Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 5
Sunnudagur 5. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Orsökin fyrir stofnun Félags lausráðinna rikis- starfsmanna: Siguröur Jónsson ráðnir starfsmenn rikisins eru margir? — Ég hygg að rétta talan sé um 1200 manns. — Geta ekki lausráðnir rikis- starfsmenn leitað réttar sins hjá BSRB? — BSRB hefur unnið að þessum málum árum saman, og undir- búningur að stofnun þessa félags nú er gerður i samráði við BSRB. — Hvað er það helzt sem kemur i veg fyrir fastráðningu rikis- starfsmanna? — Það er nú anzi margt. Má þar nefna, að ekki þarf annað til en að yfirmaður beri óvildarhug til undirmanns sins, og getur það haft það i för með sér að hann fái ekki fastráðningu. Nú svo er Réttindaley si! Eins og skýrt var trá i Þjóðviljanum á föstudag, hefur verið áformað að stofna Félag lausráðinna ríkisstarfsmanna. I fréttatilkynningu um þessi áform er gefið upp ákveðiö simanúmar, og hringdum við í það i hádeginu á föstudag og náðum tali af Sigurði Jónssyni sem vinnur að þessari félagsstofnun ásamt undirbúningsnefnd, sem sett hefur verið á laggirnar. * Við spurðum Sigurð að þvi hvað hefði öðru fremur orðið til þess, að hann áformaði að gangast fyrir félagsstofnunni. — Það er nú þannig, sagði Sigurður, að ég hafði samband við nokkra opinbera starfsmenn, sem ekki voru fastráðnir, en höfðu orðið fyrir þvi að veikjast á einhvern hátt, en þegar þeir komu aftur til sins starfs var þeim sagt: „Sjáðu manninn þarna; hann er i sætinu þinu. Þú hefur ekkert hér að gera.” Annað hitt, að lausráðnir rikis- starfsmenn njóta ekki veikinda- dagagreiðslna og ekki orlofs- greiðslna, og það má draga i efa, að þeir njóti jafnvel persónurétt- Lausráðnum starfsmönnum er hægt að segja upp fyrirvara- laust, og eftirlauna njóta þeir ekki. — Veiztu nokkuð hvað laus- starfandi svokölluð bremsunefnd. — Hvaða fyrirbrigði er það? — Bremsunefnd tekur fyrir umsóknir um fastráðningu, og er skipuð af alþingi, að mig minnir. — Eftir hvaða reglum eru um- sóknir um fastráðningu sendar? — Nú á það að vera venjan, að rikisstofnanir auglýsi samkvæmt lögum laust starf. Siðan sækir ákveðinn maöur um starfið, og er ráðinn. Siðferðilega ætti hann að vinna ákveðinn reynslutima, sem i flestum tilvikum er þrir mánuðir, og þá að sækja um fast- ráðningu. Siðan taka yfirmenn hans afstöðu til málsins; ef sú af- staða er jákvæð fer beiðnin áfram til viðkomandi ráðuneytis. En þess eru dæmi, að maður var lausráðinn i 27 ár. Þegar hann svo dó, fékk ekkjan ekki þau eftir- laun, sem henni hefði borið, ef hann hefði verið fastráðinn. — Geturðu gefið mér upp nafnið á þessum manni? — Það má nú ekki. En það má geta þess, að hann fékk mjög góð eftirmæli frá þeim mönnum, sem réðu þvi hvort hann var fast- ráðinn eða ekki. Það er sem sagt meining okkar með stofnun félags fyrir þetta fólk, að það fái réttindi sem hverjum og einum ber að hafa i þjóðfélaginu. —úþ Stofnuð yíetnamnefnd Blaðinu hefur borizt eftirfarandi ályktunar- tillaga samþykkt á stofnfundi Vietnamn. 1. nóv. 1972, en nefndin er stofnuð að frumkvæði Stúdentaráðs Háskóla íslands, SíNE og Verð- andi: Nýstofnuð Víetnam- nefnd á fslandi ályktar: að lýsa yfir fullum og skilyrðislausum stuðningi við Þjóðfrelsisfylkinguna i SuðurVietnam. að mótmæla hinum grimmdarlegu loftárásum Bandarikjanna á báða hluta Vietnams, sem enn er haldið áfram, og sér- staklega þvi, að Banda- rikjastjórn hefur gengið á bak orða sinna um að hætta öllum loftárásum á Norður-Vietnam frá og með 23. okt. s.l. að lýsa stuðningi við samningsdrög þau, sem gerð voru i Parisarvið- ræðunum að frumkvæði stjórnar Alþýðulýð- veldisins Vietnams i fullri einingu við Bráðabirgða- byltingarstjórnina i Lýð- veldinu Suður-Vietnam, og mótmæla tregðu Banda- rikjastjórnar að undirrita samninga. Sérstaklega telur nefndin ámælisvert, að Bandarikjastjórn skuli beita fyrír sig leppstjórninni i Saigon til að draga undirskrift samninga fram yfir 31. okt Bandarikjastjórn átti sjálf frumkvæði að þeirri dag- setningu og fulltrúar ALVN og BBSISVN hafa lagt áherzlu á að staðið yrði við hana. Með þessu framferði sinu hefur Bandarikjastjórn enn framlengt blóðsúthellingar i Vietnam, og skorar nefndin á Rikisstjórn tslands að beita áhrifum sinum til að undirritun friðarsamninga tefjist ekki enn frekar. Vietnamnefndin á tslandi mun beita sér fyrir auknum stjórn- Frh. á bls. 15 BÓKASÝNING Reykjavikurdeild MIR minnist 55 ára afmælis Októberbyltingarinnar með kvöldskemmtun að Hótel Esju þriðju- daginn 7. nóv. kl. 21. Ávörp flytja Þórólfur Danielsson, for- inaður H. í. P. og fulltrúi sendiráðs Sovétrikjanna. Guðrún Tómasdóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. I)ans. Félagar og velunnarar MÍR hvattir til að fjölmenna. r@tring teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGE RÐIN ingólfsstræti 2 Sími 13271 ENSKAR OG DANSKAR VASABROTSBÆKUR Yorum að taka upp hundruð nýrra og eldri vasabrotsbóka frá Penguin, Panther, Paladin, Mayflower, Fontana, Gyldendal o.fl. Vekjum sérstaka athygli á, að skáldsögur, leikrit og ljóð á ensku i vasabroti eru á efra palli. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.