Þjóðviljinn - 22.09.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 22.09.1972, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. september 1972. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljarra. Framkvæmdastjórl: EIBur Bergmann. Ritatjórar: SigurSur GuSmundssoit, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjórí: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýslngar: Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuSi. LausasöluverS kr. 15.00. Prentun: BlsSaprent h.f. SJÁIÐ MEÐ EIGEV AUGUM Með augum hverra sjá menn yfirleitt striðsglæpi Bandarikjamanna i Vietnam? Með eigin augum? Með augum Nixons Bandarikjaforseta? Sjálfsagt er allt til i þvi, en spurningunum er velt upp i tilefni af sænsku myndinni sem sjónvarpið sýndi á dögunum, sem greindi á hrikalegan hátt frá striðsglæpum Bandarikjamanna i Vietnam. Greinilegt er að fjölmargir ís- lendingar höfðu áður ekki gert sér grein fyrir ægilegum glæpaverkum Bandarikj- anna i Indókina. Fjölmargir létu sér nægja að afgreiða Vietnamstriðið eftir formúlunni: ,,Hinir gera eins!”. En nú er það ekki lengur gert. Banda- risk hernaðarstefna á sér engan mál- svara. Sjónvarpsmyndin sýndi átakan- lega að tizkuafgreiðslan er ekki aðeins röng heldur lika andmannúðleg. Hún er röng vegna þess að það er ekki unnt að sýna neitt svipað ,,hinum megin” eins og fréttamenn sjónvarpsins orða það yfir- leitt. I striðinu i Vietnam er baráttan milli Vietnama og Bandarikjamanna. Banda- rikjamenn eru innrásarlið sem svifst einskis i baráttuaðferðum sinum: Beitt hryllilegum vopnum, sem eiga engan sinn lika i sögunni og eru bönnuð i öllum alþjóðlegum samþykktum. i þvi fjöl- breytta vopnasafni Bandarikjamanna er að finna stálkúlusprengjur, sem eru þannig útbúnar að inni i sprengjunni sjálfri eru stálkúlur sem smjúga inn i við- kvæmustu vefi mannslikamans. í ananassprengjunni eru 250 stálkúlur sem springa á leiðinni til jarðar. í þeim eru 250 stálkúlur. i snúningssprengjunni eru 300 stálkúlur, en hún springur ekki fyrr en eftir að hún er komin til jarðar og þá við minnstu hreyfingu. 1 stökksprengj- unni eru 450 örlitlar stálflisar sem læsa sig inn i mannslikama. i pilusprengjunni eru 30-35 cm. langar stálörvar sem rista sundur sinar og æðar á mannslikama. Köngulóarsprengjan springur ekki um leið og hún snertir jörð, en þegar saklausir vegfarendur koma við hana þeytir hún frá sér banvænum höglunum i allar áttir út úr öllum átta metra löngum örmum sinum. i appelsinusprengjunni eru flisar sem kljúfa bein djúpt inni i mannslikama. Leðurblökusprengjan springur ef smá- börn snerta hans, þ.e. við aðeins 5 kg. þrýsting. Þessi sprengja svifur hljóðlaust til jarðar svo hún geti komið fórnarlömb- unum sem mest að óvörum. Laufsprengj- unni er komið fyrir i litlum grænum poka þannig að hún sést mjög illa. En ef stigið er á hana breytist hún i ógnarlegt morð- vopn sem grandar ekki einasta þeim sem stigur á hana heldur og þvi sem hrærist i næsta umhverfi. Þessari sprengjutegund er helzt varpað niður i skjóli náttmyrkurs og þegar bændurnir fara út á akrana i morgunsárið ræðst hún á þá eins og óargadýr. Napalmsprengjan er ikveikju- sprengja. Nærstaddur manpslikami stiknar i allt að 2000 gráðu hita á 'örfáum sekúndum. Sárin eru i mörgum tilfellum ólæknandi. Fosfórnampalm getur haldið áfram að brenna eftir að það hefur borað sér leið inn i mannslikamann. Þannig beinist villimannlegt árásar- strið Bandarikjamanna i Vietnam ekki einasta að þvi að sprengja upp og eyði- leggja hernaðarlega mikilvæg mannvirki. Það beinist einnig að skólum, sjúkra- húsum og ibúðahverfum. Og það beinist einnig að manneskjunni óvarinni á akri, i þorpi, á leið i skóla, á leið á vinnustað. Hvar sem er. Enginn getur verið óhultur. Ógnarsprengjan getur i dögun legið við þröskuld hússins. Henni hefur verið varpað niður hljóðlaust i skjóli nátt- myrkurs og fyrsta skref Vietnamans á nýjum degi getur eins verið skref dauðans. Enn er þetta ekki nægjanlegt blóðófreskjunum i bandariska hernaðar- málaráðuneytinu: Varpað er eiturefnum á landsvæði sem eyðileggja gróður og jarðveg til ára og áratuga. Tugþúsundum tonna af eiturefnum hefur verið varpað yfir Vietnam. í eiturefnunum er til dæmis arsenik og fólk á viðkomandi svæðum er dæmt til þess að neyta eitur-mengaðrar fæðu um árabil. Þetta hefur i för með sér vanskapnað barna, vanliðan fullorðinna eða kvalafyllsta dauðdaga. Þetta sem hér hefur verið gert að um- talsefni sýnir að það er andstyggilegt og ómannúðlegt að ætla sér að yppta öxlum enn um sinn kæruleysislega og segja „Þetta er eins hinu megin” og lita alla at- burði með augum Nixons en ekki með eigin augum. Framkoma Bandarikja- manna i Vietnam er einstök. Jafnvel hryðjuverk Hitlers, sem allir eru sam- mála um að fordæma, falla i skuggann fyrir ógeðslegustu aðförum bandariskrar hernaðarstefnu. Og svo er litil þjóð við norðurheimskautsbaug, sem hýsir sama herinn og fremur glæpaverkin i Vietnam og sem er aðili að hernaðarbandalagi þar sem Bandarikjamenn ráða lögum og lofum. Sjáið það einnig með eigin augum. Frá fiórðungsþingi Vestfirðinga NOKKRAR ÁLYKTANIR Hér fara á eftir nokkrar ályktanir sem nýlega haldið fjórðungsþing Vestfirðinga beindi i ýmsar áttir, svo sem þær bera með sér. Vestfjarðaáætlun „Fjórðungsþing Vestfirðinga beinir þeirri áskorun til þing- manna kjördæmisins, að þeir beiti sér fyrir þvi, að hraðað verði gerð Vestfjarðaáætlunar varð- andi atvinnu- heilbrigðis-, fræðslu-, og félagsmál.” Samband félagsheimila. „Fjórðungsþing Vestfirðinga beinir þvi til stjórna félagsheimil- anna á Vestfjörðum, að þau stofni með sér samband, er vinni að sameiginlegum hagsmunamálum félagsheimilanna og aukinni menningarstarfsemi.” Um heilbrigðismál „Fjórðungsþing hvetur fjórðungsstjórn til að halda sem fastast fram hagsmunamálum Vestfirðinga i heilbrigðismálum á grundvelli þeirra ályktana, sem samþykktar voru á siðasta fjórðungsþingi.” Brýnt að sveitarfélögin beti byggt leiguhúsnæði. „Fjórðungsþing Vestfirðinga telur að skortur á ibúðarhúsnæði standi flestum byggðarlögum á Vestfjörðum mjög fyrir þrifum. Ef treysta á eðlilega og nauð- synlega búsetu og fólksfjölgun i kjördæminu er aðkallandi að gera stórátak til raunhæfra úrbóta á þessum málum. En þar sem það verkefni er ofviða fámennum byggðarlögum verður veruleg aðstoð rikisvalds- ins að koma til. Með tilliti til þess skorar fjórðungsþingið á alþingi og rikis- stjórn að auka verulega frá þvi, sem nú er, stuðning við ibúðar- byggingar einstaklinga, félags- samtaka og sveitarfélaga úti um landsbyggðina. Fjórðungsþingið telur aðkall- andi og brýna nauðsyn bera til þess að umrædd sveitarfélög geti hið fyrsta hafið framkvæmdir við byggingu leiguhúsnæðis, er fyrst og fremst sé ætlað ungu fólki, svo og öðrum þeim sem koma til framleiðslustarfa i viðkomandi byggðarlögum, til handa starfs- fólki, er sveitarfélögin þurfa að fá til starfa, t.d. hjúkrunarfólk, kennarar, eða aðra, sem starfa að félagslegum þáttum byggðarlag- anna, — einnig til handa öldruðu fólki. Fjórðungsþingið felur stjórn og framkvæmdastjóra sambandsins að vinna að frekari undirbúningi og framgangi málsins.” Nauðsyn á gatnagerð i þágu fiskvinnslustöðva. „Fjórðungsþing Vestfirðinga, haldið á Patreksfirði dagana 2.-3. sept. 1972, fagnar þeirri sam- stöðu, sem tekizt hefur milli sveitarfélaga á Vestfjörðum um stofnun félags til kaupa og rekstursá tækjum til varanlegrar gatnagerðar. Fyrsta og nauðsynlegasta verkefnið, sem fyrir liggur i þessum efnum er að fullnægja kröfum um hollustuhætti varð- andi umhverfi fiskvinnslustöðva, en það skiptir vestfirzku sjávar- þorpin óg þjóðarbúið i heild miklu að þau geti leyst það verkefni fyrir tilgreindan tima. Með tilkomu umræddrar gatna- gerðarsamstæðu er jafnframt lagður grundvöllur að malbikun flugvalla á Vestfjörðum og að varanlegri gerð fjölförnustu þjóð- vega i kjördæminu. Fjórðungsþingið skorar á þingmenn kjördæmisins að að- stoða þau sveitarfélög, sem hér eiga hlut að máli, til að fá hag- kvæm lán til kaupa á gatna- gerðartækjum og til umræddra framkvæmda.” Fiskiskipahafnir i fjár- hagsvandræðum. „Fjórðungsþing Vestfirðinga bendir á, að enn sem fyrr skipta hafnarmálin Vestfirðinga miklu. Um leið og fjórðungsþingið fagnar þvi, sem gert hefur verið i hafnarmálum kjördæmisins á undanförnum árum, bendir það á, að enn bíða mörg þýðingarmikil og aðkallandi verkefni úrlausnar, auk þess sem tilkoma stærri fiski- skipa kallar á aukhar hafnar- framkvæmdir og stórbætta að- stöðu i höfnunum. Undantekningarlaust eiga hafnirnar á Vestfjörðum, sem allar þjóna fyrst og fremst fiski- skipaflotanum og eru þvi þýð- ingarmikill þáttur i gjaldeyris- öflun þjóðarinnar, við alvarlega fjárhagserfiðleika að striða, sem Framhald á 11. siðu. ENSKAN Kvöldnámskeið og siðdegistimar fyrir fullorðna BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLEND- INGUM SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS VERZLUNARENSKA LESTURBÓKMENNTA Innritun i sima 11109 og 10004 (kl. 1-7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.