Þjóðviljinn - 05.11.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Qupperneq 1
Teikni- myndasaga frá Kína Sagt er að teiknimyndir séu vinsælt efni i blöðum og þá sér- staklega teiknimyndasögur. Bandarikjamenn hafa haft al- gera yfirburði á þessu sviði — að magni til. Teiknimyndaþættir hafa varla sézt frá öðrum löndum svo nokkru nemi. A Islandi hafa varla sézt aðrar teiknimynda- sögur en frá Bandarikjunum. Hér hafa ekki sézt teiknimyndasögur frá næstu nágrannarikjum okkar, eða frá öðrum rikjum fjarlægari eins og til dæmis frá Kina eða Japan.En nú breytum við til og gefum islenzkum blaöalesendum kost á kinverskri teiknimynda- sögu. Hún hefst i blaðinu i dag og verða birtar tvær teiknimyndir daglega i einum fjörutiu blöðum, unz sögunni lýkur. Við vonum að lesendur okkar taki teiknimynda- sögunni vel. Stúlkurnar úr Kópavogi sem auglýst var eftir komu fram i gær. önnur þeirra kom heim til sin um miðjan dag i gær, en hin var sótt i hús hér i Reykjavik; en hér i borginni höfðu stúlkurnar dvalið frá þvi á mánudag. Stúlk- urnar eru aðeins 13 og 14 ára og mun rannsóknarlögreglan rann- saka mál þeirra og dvöl i borginni nánar. I SKJOLI FRÁ SKL Þær brugðu sér undir vörubilspallinn i skjól i rigningunni. Myndina tók Gunnar Steinn i einni rigningarhrinunni á dögunum. ÞING r FREKAR FLOKKINN að auglýsa eftir umsóknum um þetta embætti? Svolitið meiri fjölbreytni sakaði ekki, jafnvel meðan Sjálfstæðis- flokkurinn enn lafir við völd út á minnihluta kjósenda. 709. blóðprufan Greipur Kristjánsson lögreglu- þjónn var á sinni siðustu vakt á gömlu lögreglustöðinni i gær- morgun er við höfðum samband við hann. Hann sagði, að ölvun hefði verið töluverð aðfaranótt laugardagsins, en engin stórtið- indi. Lögreglan er alltaf að finna fólk, sem ekur undir áhrifum, og hann kvaðst einmitt hafa verið að bóka 709. blóðprufu -tilfelliö á þessu ári hér i Reykjavik. Um orlofsheimili - sjá opnu MSI 1 gær hófst þinghald hjá Málm- og skipasmiðasam- bandi Islands i Tjarnarbúð. Snorri Jónsson, formaður MSt segir i blaði samtakanna, MÁLMI, sem kemur nú út i fyrsta skipti, að á þinginu verði kjaramálin efst á baugi. Þá verður rætt um lifeyrissjóð sambandsins og ýmis sam- eiginleg hagsmunamál verka- lýðshreyfingarinnar, s.s. at- vinnulýðræði, vinnuvernd, tryggingar og fræðslumál, en þessir málaflokkar verða allir ræddir itarlega á komandi ASt þingi. Stjórn MSt er kosin á þing- um sambandsins sem haldin eru annað hvert ár. MSl var stofnað 1964, og eiga nú 22 félög viðsvegar um landið aðild að sambandinu. A borgarstjórn Reykjavikur að verða uppeldisstöð fyrir Sjálfstœðisflokkinn? Fráfarandi borgarstjóri í Reykjavik, Geir Hall- grímsson, lýsti því yfir fyrir síöustu borgarstjórn- arkosningar, að hann vildi því aðeins vera borgarstjóri i Reykjavík, að meirihluti borgarbúa styddi Sjálf- stæðisf lokkinn, Sami maður lýsti þvi yfir þá, að næði hann kjöri héti hann að sitja kjörtímabilið á enda. Nú fékk Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta borgarfulltrúa, þrátt fyrir stuðning aðeins minnihluta kjósenda. Geir Hallgrimsson tók engu að siður við embætti borgarstjóra, en nú hleypur hann frá þvi á miðju timabili, þvert I gegn fyrri yfirlýsingum. Krckar flokkinn en borgina, gæti verið kjörorð Sjálfstæðis- manna i borgarstjórn Reykja- vikur. Og nú á aö gera að borgarstjóra einn lögfræðing, sem gengið hefur i gegnum allar lægri vigslur Sjálfstæðisflokksins. Skyldi meirihluta Reykvikinga vera sammála innsta hring Sjálf- stæðisflokksins um það, að fyrsta skilyrðið fyrir þvi, að geta komið til greina, sem borgarstjóri i Reykjavik sé, að hafa áður verið formaður Heimdallar + Sam- bands ungra Sjálfstæöismanna + ,,Vöku’’, félags lýðræðissinnaðra stúdenta? Sjálfstæðisflokkurinn getur sjálfsagt haldið áfram að fram- leiða prúða lögfræöinga á færi- bandi, sem gegna hagsmunum flokksins i borgarstjórn þar til kippt er i spottann vegna innan- flokksvandræða. En það er kominn timi til að Reykvikingar stöðvi þessa færi- bandaframleiðslu og leiti annað en i tizkublöð Sjálfstæðiskvenna- félagsins Hvatar i leit að borgar- stjóra. Hvi ekki að taka upp þá reglu, Félag islenzkra iðnrekenda hefur ráðið sér blaðafulltrúa. Það er Ölafur Sigurösson, en hann mun annast fræðslu-, upplýsinga- og kynningaarstarfsemi félagsins og verða ritstjóri timarits Félags isl. iðnrekenda. Hvað er að gerast í bæjar- málunum? Hvað er að gerast i bæjar- málum Kópavogs? Þeirri spurningu svara bæjarfull- trúar Aiþýðubandalagsins i Kópavogi á fundi i Þinghói annað kvöld, mánudagskvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30. EN BORGINA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.