Þjóðviljinn - 24.09.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Síða 16
UÚWIUINN Sunnudaf'ur 24. septcmbcr I!>72 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- og helgidagavarzla vikuna 23. sept. til 29. sept. er i Vesturbæjarapóteki og Háa leitisapóteki. Á sunnudag er varzla aðeins i Háaleitisapó- teki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Banaslys á Akranesi Siðastliðinn miðvikudag hras- aöi maður i tröppum við hús sitt 5 Akranesi. Höfuðkúpubrotnaði maðurinn við fallið. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús á Akra- nesi og þaðan suður á Borgarspit- alann. Maður þessi lézt i gær- morgun á Borgarspitalanum af völdum meiðsla sinna. Hét hann Haukur Ólafsson til heimilis að Jaðarsbraut 19 á Akranesi. Hafði hann verið sjómaður um árabil og var nær sextugur að aldri. Ketilsprenging í Kópavogi Sprenging varð i miðstöðvar- katli að Nýbýlavegi 46b i fyrra- kvöld. Veggir sprungu i miðstöðvarherberginu. og steypu- molar þeyttust i næsta hús. Vatnsinntakið eyðilagðist við sprenginguna og flæddi vatn um klefann, en ekki kviknaði eldur af þessum sökum. Hvellurinn af sprengingu þess- ari varð eins og af íallbyssuskoti. Sýningu Magnúsar A. lýkur í dag Sýning Magnúsar A Arnasonar 1 Félagsheimili Kópavogs hefur nú staðið i hálfan máuð. Á sýningunni eru 19 málverk og 2 höggmyndir. Sýningunni lýkur i dag, og er hún opin til kl. 5.30. Sýningulýkur Sýningu Sigurðar Orlygssonar og Magnúsar Kjartanssonar, sem staðið hel'ur yfir að undanförnu i Norræna húsinu, lýkur kl. 22 i kvöld. Um fimm hundruð manns hafa þegar séð sýninguna og sjö myndir hafa selzt. M.a. hefur Reykjavikurborg keypt eina mynd af hvorum. Gaf sædýr Ásgrimur Agústsson, ljós- myndari á Akureyri. gaf Nátturugripasafninu á Akureyri nýlega mikið safn sædýra af djúpmiðum umhverfis iandíð. Ásgrimur safnaði dýrunum er hann var háseti á Akureyrar- togurunum. Litið verður ha-gt að sýna af dýrunum fyrr en úr rætist með húsnæðismál safnsins. Blaðberar óskast Þjóðviljinn óskar að ráða blaðbera í eftirtalin hverf i: Hjarðarhaga Skjol Háskólahverfi Háteigsveg Breiðholt Fossvogshverfi 2 Ásgarð Miöbæ Hverfisgötu Þjóðviljinn sími 17500 Kvrópa cr býsna l'átæk að orkulindum, og cnginn vafi leikur á ofurkapp á að sölsa norskar oliulindir undir sig, ef stjórn Bratte- þvi, að stóriðjuhringar auðvaldsbandalagsins EBE munu leggja l*s tckst að tcyma norsku þjóðina inn i bandalagið. Norskar olíulindir Orkumálastjóri Efnahagsbandalagsins: tilheyra EBE Harðar umrœður í norska sjónvarpinu ósló 22/9. Harð- vitugar orðahnipp- ingar urðu i umræðu- þætti norska sjón- varpsins i gær milli þeirra Ileige Seip, þingmanns Vinstri- llokksins, og Finn Gustavsen, formanns SF-IIokksins, um oliu- lindir á botni Norður- sjávar, út af strönd Noregs. Tilefni um- ræðnanna voru þau ummæli orkumála- stjóra EBE Ferdinands Spaaks, að lita bæri á norsku oliulindirnar sem um- ráðasvæði Efnahags- bandalagslandanna. Gustavsen fór svo ómildum orðum um græðgi og yfirgang EBE, að stjórnanda þáttarins þótti ástæða til að stöðva um- ræðurnar andartak. Seip reyndi hvað hann gat, til að draga úr þýöingu um- mæla Spaaks, og kvað orku- málastjórann naumast hafa umboð til að ákveða slikt mál upp á eigin spýtur, en Gustavsen .benti á, að sem orkumálastjóri EBE hlyti Spaak að mæla fyrir munn bandalagsins. Þeir Bratteli, forsætisráð- herra, og Borten, þingmaður, deildu og um oliuréttindin i sama þætti. Bratteli kvað stjórn sina ekki hafa samið um rétt til nýtingu oliulinda við EBE. Borten sagði hins vegar, að það hlyti að liggja i augum uppi, að hin stóru aðildarriki EBE renndu hýru auga til norsku oliulindanna, og þótt jieim tækist ef til vill ekki beinlinis að sölsa þær undir sig, kynnu þau að beita þrýstingi, til að fá Norðmenn til að nýta oliulindirnar hraðar og fyrr, en æskilegt gæti talizt. N ey ðarástand á Filippseyjnm MANILA 22/9. Neyðar- ástandi var lýst yfir á Filippseyjum i gær- kveldi, eftir aö varnar- málaráðherra landsins Uganda: Enn er barizt á landamærun um Kampala 23/9. — Harðir bar- dagar geisa nú milli Ugandahers og sveita Tanzaniuhers og skæru- liða, að sögn herstjórnarinnar i Kampala. Vigvöllurinn er á tanzanisku landsvæði, rétt við landamæri Uganda. Jafnframt var frá þvi skýrt i morgun, að einn þeirra er teknir voru höndum i átökunum við borgina Mutukula fyrr i vikunni, sé John Wakholi, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður Obotes, fyrrver- andi forseta Uganda, Wakholi kvað hafa særzt i átökunum, og tafemaður herstjórnarinnar taldi óvist að hann myndi lifa af flutn- ingana til Kampala. hafði verið sýnt mis- heppnað banatilræði, og þrálátur kvittur gaus upp, um að stjórnar- bylting væri i aðsigi. Að minnsta kosti tuttugu manns höfðu verið teknir höndum i Man- ila i gærkvöldi þeirra á meðal leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Yfirhershöfðingi höfuðborgarum- dæmisins skýrði frá þvi, að Marcos forseti myndi gefa út yfirlýsingu um ástandið i dag. Rikisstjórnin ver ákvörðun sina Merkja- og blaðsöludagur Sjálfsbjargar, er i dag. Auk merkjanna er tímaritið Sjálfsbjörg selt,en það keinur út einu sinni á ári. Af efni blaðsins má geta greinar Oddu Báru Sigfúsdóttur um almannatryggingar. Þar er einnig að finna grein um athyglis- verða fræðslustarfsemi i Noregi, en samtök fatlaðra þar i landi hafa um nokkurra ára skeið hald- Marcos forseti Filippseyja. um neyðarástand þeim rökum að kommúnistar vaði uppi með skæruhernað i afskekktum hér- uðum á Filippseyjum. Skæru- liðar, sem sagðir eru maóistar, hafi náð ýmsum héruöum á sitt vald, og neyðarástandið eigi að nýta til að vinna bug á þeim. ið námskeið fyrir foreldra fatl- aðra barna, þar sem tekin eru til meðferðar hin margvislegu vandamál sem þeir þurfa að eiga við. Ennfremur er fróðleg grein eftir Unni Guttormsdóttur um sundkennsluaðferö, sem hentar vel fötluðum. Blöð og merki Sjálfsbjargar verða seld viða um land i dag. Kostar blaðiö kr. 60,- og merkið kr. 30,- öllum ágóða er varið til byggingar Sjaálfsbjargarhússins. Reyk- sprengjur á Saigon- þiíigi Saigon 23/9 Tuttugu og tveir þingmenn stjörnarandstöðunnar i Suður-Vietnam greiddu atkvæði á þingi i dag, til að nema úr. gildi bráðabirgðalög þau er Thieu „forseti” setti tii að tryggja stöðu sina i júnimánuði, i þann mund er Þjóðfrelsissveitirnar hófu stór- sókn sina. Ekki likaði öllum jafn vel, að Thieu skyldi sviptur laga- legu gerræöi sinu, og i þann mund er þingmenn gengu til atkvæða var reyksprengju varpað af áheyrendapöllum niður i salinn. Þingmennirnir urðu að halda vasaklútum fyrir vitin, meðan þeir greiddu atkvæðin, en lokasamþykktin var á þá leið, að bráðabirgðalögin skyldu numin úr gildi. Flýgur SAS til Kína? Kaupmannahöfn 23/9 Undir- búningi flugsamgangna milli Norðurlanda og Kina hefur nú miðað talsvert áfram, en i gær lauk Norðurlandaheimsókn kin- verskrar sendinefndar, sem fjallar um þessi mál. Að sögn for- vigismanna SAS, voru viðræður við Kinverjana árangursrikar, og i þeim voru lögö drög að flugsam- göngum i framtiðinni. MERKJASÖLUDAGUR SJÁLFSBJARGAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.