Þjóðviljinn - 24.09.1972, Page 4

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 24. september 1972 75 ára Haraldur Norðdahl, fyrrver- andi tollvörður, Bergstaðastræti 66, Reykjavik, er 75 ára i dag. Haraldur er fæddur 24.9. 1897 að Elliðakoti i Mosfellssveit sonur hjónanna Skúla Norðdahl, sem lengst var bóndi að Úlfarsfelli i Mosfellssveit, og konu hans Guð- bjargar Guðmundsdóttur. Haraldur hóf ungur störf við tollgæzluna i Reykjavik sem einn allra fyrsti islenzkur tollvörður. Starfaði hann þar siðan svo lengi sem lög leyfa og var löngum for- ystumaður i stéttarsamtökum tollvarða. Haraldur Norðdahl hefur auk þess starfað mikið að fjölmörgum öðrum félagsmálum, m.a. i sam- tökum bindindismanna, og var um áratuga skeið mikilvirkur þátttakandi i stjórnmálahreyf- ingu islenzkra sósialista. Kona Haraldar var Valgerður Jðnsdóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum, og áttu þau 4 börn. Þjóðviljinn sendir Haraldi Norðdahl hlýjar afmæliskveðjur og óskar honum góðs gengis og langra lifdaga. Haraldur verður að heiman i dag. Áfengisneyzla í nœr 100 ár: Nær tífalt meira drukkið nú Á árunum 1881 — 1885 drukku íslendingar samtals 2,38 litra hreins vínanda aö meðaltali hvert manns- Safnaðar- heimili vígt Vigsludagur safnaðarheimilis Grensásssóknar er 24. septemb. nk. Þá mun biskup islands, hr. Sigurbjörn Einarsson, vigja heimilið með guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00 að morgni. Að kvöldi sama dags heldur kirkju- kór Grensásssóknar tónleika und- ir stj. Árna Arinbjarnarsonar. .Safnaðarheimilið verður til sýnis á vigsludaginn kl. 14-18. FÉLAGSLÍF Langholtsprestakall. Guðþjónusta kl. 2. Ræðuefni: Barnið á höndum. Sigurður Haukur Bústaðakirkja. Guðþjónusla kl. 2. Haustferm- ingarbörn eru sérstaklega beðin að ma'ta. Séra OlaíurSkúlason Kvenfélag óháða safnaðarins. Fundur á morgun. mánudag, kl. 8.30 i Kirkjuba1. Félagsstarf vetrarins rætt. barn. Síðan tór drykkju- skapur nokkuð rénandi og niður i 0,37 lítra af hreinum vínanda á hvern mann í landinu. Það var á árunum 1916 til 1920. Eftir það eykst drykkjuskapur nokkuð jafnt og þétt, er svipaður á eftirstriðsarunum til 1960, en hefur siðan vaxið hratt og er 2,5 lítrar af hreinum vínanda á mannsbarnið 1970, en 2,7 litrar í fyrra, 1971. Þetta kemur fram i töflum Áfengisvarnarráðs. Sovétmenn vilja fækkun WASHINGTON 21/9 Sovétstjórnin hefur nú í meginatriöum fallizt á að umræöur um gagnkvæma fækkun i herliði stórveld- anna i Evrópu fari fram jafnhliða hinni fyrirhuguöu Oryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hefst í Helsinki hinn 22. nóvem- ber. Það var talsmaður Banda- rikjastjórnar. sem skýrði frá þessu i dag. en umræður um mál þetta eru taldar þýðingarmikið skref i átl að bættri sambúð stjórna Sóvétrikjanna og Banda- rikjanna. Samkomulagi um um- ræðurnar var náð er Kissinger, ráðgjafi Bandarikjaíorseta, heimstótti Moskvu fyrir skemmstu. Þessar myndir fylgdu grein Ilagens Nyheter, sem „sönnunargögn”. Á einni sést ósköp venjulegt hótelherbergi, þar sem sovczkir sölumenn gistu um hrið; á annari getur að lita skrifstofuhúsnæði Matrecos i Gavle^og á þriðju myndinni sést loftnetsstöng. Sænska leyniþjónust- an lygasögur fyrir dagblöðin Hin leynilega öryggis- lögregla i Sviþjóð, Sápo, (Sakerhetspolisen) gerist æ umsvifameiri, svo að mörgum þykir nóg um. Auk þess að vasast i meintum njósnamálum erlendra aðila i Sviþjóð, svifst Sápo einskis til að njósna um róttæk stjórnmálasamtök innanlands, hlera simtöl og skrásetja þá menn er gætu talizt hættulegir sænska auðvalds- kerfinu, og apar i stuttu máli allar starfsaðferðir sinar eftir fyrir- myndinni, hinni ill- ræmdu njósnaþjónustu CIA i Bandarikjunum. Engin stofnun hins opinbera i Sviþjóð hefur fengið jafn miklar hækkanir á fjárveitingum sínum sem Sapo. Meira að segja hefur njósnaþjónustan fengið úthlutað stærri fjárupphæðum en hún hefur beðið um. Sænsku blöðin hafa á undan- förnum mánuðum gerzt æ harð- skeyttari i gagnrýni sinni á SSpo, og þau hafa hvað eftir annað flett ofan af ólöglegri starfsemi hennar. En forkólfar Sá'po hafa brugðizt við þessu eins og þeirra er von og visa, með þvi að reyna að æsa upp sefasýki og njósna- hræðslu meðal almennings. Ýmis blöð hafa upp á siðkastið birt býsna undarlegar greinar, sem augljóslega miða að þvi að rétt- læta starfsaðferðir njósna- þjónustunnar. Siðdegisblaðið Expressen, sem er alræmt fyrir æsifregnir, birti til að mynda fáránlega njósna- grein hinn 11. mai i vor, undir fyrirsögninni „Svona starfa njósnararnir i Sviþjóð.” Höfundurinn, sem kallar sig „B.O. Svensson”, skýrir frá fund- um sinum við tvo njósnara frá Austur-Evrópu, ,,D” og ,,K”. í trúnaði skýra þeir honum hinir rólegustu frá þvi hvernig þeir eigi að eyðileggja tölvur og vatns- veitukerfi i Sviþjóð, ef til styrjaldar komi. Þvi miður fyrir„B.O. Svens- son” hlýtur að teljast fram úr hófi ósennilegt, að erlendir njósnarar i Sviþjóð heilsi upp á blaðamann frá Expressen alls ótilkvaddir og segi: „Jæja nú skaltu fá fina frétt i blaðið þitt, bara ef þú lofar að segja ekki hvað við heitum”. Njósnararnir myndu i sliku til- viki vita fullvel, að lög um prent- frelsi næðu ekki yfir slika land- ráðastarfsemi, og að viðkomandi blaðamaður yrði neyddur til að segja til þeirra. Hið ágæta timarit Folket i Bild/Kulturfront, telur að njósna- greinin sé skrifuð að tilhlutan Sápo, og hið sama eigi við um svipaða njósnasögu, er birtist i Dagens Nyheter i vor. t grein Dagens Nyheter er þvi slegið fram, að aðalstöðvar sovézka bif- reiðafyrirtækisins Matrecoc i GMvle séu miðstöð njósnastarf- semi Rússa i Sviþjóð. Að sögn blaðsins, höfðu starfsmenn SSpo þrásinnis fylgzt með rússneskum njósnurum, þar sem þeir væru á þönum milli aðalstöðvanna i GSvle og ýmissa mikilvægra hernaðarmannvirkja, allt undir þvi yfirskini að þeir legðu stund á bifreiðasölu. í greininni segir, að stjórnvöldum hafi verið gert við- vart um landráðabrölt Rússanna, og yfirmaður Sápo gekk svo langt að staðfesta fregnina. „Ég hef enga ástæðu til að bera frásögn Dagens Nyheter til baka”, sagði hann. En Lennart Geijer, dómsmála- ráðherra Sviþjóðar, var á öðru máli. Hann hélt stutta ræðu i sjónvarpið sama dag þar sem hann fór hörðum orðum um efni Frh. á bls. 15 Mútan og svipan Fyrr og siðar hafa heimsveldin notað tvær aðferðir til þess að halda áhrifum sinum og yfir- ráðum yfir öðrum þjóðum, oft hafa þær verið og eru notaðar jöfnum höndum. stundum er ann- arri beitt. „Enginn borgarmúr er svo hár. að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann”. Þessi I sláturtíðinni — Húsmœður athugið Höfum ávallt fyrirliggjandi hvitar og vaxbornar öskjur með áföstu Ioki. Öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistum á sláturafurðum °g kjöti. Þær eru af ýmsum stærðum, 1/2 kg. — 1 kg.—2 1/2kg. og 5 kg. Komið á afgreiðsluna. Gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAYIKUR Kleppsvegi 33 regla er ennþá i góðu gildi. Marg- ir sigrar hafa unnizt með mút- unni, hún hefur oft dugað betur en bein valdbeiting. Valdbeitingin leiðir til andúðar á þeim, sem henni beitir, en mútan sljóvgar þá. sem ekki halda vöku sinni. og hún er alla jafna mörgum kær- komin. Undanfarið hefur afstyrmi Morgunblaðsins rausað um vald- beitingu i Tékkóslóvakiu, en ekkert haft að athuga við afskipti Bandarikjanna hér á landi. Margir vilja leggja valdbeitingu Rússa i Tékkóslóvakiu og þving- anir og litt dulbúnar mútur Bandarikjanna hér á landi að jöfnu, sem rétt er. Munurinn er fólginn i aðferðum, annars vegar hrá valdbeiting, hins vegar vald- beiting mútunnar. Hér á landi er talsverður hópur manna sem hafa hag af valdbeitingu mút- unnar. og þeir menn gera allt sem hægt er til þess að sljóvga við- námsþrótt þessarar þjóðar með stöðugum áróðri um ágæti bandariskra lifshátta og stjórnarfars. Þessir aðilar hafa beinan hag af þjónustu sinni við erlent stórveldi og þeir sjá fram á. að þvi meir sem áhrif þeirra aukast, þvi meiri likur eru á að hagkerfi gróðahyggjunnar festi hér rætur. Höfuðbakhjarl gróða- hyggjunnar nú eru Bandarikin og fylgiriki þeirra. Herstöðin á Miðnesheiði er útvarðstöð fyrir Bandarikin og varðar fyrst og fremst öryggi Bandarikjanna. 1 skjóli hennar og með mögnun efnahagsáhrifa Bandarikjanna hér á landi, sem stundum eru nefnd efnahagsaðstoð og fleirum hylmingsheitum, þrifst þjóð- villan. og áróðurskvörnin malar stöðugt um nauðsyn herverndar Bandarikjanna. Það er mikið i húfi fyrir unnendur „frjáls fram- taks”; allt, sem stendur i vegi fyrir og tefur fyrir þvi að hagkerfi gróðahyggjunnar nái hér undir- tökunum, er nefnt kommúnismi. Mesta hættan sem steðjar að sjálfstæði íslendinga er áróður mútuþeganna og þeirra taglhnýt- inga. Alit tal þessara manna um lýðræði og frelsi þýðir aðeins „bófafrelsið” og lýðræðið alræði þeirra, sem hagnýta sér mútuna á hagkvæmastan hátt. Svipan vekur alltaf upp andúð og hatur. en mútan er ismeygileg og leynir á sér. seyrir mútu- þegana. Css. bréf til blaösins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.