Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 8
•# S.StÐA —ÞJÓÐVILJiNN Sunnudagur 5. nóvember 1972 Það k; könnun gei orl nýt jöfn höfu yfir orfg' aai : ól'f.us- ísturlandi- ofl jfcks orlofsheimili BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði. Hjá öllum þessum að- ilum kom það í Ijós að nýt- ing heimilanna yfir há - orlofstímann, frá júní til septemberloka er góð, og mánuðina júlí og ágúst vantar mun fleiri orlofs- heimili. En frá október til maíloka er nýting flestra heimilanna sama og engin. Hinsvegarer það vilji allra þeirra aðila sem orlofs- heimilum ráða að bæta úr þessu og finna leiðir til að nýting húsanna verði betri en raun ber vitni um. Erlendur Guðmundsson um- sjónarmaður orlofsheimilis ASÍ i ölfusborgum sagði nýtingu orlofshúsanna þar hefði verið frá 1. janúar til 30. september á þessu ári 4259 sólarhringar. Það er að húsin eru 36 og nýtingarsólar- hringar á þessu timabili væru 9720. Það vantar þvi mikið uppá fulla nýtingu, hún er tæp 50% . Að sjálfsögðu eru það vetrarmánuð- irnir sem setja hér strik i reikn- inginn. Erlendur sagði að það væri mjög óverulegt að húsin væru leigð út að vetrinum. Þó væru alltaf 2 til 4 fjölskyldur sem kæmu i húsin yfir helgar á vetr- um, en að sjálfsögðu væri það engin nýting á 36 húsum. Hins vegar hefur nýtingin i sumar verið sú bezta frá þvi að húsin voru tekin i notkun. Og yfir háor- lofstimann væru húsin yfirfull alla daga. — En svo er annar þáttur i þessu, sagði Erlendur. Nýting húsanna segir litið til um það hve margir taka sér sumarfri og ég vil halda þvi fram að einungis lit- ill hluti manna taki sér raunveru- legt fri. Margir koma hingað með fjölskylduna og konan og börnin dveljast hér alla vikuna, en eigin- maðurinn fer héðan til vinnu sinnar á hverjum morgni og kemur aftur að kvöldi. Við spurðum Erlend hvort hann héldi að fólk myndi koma til dvalar i orlofshúsunum yfir vetrarmánuöina ef hinu svo - kallaða vetrarorlofi yrðu komið á. — Ekki þori ég að segja um þaö; þó má gera ráð fyrir að ein- hverjir myndu koma.en hinsveg- ar þykist ég vita, að ef efni og ástæður leyfa, þá myndi fólk heldur leita til sólarlanda I vetrarorlof. — En er aðstaða fyrir fólk til að stunda útilif i Olfusborgum yfir veturinn, til að mynda skiða eða skauta? — Já, já, aöstaða er fyrir hendi, sérstaklega til skiðaiðk- ana, ef snjóinn ekki vatnar, en hann hefur vantað hér i mörg ár. Ég get varla sagt að hér hafi komið snjór i marga vetur. Munaðarnes. Haraldur Steinþórsson á skrif- stofu BSRB tjáði okkur að sú reynsla sem BSRB hefði fengið af orlofsheimilunum i Munaðarnesi i Borgarfirði i sumar, en húsin voru opnuð i fyrsta sinn 20. mai I vor, væri á þá leið að ákveðið væri að hefjast handa um byggingu 30 húsa i viðbót. Haraldur sagði, að frá þvi að húsin voru opnuð i vor og til 15. september, hefðu þau verið full- nýtt, hvert einasta hús, nema 1 viku. Og það sem meira er, það hefði verið hægt að leigja miklu fleiri hús út i sumar, það voru margir sem sóttu um hvert hús yfir háorlofstimann. En að sjálfsögðu er sama sagan i Munaðarnesi og annars staðar að enn hefur ekki verið fundinn neinn grundvöllur fyrir nýtingu húsanna yfir veturinn. Eitt orlofshúsanna i ölfusborgun. 0F FA A SUMRIN 0F MÖRG A VETRUM Séð yfir orlofshús BSRB i Munaðarnesi. Orlofsheimilin eru yfir- full júlí og ágúst. . . sœmileg nýting í júni og september . . . aðra mánuði ársins er nýtingin sama og engin . . . Unnið að því að finna leiðir til betri nýtingar þeirra y fir veturinn. Enjóskadaiur. Guðjón Jónsson starfsmaður Alþýðusambands Norðurlands sagði að segja mætti að ekkert hefði verið leigt út af orlofshúsum i Fnjóskadal nema á timabilinu 20. júni sl. til 23. september. A þessu timabili hefði nýtingin verjð 92% Það væri sama sagan hjá þeim sem öðrum er sjá um or- lofsheimili að nýtingin er bezt i júli og ágúst og þá væri hægt að leigja út mun fleiri hús; en bæði á vorin og haustin væri nýtingin verri og yfir veturinn hreint ekki nein. t Fnjóskadal eru 18 hús sem leigð eru út. Þessi hús eru eign verkalýðsfélaga bæði að norðan og eins frá Suðurlandi, til að mynda á HtP eitt orlofshús i Fnjóskadsal. IFnjóskadal er umsjónarmaður með húsunum allan ársins hring og fólk getur komið þarna hvenær sem er. Guðjón sagði að eigendur húsanna hefðu mjög mikinn áhuga á að nýta orlofshúsin meira yfir vetrarmánuðina. Sagði hann, að þaö væri álit manna að hægt væri að nýta húsin mun meira en gert hefur verið. Til aö mynda hlyti að vera hægt að nýta þau til fulls yfir páska- helgina, svo dæmi væri nefnt, og það væri nú unnið að þvi að finna leið til betri nýtingar á húsunum. Miðdalur i Laugardal. Hið islenzka prentarafélag á 4 ibúðir i landi jarðarinnar Miðdals i Laugardal, en þá jörð á félagið. Jón Agústsson formaður orlofs- nefndar félagsins sagði, að siðan 1960 að þessar ibúðir voru opn- aðar hefði nýting þeirra yfir mán- uðina júni, júli og ágúst, en þær eru ekki leigðar i lengri tima, verið mjög góð. Sumarið 1970 voru dvalarvikur 56 og ibúðirnar notaðar i 50 vikur. 1971 voru dvalarvikur 52 en notkun 45 vikur. 1972 voru þær 56 en notkun 52. Leigugjald i prentarabústöðunum er senni- lega lægst á landinu eða 1800 kr. fyrir vikuna siðastliðið sumar. Einstaklingar i HIP eiga rétt á vikudvöl, en fjölskyldumenn i tvær vikur. Þetta hefur þó orðið að skera niður i viku siðustu árin vegna mikillar aðsóknar. Þá á HIP eitt hús i Fnjóskadal i Þingeyjarsýslu. Arið 1971 voru dvalarvikur 16 en húsið var notað i 12 vikur. Arið 1972 voru dvalar- vikur 16 en húsið notað i 14 vikur. Það eru sem sagt fyrsta og sið- asta vikan sem ekki eru nýttar. Eyjólfsstaðaskógur. Alþýðusamband Austurlands á 11 orlofshús i Eyjólfsstaðaskðgi i Vallarhreppi i S-Múlasýslu. Að þvi er Arni Þormóðsson starfs- maður ASA sagði okkur, voru þessi hús opin frá 1. júni til sept- emberloka. Á timanum júli, ágúst og til 18 sept. voru húsin alveg fullnýtt, og komust færri að en vildu. Hinsvegar voru fyrstu vik- urnar og eins tvær þær siðustu ekki eins vel nýttar. Arni sagði að það hefði komið til tals að fjölga orlofshúsum þar eystra, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um málið. Um það hvort möguleiki væri á að nýta húsin að vetrinum til, sagði Árni að fullur vilji væri fyrir hendi hjá forráðamönnum þessara húsa að reyna það, en mönnum hefði enn ekki hug- kvæmzt hvernig það mætti vera. Hinsvegar væri ljóst að þessi stutta sumarnýting væri of litil fyrir húsin. Þá sagði Arni að nokkuð hefði verið um það að fólk kæmi frá suður- og vesturlandi og fengi or- lofshús á leigu i Eyjólfsstaða- skógi, enda færu alltaf nokkrir af Austfirðingum og fengju orlofs- hús bæði i Fnjóskadal og eins i Olfusborgum. Þessi skipti væru mjðg ánægjuleg. Að lokum þetta. Það er ljóst af ummælum þeirra manna sem við höfum rætt við, að nýting hús- anna er 100% i tvo og hálfan mán- uð á ári, en litil sem engin þar fyrir xitan. Það væri óskandi að einhver leiö fyndist til að hægt væri að auka nýtingu húsanna enda er á flestum stöðunum um það vönduð og dýr hús að ræða að mjög slæmt er að þau skuli standa auð i 9 til 10 mánuði á ári. S.dór. Sunnudagur 5. nóvember 1972 [ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 HEYRT 0G SÉÐ Ari Bessason er flinkasti bifvélavirki sem ég þekki; hann er ekki fyrr búinn að snerta á skrúflykli en hann er útataður uppfyrir haus, sekkur á kaf i vélina og hefur ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut á meðan hann er þarna. Verkið er veröld hans — en svo allt i einu, með lykilinn á lofti, eins og hann ætli að rota mig: „Égskilekki Þjóðviljann”, og verkið er gleymt og nú snýst allt um þetta. Hann minnir á Gvend frænda þegar hann var uppá sitt bezta. ,,Nú, hvað er að Þjóðviljanum?” ,,Ef ráðherr- arnir þeirra eru skammaðir stökkva þeir langt uppá nef sér með fýlusvip rétt eins og vinirnir hjá Mogganum, sem þeir eru að skamma. Ég held Á verk- stæðinu mesta og bezta afrek i stjórn- málum frá, — ja þú veizt það eins vel og ég, af þvi við höfum báðir verið á sjónum. Ef við hefðum ennþá fjórar milur væri þjóðin komin á ver- gang fyrir löngu;þessar átta milur hafa reddað okkur hingað til. Ef nokkur maður . átti hlut að þvi öðrum fremur þá var það Lúðvik; það var narka hans sem réði miklu, liklega úrslitum. Og það er ekki tilviljun að við erum aftur komnir i þorskastrið. Ég er ekki að búa til þessa sögu- skoðun, hún er almennings eign. Þess vegna er það gott þegar þeir hjá Mogganum stimpla hann vinstrigangster nr. 1, já einmitt þeir svona gauð, sem hafa ekkert sér- stakt til brunns aö bera. Það er hlegið að þeim. Og þess- vegna eiga þeir hjá Þjóð- viljanum að þegja og leyfa þeim að halda áfram, áfram að verða ser til athlægis.” Og Ari Bessason flinkasti bifvéla- virki landsins hefur afgreitt málið og er aftur sokkinn á kaf i vélina. það megi skamma ráðherra. Það á að skamma ráðherra; verðskuldaðar skammir eru hverjum manni hollar, en óverðskuldaðar hreint hnoss fyrir ráðherra og þvi betri sem þær eru heimskulegri, og ekki þarf að kvarta undan Mogganum i þeim efnum, jú nó. Hverjum heldurðu það þjóni að stimpla Lúðvik vinstrigangter nr. 1? og það i landhelgismálum. Hvert 5 ára barn á tslandi veit að þeir hjá Mogganum trúa ekki roð af þvi sem þeir segja og ætlast ekki tii að nokkur maður trúi þeim, en dælan gengur af gömlum vana. Hins vegar verður þessi fjarstæðu velling- ur til að minna á hver maður Lúðvik er i raun. Ég er alveg klár á það, að útfærslan ’58 er SJÓNVARP Ö, MÐ VA/DI AVGHA HINNA, ÞöRPARAR OSNAUTHAUSAR. ÞESSI ER 5A VERSTI ISEKKUR.SEM ÍG H£H TENGIÐI HEND- URUAR.EG HEFI EKKl FVRR snöið við naajR bakimu EA/ ÞIÐERUÐ E>ÚNIR AT) VINMA ErfTHVO?T Ö- MÆTUVERKIÐ... 5 ...OG KLÖGUAALUMUM RIGUIR YFIRMK NE'/DARÓPUNUni [UWðllRElCKI. r..0G HRÖPINA HEFNDIR BERCMÁLA MILLI [HÚSVECqJANMA 0G EF ÖLLUN KRÖFUrt VÆRl SINNT/ETTIÉG AD STANDA HÉRMEÐVÉL- BV5SU í NÖND UNUtf. STAMDIÐ UPPfl //// // ÞU ÓLI, POTTUR OG P/AWNA, VARST STAÐIMM AÐPVÍ AÐVERA Aé> t£SA "QLÆ.PUR OG REFSING" ’/ KlRKJUNNI 'A SUNNUDAGINN HJA SEPA L'löSI. ÞÚ SITUR EFTIR OQ SKRIFAR ÞÚSUMdI SINNUM:"íGER\jím EMJÓHANðJ H-" ...0G ÞU mVCI K. ÞlNN FLEKTIVI /1A0B0FI ERTSAGÐUR HAfA HLEVPÍ RAFSTRAUMll 'l HURÐAHÚMAMA H£lMA HJA IMqOLH.... SITUR EFT|R OG SKRIfAP ÞÚSUNP SINNUA: "AFMPI msSALNN.mSTNIENN:' ...OG ÞIÐ ÞOKKAPILTARNIR LÚLLI OQ EINSl• LÖGÐUSTSV0 lAgT.AÐ STELA GULLFISK- UNUM HENNAR muGÖHLU... SITJID EFTIR OqSJCRlFID ÞÚSUND SINNUM- "BRITAMMICA RULES THE WAVES" ÖALLI, íR ÞAÐ SATT, AÐ ÞU HAFIR VERIDAD REV/VA ADSTÍLA KALHAUSUH ÚR KkqARD- IMUM HAMS GVLfA Þ- EKKI ÞMlA qAMLI - GARMSPILLIR. ÞÚ ÞARFT EkVI AÐSITJA EFtir EM SKALT í ÞESS STAD LESA "N0RFIN SJÓHAR- Ml£>" FWR NÆSTA T/MA MU, SVO ÞÚERT ÞARMA.AlAMqiTORF, SJALD’ SÉBIR HVITIR HRAFWAR, Þl> HEFUR EKKl ÚTTIÐ SJÁ ÞlG HER 'lSKÓLANUM S/ÐAW ÞÚ VARSTINNRITAWR. ÞARFT EKKI HELDUR At> SlTJA EFTlR,íN 5KAL7 íARA KVÆÐIÐ: "HVARERU FUqLAR'.' OQ AÐ LöKUM...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.