Þjóðviljinn - 05.11.1972, Side 6

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 DJÚÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviijans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Óiafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverö kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöiuverð kr. 15.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ENGAN BILBUG Það er rétt fyrir Islendinga að vera við þvi búnir, að togstreitan við Breta út af stækkun landhelginnar geti varað lengi enn. Nú er liðið á þriðja mánuð siðan út- færslan var framkvæmd, en enn hafa Bretar litið sem ekkert viljað hreyfa sig i þvi tilraunaþófi um hugsanlegt bráða- birgðasamkomulag, sem fram hefur farið. Vert er að hafa vel i huga, að þegar Bretar láta sem þeir vilji ræða við okkur um bráðabirgðasamkomulag þá eru þeir ekki að bjóða viðurkenningu á landhelgi okkar, er það samkomulag rynni út. Siður en svo. Að sjálfsögðu væri tiltölulega einfalt að semja við Breta um einhverjar undan- þágur til stutts tima, ættum við viður- kenningu visa að þeim tima loknum. Málið er hins vegar miklu erfiðara, meðan Bretar standa fast á kröfu sinni um það, að þeir hafi um alla framtið sama rétt til veiða i landhelgi okkar og á út- hafinu. Forsætisráðherra Breta hefur nú sent islenzka forsætisráðherranum orðsendingu með ósk um frekari við- ræður. Látið er i það skina, að Bretar vilji nú ræða hluti, sem þeir hafa áður neitað að fjalla um. Við skulum ekki fyrirfram leggja neinn dóm á það, hvað þarna er á bak við, en miðað við það sem á undan er gengið hlýtur bjartsýni á samkomulag að vera i miklu hófi. Þjóðviljinn vill enn minna á skilyrði íslendinga fyrir bráðabirgðasamkomu- lagi. 1) Allir frystitogarar og verksmiðjuskip, svo og aðrir togarar stærri en 700-800 brúttórúmlestir, verði útilokaðir þegar i stað. 2) Engin minni skip fái hér veiðileyfi, nema þau hafi stundað hér veiðar á siðustu árum. 3) Bretar veiði aðeins á fáum skýrt af- mörkuðum svæðum og aðeins hluta úr ári á hverju svæði. 4) Framkvæmd samkomulagsins verði i höndum íslendinga einna, svo að við getum óhindrað refsað veiðiþjófum. 5) Undanþágurnar frá fullri 50 milna land- helgi gildi aðeins til 1. júni 1974 Sitthvað fleira mætti nefna af deilu- efnum, en höfuðatriðin hafa verið talin hér upp. í engu þeirra hafa Bretar viljað fallast á okkar tillögur enn sem komið er, - en ef til vill hefur veðrið á Vestfjarðamið- um á dögunum gert þá eitthvað samningafúsari. Hvaða samningar sem er við Breta verða að fela það i sér, að sókn þeirra á íslandsmið sé stórlega minnkuð þegar i stað og réttur okkar til að refsa fyrir brot á hugsanlegu samkomulagi til bráða- birgða verður að vera ótviræður. Með hvaða hætti afgerandi minnkun sóknar brezkra togara hingað verður tryggð er ekki fastsett af okkar hálfu. En verði veiðisvæðin, þar sem Bretar hefðu undanþágu fleiri eða stærri þá verða skipin að vera þeim mun færri og smærri. Það heildaraflamagn, sem Haagdóm- stóllinn taldi Breta eiga rétt á, 170.000 tonn á ári, viljum við ekki heyra nefnt, þvi að ef Islendingar ættu á þeim grundvelli aðeins að halda hlutfalli sinu gagnvart Bretum, hvað aflamagn snertir — þá væru Islands- mið rányrkt áfram, með þeim hrikalegu afleiðingum fyrir þjóðarbúskap og mann- lif á Islandi sem við blasa. Við munum þvi standa fastir fyrir i öll- um samningum og timinn mun vinna með okkur. VARNIR EÐA HVAÐ? Það nýjasta i landhelgisdeilunni er, að Bretar nota aðstöðu sina sem meðlimir i Atlanzhafsbandalaginu til að fljúga her- flugvélum sinum frá Keflavikurflugvelli i eftirlitsflug yfir Islandsmið til stuðnings landhelgisbrjótunum i glimu þeirra við varðskipin. Hverjum dytti i hug, að Bretar gætu notað islenzka flughöfn til slikra óþurftar- verka, ef við hefðum sjálfir óskert yfirráð yfir landi okkar öllu? Sjaldan hefur blasað við Islendingum jafn ljóst dæmi um samhengi hlutanna. Herstöðin sem átti að verja okkur, reynist bæli fyrir herflugvélar óvinarins i okkar landhelgisstriði. Er ekki mælirinn þegar fullur? Borgarstj óras ki ptin og ofríki Geirs Innan Sjálfstæöisflokksins er nú að skapast hernaðarástand. Þetta kemur m.a. fram við borgarstjóraskiptin hér i Reykja- vik, þó Mogginn reyni að láta leynt fara. Albert selur sig dýrt Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins lagði til að Birgir tsleifur Gunnarsson yrði borgar- stjóraefni flokksins. A yfirborð- inu voru borgarfulltrúarnir ein- huga, en áður en kom til til- lögugerðar og samkomulags hafði mikið gengið á. Borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins eru 8 talsins, minnihlutaflokkarnir hafa 7 fulltrúa, þannig að meiri- hluti fiokksins er knappur. Bregð- ist einn borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins er meirihlutinn fallinn. Einn borgarfulltrúanna er fjarri þvi að vera þægur ljár i þúfu Geir Hallgrimssyni og ekki að vita hversu lengi hann fylgir flokksfélögum sínum. Hér er um að ræða Albert Guðmundsson, sem öllum á óvart komst i öruggt sæti i borgarstjórnarkosn- ingunum 1970. Sú stofnun sem fer með daglega stjórn borgarinnar er borgarráð. 1 þvi eiga sæti fimm menn. Þrir þeirra eru úr Sjálf- stæðisflokknum. Það hafa til þessa verið Birgir tsleifur Gunn- arsson, Kristján Gunnarsson og Ölafur B. Thors. Þeir Olafur og Birgir tilheyra valdaarminum i Sjálfstæðisflokknum, en Kristján J. Gunnarsson, Gunnarsarm- inum, Nú þegar borgarstjóra- skipti verða lagði Albert mikla áherzlu á að komast i borgarráð og að hinn nýi borgarstjóri færi úr ráðinu. Að þessum skilyrðum Al- berts var gengið og Albert fer i borgarráð éri Birgir tsleifur verð- ur varamaður, eins og Geir for- veri hans. Af hverju Birgir? Þannig eiga sér stað átök um hvert einasta sæti sem hreyfist við borgarstjóraskiptin. En fleira kemur til og menn velta þvi fyrir sér — sérstaklega innan Sjálf- stæðisflokksins — hvort það hafi verið rétt að gera Birgi að borgarstjóra. Þeir sem eru með efasemdir benda á, að Birgir hafi á undanförnum árum alizt upp i Sjálfstæðisflokknum sem að- stoðarmaður og hjálparkokkur Geirs Hallgrimssonar. En hann hafi aldrei þurft að taka sjálf-- stæðar þýðingarmiklar ákvarð- anir. Þær hafi Geir tekið. Birgir tsleifur hafi þvi ekki þann myndugleika og ekki þann styrk sem til þurfi til þess að stjórna borgarmálum i Reykjavik. Menn benda íéttilega á að ótal hags- munaaðilar og valdamiklir ein- staklingar sæki stöðugt á borgar- stjórann um úrlausnarmál sin og það þurfi sterk bein til að bita þá aðila af sér. Flestir efast um að Birgir tsleifur Gunnarsson hafi þennan styrk til að bera, þeir telja að skynsamlegra hefði verið að ráða i borgarstjórastarfið færan mann og vel menntan með nauðsynlegan myndugleik gagn- vart öllum aðilum. Fjarri fer þvi að Birgir tsleifur hafi þetta til að bera Það er lika sitthvað að klifra upp eftir beinum og hindr- unarlausum valdastiganum i Sjálfstæðisflokknum eða að standa sig sem borgarstjóri i höfuðborginni. Hvern svíkur hann næst? Þegar gengið var til siðustu kosninga i Reykjavik lýsti Geir Hallgrimsson þvi yfir að það væri rógur einn að hann ætlaði að láta af starfi borgarstjóra á miðju kjörtimabilinu. Hann kvaðst myndu sitja út kjörtimabilið, sem borgarstjóri i Reykjavik. En nú kemur á daginn að Geir hefur greinilega ætlað sér allt annað og er þvi augljós ástæðan fyrir þvi að flokksmenn Geirs velta þvi nú fyrir sér hvort nokkuð sé að marka orð mannsins yfirleitt. Er þá nokkuð að marka þau loforð eða fyrirheit, sem Geir Hall- grimsson gefur samstarfs- mönnum sinum i Sjálfstæðis- flokknum? Er nokkur ástæða til að ælta að hann standi við það fyrirheit frá siðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins að styðja Jó- hann Hafstein áfram? Eru ekki mestar likur á þvi að hann svikist aftan að Jóhanni á næsta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins? Hvaö hyggst Geir fyrir? Þvi er óhætt að slá föstu að Moggaklikan, sem svo er nefnd innan Sjálfstæðisflokksins, vill eindregið að Geir taki að sér for- mannssætið á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Og þeir sem eru nákomnir forystu þessa flokks telja og, að Jóhann Haf- stein og Geir Hallgrimsson hafi gert með sér samning fyrir sið- asta landsfund Sjálfstæðisflokks- ins. Talið er að hafi Geir ekki nægan styrkleika á næsta lands- fundi skuli Jóhann gegna embætt- inu áfram — hann verði enn um skeið frystur sem bráðabirgða- formaður — en Geir vinni áfram að þvi að afla sér fylgis, sem for- maður flokksins og nýr um- gangur hefjist. Telur Geir að hann geti unnið aðalkeppinaut sinn Gunnar Thoroddsen ,,á tima” eins og það er kallað i tafl- inu, en valdataflið i Sjálfstæðis- flokknum er þó frábrugðið venju- legu tafli að þvi leyti, að i þvi fyrrnefnda eru engar reglur i heiðri hafðar. Borgarstjóraskiptin hafa þegar tekið upp mikið pláss i Morgun- blaðinu, þar hefur birzt viðtal við nýjan borgarstjóra, forsiðuupp- slættir um nýja borgarstjórann og þann sem fer frá, og tvær for- ystugreinar hafa birzt i morgun- blaðinu af sama tilefni. Greinilegt er þvi að Morgunblaðsklikan leggur sig alla fram við að telja almennum lesendum blaðsins og stuðningsmönnum trú um að allt sé með felldu innan flokksins. En þar kraumar og sýður, og áður en langt um liður, sýður upp úr katl- inum. Innan flokksins er vaxandi óánægja með það hversu Geirs- klikan eykur völd sin. Það er ekki Bfe *4&OBt «« Myndirnar eru af tveimur ior- siðum Morgunblaðsins. Fyrri forsíðan er frá 28. april i fyrra er Geir Hallgrimsson var kjör- inn varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Neðantil má sjá fyrir- sögnina: „t þvi handtaki felst stuðningur og vitnisburður” og er þetta haft eftir Geir Hali- grimssyni. Siðari forsiðan er frá öðrum áfanga á ferli Geirs upp i for- mannssætið, þegar hann lætur af embætti borgarstjóra og heldur af staö á formanns- tróninn með nýjan ritstjóra Morgunblaðsins og borgarstjór- ann i Reykjavik i vasanum. Jóhann llafstein kjiiríim for- maður SjálfsUeðisflokksins : j G eir Halljfrlinssoit, varafornuulur-— „Í.G fípo, að -áitm Wfcj *k> atoo-.í í/i" :k»1cVó,’- Juiana iUfxú-iii. ■■ tt «r4il <«ru lllkvosl : ElÞwf.rth ....... I (jví hamitaki fdst «tu9nín«ur og vitllishurður ’ZT&ZZl.r'* C'J'Í? I>I» Kð 'io *.ín«■•»(«• .JUgfSTim'..>''•'5’; einasta að Geir Hallgrimsson hafi borgarstjórann i vasanum, i hin- um vasanum er nýr ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson. Sagt er að fjölda Sjálfstæðis- manna hafi gjörsamlega ofboðið, þegar þeir sáu forsiðu Morgun- blaðsins á fimmtudaginn, þar sem Gier trónaði efst á siðunni, en skósveinar hans neðan til sinn til hvorrar handar. Ofriki og yfir- gangur Moggaklikunnar er nú að verða þvilikur að það má kallast einstakur lurðuháttur minnihlut- ans og Gunnarsmanna ef ekki sýður upp úr á næstunni opinber- lega. Vist er að þeir sem hafa séð von sina holdgast i Gunnari Thor- oddsen fara að verða langeygir eftir þvi, að hann láti til skarar skriða. Hann kaus flokkinn Geir Hallgrimsson hefur alltaf á siðustu misserum tekið flokkinn fram yfir borgarbúa. Hann hefur sýnt borgarbúum takmarkalitið virðingarleysi, misnotað aðstöðu sina sem borgarstjóri meðal annars með þvi að hækka svo fasteignaskatta og útsvör hér i borginni á þessu ári til þess gagn- gert, að geta látið blöð sin ljúga Frh. á bls. 15 Geir Hallgrímsson lætur af starfi borgarstjóra lJ<*l•ííl»rfull»rúaI, SijálfslaíAlHfloliliS- In* lctftfja tll, uO Uh’iíír ísJ. Gumiars- tain vorOÍ kjurinn í huns Htad «/!'*■b»yiil»a»<- „ Stjórnarkreppa

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.