Þjóðviljinn - 30.09.1972, Blaðsíða 1
UÚBVIIIINN
KRO
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
Laugardagur 30. október — 37. árg. 220. tbl.
Dómsmála-
ráðuneytið:
Leigu-
hœkkunin
í Iðnó fer
til sak-
sóknara
Fyrir nokkru skrifafti Þjóð-
viljinn allmikið um leigumái
Iðnós. Leikfélags Reykja-
víkur. Þar sem leigan var
hækkuð taldi blaðið að það
bryti í bága við reglur þær
sem enn eru i gildi um verð-
stöðvun, nema að fengnu sam-
þykki viðkomandi ráðuneytis.
Nú hefur blaðinu borizt frétt
frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu þar sem frá þvi er
greint^að þessu máli sé skotið
til saksóknara rikisins þar
sem komið hafi fram ,,að ætla
megi að við leigu á húsnæði til
Leikfélags Reykjavikur i
Alþýðuhúsinu Iðnó nú nýlega
hafi af hálfu leigusala verið
framið brot á verðlagslög-
gjöfinni.”
Frétt ráðuneytisins fer hér á
eftir:
„Þar sem komið hefur fram i
almennum blaðafregnum, að
ætla megi að við leigu á
húsnæði til Leikfélags Reykja-
vikur i Alþýðuhúsinu Iðnó nú
nýlega hafi af hálfu leigusala
verið framið brot a' verðlags-
löggjöfinni, hefir ráðuneytið
talið rétt að óska þess við sak-
sóknara rikisins, að hann
hlutist til um að fram fari
réttarrannsókn, svo að mál
þetta verði upplýst og geti
fengið viðeigandi meðferö.
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, 29. september 1972."
Einar Ágústsson, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna:
„Þetta er spurn-
ing um
líf og dauða”
Einar Ágústsson, utan-
ríkisráðherra flutti ræðu á
allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna s.l. föstudags-
kvöld.
Fjallaði ræða utanríkis-
ráðherra eingöngu um
landhelgismálið og túlkaði
hann þar rök islendinga i
málinu, og gerði grein
fyrir, hve mikið væri í húfi
fyrir íslenzku þjóðina.
Utanríkisráðherra komst
m .a. svo að orði:
„Það er staðreynd sem ekki
verður umflúin, að hinn 1.
september 1972 voru fiskveiði-
mörkin umhverfis Island færð út i
50 milur, svo sem ég tilkynnti úr
þessum ræöustól fyrir ári.”
Og siðar i ræðunni:
„Rikisstjórn tslands telur
heldur ekki að Alþjóðadóm-
stóllinn sé bær til að meta á
nokkurn hátt veiðimagn það, sem
brezkir togarar megi taka af
Sigurður Guðmundsson
lætur af störfum sem
ritstjóri Þjóðviljans
Sigurður Guðmundsson lætur ai
störfum sem ritstjóri Þjóðviljans
frá og með morgundeginum.
Sigurður hefur starfað við Þjóð-
viljann frá þvi að blaðið kom fyrst
út og er Sigurður eini starfs-
maður Þjóðviljans, sem hefur
verið við blaðið frá upphafi og á
þessum tima hefur hann veitt
blaðinu mikla og gifturika for-
ustu. Sigurður starfaði fyrst við
Verkalýðsblaðið sem sjálfboða-
liði i sumarleyfum frá námi sinu.
Hann hóf siðan störf viö Þjóð-
viljann er Kommúnistaflokkur
tslands tók að gefa blaðið út 1936.
Sigurður var löngum eini blaða-
maður Þjóðviljans og gegndi um
leið langtimum saman ritstjóra-
störfum vegna pólitiskra anna
ritstjóranna, Einars og Sigfúsar
Sigurður var fluttur með þeim i
fangelsi hjá Bretum á hernáms-
árunum og tók þannig sjálfur þátt
i hörðustu stéttaátökum þessarar
aldar, bæði á kreppuárunum og á
striðsárunum.
Þegar lesendur Þjóðviljans
hafa blaðið i höndum dag hvern
minnast þeir sjálfsagt sjaldan
þess mikla starfs sem skapendur
Þjóðviljans hafa á sig lagt.
Brautryðjendastarfið var ótrú-
lega erfitt og ómögulegt að meta
það sem vert væri. Þegar
Kommúnistaflokkurinn hóf að
gefa úr Þjóðviljann voru starfs-
menn fáir og mikill hluti starfsins
unninn i sjálfboðavinnu. Ungir
menn með bjartar hugsjónir
sósialismanns einar að verklaun-
um unnu daglangt og náttlangt að
þvi að gera Þjóðviljann að þvi
málgagni sem hann er enn i dag.
Einn brautryðjendanna er
Sigurður Guðmundsson ritstjóri.
Starf hans við Þjóðviljann og
annars staðar i þágu sósialiskrar
hreyfingar á Islandi er þegar
orðið svo mikið og frábært að vart
á sér hliðstæðu. Hann hefur átt
þátt i þvi að móta Þjóðviljann og
þar með það málgagn, sem
islenzkur verkalýður og flokkur
hans, Alþýöubandalagið á i dag.
Sigurði Guðmundssyni er ekki
umhugað um að koma sjálfum
sér á framfæri. Og ekkert likar
honum ver en skrif um hann
sjálfan og verðleika hans
Þvi verða þessi orð ekki fleiri
en við þessi timamót skulu
Sigurði Guðmundssyni fluttar
alúðarþakkir Þjóðviljans og
lesenda hans. Fjölskyldu hans
flytur blaðið árnaðaróskir og
þakkir.
Þjóðviljinn
islenzku
stofna
hafsvæði, án þess aö
hættu fiskistofnunum á
svæði, sem rikisstjórn tslands
hefur lýst fullveldisrétti sinum
yfir að þvi er varöar fiskveiðar.”
Ennfremur sagði utanrikisráð-
herra:
„Að svo komnu máli verður
islenzk þjóð að horfast i augu við
þá staðreynd, að hin eina auðlind
hennar kunni að verða eyðilögð
vegna fiskveiða erlendra manna.
Vinnunefnd sem komið var á
fót af Norðvestur-Atlantshafs
fiskveiðinefndinni og Alþjóða
Hafrannsóknarráðinu hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að
minnka ætti þorskveiðarnar á
Norður-Atlantshafi um helming.
Þetta er spurning um lif og
dauða. Nirðurstaða okkar var og
cra að við gætum ekki beðið
lengur. Við gætum ekki setið auð-
um höndum og horft fram á hrun
efnahags þjóðarinnar. Engar
ásakanir um eigingirni eöa ein-
hliða aðgerðir geta breytt þeirri
staðreynd.
Og við skulum öll hér á þingi
gera okkur grein fyrir þeirri stað-
reynd, að ósveigjanlegar reglur,
sem byggðar eru á verndun hags-
muna þjóða, sem fiskveiðar
stunda á fjarlægum miðum og
hagnýta i sina þágu strandmið
annarra rikja, — að slikar reglur
eru ekki sigildar. Þær eru
úreltar”.
Framhald á 11. siðu.
Merkur
list-
viðburður
A morgun kl. 13.30 verður
opnuð yfirlitssýning á vegum
Listasafns rikisins á verkum
Þorvaldar Skúlasonar, list-
málara. A sýningunni eru 177
myndir er spanna timabilið
frá 1928 fram til dagsins i dag,
þar af 136 oliumálverk og 41
teikning, vatnslita- og klipp-
mynd. Þetta er að sjálfsögðu
mikilfengleg sýning sem list-
unnendur ættu ekki að láta
fram hjá sér fara.
A myndinni hér að ofan sitja
þeir saman Asmundur
Sveinsson, Þorvaldur Skúla-
son og Gunnlaugur Scheving
en þá má kalla öldunga i
islenzkri list i dag hvað ár
snertir, en allir eru þeir i fullu
fjöri sem skapandi listamenn.
Sjá nánari frásögn á 3ju siðu.
Boða vinnslu-
stöðvun ef
ekki fæst . . .
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
efndi til aukafundar i gær. Komst
fundurinn að þeirri niðurstöðu
,,að boða stöðvun á vinnslu i
frystihúsum innan samtakanna,
ef ekki fæst viðunandi rekstrar-
grundvöllur við upphaf næsta
verðlagstimabils, sem hefst 1.
október.”
Enn olia úr
E1 Grilló
Alltaf berst olia upp úr tönkum
E1 Grilló á Seyðisfirði og flýtur á
firðinum. Hefur borið á þessari
oliumengun öðru hverju i sumar
til þessa, sagði Gisli Sigurðsson
við blaðið. Þá hafa ekki borizt
ennþá niðurstöður af rannsókn
siglingamálastjóra á þessari
mengun,sem framkvæmd var á
vegum Landhelgisgæzlunnar i
sumar.