Þjóðviljinn - 30.09.1972, Side 3

Þjóðviljinn - 30.09.1972, Side 3
Laugardagur 30. september 1972.J ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3, „Nú sjá allir hvað hann er mikill listamaður, blessaður karlinn99 Þorvaldur eins og hann og málverk hans eru i dag. Rabbað við Þorvald Skúlason og Asmund Sveinsson i Listasafni Myndin af Halldóri Laxness Nú sjá allir hvað hann er mikill listamaður, blessaður karlinn. Þetta sagði Asmundur Sveinsson, hinn siungi listamaður og vinur Þorvaldar Skúlasonar. — Þetta er stórkostlegur við- burður, sagði hinn hægláti Gunn- laugur Scheving. Og Þorvaldur gekk um sali i Listasafninu og ræddi við frétta- menn um myndir sinar. Mönnum lék mest forvitni á að vita hvernig breytingin mikla kom — úr figúrativum, heitum myndum yfir i abstraktið. — Þegar ég kom heim úr striðinu þá fann ég ekki þessa gömlu atmosferu lengur, fór að lita i kringum mig hér heima og mála það sem ég sá, en það stóð ekki nema ein þrjú ár...Ég málaði mikið af svona bátum við sjóinn, svo fóru þeir nú að breytast. — Hér eru myndir, Þorvaldur, þar sem má greina fisk og bát i mótivinu (frá 1947-’48). Þessar myndir hafa áreiðanlega þótt mjög merkilegar á sinni tið, en endurspegla þessar myndir ekki það sem er verið að gera núna, það er að segja afturhvarf frá „timi portrettanna er liðinn". abstrakti yfir i myndir, þar sem má greina hluti svo sem fiska og bát? — Það er kannski meir um það núna, að þvi sumir halda, en i augum okkar, sem höfum verið áratugi úti, hafa alltaf tvær hreyfingar verið að berjast. Það er dálitil útkjálkamennska að tala um það einmitt núna að myndir eigi að vera eða séu figúrativar. Allan timann meðan Paris var brennipúnkturinn voru figúrativar stefnur á ferðinni. — Ég er dálitið undrandi á þvi að borið hefur á haturskenndum árásum á abstraktið. — Mér finnst það ósköp eðli- legt, það er að segja ósköp eðli- legt hérna. Ég hef ekki orðið var við það annars staðar. Það er af þvi að abstraktið hefur óneitan- lega orðið nokkuð ráðandi hér — og það hljóta alltaf að koma ein- hver viðbrögð á móti. — Fannst þér ekki eðlilegt að söðla svona um á sinum tima? — Hjá okkur var það alveg eðli- legt. Við vorum ekki að gera neitt sprell. Við fundum þarna leið sem var persónuleg tjáning, við hætt- um að finna til með náttúrunni á þann hátt sem við gerðum áður. — Hvernig liður þér hér inni, þar sem þú sérð öll þin helztu verk á einum stað — allan þinn lifsferil? — Það er ósköp erfitt að tala um það. Ég vil helzt ekki minnast á það. — Það hljóta að vera margar myndir hér sem þú hefur ekki séð i áratugi? — Ég sé margar myndir, sem ég var búinn að gleyma. Það er fjöldi af myndum hér, sem eru i einkaeign. — Ragnar I Smára fékk þig, Gunnlaug Scheving og Snorra Arinbjarnar til að myndskreyta Islendingasögur. Hefur enginn annar beðið þig eða ykkur að myndskreyta bækur á sama hátt? — Nei. Ekki hvað mig snertir. Það var verulega gaman að fást við þetta: Við Gunnlaugur höfð- um talsverð samráð okkar á milli, en Snorri Arinbjarnar kom siðar til skjalanna og hafði mun minni tima en við til að leysa verkefnið. — Myndirðu taka þvi vel i dag, ef einhver útgefandi byði þér sómasamleg laun fyrir teikningar? — Ég veit ekki. Ég lit allt öðru visi á málin núna — hugsa öðru- visi. En það er skemmtilegt að fást viö slikar teikningar — tekur gifurlegan tima og maður málar ekki á meðan. — Hvernig vinnurðu núna siðari árin, vinnurðu jafnt og þétt eða þegar andinn kemur yfir þig? — Til þess að andinn komi yfir mann þarf maður að vinna á hverjum degi, rétt eins og skrif- stofumaður. Andinn kemur ekki yfir mann öðruvisi. Hann kemur ekki þegar maður liggur á bakinu og horfir upp i skýin — hann sprettur fram úr vinnunni sjálfri.. .ég fer á fætur um sjö leytið og er venjulega byrjaður að mála eða teikna um átta leytiö. Ég lærði þessi vinnubrögð af Frökkum, þessa algjörlega reglu- legu vinnu listamannanna. Þeir sem sitja á kaffihúsunum eru bara i listamannsfötum — það eru ekki þeir sem hafa gert Frakk- land stórt. Nei, þetta er óskaplega mikil vinna, og ég tek undir með Halldóri Laxness, sem heldur fram þvi sama. — Hefurðu ekki unnið að sér- stökum verkefnum, sem þú hefur verið beðinn að gera? — Sáralitið. Ég málaði eina mynd sem hangir i Laugardals- höllinni, en það var ekki tekið fram i beiðninni hvernig myndin ætti að vera. Þetta var pöntun frá borginni, eftir tillögu frá lista- hátiðarnefnd. Hefurðu ekki fengizt við högg- myndagerð? — Ekki teljandi. Ég var i högg- myndadeild meöan ég dvaldist i Paris, en það var ekki alvarlegt starf, langaði aðeins til að kynn- ast þessu,þvi ég hef mjög gaman af að horfa á höggmyndir. — Þú hefur ekki látið það eftir þér... — Nei, og mér liggur við að segja guði sé lof — Hvernig voru viðbrögðin þegar fyrsta septembersýningin var haldin? — Hún var heiftarleg. Við vor- um stimplaðir, bæði á prenti og manna á meðal, örugustu aumingjar — ég held meira að segja fylliraftar! — Nú hafa margir sætzt við ykkur siðan? — Sumt af þessu fólki hefur aldrei sætzt við mig, og ég ekki við það. — Hvaða listamenn blandar þú helzt geði við núna— ekki hafið þið neitt klúbbasamband? — Nei, ekki núna. Ég umgengst fyrstog fremstþá sem hafa alltaf staðið mjög nálægt mér — við skulum nefna Asmund Sveinsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Daviðsson, Steinþór Sigurðsson, Sigurð Sigurðsson og svo yngri menn eins og t.d. Sigurður örlygsson, Magnús Kjartansson, Einar Hákonarson. — Þeir yngri leita þá eftir félagsskap ykkar eldri? — Það hefur komið eðlilega. Það eru eflaust einhverjir yngri listamenn sem ekki þola okkur, og þeir banka ekki uppá... þetta eru allt eðlileg tengsl, eitthvert sympati. — Hvað langar þig að gera eftir þessa yfirlitssýningu? — Mála, og mála betur. X Þorvaldur skýrir okkur frá þvi að hann hafi fengið bréf um að tvær myndir eftir hann hafi selzt á sýningu erlendis. Og við höldum áfram að spyrja: Framhald á 11. siðu. Frá hinum „góðu, gömlu dögum”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.