
sjónvarpsdagskrá um
styrjöldina i Vietnam.
Gerð var tilraun með að
sýna myndina venjulegum
kvikmyndahúsgestum i Long
Island. Mestur hluti áhorfenda
var efnað miðstéttarfólk, og
brást það við myndinni á allt
annan hátt. en menn höfðu bú-
izt við. Það visaði henni alls
ekki á bug á þeim forsendum
að hún væri ..kommúnista-
áróður", heldur lét það i ljós
andúð á styrjöldinni og blygð-
un.
I Noregi heyrðust þó raddir
einstakra manna, sem reynd-
ust vera kaþólskari en sjálfur
páfinn i þessu máli. Blaðið
Aftenposten taldi myndina
góða. en taldi það spilla fyrir
henni að hún skyldi vera um
Bandarikjamenn. Það var
eins og blaðið teldi að þegar
þeir ættu i hlut mætti sann-
leikurinn ekki koma i ljós.